Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, NANNA TRYGGVADÓTTIR sjúkraliði, Heiðargerði 80, Reykjavík, sem lést laugardaginn 3. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 15.00. Guðmundur Jónsson, Lára Sigfúsdóttir, Sigfús Örn, Haukur Þór, Rúna Sirrý og Jón Valur, Tryggvi Jónsson, Ásta Ágústsdóttir, Nanna Kristín, Sandra Björk og Ágústa, Elí Leó Dýri Nönnuson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HELGI ELLERT LOFTSSON, Espigerði 4, Reykjavík, lést á nýársdag á Landspítala, Landakoti. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð ættingja og vina. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda L1 og L4 á Landakoti og til starfsfólks Fríðuhúss. Margrét Sigurðardóttir, Björg Helgadóttir, Hróðmar Helgason, Yrsa Björt Löve, Sigríður Hrönn Helgadóttir, Jónas Ingi Ketilsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg frænka okkar, SIGÞRÚÐUR SIGRÚN EYJÓLFSDÓTTIR, Hrafnistu í Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 5. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 14. janúar kl. 13.30. Aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, HALLDÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR MURRAY, Seattle, Washington, lést föstudaginn 19. desember sl. Útförin fór fram í Seattle sunnudaginn 28. desember sl. Lóa May Bjarnadóttir, Benedikt R. Lövdahl, Herbert J. Murray, Tony Murray, Juanita S. Smart, Douglas Smart, Natalie J. Sampson, David Sampson, Bjarni Guðjónsson, Gunnar Guðjónsson, Guðjón Guðjónsson og barnabörn. ✝ Valgerður Jó-hannesdóttir fæddist á Miðfelli í Þingvallasveit 24. september 1909. Hún lést á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði 29. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóhannes Kristjáns- son, f. 18. sept. 1857, d. 18. nóv. 1918, og Kristbjörg Kristjánsdóttir, f. 4. maí 1879, d. 9. júní 1921. Systkini Val- gerðar eru Vilhjálmur Hinrik, f. 29. jan. 1904, d. 4. ágúst 2000, Kristján, f. 17. mars 1905, d. 15. okt. 1994, Jóhanna Kristbjörg, f. 12. jan. 1908, d. 16. sept. 1908, 28. febr. 1931, kvæntur Erlu Gestsdóttur, f 11. jan. 1934, synir þeirra eru Þórður, f. 1957, og Birgir, f. 1964, en dóttir Viðars og Margrétar Guðmundsdóttur, f. 30. nóv. 1930, er Guðrún Rut, f. 1950. 2) Hrafnhildur, f. 1. ágúst 1932, d. 10. feb. 2000. 3) Bjarni, f. 5. ágúst 1936, kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur, f. 19. jan. 1942, dætur þeirra eru Þór- dís, f. 1959, Hildur, f. 1962, og Valgerður, f. 1970. 4) Jóhannes, f. 1. maí 1938, kvæntur Ingi- björgu Ásu Júlíusdóttur, f. 22. nóv. 1937, börn þeirra eru Júl- íus, f. 1961, Valgerður, f. 1964, og Ásbjörn Ingi, f. 1974. 5) Þóra Vala, f. 1. apríl 1954, sem var gift Aðalbirni Steingrímssyni, f. 11. ágúst 1945, börn þeirra eru Þórður Alli, f. 1979, Hrafnhildur Vala, f. 1981, Kristján, f. 1985, og Þórdís, f. 1990. Barnabarna- börnin eru 25 og barnabarna- barnabörnin fjögur. Útför Valgerðar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 7. janúar. Magnús Gísli, f. 14. mars 1912, d. 25. júní 2001, og Sigurlaug Arndís, f. 30. ágúst 1916. Valgerður ólst upp á Miðfelli en eft- ir lát foreldra sinna fluttist hún til Hafn- arfjarðar og dvaldi á heimili frænda síns, Guðmundar Eyjólfs- sonar og konu hans Ingibjargar Ög- mundsdóttur. Hún átti síðan heimili í Hafnarfirði. Valgerður giftist 6. ágúst 1930 Þórði Bjarnasyni, bókhaldara, f. 4. jan. 1901, d. 9. jan. 1976, syni Bjarna Loftssonar og Gíslínu Þórðardóttur á Bíldu- dal. Börn þeirra eru: 1) Viðar, f. Á kveðjustund lít ég til baka og minningarnar streyma fram. Hún var fimmtug hún tengda- móðir mín þegar ég kynntist henni. Hún var hörkudugleg kona og myndarleg í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún átti fallegt heimili því hún var afar smekkleg. Klæddi sig eins og miklu yngri konur gerðu og var framúrstefnuleg í matargerð. Hún var á undan sinni samtíð í mörgu, m.a. var hún með fyrstu konum til að taka bílpróf. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær í ljós umbúða- laust. Hún fæddist á Miðfelli í Þing- vallasveit en þar bjuggu foreldrar hennar, Kristbjörg og Jóhannes. Þegar Valgerður var níu ára varð fjölskyldan fyrir þeirri sorg að Jó- hannes lést úr spænsku veikinni. Kristbjörg sem var annáluð dugn- aðarkona ákvað að búa áfram á Mið- felli með aðstoð elstu sonanna. Þremur árum eftir lát Jóhannesar veikist hún af lungnabólgu og í bað- stofunni á Miðfelli liggur hún bana- leguna. Það hafa verið daprir dagar fyrir börnin hennar fimm. Valgerð- ur var þá 11 ára. Börnin voru send í fóstur hvert í sína áttina og rofnaði samband þeirra í mörg ár. Þetta var löngu fyrir alla nútíma áfallahjálp og sálfræðiþekkingu og hafði þetta mikla áfall mótandi áhrif á þau öll. Valgerður fór til Hafnarfjarðar í fóstur til frænda síns, Guðmundar Eyjólfssonar og konu hans Ingi- bjargar Ögmundsdóttur, sem voru símstöðvarstjórar þar. Eftir að skólagöngu lauk vann hún sem tal- símastúlka á símstöðinni. Hún gift- ist 1930 Þórði Bjarnasyni, bókhald- ara, traustum og góðum manni og varð það hennar gæfa. Brúðkaups- ferðir voru ekki algengar á þeim tíma en þau fóru með togara til Grimsby og dvöldu í Englandi í nokkurn tíma og skoðuðu sig um og keyptu ýmsan húsbúnað og fóru síð- an heim með næsta togara. Fjölskyldan átti sumarbústaðinn Sólhús við Selfoss og dvaldi Val- gerður þar með börnin mörg sumur. Þórður kom um helgar en á þeim tíma var það löng ökuferð að fara austur fyrir fjall. Síðar byggðu þau bústað í Sléttuhlíð fyrir ofan Hafn- arfjörð og var það lengi sælureitur fjölskyldunnar. Þau hjónin ferðuð- ust mikið bæði innanlands og utan og eftir að Valgerður varð ekkja var hún dugleg að ferðast og fór þá gjarnan ein ef ekki fékkst neinn ferðafélagi en oft með Hrafnhildi, dóttur sinni, en þær mæðgur voru mjög samrýndar. Hrafnhildur lést árið 2000 og var það henni mikill missir. Valgerður sinnti uppeldi barnabarna sinna löngu eftir að hennar eigin börn voru uppkomin með því að aðstoða Þóru Völu dóttur sína. Þær mæðgur hafa alla tíð búið í sama húsi og í skjóli Þóru Völu og barnanna gat hún verið á sínu heim- ili þar til nokkrum vikum fyrir and- látið. Valgerður var svo gæfusöm að hafa góða heilsu og halda sínum andlegu kröftum alla tíð. Hún fylgd- VALGERÐUR JÓHANNESDÓTTIR ✝ Oddný SigríðurÁrnadóttir fædd- ist á Refsstöðum í Hálsasveit 1. júlí 1915. Hún andaðist á ellideild Sjúkra- húss Akraness að kvöldi 16. desember síðastliðins. Foreldr- ar hennar voru Árni Oddsson, f. á Gröf í Lundarreykjadal, og Helga Sigurðardótt- ir frá Valbjarnar- völlum, hjón á Refs- stöðum. Sigríður ólst upp hjá foreldr- um sínum á Refsstöðum, var í Reykholtsskóla fyrsta veturinn sem hann var starfræktur. Sambýlismaður Sigríðar um skeið var Dagbjartur Gíslason múrarameistari. Sonur þeirra er Dagbjartur Kort Dagbjartsson, bóndi á Refsstöðum, f. 16.9. 1942, var kvæntur Jenný Sól- borgu Franklíns- dóttur, þau skildu. Sonur þeirra er Sig- urður Árni, f. 8. nóv. 1978. Eftir að þau Dag- bjartur slitu sam- vistir var Sigríður með foreldrum sín- um á Refsstöðum til 1945, á Stóru-Býlu í Innri-Akranes- hreppi til 1947. Sigríður átti heima með foreldr- um sínum meðan þau lifðu á Melteig 8 á Akranesi frá 1947 til dauða- dags. Hún var starfsstúlka í eld- húsi Sjúkrahúss Akraness frá stofnun þess 1952 til loka starfs- ævi sinnar. Útför Sigríðar var gerð frá Akraneskirkju 30. desember. Jarðsett var í Stóra-Ás-kirkju- garði. Mitt á aðventu þá kveikt er á að- ventukertum og birtan berst um heimsbyggðina, þá endalaus ljósaröð bíla sem allir verða sem einn á götum og strætum, þá allir gluggar versl- ana ljóma í öllum regnbogans litum, þá endalaus manngrúinn þeysist í trylltum dansi fram og til baka á markaðstorgi hégómans; þá skýst yfir himininn stjarna og samsamast í ljósadýrð sinni alheimi; öll orka er ei- líf, hlutverk og áningarstaður óþekktur. – Ekki grunaði mig að inn- an við hálfur mánuður yrði á milli fráfalls þeirra vinkvenna, móður minnar og Siggu Árna en svo var Oddný Sigríður Árnadóttir jafnan nefnd. – Atvik eða örlög höguðu því svo til að Sigga Árna var meðal þeirra sem hún fyrst kynntist þá er hún flutti á Akranes árið 1948. Örlög spinna sinn vef og þó svo að þær for- sendur sem í upphafi kunningsskap- ar væru ekki lengur fyrir hendi þá breytti það engu um vinfengi sem hélst svo lengi sem báðar lifðu. Í ein- hverjum stað voru örlög þeirra ef til vill ekki ólík en samt voru þær skemmtilega ólíkar og gaman að fylgjast með orðræðum þeirra. – Þær áttu báðar einn hlut sameigin- legan en hann var sá að vera helst aldrei þiggjendur heldur fyrst og fremst gefendur, frá einum degi til annars; alla tíð. Báðar áttu það sam- eiginlegt einnig, hvort heldur við jól eða önnur tækifæri, að finnast það nánast vandræðalegt að taka við nokkrum hlut, svo rík var þrá og höfðingslund þeirra beggja og ein- beittur vilji til að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og kringumstæður. – Mér er ekki grunlaust að á fyrstu dögum Sjúkrahúss Akraness hafi það ekki einungis notið starfskrafta Siggu Árna heldur og ekki síður framlaga af hennar hálfu. – Sigga Árna var fremur hlédræg, hélt sér til hlés, blés ekki í herlúðra hvað þá að nokkur maður sæi hana skipta skapi en hún kom því samt fram sem hún sjálf vildi með ljúfmennsku og stundum nokkurri ýtni og var óhrædd með öllu að segja hug sinn ef svo bar við og þá jafnan af rökfestu og þeirri eft- irfylgni að þeir sem á hlýddu komust ekki hjá því að endurmeta þá skoðun sem þeir áður héldu hina einu réttu og sönnu. – Ég man þá tíð er hún kom að máli við mig og vildi gera breytingar á húsum er höfðu lokið hlutverki sínu og voru á lóðinni við Meilteig 8 (Hraungerði) og vilji hennar stóð til að einungis lítil geymsla yrði eftir af húsum þessum. Ég man ég sagði henni að ég kynni ekkert til slíkra verka, hefði aldrei sagað spýtu rétt um mína ævidaga. Hún bað mig hitta sig síðar og svo varð. Ég endurtók allt hið sama og áður var sagt enda sannleikurinn í málinu. Hún spurði mig hvort ég vildi meira kaffi, – og þar með var ég orðinn nánast löglegur smiður ein- ungis af því að Sigga Árna hafði ákveðið svo, – ekkert gat verið frá- leitara! Við unnum tveir að þessu verki, Helgi jafnan kenndur við Skarðsbúð og sá er þessar línur rit- ar. Þarf ekki mælistokka til að geta sér til um hver átti heiðurinn af þeirri geymslunni. – Ég veitti því at- hygli meðan á þessu verki stóð hversu mjög Sigga lét sér annt um blómin sín í bakgarði þessum og af hvílíkri natni hún umgekkst þessar liljur vallarins. Nöfn kunni hún öll á hverri urt sem í garðinum var. – Þá fokið var í flest skjól hvað varðaði húsnæði er ég hugðist nema við Kennaraskóla Íslands þá var það Sigga Árna sem kom til skjalanna og útvegaði mér húsnæði hjá föðursyst- ur sinni, Ingibjörgu Oddsdóttur, en hún var í senn sérstök, skemmtileg og einstök. Það sem vakti mér undr- ODDNÝ SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR SNORRADÓTTIR, (Lillý), Holtsgötu 1, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðju- daginn 6. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sólbjörg Hilmarsdóttir, Ólafur Sævar Magnússon, Hilmar Þór Hilmarsson, Guðjón Ingi Hilmarsson, Ingi Þór og Aron Smári Ólafssynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.