Morgunblaðið - 16.12.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.12.2003, Qupperneq 40
UMRÆÐAN 40 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Munið að slökkva á kertunum          Til eru eldtefjandi efni sem hægt er að úða yfir kertaskreytingar. Aldrei má þó treysta á að slíkt komi í veg fyrir bruna. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins    FYRIR fimm árum voru Fóst- urskóli Íslands, Íþróttakenn- araskóli Íslands, Kennaraháskóli Íslands og Þroskaþjálfaskóli Ís- lands sameinaðir í nýja stofnun. Hinum nýja skóla var valið heitið Kennaraháskóli Ís- lands. Nafnið varð væntanlega fyrir val- inu vegna þess að gamli Kennaraháskól- inn var þeirra stærst- ur. Auk þess er fjöl- mennasti nemendahópurinn kennaraefni sem stefna að kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum. Nafn skólans býður e.t.v. þeirri hættu heim að aðrar stéttir sem skólinn menntar falli í skugg- ann af kennarastéttinni. Þess vegna skal hér gerð grein fyrir öðrum áhugaverðum námsleiðum við Kennaraháskólann. Kennaraháskólinn menntar þroskaþjálfa Margir virðast ekki átta sig á því að Kennaraháskólinn menntar þroskaþjálfa. Þessi mikilvæga stétt er sérhæfð í þjónustu og ráð- gjöf við fatlað fólk á öllum aldri. Kennaraháskólinn er eini skólinn á landinu sem býður þroskaþjálf- unarnám og um 150 stúdentar stunda nú grunnnám til BA-gráðu í þroskaþjálfun við skólann. Nám- ið er boðið bæði sem fjarnám og staðnám. Að auki stunda um 50 þroskaþjálfar framhaldsnám við skólann, þar af eru sjö í meist- aranámi. Þroskaþjálfun er starfs- vettvangur sem býður upp á fjöl- breytta og krefjandi starfsmöguleika. Nýlega var ákveðið að taka upp kjörsvið í þroskaþjálfanáminu, þannig að nemendur geti sérhæft sig, ann- aðhvort í starfi með börnum eða í þjónustu við fullorðið fólk. Mikil eftirspurn er eftir þroskaþjálfum og atvinnumöguleikar góðir. Kennaraháskólinn menntar íþróttafræðinga Þá má benda á að Kennaraháskólinn menntar íþróttafræð- inga og um þessar mundir stunda um 120 stúdentar slíkt nám til BS-gráðu. Námið fer fram á Laugarvatni. Þar er frábær aðstaða til náms og íþróttaiðk- unar; innra tölvunet, nútímalegt kennslu- húsnæði, sundlaug, íþróttavellir og lík- amsræktarstöð. Bygg- ingafélag námsmanna hefur reist glæsilega nemendagarða á Laug- arvatni og þar er einnig góð heimavist. Íþróttafræðingar fá kenn- araréttindi bæði í grunn- og fram- haldsskólum og hafa auk þess mikla atvinnumöguleika í frjálsu íþróttastarfi, hjá íþróttafélögum, við líkamsræktarstöðvar, heilsu- þjálfun og endurhæfingu, sem og við félags- og forvarnarstarf af ýmsu tagi. Ljóst er að starfs- möguleikar íþróttafræðinga eru miklir og munu enn fara vaxandi á næstu árum, enda er stöðugt verið að leggja meiri áherslu á hvers konar hreyfingu og heilsurækt fyrir alla aldurshópa. Ný námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði Árið 2001 var hrint af stað nýrri námsbraut um tómstunda- og fé- lagsmálafræði við Kennaraháskól- ann. Námið er ýmist 45 eininga diplómunám eða 90 eininga nám til BA-gráðu. Námið er hugsað sem fjarnám með starfi og er m.a. ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að sinna tómstunda- og fé- lagsmálum í grunnskólum, fram- haldsskólum, félagsmiðstöðvum eða hjá íþrótta- og æskulýðs- félögum. Um 50 stúdentar stunda nú þetta nám við Kennaraháskól- ann. Ekki getur talist nokkur vafi á því að störfum á þessu sviði á eftir að fjölga verulega á næstu árum. Ofangreint nám er allt áhuga- verðir kostir fyrir fólk sem vill mennta sig til starfa þar sem reynir á ábyrgð, frumkvæði, fjöl- breytt viðfangsefni, hugmynda- auðgi og mannleg samskipti. Með þróun þessa náms er Kenn- araháskólinn að bregðast við knýj- andi þörfum í samfélaginu. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér þessa námsmöguleika er bent á vef Kennaraháskólans (www.khi.is). Innritun í nám við Kennaraháskólann fer fram á vor- in og hefst kennsla á öllum braut- um um mánaðamótin ágúst/ september. Kennaraháskóli Íslands menntar fleiri en kennara Ingvar Sigurgeirsson skrifar um menntamál ’Ofangreint nám er alltáhugaverðir kostir fyrir fólk sem vill mennta sig til starfa þar sem reynir á ábyrgð, frumkvæði, fjölbreytt viðfangsefni, hugmyndaauðgi og mannleg samskipti.‘ Ingvar Sigurgeirsson Höfundur er prófessor og deild- arforseti grunndeildar Kennarahá- skóla Íslands. Í tvídálka leiðara Morgunblaðsins 20. mars á þessu ári voru færð rök fyrir stuðningi Íslands við árás- arstríð Bandaríkjanna á Írak. Höf- uðröksemd leiðarahöfundarins er sú að Bandaríkjamenn séu bandamenn okkar og hafi stutt okkur í gegnum tíðina. Því renni okkur blóðið til skyldunnar þegar þeir fara í herleiðangra í fjarlægu landi. Er þessi skoðun í sam- ræmi við kennisetn- ingu Bandaríkjaforseta um að annaðhvort séu menn stuðningsmenn Bandaríkjanna eða andstæðingar þeirra. Bandamannarök Morgunblaðsins hrífa ekki alla með sér enda ýta þau sið- ferðilegum spurningum til hliðar. Eru fórnir stríðs réttlætanlegar í ljósi þeirrar eyðileggingar og þján- inga sem stríð kallar yfir fólk og um- hverfi? Eru mannréttindabrot rétt- lætanleg vegna markmiða sem stjórn Bandaríkjanna hefur sett fram? Friðarsinnar hafa löngum bent á að svo sé ekki. Sú vanhelgun mannréttinda sem fer fram í skjóli stríðsátaka er ekki réttlætanleg þrátt fyrir meintar göfugar hug- sjónir árásaraðila. Víetnamstríðið var til að mynda háð undir sömu for- merkjum og núverandi Íraksstríð. Það stríð verja fáir í dag en eins og Morgunblaðinu er kunnugt átti það stríð sér marga bandamenn á sínum tíma. Ástæða þess að ég dreg þetta fram er sú að síðastliðinn sunnudag birti Morgunblaðið leiðara þar sem fjallað var um nýjar staðreyndir um stuðning Bandaríkja- stjórnar við ógn- arstjórnina í Argentínu á sínum tíma. Leið- arahöfundur fordæmir þann stuðning Banda- ríkjastjórnar og tekur siðferðilega afstöðu til málsins. Ekki grípur hann til þess að rétt- læta gjörðir Banda- ríkjastjórnar og taka þar af leiðandi afstöðu með þeim vegna þess að Íslendingar séu vin- ir þeirra, heldur út frá mannréttindum. Hann segir: ,,Ljóst er að mannréttindi voru fótum troðin í tíð herforingjastjórn- arinnar í Argentínu og öllu þjóð- félaginu var haldið í greipum ógnar. Það er erfitt að sjá hvernig hægt er að réttlæta stuðning við slíka stjórn- arhætti. George Bush Bandaríkja- forseti hefur orðað það svo að í bar- áttunni gegn hryðjuverkum standi menn annaðhvort með Bandaríkja- mönnum eða á móti þeim. Það að vera samherji gegn hryðjuverkum á ekki að vera skálkaskjól til þess að brjóta mannréttindi, hvort sem um er að ræða aðgerðir Rússa í Tétsníu eða stjórnarfarið í Pakistan, ekkert frekar en það réttlætti mannrétt- indabrot að vera andstæðingur kommúnista á dögum kalda stríðs- ins. Mannréttindabrot eru óréttlæt- anleg og gildir einu í nafni hvaða hugmyndafræði þau eru framin.“ Þessi afstaða er fagnaðarefni enda þvertekur hún fyrir að réttlætanlegt sé að kalla hörmungar yfir fólk þrátt fyrir að menn hafi háleit markmið að leiðarljósi. Bandaríkjastjórn taldi það hins vegar í lagi í Argentínu þar sem þeir töldu herforingjastjórnina vini sína. Þjáningar fólks, hvort sem heldur undir sprengjuregni banda- rískra herja eða ofsóknum argent- ínskrar herforingjastjórnar, eru óréttlætanlegar. Og að réttlæta stuðning við slíkar gjörðir vegna þess að bandamenn okkar eru gerendurnir er aum af- staða. Spurningin er hvort Morg- unblaðinu finnist bandamannarök gilda varðandi stríðið í Írak en ekki herforingjastjórnir í Suður- Ameríku? Morgunblaðið og mannréttindi Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar um varnarmál ’Eru fórnir stríðs rétt-lætanlegar í ljósi þeirr- ar eyðileggingar og þjáninga sem stríð kall- ar yfir fólk og umhverfi? ‘ Huginn Freyr Þor- steinsson Höfundur er skrifstofustjóri VG.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.