Morgunblaðið - 11.01.2004, Page 40

Morgunblaðið - 11.01.2004, Page 40
40 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ 11. janúar 1984: „Einn þáttur í umræðum um öryggi Íslands er endurtekinn hvað eftir annað og hefur hin síðari ár borið að með svipuðum hætti. Fréttamenn ríkisfjöl- miðla fá fregnir af bandarísk- um skýrslum, einkaaðila eða opinberra aðila, segja frá þeim í hljóðvarpi eða sjón- varpi, kalla fyrir sig íslenska embættismenn til að segja af eða á um efni skýrslnanna og síðan taka alþýðubandalags- menn málið upp á alþingi, ef það situr, en annars í Þjóð- viljanum, og leggja komm- únistar þá málin jafnan þann- ig fyrir að ekkert sé að marka það sem íslensku embætt- ismennirnir segja en hins vegar sé allt rétt sem frá Bandaríkjamönnum kemur. 1980 var rætt um kjarn- orkuvopn á Keflavík- urflugvelli á þessum for- sendum, í nóvember 1983 var því kastað fram að setja ætti upp stýriflaugar á Íslandi og á föstudaginn var á það bent í Kastljósi sjónvarpsins, að í yfirheyrslu fyrir bandarískri þingnefnd hefði bandarískur flotaforingi meðal annars fært þau rök fyrir hlutdeild Bandaríkjamanna í kostnaði við smíði olíugeymanna í Helguvík, að B-52-sprengju- þotur Bandaríkjamanna gætu fengið þaðan eldsneyti, en þessar þotur yrðu notaðar til kjarnorkusprengjuárása.“ . . . . . . . . . . 11. janúar 1974: „Undanfarið hafa nokkrar umræður orðið um svonefndan silfurhest og Morgunblaðið komið þar við sögu, einkum hjá þeim sem af einhverjum ástæðum telja út- hlutun þessara bókmennta- verðlauna eitthvert sálu- hjálparatriði, enda þótt hún hafi ekki síður vakið undrun en aðdáun. Þegar silfurlamp- anum var kastað eins og hverju öðru skurðgoði í hinn mikla foss almenns athlægis, þótti Morgunblaðinu ekki lengur ástæða til að eiga að- ild að silfurhestinum, svo um- deildar og stundum tilvilj- anakenndar sem slíkar verðlaunaveitingar eru. Blað- ið er einnig sammála þeim skilningi sem kom fram hjá Helga Hálfdanarsyni í grein hans hér í blaðinu á sínum tíma, að menn verði einungis ágætir af verkum sínum. Og það er tíminn einn, sem sker úr um ágætið.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EINS OG VIÐ ERUM Allir foreldrar hafa metnað fyrirhönd barna sinna og vilja aðþeim vegni vel í lífinu. Sá metnaður getur hins vegar hæglega farið út í öfgar eins og dæmin sýna. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að talsvert sé farið að kveða að því að foreldrar í Suður-Kóreu sendi börn sín í skurðaðgerð í þeirri von að það verði til þess að þau eigi auðveld- ara með að bera fram ensku. Mikil áhersla er lögð á það í Suður- Kóreu að kenna börnum ensku og er enska skyldufag í skólum þegar í þriðja bekk. Enska er orðin stöðu- tákn og eru spilaðar barnavísur á ensku fyrir börn meðan þau eru í móðurkviði og fengnir einkakennar- ar til að kenna þeim á leikskólaaldri. Börn eru jafnvel látin dvelja lang- dvölum í Bandaríkjunum til þess að ná valdi á ensku. Það fer hins vegar út fyrir eðlileg mörk þegar gripið er til þess að senda börnin í skurðað- gerð þar sem skorið er í tunguhaftið. Því er haldið fram að þetta geri tung- una liprari og börnin muni þegar fram í sækir eiga auðveldara með framburð, rugli til dæmis síður sam- an hljóðunum l og r. Læknar þver- taka margir fyrir að aðgerðin hafi nokkur áhrif og hefur verið bent á að fjöldi Kóreumanna hafi alist upp í enskumælandi löndum og náð valdi á ensku án þess að aðgerðar hafi verið þörf. Suður-kóresk stjórnvöld hafa nú hafið herferð til að koma í veg fyr- ir að foreldrar sendi börn sín í skurð- aðgerðina. Börn hafa sín réttindi, sem víða um heim eru fótum troðin með harð- ræði. Í mörgum löndum heims hefur staða barna hins vegar sennilega aldrei verið betri. Eftir því sem vel- megunin er meiri aukast möguleikar einstaklingsins. Samkeppnin er hins vegar hörð og erfitt getur reynst að komast áfram. Metnaður foreldra fyrir hönd barna sinna er heilbrigð- ur, en þegar hann brýst fram í því að grípa til læknisaðgerða, sem byggðar eru á vægast sagt hæpnum forsend- um, er of langt gengið. Hér á landi þekkjast ef til vill ekki öfgar af þessu tagi, en það er öllum foreldrum hollt að hafa hugfast að við erum eins og við erum og þegar kappið er orðið slíkt að gripið er til allra ráða til að breyta því erum við komin út á hálan ís. ÁBYRGÐ STJÓRNENDA Fundur sem haldinn var í Félagiviðskiptafræðinga og hagfræð- inga á Akureyri í fyrradag bendir til að þær umræður, sem fram hafa farið um skeið í nálægum löndum um hlut- verk og ábyrgð stjórnarmanna í fyr- irtækjum, svo og endurskoðenda, séu að ná hingað til lands. Tími var til kominn. Á fundinum lýsti Árni Harðarson lögfræðingur þeirri skoðun, að vakn- ing væri fyrir því að draga stjórnend- ur til ábyrgðar, þegar eitthvað færi úrskeiðis í rekstri fyrirtækja og átti þá bæði við stjórnarmenn og ráðna stjórnendur. Um stjórnarmenn sagði Árni: „Þeir verða að skilja hlutverk sitt sem stjórnarmenn og geta tekið sjálf- stæðar ákvarðanir, leitað sér ráðgjaf- ar, ef vafi leikur á einhverju. Þá er heldur ekki nóg að bóka andmæli á fundum, ef menn eru ekki sáttir, þeir verða að segja sig úr stjórn ef þannig stendur á og þá tímanlega.“ Stefán Svavarsson, endurskoðandi og dósent við Háskóla Íslands, ræddi stöðu endurskoðenda í þessu sam- hengi, sem raunar er mjög til um- ræðu víða um lönd og benti á mik- ilvægi þess að skapa umhverfi, þar sem uppbyggileg gagnrýni gæti kom- ið fram: „Það verður að vera þannig, að menn geti borið fram spurningar án þess að vera sakaðir um niðurrifs- starfsemi.“ Það er ástæða til að fagna þessum umræðum og vonandi halda þær áfram. Þær eru líklegar til að stuðla að heilbrigðu viðskiptalífi á Íslandi. H ugmynd Árna B. Stefáns- sonar, augnlæknis og hellakönnuðar, um að gera útsýnispall í hinni stórfenglegu hraunhvelf- ingu Þríhnúkagígs, hefur fangað hugi margra und- anfarna viku, en Árni setti hugmyndina fram í grein hér í blaðinu sl. sunnudag. Hvelfingin er um 120 metra há, en hugmynd Árna er að setja á 56-60 metra dýpi út- sýnispall á gígvegginn. Aðgangur að pallinum yrði um jarðgöng upp á yfirborð jarðar. „Á þess- um stað, í miðju eldgígsins, er upplifun þessa tröllaukna gímalds svo sterk, að með ólíkindum er,“ segir Árni í grein sinni. „Hvergi í veröldinni er hægt að horfa upp um gosrásir af þessari stærðargráðu. Þó stærri hvelfingar finnist í kalk- steinshellum er þetta aldeilis engu líkt. Ná- kvæmlega á þessum stað er gígurinn svo magn- aður að vart verður með orðum lýst. Upplifunin slík, að ólíklegt er að nokkur, sem af fréttir, muni vilja láta slíkt fram hjá sér fara, hafi hann færi á.“ Árni metur það svo, að gíghvelfingin gæti orð- ið vinsælasti ferðamannastaður á landinu og muni nánast auglýsa sig sjálf ef af framkvæmd- inni verði. „Að standa inni í miðjum eldgíg af þeirri stærðargráðu sem Þríhnúkagígur er, er einfaldlega með ólíkindum. Líklegt er að mikill fjöldi Íslendinga og stór hluti erlendra ferða- manna muni heimsækja tröllaukna gíghvelf- inguna,“ segir Árni. „Með nálægð sinni við Reykjavík [20 km frá höfuðborginni] er gígurinn innan seilingar. Líklegt er að bæði gíghvelfingin sjálf og það afrek sem framkvæmdin í raun er, muni hafa ófyrirséð áhrif á íslenska ferðaþjón- ustu. Þetta fyrirbæri gæti mögulega haft meira aðdráttarafl en nokkurt annað náttúrufyrirbrigði á landinu. Varðveisla myndunarinnar verður að sitja í fyrirrúmi og mannvirki að standast ýtrustu kröfur um öryggi og útlit. Tilfinning sú sem hver upplifir við gígopið og í gígnum mun gera þann sama næmari fyrir eigin smæð og forgengileik. Hún mun um leið auka virðingu hans fyrir þeirri jörð sem hann byggir. Náttúruvernd er ekki alltaf fólgin í því að gera ekkert, þó slíkt geti vissulega átt við, í völdum til- vikum. Náttúruvernd er að sýna náttúrunni virð- ingu og skilja ætíð svo við, að hún og þeir sem landið erfa, njóti.“ Fyrir fáa eða fjöldann? Fullyrðing Árna um að náttúruvernd sé ekki alltaf fólgin í því að gera ekkert, er um- hugsunar verð. Gildi fagurrar náttúru felst ekki sízt í því, að fólk geti notið hennar – og notað hana – svo lengi sem notkunin veldur ekki skemmdum, sem erfitt eða ómögulegt er að bæta. Það er auðvitað kunnara en frá þurfi að segja að hellarannsóknamenn hafa oft kosið að þegja yfir fallegum hraunhellum, sem þeir hafa fundið, vegna þess að þeir vita að hætta er á að um leið og tilvist þeirra kemst á almanna vitorð liggi í þá straumur fólks, sem skemmir viðkvæm- ar hraunmyndanir með átroðningi, auk þess sem alltaf eru einhverjir svo fávísir að brjóta t.d. dropasteina, ýmist til að taka með sér til minja eða einfaldlega til að skemma. Á slíku er þó ekki hætta í Þríhnúkagíg, hann er ekki aðgengilegur nema vönum og vel þjálfuðum hellamönnum. En eins og Árni lýsir vel í grein sinni er það ótrúleg og algerlega einstök upplifun fyrir þessa menn að síga ofan í gíginn. Ætla má að ef gerður er útsýnispallur í gígnum og hann lýstur upp með kösturum, verði það ekki jafn- einstök lífsreynsla og að gestir hellisins komist ekki í jafnnáið samband við ósnortna náttúruna – en engu að síður verður það að líkindum mikil upplifun. Þá er spurningin sú, hvort Þríhnúkagígur sé meira virði sem uppspretta einstakrar lífs- reynslu fyrir örfáa eða sem mikil upplifun fyrir fjöldann. Mörg rök hníga að því að opna eigi hell- inn almenningi, sé það á annað borð tæknilega og fjárhagslega mögulegt og verndun hans tryggð um leið. Það er a.m.k. sú niðurstaða, sem menn hafa oftast komizt að þegar sambærileg náttúru- undur eiga í hlut, bæði hér á landi og erlendis. Ef hugmynd Árna B. Stefánssonar er framkvæm- anleg, virðist ljóst að hún mun valda miklu minni spjöllum en t.d. lagning göngustíga um kalk- steinshella víða erlendis, sem gerðir hafa verið aðgengilegir almenningi. Jákvæð við- brögð Viðbrögð við hug- myndum Árna hafa al- mennt verið jákvæð. Í Morgunblaðinu sl. mánudag sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra t.d.: „Mér finnst þessi hugmynd spennandi en það er auðvitað geysilegur kostnaður sem er henni samfara og ég sé ekki hvernig hægt væri að mæta þeim kostnaði af því fé sem við höfum milli handanna í stofnunum umhverfisráðuneyt- isins sem stendur. Það mun fara mjög mikið fjár- magn í þjóðgarðana, friðlýst svæði og fjölsótta ferðamannastaði á næstu árum, eins og brýnt er. Það þarf aukið fjármagn í þessi svæði öll og þau svæði sem við ætlum að vernda á næstu árum. Við höfum ekki fjármagn til að fara í svona fram- kvæmdir á næstunni, því það verður að forgangs- raða í þessum málum. Mér finnst það spennandi hugmynd og útiloka það ekki ef einkaaðilar myndu til dæmis vilja fara í framkvæmdina. Auðvitað þyrfti þó að skoða faglega hvort verið væri að skaða einstæða jarð- myndun eða náttúrusmíð með framkvæmdun- um.“ Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Land- verndar, tók í sama streng og sagði m.a.: „Það er ljóst af grein Árna að hann hefur mjög mikinn skilning á náttúrufari og náttúruvernd. Það er traustvekjandi að maður finnur hvað þessum sjónarmiðum er haldið vel á lofti í hugleiðingum hans um þessa hugmynd. Það er líka áhugavert þegar nýting og verndun geta farið saman. Í hverju tilviki verður síðan að meta það hvort sú framkvæmd sem menn eru að hugleiða sé það umfangsmikil og valdi slíku raski að hún valdi tjóni á náttúrufyrirbærinu.“ Jafnframt kom fram hjá Tryggva sama sjón- armið og hjá umhverfisráðherra: „Eitt sem við verðum að hafa í huga er að við höfum mjög tak- markað fjármagn milli handanna í dag og það eru fjölmörg svæði þar sem þarf að bæta aðstöðu og aðgengi til að koma í veg fyrir að þeim verði spillt. Við verðum að skoða þessa framkvæmd líka í ljósi þess hvaða forgangsröðun við gerum með takmarkað fjármagn.“ Fulltrúar ferðaþjónustunnar hafa jafnframt tekið hugmyndinni afar vel, enda deginum ljós- ara að Þríhnúkagígur getur haft mikið aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn. Af hverju ekki einkafram- kvæmd? Það vekur nokkra undrun að bæði um- hverfisráðherra og framkvæmdastjóri Landverndar virðast telja sjálfgefið að ganga út frá því að hið opinbera yrði að fjár- magna framkvæmdir til að hrinda hugmynd Árna B. Stefánssonar í framkvæmd, þótt Siv ljái reyndar máls á að einkaaðilar tækju slíkt að sér. Það virðist nefnilega liggja algerlega í augum uppi að fengist á annað borð leyfi til að ráðast í framkvæmdina, yrði hún vel arðbær og fýsilegur fjárfestingarkostur fyrir einkaaðila – að því gefnu, að innheimtur yrði aðgangseyrir að gígn- um. Árni B. Stefánsson metur það svo að það kynni að kosta allt að 200 milljónum króna að opna gíginn ferðamönnum, og til að standa undir slíkri fjárhæð í rekstrar- og lánakostnaði þyrfti 30-40 þúsund gesti á ári. Þá gerir hann augljós- lega ráð fyrir að gestirnir greiði aðgangseyri. Til samanburðar má geta þess að um 200 þúsund manns koma að Gullfossi á ári hverju, þannig að sennilega er þessi gestafjöldi varlega áætlaður. Sjálfsagt má hugsa sér ýmis form á fram- kvæmdinni, en upp í hugann kemur fordæmi frá gerð Hvalfjarðarganganna, þar sem ríkisvaldið var ekki reiðubúið til að leggja fé í framkvæmd- ina strax, en féllst á að göngin yrðu gerð og rekin fyrst um sinn á vegum einkaaðila, Spalar hf. Kostnaður við þá framkvæmd, yfir fjórir millj- arðar króna, var fjármagnaður með erlendum og innlendum lánum. Innheimtur er aðgangseyrir eða veggjald af þeim, sem fara um göngin og tekjurnar renna til þess að greiða niður lánin og standa undir rekstrarkostnaði. Þegar lánin hafa verið greidd upp og fjárfestarnir fengið sitt til baka, mun ríkið eignast göngin. Þríhnúkagígur sem slíkur er auðvitað almenningseign, en hugsa mætti sér einkaframkvæmd – með þessu sniði eða einhverju öðru – við gerð þeirra mannvirkja, sem nauðsynleg eru til að gera hann aðgengileg- an fjöldanum. Það er raunar fráleitt að tala um að ekki séu til peningar til að gera gíginn aðgengi- legan; hann getur, rétt eins og Hvalfjarðargöng- in, orðið hreinasta peningamaskína. Aðgangseyrir að náttúruperl- um Þegar aðgangseyrir er nefndur, stendur hins vegar hnífurinn kannski þar í kúnni. Um þann þátt málsins hafa stjórnmálamenn, náttúruverndarsinnar og ferðamálafrömuðir enn ekki tjáð sig. Undanfarinn einn og hálfan áratug eða svo hafa farið fram umræður um það hér á landi hvort taka eigi upp aðgangseyri að frið-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.