Morgunblaðið - 11.01.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 11.01.2004, Síða 37
BRESKA uppboðsfyrirtækið Sothe- by’s tilkynnti á föstudag að níu Fab- ergé-skrautegg úr Forbes safninu yrðu seld á uppboði í New York dagana 20. og 21. apríl. Búist er við að eggin níu seljist samtals á um 90 milljónir dollara. Eggin sem gullsmíðameistarinn Carl Fabergé framleiddi fyrir Nikulás II Rússakeisara hafa stund- um verið sögð eitt af undrum ver- aldar. Aðferðir hans og handverks- manna sem unnu undir hans stjórn eru mönnum enn leyndarmál og er sagt að hann hafi tekið þær með sér í gröfina. Gull, gimsteinar, silfur og perluskel eru meðal þeirra góð- málma og steina sem Fabergé not- aði við skreytingu eggjanna og hafa sjálfsagt aldrei, hvorki fyrr né síðar, verið gerð önnur eins dýrind- ispáskaegg í veröldinni. Fabergé- eggin eru talin hafa verið 50 að tölu og hurfu sjónum manna eftir að bolsévikar réðust inn í Vetrarhöll- ina í Pétursborg í rússnesku bylt- ingunni 1918. Nokkrum árum síðar reyndu Stalín og samstarfsmenn hans að koma Fabergé-djásnunum í verð á Vesturlöndum en verðið sem fékkst var langt undir raunvirði. Mörg eggjanna bárust til Banda- ríkjanna í byrjun 4. áratugarins og seldust þar fyrir aðeins nokkur hundruð dollara stykkið. Aðeins 10 urðu eftir í hvelfingum Kremlar. Í dag er vitað um 42 egg en 8 hafa aldrei fundist. Nikulás II Rússakeisari færði eig- inkkonu sinni, Alexöndru Federovu þetta Fabergé-egg á páskum 1911. Búist er við að það seljist á 10 –15 milljónir dollara. Þetta Fabergé-egg sem Nikulás II færði keisaraynjunni á páskum 1898 er metið á 12–18 milljónir dollara. Nikulás II færði móður sinni þetta egg á páskum 1911. Það er metið á 10–15 milljónir dollara. Nikulás gladdi móður sína á pásk- um 1916 með þessu smáræði. Það er metið á 4–6 milljónir dollara. Ekkjufrúin María Fedorova hlaut þennan páskaglaðning aldamótaár- ið 1900 frá syni sínum keisaranum. Verðmæti hans liggur á milli 5 og 7 milljóna dollara. Níu Fab- ergé-egg á uppboð Reuters frá Danmörku, Þýskalandi, Nor- egi, Bandaríkjunum, Spáni, Ítalíu og Belgíu. Það er ekki aðeins ávinningur fyrir Listasafnið að fá hingað þessa erlendu gesti heldur hafa hagsmunir íslenskra mynd- listarmanna einnig verið hafðir að leiðarljósi. Þannig hefur Listasafn Reykjavíkur fyrir tilstuðlan Dor- ritar Moussaieff skipulagt ferð fjölmiðlafólksins og listaverkasafn- ara í vinnustofur íslenskra lista- manna og safna. Einnig megum við eiga von á því að heimsókn hinna erlendu blaðamanna muni stuðla að aukinni umfjöllun um menningarlífið í Reykjavík.“ Í tengslum við sýninguna hefur verið skipulögð viðamikil dagskrá á vegum safnsins. Haldin verða námskeið og fyrirlestrar fyrir ýmsa aldurshópa þar sem boðið er upp á nánari kynni af verkum Ólafs Elíassonar og blandað er saman ýmist leiðsögn um sýn- inguna og fyrirlestrum eða leið- sögn og skapandi vinnu. Þá verður efnt til listamannsspjalls með Ólafi í byrjun mars og segir Soffía að viðmælandi hans verði einn af virtari listfræðingum heimsins í dag. ÓLAFUR Elíasson er kominn til landsins til að leggja lokahönd á sýningu sína Frost Activity í Listasafni Reykjavíkur Hafn- arhúsi sem opnuð verður eftir viku, laugardaginn 17. janúar. Að sögn Soffíu Karlsdóttur kynningarstjóra er þetta viða- mesta og kostnaðarsamasta sýn- ingarverkefni Listasafns Reykja- víkur til þessa. „Undirbúningur og uppsetning sýningarinnar hófst um miðjan desember og hefur Hafnarhúsið verið lokað frá 5. janúar vegna undirbúningsins. Tækni- og iðn- aðarmenn sem koma að sýning- unni eru hátt á þriðja tug og þar af koma margir þeirra frá Þýska- landi, aðstoðarmenn Ólafs Elías- sonar og sérhæfðir tæknimenn. Sýningin verður í fjórum sölum en rík áhersla hefur verið lögð á að gera innihald sýningarinnar ekki opinbert fyrr en á opn- unardaginn og gefst því hvorki blaðamönnum né öðrum kostur á að kynna sér verk Ólafs fyrr en þá,“ segir Soffía. Í tengslum við sýninguna verð- ur gefin út vönduð sýningarskrá með umfjöllun um listamanninn sem Gunnar J. Árnason ritar. Sýningarskránni er ætlað að varpa sýn á tengsl Ólafs við Ís- land og verk sem hann hefur unn- ið hér eða þar sem hann sækir efniviðinn og uppsprettu verka sinna til landsins. Sjónum er beint að sýningunni í Hafnarhúsinu og kemur skráin því út um hálfum mánuði eftir opnunina. Erlendir fjölmiðlar og listaverkasafnarar Að sögn Soffíu hefur Listasafnið í tilefni opnunarinnar boðið hingað til lands stórum hópi fjölmiðla- fólks og gagnrýnenda og hafa við- tökur verið vonum framar. „Við erum að fá virta ritstjóra, blaða- menn, gagnrýnendur, sjón- varpstökulið og listaverkasafnara Undirbúningur á loka- stigi vegna sýningar Ólafs Elíassonar Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Elíasson í Listasafni Íslands í Hafnarhúsinu. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 37 Námsflokkar Hafnarfjarðar Miðstöð símenntunar Enskunámskeið í Hafnarfirði Námsflokkar Hafnarfjarðar - Miðstöð símenntunar, í samstarfi við Enskuskólann, bjóða upp á fjölbreytt úrval enskunámskeiða í vetur sem henta öllum þeim er áhuga hafa á að bæta sig í ensku, hvort sem um er að ræða algera byrjendur eða þá sem eru lengra komnir. - Frítt kunnáttumat og ráðgjöf - Sérstök áhersla á talmál - Hámark 10 í bekk - Enskumælandi kennarar - 10 vikna námskeið Einnig eru í boði talnámskeið fyrir börn 8–12 ára. Kennsla hefst 27. janúar og lýkur 1. apríl (20 stundir – 10 skipti). Fyrir börn hefst kennsla 2. febrúar og lýkur 7. apríl (20 stundir – 10 skipti). Skráning og frekari upplýsingar: Skrifstofa Námsflokka Hafnarfjarðar, Skólabraut (í gamla Lækjarskóla), sími 585 5860. www.namsflokkar.hafnarfjordur.is www.enskuskolinn.is Julie Ingham • Frönskunámskeið Tryggvagata 8, 101 Reykjavík Sími 552 3870 http://af.ismennt.is  af@ismennt.is hefjast 19. janúar • Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. • Taltímar og Einkatímar. • Námskeið fyrir börn. • Viðskiptafranska. • Lagafranska. Innritun í síma 552 3870 og 562 3820

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.