Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 24

Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 24
24 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Englendingar höfðu vart stig-ið fæti á íslenska jörð hinn10. maí árið 1940 þegarþeir og aðrir, hérlendis og erlendis, fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að Bandaríkja- menn öxluðu varnir eyjunnar í norðri. Raunar gerðist það áður, þar sem Hermann Jónasson forsætis- ráðherra ritaði Sveini Björnssyni, þá sendiherra í Kaupmannahöfn, hinn 1. febrúar 1940 og spurði hann álits á hugmyndum um að Ís- lendingar könnuðu viðhorf Breta til þess að Bandaríkjamenn óskuðu eftir hervernd Íslands. Þessum hugmyndum var ekki fylgt frekar eftir. Næsta skrásetta skref í mál- inu steig síðan Vilhjálmur Þór (að- alframkvæmdastjóri fyrir þátttöku Íslands á heimssýningunni í New York 1939, skipaður aðalræðismað- ur Íslands fyrir öll Bandaríkin í kjölfarið, í apríl 1940. Thor Thors leysti hann þó fljótlega af hólmi því að Vilhjálmur tók við starfi banka- stjóra Landsbankans í byrjun októ- ber sama ár. Hann varð síðar utan- ríkis- og atvinnumálaráðherra, forstjóri SÍS o.fl.). Vilhjálmur átti fund með aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna hinn 12. júlí 1940, þar sem hann grennslaðist fyrir um hug Bandaríkjamanna til þess að Ísland færðist inn á vernd- arsvæði risans í vestri, samkvæmt því sem segir í ritinu Foreign Relations of the United States. Mér vitanlega er ekkert skjalfest til um að ríkisstjórninni hafi verið kunnugt um þessar þreifingar og má telja líklegt að Vilhjálmur Þór hafi staðið að þeim að eigin frum- kvæði. Aðstoðarutanríkisráðherr- ann fór undan í flæmingi og virðast hugmyndirnar hafa fengið lítinn hljómgrunn á þessum tíma í stjórn- kerfinu. Raunar svo litlar að sam- kvæmt rannsóknum bandaríska fræðimannsins og prófessorsins Michaels T. Corgans (benda má á bók hans sem kom út í fyrra, Ice- land and Its Alliances: Security for a Small State), sem hélt fyrirlestur hérlendis um rannsóknir þar að lútandi árið 1990, komust þær ekki á borð forseta Bandaríkjanna, Franklins D. Roosevelts. Forsetinn var þó ekki alfarið ókunnugur vangaveltum af sama toga og raunar fyrir hernám Breta, þar sem þær höfðu komið fram í bréfi sem hinn þekkti landkönn- uður Vilhjálmur Stefánsson hafði sent aðstoðarmanni forsetans í apr- íl 1940. Þar reyndi Vilhjálmur að rökstyðja það álit sitt að túlka mætti Monroe-kenninguna svo að Ísland væri innan varnarlínu Bandaríkjanna. Hugleiðingar land- könnuðarins voru í samræmi við fyrri kenningar hans um að það væri „hrein landfræðileg villa að telja Ísland til Evrópu“, en virðast hafa vakið hverfandi athygli innan Hvíta hússins. Í sama mánuði og Thor ræddi óformlega við ráðu- neytismenn, þ.e. í júlí, vék Winston Churchill að þessu málefni í við- ræðum sínum við Roosevelt. Sá síðarnefndi virtist ekki uppveðrað- ur yfir því að deila ábyrgðinni á hernámi Íslands með Bretum, enda þurfti forsetinn að kljást við áhrifa- mikla „einangrunarsinna“ heima fyrir og vildi ekki varpa þáverandi utanríkisstefnu Bandaríkjanna fyr- ir róða nema sannfærandi rök lægju þar að baki. Almenningur varð að trúa því að það þjónaði hagsmunum föðurlandsins að blanda sér í átök Evrópuþjóða. Áfram var þó biðlað til Banda- ríkjamanna. Þegar Vilhjálmur Þór og eftirmaður hans í embætti, Thor Thors (þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, formaður sýningarnefnd- ar Íslands á heimssýningunni í New York, aðalræðismaður þar í ágúst 1940 og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum í október 1941), gengu á fund Cordell Hull, utanrík- isráðherra hinn 5. september 1940 ítrekuðu þeir spurninguna og reyndu að gylla þann kost sem fengið hafði svo treglegar viðtökur í júlí; að Ísland nyti bandarískrar herverndar til að það yrði ekki vettvangur átaka. Þessar hug- myndir studdust einnig við útvíkk- un Monroe-kenningarinnar. Vil- hjálmur kvaðst tala „óformlega og óopinberlega“ en með vitund og samþykki íslensku ríkisstjórnarinn- ar (sem er með öllu ósannað og bendir raunar margt til að það sé ólíklegra en hitt). Að nýju voru svörin frá Washington loðin og óljós og engin leið að greina hvað Bandaríkin hefðu í hyggju. Í sama mánuði bar málefni Ís- lands á góma á fundum landvarn- arnefnda Bandaríkjanna og Kan- ada í Washington og voru menn sammála um að mikinn herafla þyrfti til að tryggja varnir Íslands. Skömmu síðar lét Roosevelt þau orð falla í ræðu landvarnarnefnda beggja deilda Bandaríkjaþings að ekki væri hægt að verja Bandarík- in án tryggra yfirráða á Grænlandi og þar sem það væri í hættu ef Ís- land félli í óvinahendur væri örygg- islína Bandaríkjanna því dregin austan við Ísland. Í nóvember kom fram fyrirspurn í breska þinginu um hvort Banda- ríkjamenn gætu ekki tekið að sér hervernd Íslands. Fátt varð um svör. Í sama mánuði skrifaði Thor Thors íslenska utanríkisráðuneyt- inu og viðraði þá skoðun sína að útilokað væri að Bandaríkjamenn leystu Breta af hólmi án samráðs þar að lútandi. Hann lagði til að Ís- lendingar hefðu frumkvæði að slíkri tilhögun mála, sem gæti skil- að þeim árangri að Bretar yfirgæfu Ísland í vinsemd. Sömuleiðis myndu Bandaríkin ekki þarfnast bækistöðvar fyrir landher á Ís- landi. Þeim myndi nægja aðstaða, sem væri sambærileg við umsvif þeirra á Nýfundnalandi, þ.e. flug- og flotabækistöð. Bandaríkjamenn gætu þannig viðhaldið hlutleysis- stefnu sinni og viðskiptatengsl landanna styrkst til muna. Thor kvaðst þeirrar skoðunar að óska ætti tafarlaust eftir viðræðum við Bandaríkjamenn. Stefán Hjartarson sagnfræðing- ur segir í fyrirlestri sínum, „Ice- land’s geopolitical road“, sem hann flutti í Stokkhólmi 1995, að Stefán Jóhann Stefánsson utanríkisráð- herra hafi brugðist ókvæða við þessum hugmyndum Thors og gef- ið honum fyrirmæli um að aðhafast ekkert í þessum efnum án skýrra fyrirmæla þar að lútandi. Hugur Íslendinga kannaður óformlega Haustið leið að öðru leyti tíð- indalaust í þessum efnum, en í jóla- mánuðinum fékk ráðuneyti utan- ríkismála á Íslandi heimsókn sem olli utanríkisráðherra og samráð- herrum hans heilabrotum. Föstu- daginn 13. desember kom Bertel E. Kuniholm, ræðismaður Banda- ríkjanna, á fund íslenskra ráðu- neytismanna og vitnaði í bréf sem honum hafði verið að berast frá Hugh S. Cummings, deildarstjóra í bandaríska utanríkisráðuneytinu, sem hafði málefni Íslands á sinni könnu. Kuniholm talaði um að horfur í stríðinu væru mjög þungar fyrir Breta. Í Bandaríkjunum væri litið svo á að nánast útilokað væri að Hverjir eiga að vernda Ísland? Framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík virðist óljós í kjölfar boðaðs niðurskurðar Bandaríkjastjórnar á framlögum til herstöðva sinna og endurskoðunar á varnarstefnu. Íslenskir ráðamenn hafa tilkynnt að í Washington sé pólitískur vilji til að leita lausnar á varnarmálum Íslands, en margir virðast þó þeirrar skoðunar að hilli undir brottför varnarliðsins. Sindri Freysson rifjar hér upp í fyrri grein sinni margslunginn aðdragandann að upphaflegri komu bandarísks herliðs hingað til lands árið 1941. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Heimssýningin í New York 1938. Thor Thors, formaður íslensku sýningarnefnd- arinnar, ásamt Vilhjálmi Þór, framkvæmdastjóra hennar, sem bendir á Íslands- deildina á líkani af sýningarsvæðinu. Hinn 16. ágúst 1941 steig Winston S. Churchill á land í Reykjavík á heimleið frá fundi við Roosevelt og hélt beint til Al- þingishússins til fundar við ríkisstjóra og ríkisstjórn landsins. Myndin var tekin þegar Churchill steig út á svalir Alþingis- hússins og ávarpaði viðstadda ásamt Hermanni Jónassyni forsætisráðherra og Sveini Björnssyni ríkisstjóra. ‚[Bandaríkjamenn] telja bara mun æski- legra, frá eigin bæj- ardyrum séð, að geta fóðrað aðgerðir sínar með því að Íslend- ingar hafi leitað til þeirra, og því sé ekki um að ræða neina út- þenslupólitík inn á svið gömlu Evrópu.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.