Morgunblaðið - 11.01.2004, Page 4

Morgunblaðið - 11.01.2004, Page 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf ód‡rast á netinu Breytanlegur farseðill! Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 35 0 10 /2 00 3 BÆJARLÖGMAÐURINN í Kópavogi hefur ítrekað beðið lögregluna um að kanna hvort meðlimir mótorhjólaklúbbsins Ýmis væru að koma sér fyrir í húsnæði í Smiðjuhverfi í Kópa- vogi. Óskað var eftir því í sumar við rannsókn- ardeild lögreglunnar í Kópavogi að hún gæfi málinu gætur og var beiðnin ítrekuð í fyrradag eftir ábendingu um að fíkniefnaneysla færi fram í ákveðnu húsi í bænum og að þar væri fíkniefn- um haldið að unglingsstúlkum í skiptum fyrir kynlífsþjónustu. Eiríkur Tómasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi, sagði enga rannsókn í gangi vegna umrædds máls en staðfesti að lögreglan hefði haft gætur á ákveðnu húsi þar sem klúbburinn hefur aðstöðu. Ekkert hefði komið í ljós sem vafasamt gæti talist og hefði lögreglan þó farið inn í húsið en sú heimsókn hefði ekki gefið ástæðu til að aðhafast frekar. Eftirlitinu með húsnæði klúbbsins er framfylgt samhliða al- mennri gæslu í Smiðjuhverfinu, að sögn Eiríks. Hann segir engar upplýsingar liggja fyrir um ólöglega starfsemi í húsinu utan sláandi frá- sagnar af slíku á spjallsíðu á Netinu. Þar er sagt frá því að unglingsstúlkur séu tældar inn í hús- næðið og látnar veita fullorðnum mönnum kyn- lífsþjónustu fyrir amfetamín. Aðspurður segist hann munu herða eftirlitið í hverfinu hér eftir og hvetur þá aðila sem telja sig búa yfir vitn- eskju um eitthvað vafasamt að ræða við lögregl- una. Eiríkur segir lögregluna ekki hafa orðið vara við mikla starfsemi í húsinu á eftirlitsferðum sínum og aldrei hafi lögreglan veitt því eftirtekt að unglingsstúlkur hafi farið þar inn. Hins vegar muni lögreglan hafa augun opin á næstunni. Hefur kært til lögreglu Forseti Vélhjólaklúbbsins Ýmis, Sverrir Þór Einarsson, lagði á föstudag fram kæru á hendur vefnum femin.is vegna ásakana sem birtust á spjallvef um að hann hefði gefið unglingsstúlku fíkniefni og misnotað hana. Þá hefur hann sömu- leiðis kært bæjarlögmann Kópavogs fyrir um- mæli hans í Fréttablaðinu fyrr í vikunni um að lögregla rannsakaði hvort ólögleg starfsemi færi fram í vélhjólaklúbbi Ýmis. Friðrik Björgvins- son, yfirlögregluþjónn hjá lögeglunni í Kópa- vogi, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Eftirlit með mótorhjólaklúbbi í Kópavogi verður hert Forseti klúbbsins hefur kært til lögreglu Í NÓGU er að snúast við höfnina í Reykjavík þessa dagana sem áður. Jólafríið afstaðið og al- vara lífsins tekin við á ný. Vinnan í landi er ekki síður mikilvæg en vinnan á sjó. Dytta þarf að skipunum og veiðarfærum áður en haldið er úr höfn á nýjan leik. Morgunblaðið/Eggert Kolbeinsey komin í örugga höfn EKKI hafa komið upp fleiri til- felli af heilahimnubólgu í ál- verinu í Straumsvík eða annars staðar í þjóðfélaginu, að sögn Þórólfs Guðnasonar, smitsjúk- dómalæknis hjá landlæknis- embættinu. Þeir tveir starfs- menn álversins sem veiktust eru á batavegi. Allir starfs- menn álversins voru bólusettir og segir Þórólfur allt benda til að sú aðgerð hafi skilað tilætl- uðum árangri. Eftir því sem lengri tími líði frá bólusetn- ingu, án þess að fleiri tilvik komi upp, aukist líkurnar á að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu þessa skæða en sjaldgæfa smitsjúkdóms. Ekki fleiri tilfelli heila- himnubólgu KARLKYNS tannlæknar eru almennt með hærri ársveltu en kvenkyns samstarfsmenn þeirra. Í viðhorfskönnun meðal félaga í Tannlæknafélagi Ís- lands kemur fram að um 47% tannlækna eru með ársveltu af rekstri sínum á bilinu 10-20 milljónir króna, 16,5% með 20- 30 milljónir og 8,5% yfir 30 milljónir. 28% tannlækna eru samkvæmt könnuninni með lægri ársveltu en 10 milljónir. Hlutfallslega flestir eru með ársveltu á bilinu 10-15 milljónir króna og eru konur fjölmenn- astar í þeim hópi. Konur með lægri ársveltu Rekstur tann- lækna INNLENT UM 18% ökumanna sem fara um Hvalfjarðargöng búa á Akranesi eða í nágrenni og um 40% ökumanna búa einhvers staðar á Vesturlandi. Þetta má lesa út úr niðurstöðum umferð- arkönnunar Vegagerðarinnar frá því í október 2002 sem greint er frá á vef Spalar. Þar kemur fram að alls fóru yfir 5.800 bílar um göngin dag- ana sem könnuðirnir voru að störfum og svarhlutfallið var nærri 100%. Ýmislegt fleira fróðlegt kem- ur fram í könnuninni:  Búseta ökumanna: rúmlega 40% búa á höfuðborgarsvæð- inu, rúmlega 40% á Vestur- landi, 10% á Norðurlandi og hinir í öðrum landshlutum.  Tilgangur ferðar: 50% í einkaerindum, 40% vegna at- vinnu.  Tíðni ferða um göngin: 29% daglega, 26% vikulega, 25% mánaðarlega. Vegagerðin framkvæmdi könnunina norðan Hvalfjarðar- ganga fimmtudaginn 24. októ- ber og laugardaginn 26. októ- ber 2002 frá klukkan 7 að morgni til miðnættis báða dag- ana. Allir bílar sem fóru um göngin voru stöðvaðir og spurningar lagðar fyrir bíl- stjórana. Tilgangurinn var að afla upplýsinga um hvert leiðin lægi, hvar menn ættu heima og í hvaða erindum þeir færu um göngin. Könnunin er svo hluti stærra verkefnis sem varðar áhrif Hvalfjarðarganga á bú- setuþróun á Vesturlandi. Hvalfjarðargöng 18% öku- manna frá Akranesi FYRSTA loðnan barst til Eski- fjarðar í fyrrinótt, en þá kom Hólmaborgin SU 11 að landi með nær fullfermi eða um 2.200 tonn af blandaðri loðnu eftir viku út- hald. Þorsteinn Kristjánsson, skip- stjóri á Hólmaborginni, sagði að veiðin hefði verið fremur treg og ekki mikið sést af loðnu á svæðinu þar sem aflinn fékkst austur af Langanesi, en þeir hefðu ekki leit- að neitt lengra út. Allur aflinn fer í bræðslu, en Hólmaborgin hélt aftur á veiðar eftir hádegi í gær þegar búið var að landa úr skipinu eftir tæplega hálfs sólarhrings stopp í landi. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Fyrsta loðnan til Eskifjarðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.