Morgunblaðið - 11.01.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.01.2004, Qupperneq 27
Thor Thors bréf hinn 27. janúar og kvaðst hafa orðið undrandi þegar Kuniholm spurði hann, á áður- nefndum fundum þeirra í desem- ber, hvort það væri að hans til- hlutan að Thor og Vilhjálmur Þór höfðu spurst fyrir um áhuga stjórnarherra í Washington á að reyna á þanþol Monroe-kenning- arinnar. „Stefán Jóh. Stefánsson svaraði því til að [Thor] Thors hefði vitaskuld ekkert leyfi til að- gerða að eigin frumkvæði, og að þegar væri búið að tilkynna honum í bréfi, hinn 5. október 1940, að hann yrði að halda sig innan ákveð- inna marka,“ segir Stefán Hjart- arson í fyrrnefndum fyrirlestri. Árás Þjóðverja á Ísland sögð í bígerð Í byrjun febrúar, á sameiginleg- um fundum utanríkismálanefndar Alþingis og ríkisstjórnarinnar, voru áfram ræddar hugmyndir um bandaríska hervernd. „Sumir voru andvígir slíkri samningsgerð þar eð hún bryti gegn hlutleysisstefn- unni. Aðrir töldu að hlutleysis- stefnan væri ekki í hættu þótt slík- ir samningar yrðu gerðir og enn aðrir álitu að hlutleysisstefnan væri ekki svo mikils virði að mikl- um hagsmunum ætti að fórna fyrir hana,“ segir í bók Péturs J. Thor- steinssonar, Utanríkisþjónusta Ís- lands og utanríkismál. Næstu mánuði fengu íslensk stjórnvöld ekki frekari bónorð frá Bandaríkjunum eða Bretlandi en þau vissu, að sögn Stefáns Jó- hanns, að „margar og miklar ráða- gerðir voru á þeim mánuðum milli Bandaríkjanna og Breta og að Roosevelt notaði hvert tækifæri til þess að teygja Bandaríkjaþing til aukinnar aðstoðar við Breta. Það var einnig á vitorði okkar, að Ís- land bæri oft á góma í ráðagerðum Roosevelts og Churchills“. Samráð- herra hans í ríkisstjórn, Eysteinn Jónsson, þá viðskiptamálaráðherra, gat þess sömuleiðis að „róið var að því mörgum árum af Bretum og Bandaríkjamönnum síðari hluta árs 1940 og fyrri hluta árs 1941 að svo gæti orðið [þ.e. að Bandaríkjamenn tækju að sér varnir Íslands úr höndum Breta]. En til þess þurftu Íslendingar að fela þeim varnirn- ar“. Í Bandaríkjunum þokuðust þó þessi mál áfram. Þannig ritaði fyrr- um aðstoðarlandvarnarráðherra, Henry Breckinridge, mörg bréf í mars og apríl til aðstoðarmanns Roosevelts, um mikilvægi Íslands, og vitnar m.a. í samtöl sem hann hafi átt við Vilhjálm Stefánsson um þau mál. Corgan segir að hann hafi einnig lýst „áhyggjum yfir að það hve blaðagreinar um Bretland séu fáorðar um hernámsliðið á Íslandi kunni að benda til að þar sé aðeins lítill og vanmáttugur liðsafli“. Ályktun sem tíminn leiddi í ljós að væri á rökum reist. Á meðan Bandaríkjamenn íhug- uðu stöðu mála voru Þjóðverjar vígreifir sem fyrr og í lok mars, nánar tiltekið 25. mars, tilkynnti Hitler að vegna hernáms Bretlands næði hafnarbannsvæði þeirra gagnvart Bretum, og þar af leið- andi stríðsátakasvæðið, allt norður fyrir Ísland. Þegar sú ákvörðun varð lýðum ljós má segja að áhugi Bandaríkjamanna á Íslandi hafi glæðst enn frekar. En Bretar sátu ekki heldur að- gerðarlausir. Skömmu fyrir þessa tilkynningu æðsta manns Þriðja ríkisins höfðu breskir og kanadísk- ir sérfræðingar samið áætlun um hugsanlega þátttöku Bandaríkja- manna í stríðinu, þar sem gert var ráð fyrir að 5. fótgönguliðsherfylki bandaríska landhersins hernæmi Ísland. „Þá átti ráðgjafi forsetans, Harry Hopkins, einnig frumkvæði að því að hafnar voru að nýju samningaviðræður við Thor Thors þann 14. apríl. Öll fór þessi áætl- unargerð vitanlega fram með mestu leynd. Hull utanríkisráð- herra var satt að segja ekki kunn- ugt um hið raunverulega inntak samningaviðræðnanna og banda- rískur almenningur vissi ekki einu sinni af þeim,“ segir Corgan. Með- an á þessum fundahöldum stóð var m.a. óskað eftir að vita hvort Ís- lendingar samþykktu að veita Bandaríkjamönnum aðstöðu til far- þegaflugs á milli Íslands og Banda- ríkjanna, en þau mál voru aldrei rædd til fullnustu. Hvort sem Kuniholm ræðismað- ur hafði veður af þessum viðræðum eða ekki virtist hann algjörlega sannfærður um að Bandaríkja- menn ættu að yfirtaka hervald á Íslandi. Hann sendi skýrslu til hús- bænda sinna í Washington 21. apríl og ítrekaði sem fyrr þá skoðun sína að mikilvægi Íslands hefði vaxið gríðarlega mánuðina á undan og það gæti gegnt afgerandi hlutverki í baráttunni við þýsku kafbátaógn- ina, sem allmörg bandarísk skip þekktu orðið af sárri raun. Hann tiltók jafnframt hvað hermenn gætu gert sér til dægrastyttingar á Íslandi og sagði: „Þótt Reykjavík uppfylli ekki alveg kröfur her- mannsins um sumarleyfisstað lum- ar hún þó á nokkrum kaffihúsum, veitingastöðum, kvikmyndahúsum og umtalsverðum fjölda vændis- kvenna, og getur þannig gleypt mánaðarlaun hans án mikillar fyr- irhafnar.“ Enn voru þó eftir rúmlega tveir mánuðir af leynimakki og samn- ingaviðræðum áður en bandarískir hermenn gátu byrjað að eyða laun- unum sínum á Íslandi. Höfundur er rithöfundur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 27 ‚Þótt Reykjavík uppfylli ekki alveg kröfur her- mannsins um sumarleyfisstað lumar hún þó á nokkrum kaffihúsum, veitingastöðum, kvik- myndahúsum og umtalsverðum fjölda vænd- iskvenna, og getur þannig gleypt mánaðarlaun hans án mikillar fyrirhafnar.‘ Léttu þér lífið - með gómsætum léttum ostum Ferðaþjónusta bænda – utanlandsdeild Síðumúla 13 • sími 570 2790 • fax 570 2799 8 daga ferð til Suður-Þýskalands Hér gefst einstakt tækifæri til að upplifa Suður-Þýskaland og er ferðin þægileg þar sem einungis er gist á tveimur stöðum. Upplifum Alpana, förum með kláfi upp á fjallið Nebelhorn, í dagsferð til München þar sem boðið er upp á kvöldverð og skemmtun í Hofbräuhaus, og skoðum ævintýrakastalann Neuschwanstein. Höldum áfram til Mósel þar sem farið er í siglingu og vínsmökkun. Glæsilegur kveðjukvöldverður. Fararstjóri er Inga Ragnarsdóttir. Verð: 98.000 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting með baði og morgunverði. Skoðunarferðir alla daga samkvæmt leiðarlýsingu. 5 kvöldverðir. www.sveit.is 25. mars - 1. apríl 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.