Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 15 COLIN Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, gekkst í gær undir uppskurð vegna krabbameins í blöðruháls- kirtli. Richard Boucher, tals- maður utan- ríkisráðuneyt- isins, skýrði frá þessu í yf- irlýsingu. Boucher sagði að dregið yrði úr skyldustörfum Powells á meðan hann væri að ná sér eftir uppskurðinn. Mun Richard Armitage aðstoðarutanríkis- ráðherra stýra ráðuneytinu í fjarveru Powells. Ekki er ljóst hvenær það uppgötvaðist að ráðherrann væri með krabba- mein. Kosið í tyrk- neska hluta Kýpur STJÓRNARKREPPA blasir við í tyrkneska hluta Kýpur eft- ir að tvær fylkingar fengu ná- kvæmlega jafnmarga þing- menn kjörna í kosningum sem fóru fram um helgina. Þjóðern- issinnar, sem styðja Rauf Denktash forseta, fengu 25 þingmenn en stjórnarandstað- an sömuleiðis. Sagði Denktash að boðað yrði til kosninga að nýju eftir tvo mánuði ef þinginu mistækist að mynda nýja rík- isstjórn. Denktash sagði úrslit kosninganna engu breyta um möguleikana á því að friðarvið- ræður milli tyrkneska hluta eyjunnar og þess gríska hefjist að nýju. Tilræði við Musharraf MIKILL viðbúnaður var í Pak- istan í gær eftir morðtilræði við Pervez Mus- harraf, forseta landsins, á sunnudag. Ör- yggisgæsla var aukin til muna og þá hófu yfirvöld umfangsmikla leit að tilræð- ismönnunum. Musharraf slapp naumlega á lífi þegar sprengjur lögðu í rúst brú í Rawalpindi, ekki langt frá Islamabad. Var bifreið forset- ans nýkomin yfir brúna þegar sprengjurnar sprungu. Mus- harraf kenndi sjálfur íslömsk- um öfgamönnum um tilræðið og sagðist lengi hafa verið skot- mark slíkra manna. Borað eftir olíu í Barentshafi NORSKA ríkisstjórnin gaf í gær grænt ljós á að hafnar yrðu tilraunaboranir í Barentshaf- inu en grunur leikur á að þar kunni að finnast olía. Stjórn- völd í Ósló veittu hins vegar ekki heimild fyrir sambæri- legum borunum í nágrenni Lófóten. Óttast menn að slíkar boranir kynnu að hafa slæm áhrif á fiskistofna við Lófóten og á vistkerfið í heild sinni. STUTT Powell undir hnífinn Colin Powell Musharraf AZERAR fylgdu Heidar Aliev, fyrr- verandi forseta Azerbaídjans, til grafar í höfuðborginni Baku í gær. Ríkti mikil sorg meðal viðstaddra en Aliev, sem lést á föstudag, var áttræður að aldri. Heidar Aliev var fyrrverandi embættismaður í sovésku leyni- þjónustunni, KGB, og stjórnaði Azerbaídjan meðan það var hluti af Sovétríkjunum. Hann varð síðan forseti Azerbaídjans þegar ríkið varð sjálfstætt árið 1993. Fyrr á þessu ári tók heilsa Alievs hins veg- ar að bresta og tók sonur hans, Ilham Aliev, þá við forsetaembætt- inu. Aliev syrgður AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.