Morgunblaðið - 11.01.2004, Síða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 51
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELLÝJAR BJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til séra Pálma Matthíassonar,
kórs og kórstjóra Bústaðakirkju.
Jónas Þór Hreinsson, Marta Hallgrímsdóttir,
Júlía Guðný Hreinsdóttir,
Arnþór Hreinsson,
Daði Hreinsson, Lene Bernhöj,
Margrét Hreinsdóttir, Stefán Steingrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
HREFNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Bláhömrum 2,
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 4B Land-
spítala Fossvogi.
Ragnar Guðmundsson,
Bryndís Ragnarsdóttir, Garðar Svavarsson,
Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Ármann Ármannsson
og ömmubörn.
Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
REGÍNU BENEDIKTSDÓTTUR,
Hraunbæ 192,
Reykjavík,
sem lést á hjartadeild Landspítalans mánu-
daginn 29. desember sl., verður gerð frá Nes-
kirkju þriðjudaginn 13. janúar nk. kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á
Dýraspítalann í Víðidal, reikningsnr. 319-26-59.
Baldur Jónsson,
Jón Ingi Baldursson, Helga Gunnarsdóttir,
Óskar Baldursson, Sigþrúður Stefánsdóttir,
Sigrún Hulda Baldursdóttir,
Guðmundur Óskarsson, Helga Hrönn Sigurbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HRAFNHILDUR TÓMASDÓTTIR,
Kríuhólum 4,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudag-
inn 13. janúar kl. 13.30.
Örn Johansen,
Guðrún Ísfold Johansen, Ingi Þór Þórarinsson,
Guðni Ingason,
Ósk Ingadóttir,
Elsa Lára Arnardóttir, Rúnar Geir Þorsteinsson,
Ingi Hrafn Arnarson
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNU KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Berghyl
í Fljótum.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á deild 2 á
Heilsustofnun Skagfirðinga, Sauðárkróki.
Unnur Guðmundsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Jón Árnason,
ömmubörn og langömmubörn.
ist með öllum fréttum, las dagblöðin
og hlustaði mikið á útvarpið. Minnið
var ótrúlegt og var ekki komið að
tómum kofanum hjá henni hvort
sem um var að ræða eitthvað nýskeð
eða atburði frá fyrri tíð.
Langri ævi góðrar konu er lokið
og ég kveð elskulega tengdamóður
mína með virðingu og þakklæti.Guð
blessi minningu hennar.
Kristín Guðmundsdóttir.
Hún er falleg og rómantísk sagan
sem ég heyrði af því hvernig afi og
amma kynntust. Afi Þórður gisti eitt
sinn hjá vinum sínu að Miðfelli í
Þingvallasveit og um nóttina dreym-
ir hann unga og fallega stúlku.
Hann gleymdi ekki þessum draumi
og hafði það sterklega á tilfinning-
unni að þarna hefði birst honum
konan sem hann ætti eftir að giftast.
Nokkru síðar er hann var við bók-
haldsstörf hjá Venusi í Hafnarfirði
kemur þangað ung stúlka af sím-
stöðinni með símskeyti. Afi sér að
þarna er mætt stúlkan í draumnum
og er ekki að sökum að spyrja að
þau fella hugi saman. Það sem gerir
þessa sögu enn merkilegri er að
amma fæddist og ólst upp að Mið-
felli. Flutti þaðan ellefu ára gömul
eftir lát foreldra sinna til Hafnar-
fjarðar og vinafólk afa keypti jörð-
ina. Mér þykir það ekki undarlegt
að afi hafi þekkt strax stúlkuna úr
draumnum. Af ljósmynd sem tekin
var af ömmu sem ungri stúlku að
dæma var hún gullfalleg og ákaflega
sérstök og framandi í útliti. Þannig
man ég líka ömmu. Svipsterk og
svipbrigðamikil. Hún gat látið við-
mælanda sinn vita álit sitt með svip-
brigðunum einum. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og lá ekki á þeim. Oftast
man ég þó ömmu glaða og káta og
færðist þá yfir andlitið hýrlegt bros
sem náði til augnanna svo þau tindr-
uðu. Hún var skapmikil en hún var
ákaflega hlý og faðmlögin hennar
voru innileg og ákveðin eins og hún
sjálf. Ólíkt öðrum ömmum var hún
nær alltaf í buxum og oft kaffibrún
eftir sólarlandaferð.
Það var gott fyrir litla stelpu að
koma á Langeyrarveginn. Þar átti
ég gott athvarf. Skemmtilegast var
þegar ég gekk upp tröppurnar og sá
ömmu standa við eldavélina að baka
pönnukökur og ilmurinn af þeim
mætti manni í forstofunni. Amma
var í mínum augum besti pönnu-
kökubakari í heimi. Stundum tók ég
Möggu vinkonu með mér bara til að
sýna henni stolt ömmu baka hverja
pönnukökuna á fætur annarri og
horfðum við agndofa á þegar amma
sneri pönnukökunni við og setti
höndina á hana á sjóðheitri pönn-
unni til að slétta úr henni.
Amma var ekki bara dugleg í
pönnukökubakstri heldur líka mikil
prjónakona. Þær mæðgur Hadda og
amma sátu oft á síðkvöldum og
prjónuðu lopapeysur sem ekki bara
fjölskyldan naut góðs af heldur ýms-
ir aðrir.
Þegar ég gisti hjá ömmu fann hún
oft upp á ýmsu skemmtilegu svo að
litla gestinum leiddist ekki. Felu-
leikur var alltaf jafnvinsæll og jafn-
vel fótboltaæfingar voru iðkaðar á
langa ganginum, með ömmu í marki
við eldhúsdyrnar og Höddu við fata-
hengið. Það var notaleg stund á
kvöldin er við lágum saman upp í
rúmi, hlustuðum á útvarpið og
amma las blöðin en hún lét enga
grein fram hjá sér fara. Vöktum við
oft fram eftir nóttu enda lá ömmu
aldrei á að fara snemma á fætur á
morgnana.
Á jóladag kom fjölskyldan alltaf
saman á Langeyrarveginum. Það
voru ekki jól nema að koma þangað
og fá heitt súkkulaði og karamellu-
köku. Þar var oft handagangur í
öskjunni enda fjölgaði barnabörnum
og barnabarnabörnum ört.
Það er mér mikils virði að hafa
náð hingað til lands og geta hitt
ömmu áður en yfir lauk. Ég kveð
ömmu mína með söknuði og er
þakklát fyrir að eiga þessar minn-
ingar sem munu ylja mér lengi.
Valgerður Bjarnadóttir.
Það er komið að kveðjustund.
Amma mín Valgerður Jóhannes-
dóttir hefur kvatt í hinsta sinn 94
ára að aldri. Hún var jafnan heilsu-
hraust og naut þeirrar gæfu að búa
heima. Þar naut hún liðsinnis dóttur
sinnar Þóru Völu en þær bjuggu í
nánu sambýli ásamt börnum Þóru
Völu. Amma fæddist að Miðfelli í
Þingvallasveit en fluttist til Hafn-
arfjarðar aðeins 12 ára gömul eftir
að hafa misst foreldra sína með
stuttu millibili og þau systkinin voru
skilin að og send í fóstur. Hún fór til
skyldfólks sem reyndist henni vel.
Það má ímynda sér það að þessi
reynsla hefur haft mikil áhrif á unga
stúlku og markað hana til frambúð-
ar.
Amma giftist afa, Þórði Bjarna-
syni, árið 1930 og bjuggu þau allan
sinn búskap í Hafnarfirði. Þau eign-
uðust fimm börn en þau eru: elstur
Viðar, þá Hrafnhildur sem lést árið
2000, Bjarni, Jóhannes og yngst
Þóra Vala. Þegar ég hugsa til baka
og rifja upp minningar frá okkar
samverustundum þá kemur hlýja
ömmu upp í hugann og þétt faðm-
lögin þegar við hittumst en mér
fannst við alltaf vera sérstaklega
nánar þar sem ég er alnafna hennar.
Fyrstu æviárin mín bjó fjölskyldan
á neðri hæðinni hjá ömmu og afa á
Langeyrarveginum á meðan á hús-
byggingu foreldra minna stóð. Þá
var stutt að fara upp í heimsókn.
Síðar er mér minnisstæð notalega
dvöl hjá þeim er foreldrar mínir
fóru utan. Amma var alltaf góð heim
að sækja og alltaf vildi hún gefa
manni eitthvað gott og pönnukök-
urnar hennar voru sannarlegar vin-
sælar alla tíð. Hún var skrafhreifin
og vel að sér um menn og málefni.
Það var alltaf virkilega gaman að
ræða við ömmu, hvort heldur um líð-
andi stund eða fortíðina enda hafði
hún afar glöggt minni jafnvel hin
síðari ár þegar aldurinn færðist yfir.
Vala amma var glæsileg kona og
umfram allt ákaflega heilsteypt
manneskja sem bar hag afkomenda
sinna fyrir brjósti. Minningin um
trausta og hlýja konu mun lifa með
öllum þeim sem hana þekktu.
Þín sonardóttir
Valgerður Jóhannesdóttir.
un á hinum nýja stað var að aðeins
nokkrum metrum þar frá bjó móðir
mín og systkini og gafst mér ómet-
anlegt tækifæri til að kynnast móður
minni og systkinum, þökk sé þeim
Siggu og Ingibjörgu. Örlögin spinna
sinn veg, það fer ekki hjá því. – Mér
er það í raun óskiljanlegt enn þann
dag í dag hversu mjög Sigga Árna lét
sér annt um minn hag; algerlega var
það óverðskuldað. En ég man hana
fyrst og síðast sem sólargeisla í mínu
lífi og finn að í engum hlut hef ég
endurgoldið miskunnarverk hennar.
– Sigga Árna var bókhneigð kona og
undi sér gjarna við lestur bóka, þó
sér í lagi kveðskapar hvers konar.
Man eftir að hafa þegið af hendi
hennar þá einstæðu bók sem engan á
sér líka á Íslandi og Háttatal nefnist
eftir Sveinbjörn Beinteinsson frá
Draghálsi sem og verk Einars Bene-
diktssonar, eins mesta skáldjöfurs er
Ísland hefur alið.
Man vel þá tíð er út kom Vísnabók-
in e. sr. Svein Víking þar sem í voru
læstar þrautir mönnum til skemmt-
unar.
Þarf ekki að taka það fram að
Sigga fór létt með að finna út úr
þessu og hló góðlátlega að sérlegum
klaufaskap undirritaðs við að finna
nokkuð út úr þessu. – Svo vikið sé að
upphafi máls þá komu konur þessar
tvær þannig við mína sögu að þær
voru það bjarg, það akkeri sem aldr-
ei lét undan síga. Hófsemi þeirra, lít-
illæti, umvandanir þegar svo bar
undir, allt er þetta ríkt í huga mér
sem hefði það gerst í gær. – Er ég
bjó á Reykhólum áttum við af og til
skraf saman en þó var auðheyrt á
henni sjálfri að henni fyndist aldur
nokkuð segja til sín. Ekki hafði hún
þó í nokkru tapað áhuga sínum fyrir
bókmenntum og þá sér í lagi ljóðlist-
inni og var gaman að ræða við hana
um þá hluti sem jafnan áður. – Það er
með trega í hjarta að nú skuli vera
komið að leiðarlokum; kveðjustund.
En leyfist mér að líta svo á sem er
nær hverjum manni frá Afríku inn-
borið, að hún hafi verið kölluð til ann-
arra verka. Samkvæmt þessari skoð-
un er líf og dauði spegilmynd sem
ekki verður aðskilin. Hún gerir ráð
fyrir reglu í öllum alheimi; lífstakt-
urinn er einn og hinn sami í öllum
sólkerfum; allt fylgir þetta óræðum
lögmálum, – og af og frá að nokkur
orka eyðist, hún flyst frá einu stigi
yfir á annað. Verk er því við upphaf
sitt og með öllu ólokið. – Ég vil að
lokum þakka Siggu Árna fyrir sam-
hygð og samfylgd og órofa tryggð.
Bið henni blessunar um eilíf ár. Syni
hennar og sonarsyni sendi ég sam-
úðarkveðjur sem og venslafólki og
vinum.
Guðni Björgólfsson.
Mig langar að minnast fyrrverandi
tengdamóður minnar með þessu ljóði
Aðalsteins Halldórssonar.
Opnast breiður faðmur fjalla.
Fjörður brosir móti sól.
Öldur blítt að byrðing falla,
börn, er morgungolan ól.
Yfir glæstum Eiríksjökli
eru á sveimi gullin ský,
hvelfast yfir hvítum hökli,
hvítna, dökkna og roðna á ný.
Birtast hugarsjónum sýnir,
sindrar þar á brotin gull.
Æskuminni enginn týnir,
ört þó drekki lífsins full.
Bernskustöðvar, Borgarfjörður,
barn eg dvaldi í faðmi þér.
Þú ert vel af guðum gjörður,
greyptur djúpt í huga mér.
Þarna stóð um vor mín vagga.
Vonir mínar fæddust hér.
Þarna mína batt eg bagga,
brosti árdags sól við mér.
Þarna barnsins lék eg leiki,
lífi kynntist, gróðri og sól.
Villtur hugur var á reiki,
vorsins drauma bar og ól.
Á meðan fljót við flúðir spjalla,
fossar kveða hetjuljóð,
saklaus blóm að foldu falla,
fólks í æðum rennur blóð,
djúpi, breiði faðmur fjalla,
um frelsi og djörfung haltu vörð.
Vorsins dísir daga alla
dái og vermi Borgarfjörð.
(Aðalsteinn Halldórsson.)
Jenný Sólborg.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða
á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið
er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins,
Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs-
stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi,
mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstu-
degi.
Birting afmælis- og
minningargreina