Morgunblaðið - 11.01.2004, Page 8

Morgunblaðið - 11.01.2004, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Allt fyrir kúnnann, spara honum sporin í Borgarfjörðinn, góði. Ýmis skattamál brotin til mergjar Þjóðmálaum- ræða um skatta Skattadagur Deloitte,ViðskiptablaðsMorgunblaðsins og Samtaka atvinnulífsins verður næstkomandi þriðjudag í Gullteigi á Grand Hótel Reykjavík klukkan 8 til 11. Morgun- blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Margréti Sanders, framkvæmda- stjóra hjá Deloitte. Hvert er tilefni og til- gangur Skattadags? „Við höfum orðið vör við mikinn áhuga á skattamálum hjá við- skiptavinum Deloitte, sem og í samfélaginu öllu, enda getur skattalegt um- hverfi skipt sköpum í fyr- irtækjarekstri. Þar sem Deloitte er leiðandi ráð- gjafarfyrirtæki á sviði skatta- mála í íslensku atvinnulífi er okk- ur bæði ljúft og skylt að halda opinn fund um skattamál og miðla þannig sérþekkingu okkar enn frekar út í samfélagið.“ Hverjar verða helstu áhersl- urnar á ráðstefnunni? „Eins og yfirskriftin „Skatta- dagur Deloitte, Viðskiptablaðs Morgunblaðsins og Samtaka at- vinnulífsins“, gefur til kynna eru skattamál fyrirtækja í íslensku rekstrarumhverfi í forgrunni ráðstefnunnar. Við munum sér- staklega fjalla um skattaleg at- riði varðandi skuldsetta yfirtöku hlutafélaga, skattlagningu kaup- réttar og annarra hlunninda hjá stjórnendum hlutafélaga, sem er áhugaverður flötur á umræðu undanfarinna mánaða um laun æðstu stjórnenda hlutafélaga, notkun „Hybrid-fjármögnunar“ í tengslum við endurfjármögnun fyrirtækja, leitast verður við að greina hvar mörkin kunni að liggja á milli skattasniðgöngu og skattafyrirhyggju, auk þess sem farið verður yfir nýjustu breyt- ingar á skattalögunum.“ Á þessi dagur sér einhverja fyrirmynd eða fyrirrennara? „Í sjálfu sér ekki en þó ber að nefna að Félag löggiltra endur- skoðenda er með skattadag einu sinni á ári en sá dagur er ein- göngu ætlaður fagfólki í grein- inni og hefur kannski ekki þá al- mennu skírskotun út í samfélagið sem Deloitte er að leitast við að veita. Mikill áhugi og þörf starfs- manna fyrirtækja í íslensku skattaumhverfi er fyrst og fremst það sem hvatti okkur til að efna til Skattadagsins, okkur hefur jafnframt þótt skorta á upplýsta umræðu um skattaleg mál að undanförnu og fannst upplagt að halda ráðstefnuna og bæta úr því.“ Hverjir myndu eiga erindi á ráðstefnu af þessu tagi? „Þeir sem hafa beinan hag af Skattadeginum eru fyrst og fremst stjórnendur fyrirtækja. Eins og sjá má af dagskránni þá leitumst við einnig við vera með víðari samfélagslega skírskotun sem á erindi í þjóð- málaumræðuna, þann- ig að raunverulega má segja að efni ráðstefn- unnar eigi erindi til allra sem láta sig þjóð- málin einhverju varða. Því er um opinn fund að ræða þar sem allir eru velkomnir.“ Verða einhverjar nýlundur í erindum þeirra sem stíga fram? „Fjallað verður um skattalega möguleika fyrirtækja í tengslum við notkun svokallaða Hybrid- fjármögnun m.a. í tengslum við endurfjármögnum og aðkomu að áhættusömum rekstri. Hybrid- fjármögnum hefur færst í vöxt á undanförnum árum hér á landi, m.a. í tengslum við útrás og stækkun innlendra félaga. Þess- ar aðferðir hafa verið þekktar og viðurkenndar af skattayfirvöld- um erlendis um nokkurt skeið, þar sem þær hafa til að mynda verið notaðar til skattahagræðis í því skyni að draga úr kostnaði við fjármögnun. Þetta erindi ætti að vera áhugavert fyrir fjöl- marga stjórnendur félaga hér á landi sem eru eða hyggja á útrás og/eða endurfjármögnun rekstr- arfjármuna eða á fjárhagslega endurskipulagningu. Ólafur Kristinsson og Páll Ei- ríksson, lögfræðingar á skatta- og lögfræðisviði Deloitte, sjá um þetta erindi en þeir hafa báðir lokið meistaragráðu í lögfræði við erlenda háskóla. Ólafur tók meistaragráðu við Albert Lud- wigs háskóla í Þýskalandi með áherslu á Evrópu- og bankarétt en Páll tók meistaragráðu við Exeterháskóla í Englandi með áherslu á Evrópu-, félaga- og við- skiptarétt. Þá var Ólafur verk- efnastjóri hjá alþjóðasviði skattaskrifstofu ríkisskattstjóra áður en hann hóf störf hjá Delo- itte. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir verður með áhugaverða umfjöll- un um breytingar á skattalögum sem hefur áhrif á skattlagningu félaga, dánarbúa, þrotabúa og samlaga. Þá mun Árni Harðarson, yfir- maður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, fjalla um skattlagningu kaupréttar og hlunninda stjórn- enda hlutafélaga, en slík umfjöll- un ætti að vera áhuga- verð í ljósi umræðu í þjóðfélaginu að undan- förnu um þessi mál. Að lokum verður fróðlegt að heyra erindi Krist- jáns Gunnars Valdimarssonar, hdl. og forstöðumanns eignastýr- ingar Landsbanka Íslands, en hann mun leitast við að gera greinarmun á skattasniðgöngu og skattafyrirhyggju og hvar mörk þessara hugtaka í skilningi skattaréttar og túlkana skattyf- irvalda kunni að liggja. Skráning er í síma 580 3000 og á netfang- inu dtt@deloitte.is. Margrét Sanders.  Margrét Sanders er fædd á Ísafirði, býr í Reykjanesbæ og hefur verið framkvæmdastjóri hjá Deloitte í næstum fimm ár. Áður í Bandaríkjunum í við- skiptafræði og MBA-námi ásamt því að vinna við ráðgjöf. Eig- inmaður er Sigurður Guðnason hjá Tryggingamiðstöðinni. Börn: Albert Karl 16 ára og Sigríður 10 ára auk dóttur Sigurðar, Sylvíu Rósar, 20 ára. Bætt úr skorti á upplýstri umræðu BORAÐ hefur verið eftir heitu vatni í landi Kjarnholts í Biskupstungum í um eins kílómetra fjarlægð suður af Geysisvæðinu. Um er að ræða 1450 metra djúpa holu sem fóðruð er niður í 300 metra og áætlað að gefi um góð- an árangur og er hiti vatnsins um 84 – 90 gráður. „Það er áformað að nýta vatnið úr holunni fyrir svæðið í kringum Geysi en tilkoma þessarar holu leysir vanda ríkisins og eigenda lands á hverasvæðinu við Geysi varðandi vatnstöku á svæðinu,“ segir Már Sig- urðsson á Geysi sem ásamt Einari Gíslasyni frá Kjarnholtum hafði frumkvæði að borun holunnar. Að sögn Más var farið út í fram- kvæmdir við nýju holuna til þess að komast hjá því að þurfa að taka vatn af hverasvæðinu hjá Geysi eins og gert er nú. Áhersla hefur verið lögð á það af hálfu ríkisins að vernda Geysissvæð- ið og byggja það upp til að taka á móti þeim mikla straumi ferðafólks sem fer þar um árlega. „Með þessu þarf ekki að raska neinu á vernduðu svæði í kringum Geysi og aðra hveri á hverasvæðinu með vatnstöku og það er mjög þýðingarmikið. Nú geta landeigendur sem eiga hlut í hvera- svæðinu fengið vatn annars staðar frá en af þessu viðkvæma svæði,“ sagði Már og lagði áherslu á að með þessu væri kominn grundvöllur fyrir ríkið og landeigendur til að ná sam- komulagi um framtíð svæðisins og uppbyggingu þess. „Hér koma 300 þúsund manns á hverju ári og fara um hverasvæðið við Geysi sem er langstærsti ferða- mannastaður landsins,“ sagði Már. Hann sagði og að jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Grímur Jónsson ynnu að rannsókn á því hvort holan hefði áhrif á hverasvæðið en ekkert benti til þess að svo væri. Ný hitaveituhola boruð við Geysi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þetta er góð buna. Már Sigurðsson og Bjarni Reyr Kristjánsson, jarðfræð- ingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, við nýju borholuna í Kjarnholtslandi. Leysir vanda um vatnstöku á svæðinu Selfossi. Morgunblaðið. Hafrannsóknastofnun leggur til að afli úr úthafsrækjustofninum fari ekki yfir 20 þúsund tonn fiskveiði- árið 2003/2004. Þetta er sami afli og áður var ráðlagður af stofnuninni, en nýlokið er endurskoðun á ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar vegna veiða á úthafsrækju. Úthafsrækjuaflinn minnkaði úr 25 þús. tonnum 2002 í um 22 þús. tonn í fyrra, en stofninn var í sögu- legu lágmarki árið 2000. Við út- reiknað mat á rækjustofninum sýn- ist rækjustofninn þó vera heldur stærri árin 2001 til 2003. Hins veg- ar lækkaði stofnvísitala í stofnmæl- ingu úthafsrækju 2003 um 25% frá árinu áður samfara auknum göng- um þorsks fyrir norðan og austan, segir í upplýsingum frá Hafrann- sóknastofnun. „Stofnstærð rækju var metin með tveimur líkönum. Þau taka til- lit til niðurstaðna úr stofnmælingu úthafsrækju, aflabragða hjá rækju- flotanum og þorskgengdar á út- hafsrækjusvæðinu fyrir norðan og austan land í stofnmælingu botn- fiska í mars hvert ár og er át þorsks á rækju metið út frá því. Sam- kvæmt útreikningunum hefur dán- artala rækju stjórnast mjög af þorskgengd á Norður- og Austur- miðum en einnig aflanum sem tek- inn er úr veiðistofninum á hverju ári. Afli á sóknareiningu var svip- aður árin 2002 og 2003, hlutfall stórrækju hefur minnkað, og veiði- stofn í stofnmælingu úthafsrækju og kvendýravísitala hefur einnig dregist saman frá árinu 2002 til 2003. Nýliðun 2003 er þó yfir með- altali. Þorskgengd hefur aukist um 30% frá 2002 til 2003 og fannst þorskur víða á rækjumiðunum og nálgast nú þorskgengdina árið 1997. Ef veidd verða 25 þús. tonn á fiskveiðiárinu 2003/2004 mun veiði- stofn rækju minnka á ný á árinu 2005. Ef afli verður hins vegar tak- markaður við 20 þús. tonn mun veiðistofn rækju standa í stað á árinu 2005,“ segir ennfremur. Veiðar á út- hafsrækju fari ekki yfir 20 þús. tonn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.