Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 32

Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 32
32 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dansnámskeið hefst mánudaginn 12. jan. n.k. Kenndir verða gömludansarnir, sérdansar ofl. Barna- og unglinganámskeið hefst þriðjudaginn 13. jan. Kenndir verða gömludansarnir ásamt íslenskum og erlendum þjóðdönsum ofl. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14 A LÆRIÐ AÐ DANSA! TAKIÐ ÞÁTT Í DANSINUM! Þjóðdansar hefjast fimmtudaginn 15. jan. n.k. kl. 20.30 Dansaðir eru íslenskir og erlendir þjóðdansar ofl. Opið hús þriðjudaginn 13. jan. n.k. Við dönsum gömludansana frá kl. 20.30 Það er aukin skemmtun að dansa. Upplýsingar og skráning í síma 587 1616, milli 17 og 21 Eins og tíðkast í Ástralíu varðég stúdent tiltölulegasnemma. Eftir að mennta-skólanáminu lauk fór ég beint í háskóla og lauk BS-gráðu í jarðfræði nýorðinn tvítugur. Þá ákvað ég að söðla um og fara í leik- listarskóla. Ég var einn af þessum strákum sem vita aldrei alveg hvað þeir vilja verða þegar þeir verða stórir. Ég er ekki einu sinni viss um að ég viti svarið núna,“ segir ástralski lýsingarhönnuðurinn David Walters og stenst ekki mátið að gera svolítið grín að sjálfum sér. David hefur haft afgerandi áhrif á lýsingarhönnun í íslensku leikhús- lífi, ekki síst meðan hann bjó á landinu á árabilinu 1978 til 1986. Hann vinnur um þessar mundir að lýsingarhönnun fyrir nýtt leikrit Sigurbjargar Þrastardóttur „Þrjár Maríur“. Leikritið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í mars. Tengdasonur Íslands David segir að leiklistarferillinn hafi ekki verið langur því að fljót- lega hafi lýsingarhönnunin átt hug sinn allan. „Ef frá eru taldir ein- hverjir skólar í Bretlandi og Bandaríkjunum var lítið vitað um lýsingarhönnun á þessum tíma. Ég varð því að láta mér nægja að prófa mig áfram og er reyndar alfarið sjálfmenntaður í faginu þótt vissu- lega hafi bakgrunnur minn í raun- vísindum og leiklist komið að góðu gagni,“ segir hann og útskýrir að skömmu eftir að hann lauk leiklist- arnámi hafi hann ákveðið að freista gæfunnar í Bretlandi. „Ég kynntist leikstjóranum Hovhannes Pilikian fljótlega eftir komuna til Bret- lands. Hann hafði komið með nokk- ur handrit með sér frá Íslandi eftir Óhemju fullnægjandi Eftir nám í jarðfræði og leiklist vaknaði áhugi Davids Walters á lýsingar- hönnun. Hann er sjálf- menntaður í faginu og starfaði á Íslandi um árabil. Önnu G. Ólafsdóttur lék for- vitni á að kynnast faginu og þessum ástralska tengdasyni Íslands. Morgunblaðið/Ásdís „Ég er ákaflega ánægður með að lífið hafi leitt mig inn á svið lýsingarhönnunar og að sjálfsögðu hingað til Íslands,“ segir ástralski lýsingarhönnuðirinn David Walters, sem starfaði á landinu um árabil. að hafa sett upp Lé konung í Þjóð- leikhúsinu árið áður. Skemmst er frá því að segja að ég tók að mér að sjá um lýsingarhönnun og hálf- gerða framkvæmdastjórn á sýn- ingu Pilikian á leikriti Guðmundar Steinssonar „Lúkasi“ í Bretlandi. Ég kynntist hjónunum Kristbjörgu Kjeld og Guðmundi Steinssyni heitnum í gegnum uppfærsluna og þáði boð Kristbjargar um far með skipi á vegum bróður hennar úr sumarfríi á Spáni til Íslands sum- arið 1978.“ David var vinnumaður á bónda- bæ í Borgarfirði tvo fyrstu mán- uðina á Íslandi. „Ekki leið á löngu þar til ég hafði dregist inn í ís- lenskt leikhúslíf. Ég kenndi ensku með lýsingarhönnuninni fyrsta vet- urinn hérna. Hin árin hafði ég allt- af nóg að gera við að vinna í leik- húsunum og með smærri leikhópum. Alþýðuleikhúsið var ný- stofnað og mikil gerjun í gangi,“ segir David og er spurður hvort annir hafi verið eina ástæðan fyrir því að hann ílentist á Íslandi. „Nei, ég kynntist íslenskri konu, Sigríði Ingvadóttur,“ segir hann og brosir út að eyrum. „Við höfum búið sam- an í 25 ár og giftum okkur í haust,“ bætir hann við og upplýsir stoltur að saman eigi þau hjónin þrjá stráka. Sá elsti búi á Íslandi og hafi þegar gert þau að afa og ömmu. Hinir búi með þeim Sigríði í Bris- bane í Ástralíu. Á hvaða stigi voru Íslendingar í leikhúslýsingu árið 1978? „Með nokkurri einföldun er hægt að segja að til séu tveir skólar í leikhúslýsingu, þ.e. þýski og bresk/ bandaríski skólinn. Þýski skólinn gengur út á að ljósameistari bæti lýsingu við nánast fullskapaða sýn- inguna eins og var langalgengast á Íslandi árið 1978. Gagnstætt þýska skólanum gerir bresk/bandaríski skólinn ráð fyrir því að svokallaður lýsingarhönnuður taki virkan þátt í mótun sýningarinnar með leik- stjóra, leikmyndahönnuði, tónlist- arstjóra og öðrum aðstandendum sýningarinnar alveg frá grunni. Eins og þú ert sjálfsagt búin að komast að aðhyllist ég bresk/ bandaríska skólann. Ég er þeirrar skoðunar að skilyrðið fyrir því að lýsingarhönnuður geti komið hug- myndafræði verksins almennilega til skila með lýsingunni sé að hann fái að taka þátt í vinnunni við sýn- inguna alveg frá upphafi. Ég hef alltaf dregist að sköpuninni og finnst langskemmtilegast að fá að vera með í að setja á svið alveg ný verk eins og ég er að gera núna í „Þrjár Maríur“,“ segir David og er spurður hvort hægt sé að segja að hann hafi einhvern sérstakan stíl sem lýsingarhönnuður. „Jú, ég býst við að hægt sé að segja að ég hafi sérstakan stíl þótt ég geti kannski ekki komið alveg orðum að því í hverju hann felst. Hins vegar þótti mér afar vænt um þegar ástr- ölsk leikkona sagði einu sinni við mig: „Ég veit alltaf hvenær þú hef- ur hannað lýsingu í sýningu. Hún er alltaf svo tilfinningahlaðin.“ Höfundar meðvitaðir David segir að bakgrunnur sinn sem leikari auðveldi sér að ná tengslum við leikarana í sýningun- um. „Yfirleitt er tekinn góður tími í upphafi í að lesa og ræða hug- myndafræði verksins. Lýsingin getur átt stóran þátt í því að kalla fram rétta andrúmsloftið í hverri senu fyrir sig og yfir heildina – ekki ósvipað og veðurfar er stund- um notað til að kalla fram rétta andrúmsloftið í bókum og kvik- myndum. Höfundar eru sér yfir- leitt meðvitandi um áhrif lýsingar í verkum sínum, t.d. skrifar Tjekov oft fyrirmæli um lýsingu inn í leik- rit sín. Örar tækninýjungar hafa valdið því að lýsingin hefur orðið sífellt veigameiri þáttur í hverri sýningu. Þessi þróun hefur valdið því að lýsingarhönnun er orðin að viðurkenndri listgrein innan leik- hússins í mörgum löndum. Gott dæmi er að í stöðluðum samningum lýsingarhönnuða í Ástralíu er alltaf sérákvæði um að þeirra sé getið með jafn stóru letri og leikmynda- hönnuðanna í kynningum á verk- inu.“ David hefur tekið að sér nokkur verkefni á Íslandi eftir að hann flutti aftur til Ástralíu árið 1986. Hann segir að þróunin í lýsingu í íslensku leikhúslífi hafi verið afar jákvæð frá því að hann kom hingað fyrst. „Hér hefur orðið geysileg breyting þótt enn eigi íslenskir lýs- ingarhönnuðir nokkuð í land með að njóta sömu virðingar og leik- myndahönnuðir. Hugsanlega gæti skipt máli að á Íslandi sér oft einn og sami maðurinn um lýsingar- hönnun og ljósabúnað. Ég sé sjálf- ur aðeins um lýsingarhönnunina, svo sjá aðrir um að stýra ljósaborð- inu og öðrum ljósabúnaði. Engu að síður blandast mér ekki hugur um að ákveðin hugarfarsbreyting í tengslum við lýsingu hefur orðið á Íslandi. Lýsingarhönnuðir með menntun frá Bretlandi og Banda- ríkjunum hafa flutt með sér ný við- horf og metnað til að gera enn bet- ur á sviði lýsingar í íslenskum leikhúsum.“ Fastur tímarammi í Ástralíu David segir talsvert ólíkt að vinna við leikhús á Íslandi og Ástr- alíu. „Á Íslandi eru tvö stór leikhús með fastráðinn hóp leikara. Heima í Ástralíu eru leikhúsin ekki með fastráðna leikara á sínum snærum heldur ráða leikara fyrir hvert verkefni fyrir sig. Kostur ástralska kerfisins er að vinnan í leikhúsinu fer fram innan fastákveðins tíma- ramma. Ég geri oft samninga um að sjá um lýsingarhönnun á sýn- ingum tólf mánuði fram í tímann. Samningurinn segir alltaf til um hvenær verkið verður frumsýnt og hvenær sýningum lýkur. Ég á því ákaflega auðvelt með að púsla sam- an raunhæfum verkefnalista langt fram í tímann. Vegna fastráðning- arkerfisins er alls ekki jafn fast- bundið hvenær verk eru frumsýnd á Íslandi,“ segir David og nefnir dæmi um að slíkt geti valdið erf- iðleikum við niðurröðun verkefna. „Eftir að við Sigríður fluttum til Ástralíu bjuggum við á Íslandi vet- urinn 1995 til 1996. Ég fékk tilboð um að sjá um lýsingarhönnun í tveimur stórum verkum, hvoru í sínu stóru leikhúsanna, þennan vetur. Gallinn var bara sá að frum- sýna átti verkin með aðeins tíu til fimmtán daga millibili. Af því að ég gat ekki treyst því að frumsýning- arnar yrðu örugglega á fyrirfram ákveðnum tíma þorði ég ekki að taka að mér nema annað verkið. Þennan vetur sá ég um lýsingar- hönnun í „Hinu ljósa mani“ undir leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur heitinnar í Borgarleikhúsinu,“ seg- ir hann og tekur fram að sér hafi þótt sérstaklega vænt um að vinna við þá sýningu. Af öðrum verkum Davids má nefna Við borgum ekki, Amlóða- sögu, Jómfrú Ragnheiði, Ævintýra- bókina, Íslensku mafíuna og barna- og unglingaóperuna Dokaðu við á síðasta ári. „Ég kynntist David fyrst þegar ég setti upp sýn- inguna Við borgum ekki, við borgum ekki, á vegum Alþýðuleikhúss- ins vorið 1979. Sú sýn- ing naut óhemju vin- sælda og var að mig minnir ein tvö ár á fjöl- unum,“ segir Stefán Baldursson, þjóðleik- hússtjóri. Stefán var einn af stofnendum sunnandeildar Alþýðu- leikhússins og leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó á árabilinu 1980 til 1987. „Sú nýjung var að ryðja sér til rúms að ljósahönnuðir tækju þátt í vinnunni við sýningarnar alveg frá upphafi. Dav- id var einn af þessum brautryðjendum og lagði mikið upp úr því að taka þátt í vinnunni frá byrjun – rétt eins og orðin er lenska við uppsetn- ingar í dag. Áður fyrr komu ljósahönnuðir ekki til sögunnar fyrr en einni til tveimur vikum fyrir frumsýningu og áttu þar af leiðandi ekki eins ríkan þátt í mótun hverrar sýningar og núna,“ segir Stefán. „Óhætt er að segja að David hafi verið mikill fengur fyrir íslenskt leik- hús. Hann er bæði flinkur og frjór ljósahönnuður, fyrir utan að vera alveg hreint frábær samstarfs- maður. Ég man að hann var alltaf duglegur að prófa sig áfram. Hann hefur því sífellt verið að þróa sig áfram og bæta sig eins og sést best á því hvað honum hefur gengið vel á heimaslóðum sínum í Ástralíu eftir að hann flutti héðan.“ Fengur fyrir íslenskt leikhúslíf Stefán Baldursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.