Morgunblaðið - 11.01.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.01.2004, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðverjar yrðu sigraðir með loft- árásum og hafnabanni; það yrði ekki gert nema ef mikill herafli réðist inn í Þýskaland. Hann minntist margsinnis á það að það yrði Íslendingum mikið áfall ef t.d. Reykjavík yrði fyrir loftárásum vegna hersetu Breta hérlendis. Það yrði Íslendingum þungbært í fá- tæku landi að byggja upp að nýju eftir slíka árás. En það sem virtist liggja Kuni- holm aðallega á hjarta var spurn- ingin um hvort óskað yrði eftir því að Bandaríkin fengju hernaðarlega bækistöð á Íslandi til verndar gegn erlendri ásælni. Eftir hernámið hlyti Íslendingum að vera ljóst að hið yfirlýsta ævarandi hlutleysi þeirra nægði ekki sem vernd gegn því að erlent herveldi settist þar að. Vegna legu sinnar hlyti hern- aðarleg þýðing Íslands að teljast mikil. Í minnisblaði um fundinn er rakið að Kuniholm hafi tjáð ráðu- neytismönnum að „Bandaríkja- stjórnin geri nú margvíslegar ráð- stafanir til öryggis gegn því, að ríki, utan Ameríku, geti komið að hernaðarlegri sókn í Vesturálfunni, og lega Íslands væri slík, að í þessu tilliti hlyti Ísland að teljast hafa mikla þýðingu“. Kuniholm kvaðst þó telja að á meðan erlend- ur [breskur] her hefði aðsetur á Ís- landi myndi forseti Bandaríkjanna ekki gefa út neinar tilkynningar um Monroe-kenninguna varðandi Ísland, umfram það sem Roosevelt hafði áður sagt, þ.e. að hann teldi varnarlínu Bandaríkjanna liggja fyrir austan Ísland. Kuniholm tók jafnframt skýrt fram að Bandaríkjastjórn myndi alls ekki láta uppi neinar skoðanir um til hvers hún kynni að vera fús í þessum efnum. Nema að því til- skildu að íslensk stjórnvöld sæktu opinberlega til Bandaríkjastjórnar vegna málsins. En jafnvel þá myndu ekki vera líkur til að málið fengi nauðsynlega athugun, nema því aðeins að fyrir lægi að ótvíræð- ur meirihluti bæði kjörinna fulltrúa Íslands og þjóðarinnar einnig ósk- aði slíkrar verndar. Hann áréttaði einnig að óhjákvæmilegt væri að afla samþykkis Breta á að Banda- ríkin tækju að sér embætti varð- manna á Íslandi. Enda yrðu Bretar eðlilega að hverfa fyrst á brott með allan sinn herafla. Aðspurður hvort ekki væri sennilegt að Bandaríkja- menn myndu ótilkvaddir gera ráð- stafanir til að fyrirbyggja hernám Þjóðverja, ef sýnilegt þætti að Bretar væri að missa tök sín á haf- svæðinu umhverfis Ísland, sagði ræðismaðurinn það brjóta algjör- lega gegn „tradition“ Bandaríkj- anna að grípa til slíkra aðgerða án þess að Íslendingar óskuðu þess. Hinn íslenski viðmælandi hans skrifaði svohljóðandi athugasemd í skýrslu sína um fundinn: „Ég get ímyndað mér að Mr. Kuniholm hafi samkvæmt fyrir- mælum stjórnar sinnar, nú í fyrsta sinn í slíku einkaviðtali, viljað þreifa dálítið fyrir sér um hug Ís- lendinga. Og ef til vill er Banda- ríkjamönnum raunverulega um- hugað um að fá hér hernaðarlega bækistöð og ef til vill er samþykki þeirra þegar fengið til þess. Og þá um leið að reyna að fá Breta héðan burt, en telja bara mun æskilegra, frá eigin bæjardyrum séð, að geta fóðrað aðgerðir sínar með því að Íslendingar hafi leitað til þeirra, og því sé ekki um að ræða neina út- þenslupólitík inn á svið gömlu Evr- ópu.“ „Óheflaðir“ Bandaríkjamenn og vandræðagemsar Fimm dögum síðar gekk Kuni- holm á fund Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar utranríkisráðherra og hélt þreifingum sínum áfram. Í minnisatriðum ráðherra um fund- inn kom meðal annars fram að „Bandaríkin myndu mjög ógjarnan vilja, að Ísland yrði öðrum að bráð“. Stefán Jóhann bætti við frá eigin brjósti þeirri skoðun sinni að „af samtalinu öllu kom í ljós mikill áhugi á því að Ísland bæði um vernd Bandaríkjanna – beinlínis eins og verið væri að „agitera“ fyr- ir beiðni Íslands um vernd“. Það er athyglisvert að þessi frásögn ráð- herra virðist stangast á við upplýs- ingar áðurnefnds Corgans, sem fengnar eru úr bók Roberts Sherwoods um Roosevelt, sem gef- in var út 1950, en hann segir að Cordell Hull, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi komið í veg fyrir að Kuniholm héldi áfram á sömu braut í viðræðum sínum við Íslendinga. Í æviminningum Hull kveður síðan við enn annan hljóm, því að hann kveðst þar hafa fengið skeyti á aðfangadag jóla frá Kuni- holm, þess efnis að „utanríkisráð- herra Íslands óski eftir að fá að vita hver yrðu viðbrögð Bandaríkj- anna ef beiðni skyldi berast frá Al- þingi um bandaríska hervernd“. Semsagt ef rétt er skilið: (A) Bandaríkjamenn voru að leita fyrir sér, (B) Bandaríkjamenn vildu ekki leita fyrir sér, (C) það voru Íslend- ingar sem voru að leita fyrir sér. Þetta eru ósamhljóða frásagnir um viðkomandi tímapunkta og vissu- lega fróðlegt að vita hvað er rétt í þessum efnum. Ekki er þó fráleitt að ætla að Kuniholm hafi þarna „leikið tveimur skjöldum“, þ.e. gef- ið Íslendingum eitt í skyn og yf- irmönnum sínum annað, í von um niðurstöðu sem væri honum sjálf- um að skapi. Í janúar ritaði Vilhjálmur Stef- ánsson grein í tímaritið Foreign Affairs þar sem hann færði enn á ný rök fyrir þeirri kenningu sinni að út frá landfræðilegum forsend- um væri Ísland í raun hluti Norð- ur-Ameríku og því næði Monroe- kenningin til þess. Hvort greinin hafði einhver áhrif í Washington er óvíst, en það er hins vegar ljóst að í sama mánuði fékk Kuniholm skeyti frá yfirboðurum sínum þar sem lagt var fyrir hann að halda áfram uppteknum hætti eftir bestu getu. Hann átti að gefa ýmislegt í skyn við íslensk stjórnvöld án þess að veita höggstað á sér. Eða með öðrum orðum að reyna að haga málum svo að áhugi Íslendinga á íhlutun ameríska arnarins yxi en ameríski örninn þættist hins vegar vera sýnd veiði en ekki gefin. Kuni- holm gekk aftur á fund utanrík- isráðherra 22. janúar og tilkynnti að hann hefði fengið símskeyti frá Cordell Hull (sent 18. jan., nokkurs konar svarskeyti við jólaskeyti ræðismannsins), þar sem fram kom að Bandaríkin „munu fylgjast með af mestu athygli atburðum sem geta haft áhrif á afstöðu Íslands til Bandaríkjanna“ og gerðu sér ljóst að hættur gætu steðjað að landinu: „Og ef svo færi á næstu tímum, að England yrði yfirunnið, myndi stjórn U.S.A. ef til vill grípa til sér- stakra ráðstafana út af Íslandi, svo að það yrði ekki öðrum að bráð,“ segir í minnispunktum Stefáns Jó- hanns um þennan fund. Utanríkisráðherra skýrði ríkis- stjórninni og utanríkismálanefnd frá málinu og vakti Sveinn Björns- son, sem var kosinn ríkisstjóri síð- ar sama ár, athygli á að Banda- ríkjastjórn hefði ekki borið upp málaleitan sína við Thor Thors, sem honum þótti undrunarefni. Að sögn utanríkisráðherra kvaðst Hermann Jónasson forsætisráð- herra þeirrar skoðunar að miður æskilegt væri að fá hervernd Bandaríkjanna ef svo færi að Bret- ar sigruðu. „Bandaríkjamenn væru óheflaðri en Bretar og mikið um vandræðafólk meðal þeirra. Biðu Bretar hins vegar lægri hlut í styrjöldinni, vaknaði spurningin, hvort betra væri að vera undir Bandaríkin eða Þýskaland gefinn.“ Menn ræddu síðan hlutleysis- stefnu landsins frá ýmsum hliðum og sýndist sitt hverjum. Ásgeir Ás- geirsson, síðar forseti Íslands, viðr- aði þá skoðun sína á fundi nefnd- arinnar að hlutleysið hefði gjaldfallið og athugandi væri fyrir Íslendinga að taka afdráttarlausari afstöðu til styrjaldaraðila. „Hann taldi, að eins og nú væri komið málum væri tilgangslaust að tjalda með hlutleysi lengur. Það hugtak væri orðið einskis nýtt.“ Stefán Jó- hann getur þess að lokinni frásögn sinni af fundinum að sér hafi fund- ist margir stjórnmálamenn þessara tíma nokkuð tækisfærissinnaðir og á meðal sumra þeirra hafi eimt eft- ir af samúð með ríki Hitlers. „Til voru menn í þeirra hópi, sem ekki hugsuðu til þess með neinu ógeði, að Ísland yrði að stríði loknu undir yfirráðum þýskra nasista eða á áhrifasvæði þeirra.“ Stefán Jóhann skrifaði síðan Franklin Delano Roosevelt Bandaríkja- forseti sagði að öryggislína Bandaríkj- anna væri dregin austan við Ísland. Hitler og Göring, en árás Þjóðverja á Ísland var sögð í bígerð. EFTIR að bandaríski herinn hafði verið rúmt ár á Íslandi setti sú deild hersins, sem nefndist G-2 (næstráðendur Bonesteel hershöfðingja voru gjarnan kallaðir G-1, G-2, G-3 og G-4, og auk þess að vera tengiliðir hershöfðingj- ans við liðsmenn sína stýrðu þeir flestum þeim þáttum sem lutu að „rekstri“ heraflans) og annaðist njósnir, upplýsinga- og áróðursmál, saman bókarkorn. Hún fékk titilinn „Armed Guardians – One Year In Iceland“, og fjallaði um dvölina á klakanum frá sjónarhorni hinna mismunandi deilda hersins. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er þar vitnað í orð ónefnds hermanns, sem eiga að útskýra veru Bandaríkjamanna á Íslandi með einföldum hætti: „Þetta er einsog að heimsækja nágranna þinn að hans beiðni og hafa með sér eigin kost og rúm. Þú verð hús hans gegn hættum. Ef kvikn- ar í því, tekurðu stjórnina í þínar hendur.“ Einnig er lýst fyrstu kynnum hermanna af Íslandi: „Eftir þriggja daga siglingu safnaði yfirforinginn mönn- um sínum saman og sagði þeim að leiðin lægi að fjar- lægasta útverði Ameríku á Atlantshafi [sic]. Ferðin var tíðindalaus fyrir utan að eitt skipið sigldi á hval, sem hékk síðan framan á stefni þess nærfellt í klukkustund. Þegar skipalestin kastaði akkerum í Reykjavíkurhöfn voru veittar fyrstu vísbendingar um fyrirliggjandi verk- efni. Stjórn bandaríska flotans sendi skipanir þess efnis að afferma skyldi skipin á tveimur sólarhringum. Liðs- foringjar, undirforingjar og óbreyttir hermenn strituðu hlið við hlið á átta tíma vöktum með átta tíma hvíld á milli vakta. Þrátt fyrir gríðarlegan dugnað og stuðning frá vörubifreiðum, sem mynduðu nánast óslitna röð á milli hafnarinnar og losunarstaðar, var það algjörlega útilokað að ljúka verkinu innan settra tímamarka. Búið var að útvega alla fáanlega geymslu- og losunarstaði, en þeim var átakanlega áfátt. Setja varð birgðakassa á víðavang og innihald þeirra dreifðist út um hvippinn og hvappinn. Nokkrum dögum síðar var loks búið að af- ferma skipin, en drjúgur tími fór síðan í að skrá og raða útbúnaðinum almennilega.“ Þá er einnig sagt frá því að þessir fyrstu hermenn Bandaríkjanna hérlendis hafi notað tómar bjórflöskur sem efnivið í allt frá „lampaskermum til öskubakka, bensíntunnur voru barðar í sundur með klókindum og breytt í baðkör, olíuföt urðu að sturtum og tappar á bjórflöskum að dyramottum, jafnframt því sem fjalir utan af birgðakössum voru notaðar til að smíða borð, stóla, göngustíga og skápa.“ „Ef kviknar í húsinu…“ HUGMYNDIR flestra þeirra sem vildu að Bandaríkjamenn tækju að sér her- vernd Íslands, byggðust á því að Ísland tilheyrði vesturhveli jarðar og væri því því innan ramma Monroe-kenning- arinnar. Upphaflega hafði inntak Monroe-kenningarinnar, kynnt til sög- unnar árið 1823, verið það að evrópsku nýlenduveldin gömlu blönduðu sér ekki í málefni Ameríku og í staðinn myndu Bandaríkin láta átök Evrópuþjóða af- skiptalaus. Með þátttöku sinni í fyrri heimsstyrjöld fóru Bandaríkjamenn á bága við þennan leiðarvísi í utanrík- ismálum og framkvæmd umræddra hugmynda fékk á sig nýja ásýnd. Það er athyglisvert að þegar árið 1869 reyndu menn að færa sönnur á að út frá land- fræðilegum forsendum væri Ísland fremur hluti Ameríku en Evrópu og að Monroe-kenningin næði því til Íslands; með það í huga að Bandaríkjamenn keyptu Ísland – og raunar Grænland líka – af Dönum. Þessar hugmyndir höfðu því verið til staðar í að minnsta kosti sjötíu ár þegar þær urðu hornsteinn til- rauna til að fá bandarískan herafla hingað til lands í síðari heimsstyrjöld. Reynt á þanþol Monroe-kenning- arinnar Hermann Jónasson forsætisráðherra heilsar Winston Churchill á hafnarbakkanum í Reykjavík við komu Churchills að morgni 16. ágúst 1941. Kort sem Franklin Delano Roosevelt sýndi Harry Hopkins, ráðgjafa sínum, 11. júlí. Á myndinni sést hvernig for- setinn hefur með blýanti dregið línu til að afmarka vesturálfu. Ljósmynd/War Office Photo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.