Morgunblaðið - 11.01.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.01.2004, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 39 Á sumrin er þetta ekki vanda-mál, þá er ég oft dugleg að ganga úti en svo kemur vetur og þá er því miður færðin stundum ekki góð. Líka kemur rigning eða það snjóar og þá hugsa ég sem svo að ekki sé hundi út sigandi, hvað þá mann- eskju, og sit sem fastast inni í sófa, les eða horfi á sjónvarp, eða þá ég dríf mig í að taka til. Ef viðfangsefnin eru stór- fengleg á því sviði þá duga þau stundum til að ég fer þrátt fyrir allt út í rigninguna, finnst það betri kostur. Hins vegar er árskort í leikfimi eða tækjasal af öðru tagi. Þá er maður búinn að borga og á að nota aðstöðuna. Reynsla mín er sú að ég fer bara öðru hvoru en hef svo nag- andi samviskubit þegar ég geri hlé – sem stundum verða nokkuð löng. Eigi ég hins vegar ekki svona kort þá hef ég samviskubit yfir að drífa mig nú ekki í heilsurækt eins og allt almennilegt fólk til að verða mjó og byggja upp alls konar vöðva sem maður notar víst lítið sem ekkert ella. Áður en ég fer að sofa hugsa ég um þetta og finn til mismikillar sektarkenndar, eftir því hvernig skapi ég er í. Svona er hægt að kvelja sig á útsmoginn hátt. Þegar ég er kærulaus velti ég fyrir mér hvort ég þurfi nokkuð endilega að nota þessa fyrrnefndu vöðva og verð jafnvel svo ófor- skömmuð að efast stórlega um það. Þá hugsa ég um ýmsar konur sem ég hef þekkt og urðu fjörgamlar þótt þær stunduðu ekki aðra heilsu- rækt en ganga fram og aftur um eldhúsgólfið sitt, enda engar heilsu- ræktarstöðvar á þeirra vettvangi. Þær þjáðust hins vegar ekki af streitu og sektarkennd vegna hreyf- ingarskorts heldur fengu sér bara molasopa og íhuguðu ýmislegt um hagi samborgara sinna. Þær voru auðvitað sumar svolítið feitlagnari en hlaupagarparnir í heilsuræktar- stöðvunum en þær voru rólegri og í minningunni hlógu þær meira. Ég veit svei mér ekki hvernig best er að hafa það og er það með enn komin á upphafsreit – sá á kvölina sem á völina. Ég held að ég taki undir með Joan Collins sem sagði: „Ég geri það sem þarf, en alls ekki meira.“ Kannski dugar bara að ganga úti öðru hvoru og synda svolítið – eða hvað? Þjóðlífsþankar/Ætti maður að fá sér kort í heilsurækt? Sá á kvölina sem á völina eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Á HVERJUM degi eru um þessar mundir auglýst alls konar tilboð um heilsurækt. Ég skoða þetta allt saman vandlega og íhuga hvort um sé að ræða eitthvað nýtt sem henti mér. Það veitir ekki af að íhuga málið, svo oft hef ég lent í að kaupa mér kort í alls kyns leikfimitíma og tækjasali sem ég svo á stundum kvelst yfir að nenna ekki að nota. SMS tónar og tákn ÞÝSKUNÁMSKEIÐ Í GOETHE ZENTRUM Á VORÖNN 2004 Námskeiðin hefjast 19. janúar. Skráning og upplýsingar í síma 551 6061 eða á goethe@goethe.is. Stöðupróf á netinu: www.goethe.de/i/deitest.htm Byrjendur: Mánudaga kl. 18-19.30; Katharina Gross Grunnstig 1: Mánudaga kl. 20-21.30; Katharina Gross Grunnstig 2: Miðvikudaga kl. 20-21.30; Angela Schamberger Grunnstig 3: Þriðjudaga kl. 18-19.30; Magnús Sigurðsson Talþjálfun og málfræði : Miðvikudaga kl. 18-19.30; Angela Schamberger Talþjálfun og málfræði : Fimmtudaga kl. 18-19.30; Angela Schamberger Markviss uppbygging orðaforða: Fimmtudaga 20-21.30; Angela Schamberger Talþjálfun/Konversation: Fimmtudaga kl. 20-21.30; Peter Weiss Barnanámskeið: Laugardaga; Katharina Gross og Isabell Knoetig Isländisch für deutschsprachige Lerner: Mánudaga 18-19:30; Margrét Pálsdóttir Námskeið vorið 2004: Dömu- og herranáttföt undirfataverslun Síðumúla 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.