Morgunblaðið - 11.01.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 11.01.2004, Qupperneq 52
MINNINGAR 52 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hrefna GuðríðurGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 2. maí 1926. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. desem- ber síðastliðinn. Hrefna var dóttir hjónanna Láru Mar- grétar Lárusdóttir Knudsen, f. 23. októ- ber 1904, d. 20. júní 1986 og Guðmundar Elíasar Símonarson- ar, f. 13. ágúst 1898, d. 30. júní 1980. Bræður Hrefnu voru Lárus, f. 19. júní 1924, d. 17. maí 1994, Ingvi, f. 13. júní 1929, d. 10. júlí 1981 og Óskar, f. 16. jan- úar 1932, d. 3. nóvember 2002. Hrefna giftist 18. nóvember 1950 Ragnari Þórarni Guðmunds- syni kaupmanni, f. 14. nóvember 1926. Foreldrar hans eru Guð- mundur Þórarinsson, f. 6. ágúst 1900, d. 2. nóv. 1938, og Sigur- björg Guðmundsdóttir, f. 30. okt. 1907. Seinni maður Sigurbjargar var Þorgeir Þorsteins- son, f. 1. des. 1908, d. 5. feb. 1980. Hrefna og Ragnar eiga tvær dætur, þær eru: 1) Bryndís, f. 2. febrúar 1949, gift Garðari Svavarssyni, f. 5. júlí 1947. Þau eiga þrjú börn, Ragnar Krist- in, Arnar og Hrefnu Sif og sex barna- börn. 2) Sigurbjörg, f. 23. desember 1950, gift Ár- manni Ármannssyni, f. 16. apríl 1946. Þau eiga tvö börn, Þórð og Önnu Láru. Hrefna vann auk húsmóður- starfa aðallega við verslunarstörf eftir skyldunám, í Laugavegs Apóteki, hjá Andersen & Lauth og síðar með Ragnari í Herrafata- verslun Ragnars. Útför Hrefnu var gerð í kyrr- þey, að ósk hinnar látnu. Með virðingu og þökk kveðjum við elskulega og umhyggjusama tengda- móður okkar. Söknuðurinn er sár en minningarnar lifa. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hvíl þú í friði. Garðar og Ármann. Elsku amma. Þá er biðin á enda. Hjá þér er frið- ur og ró núna. Þetta voru mjög erfið jól og ára- mót hjá okkur öllum. Við vitum að þú valdir ekki þenn- an tíma sjálf til að fara frá okkur þar sem þú varst svo mikið jólabarn. Allt var fallega skreytt, ekki mikið en mjög smekklegt enda varst þú mikill fagurkeri. Alltaf biðum við krakk- arnir eftir að 1. desember kæmi svo að við gætum fengið nammi af stóra dagatalinu þínu sem þú bjóst til sjálf. Svo ekki sé talað um smákökurnar. Það er enginn sem gerir eins smá- kökur og amma. Og alltaf var nóg til af þeim, alveg fram að páskum. En okkur krökkunum líkaði það vel, alltaf gaman að stelast inn í geymsl- una uppi á lofti í Sólheimunum. Við krakkarnir brölluðum margt í Sól- heimunum. Það var mikið spilað, t.d. Mikadó undir borðstofuborðinu, oft farið í feluleik, enda stórt hús, og ekki má gleyma búðarleikjunum. Við notuðum gamlar reiknivélar frá afa og alla smápeningana hennar ömmu. Alltaf var full krukka af smápening- um hjá ömmu, allt frá aurum og upp í fimmtíukrónurnar. Amma var svo sannarlega góð amma, hún hefði keypt heiminn handa okkur ef hún hefði getað það. Hún vildi allt fyrir alla gera. Ekki má gleyma prjónaskapnum hennar. Við áttum öll margar peys- urnar sem hún prjónaði, hver ann- arri fallegri, og oft voru þær eins því amma passaði alltaf uppá að allir væru jafnir. Alltaf voru langömmu- börnin ánægð þegar amma fór að máta á þau ullarsokka og sagðist al- veg fara að verða búin með hosurn- ar. Samband ykkar afa var yndislegt, þið voruð búin að vera gift í 53 ár og ennþá heyrðum við ykkur kalla hvort annað elskan mín og ástin mín. Bara að maður fyndi sér svona maka. Minningarnar hrannast upp, þær munu ylja okkur um hjartarætur núna þegar okkur líður svo illa og við söknum þín svo mikið. Umhyggja þín fyrir okkur var einstök og mun- um við búa að því sem þú kenndir okkur alla okkar ævi. Hafðu hjart- ans þökk fyrir allt, elsku amma. Þín ömmubörn Anna Lára, Hrefna Sif, Þórður, Arnar og Ragnar Kristinn. Hrefna okkar er farin, við búnar að vera saman í saumaklúbb í 55 ár. Hrefna hafði mikla kosti. Hún var mikil og vandvirk hannyrðakona og veigraði sér ekki við að rekja sömu peysuna upp aftur og aftur, alveg þangað til hún varð ánægð. Sumar okkar kepptu saman á skíðum á árunum áður. Hrefna var mikill KR-ingur, góð skíðakona og naut sín vel á fjöllum. Hún var mikið náttúrubarn og góður ferðafélagi. Það var ekki svo sjaldan sem sauma- klúbburinn tók sig til og fór saman í útilegur með mökum og börnum. Þá naut Hrefna sín heldur betur með sínum yndislega eiginmanni Ragnari sem hefur nú staðið eins og klettur við hlið hennar í veikindunum. Ekki má gleyma veiðikonunni Hrefnu. Við laxveiðiárnar naut hún sín enda mikil aflakló. Hrefna var mikil húsmóðir, frábær kokkur og átti alla tíð fallegt heimili sem hún nostraði við af sinni alkunnu snyrti- mennsku. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt Hrefnu sem vinkonu. Raggi minn, Bryndís, Sibba og fjölskyldur, góðar minningar eru gulls ígildi. Samúðarkveðjur. Saumaklúbburinn. Ég kom til Hrefnu fáeinum dög- um áður en hún lést, þá sat hún á bekk ásamt starfsstúlku sem var að færa henni kvöldverð, en Hrefna mín var ekki mjög lystug enda þá orðin mjög veik. Hún var gleraugna- laus, gangurinn langur og við nánast sitt við hvorn enda hans. Stúlkan kom til mín og spurði hvort ég væri Lilja, því Hrefna hefði sagt: Þarna kemur Lilja vinkona mannsins míns og mín. Það var sennilega þannig sem hún hafði hugsað um vináttu okkar, þ.e. hvernig hún varð til. Við Ragnar höfðum um skeið verið í vinahópi sem ungir myndu sennilega kalla „gengi“, og svo þegar þau kynntust og felldu hugi saman var hún sjálf- kjörin vinur okkar allra. Ég eignaðist ekki aðeins vináttu Hrefnu, því hún var vinmörg og vin- konur hennar miklar sportkonur hvort heldur á skíðum, fimleikum eða í hestaferðum, þær höfðu haldið úti saumaklúbbi í nokkur ár er mér bauðst þátttaka sem ég hefi búið að síðan. Þetta voru skemmtilegir tímar, á sumrum var farið í útilegur með krakkaskarann, í göngutúra og busl út í Nauthólsvík, en þetta var áður en í ljós kom að einhverju var ábóta- vant við hreinlæti þar. Þegar börnin fóru síðan að tínast að heiman voru farnar lengri ferðir og til fjarlægra landa. Við vorum svo lánsamar að eitt af klúbbspörunum, því auðvitað voru makarnir taldir fullgildir meðlimir, varð fulltrúar í nokkrum þjóðlönd- um, kannski ekki einungis fyrir okk- ur, en í öllu falli nutum við góðs af. Síðasta skemmtiferð okkar vina var farin í Þjórsárdalinn, enn og aft- ur var ein af dætrum klúbbsins svo elskuleg að bjóða okkur afnot af sloti sínu í þeim fagra dal. Þetta var sum- ardagur í dalnum eins og þeir gerast yndislegastir. Okkur Hrefnu hlotn- aðist hjónaherbergið og skemmtum okkur vel, enda var hún alltaf léttur og kátur ferðafélagi, það reyndum við Ingi hvort heldur var með klúbbnum eða í veiðiferð með bræðr- um hennar og fjölskyldum þeirra. Við þökkum u.þ.b. hálfrar aldar sam- fylgd. Við Ingi vottum Ragnari, dætrum, barnabörnum og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð. Lilja Gunnarsdóttir. HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR Elsku langamma. Við kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Langömmubörnin. HINSTA KVEÐJA ✝ Helgi EllertLoftsson fæddist í Reykjavík 9. janúar 1924. Hann lést á Landakotsspítala á nýársdag síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sveinbjörg Sveinsdóttir verka- kona, f. 28.6. 1888, d. 1.1. 1975, og Loftur Guðmundsson verka- maður í Reykjavík, f. 30.6.1888, d. 23.8.1928. Helgi átti uppeldisbróður, Magnús Jónsson, f. 15.9. 1911, d. 26.5. 1960. Hann kvæntist hinn 28.6.1945 Margréti Sigurðardóttur húsmóður í Reykjavík, f. 29.4.1924. Foreldrar hennar voru Sigríður Sigurðar- dóttir húsmóðir og Sigurður Bjarnason múrari og netagerðar- maður í Vestmannaeyjum. Börn þeirra eru: 1) Björg deildarstjóri hjá Vegagerðinni, f. 15.2. 1947, börn hennar eru Helgi Ellert f. 1971 og María Margrét f. 1982. 2) Hróðmar læknir, f. 14.9. 1950, kvæntur Yrsu Björt Löve lækni. Börn þeirra eru Vífill Ari, f. 2000 og Eygló Sóley, f. 2001. Börn Hróð- mars eru Hilmar Björn, f. 1973, Mar- grét Erla, f. 1977 og Helgi Rafn, f. 1987. Stjúpsynir Hróð- mars, synir Yrsu, eru Hlynur Davíð, f. 1989 og Birkir Helgi, f. 1991. 3) Sig- ríður Hrönn fulltrúi hjá Icelandair, f. 31.7. 1959, gift Jón- asi Inga Ketilssyni hagfræðingi. Dóttir þeirra er Katla Mar- grét f. 1999. Börn Sigríðar eru Sveinbjörn Davíð, f. 1978, Daði Örn, f. 1983 og Hanna Rut, f. 1985. Börn Jónasar eru Silja, f. 1982, Margrét Ingunn, f. 1985 og Davíð Geir, f. 1987. Helgi lauk prófi í járnsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1944 og prófi frá Vélstjóraskóla Íslands 1949. Hann starfaði sem vélstjóri hjá Eimskip 1949 – 1955 og hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi 1955 – 1991. Útför Helga fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Tengdafaðir minn, Helgi Ellert Loftsson, andaðist sl. nýársdag eftir áralanga glímu við erfiða sjúkdóma. Helgi hefði orðið áttræður 9. janúar 2004. Hann var bjartur nýársdagur- inn og kyrrlátur. Það var eins og ver- öldin væri að jafna sig eftir skotgleði Reykvíkinga á gamlársdagskveldi. Fyrir mér var sem veröldina setti hljóða þennan dag, sem Helgi vitjaði forfeðra sinna. Þó að Helgi hafi glímt við sjúkdóma öll þau ár er við þekkt- umst, var hann ávallt hlýr og við- kunnanlegur í viðmóti. Helgi átti hlýjar minningar frá starfi sínu hjá Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi og spurði oft frétta af þeirri þróun sem átti sér stað hjá því fyrirtæki. Þar hóf Helgi störf 1955 og starfaði allt þar til hann fór á eftir- laun. Margir af hans góðu vinum störfuðu þar og gat hann sagt skemmtilegar sögur frá þeim árum. Mér er sérstaklega minnisstætt hlý- legt viðmót Helga þau ár sem ég naut nærveru hans. Það brást ekki að ef rætt var um ferðalög um landið, þá var sem andlit hans ljómaði og hann gleymdi bæði stað og stund þessi andartök sem honum gafst tóm til að tjá þetta hugðarefni sitt. Helgi eirði aldrei í borginni ef hann átti frí held- ur hélt á hálendið með fjölskylduna, löngu fyrir vinsælar jeppaferðir nú- tímans. Mikið af minningum barna hans, konu minnar Sissu, Hróðmars og Bjargar er tengt þessum ferðalög- um. Með þakkir í huga fyrir mína hönd og barna minna kveð ég Helga. Konu hans, Margréti tengda- mömmu, Hróðmari og Björgu og fjölskyldum þeirra sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Hann hvíli í friði. Jónas Ingi Ketilsson. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta barnið sitt; hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar. (Þorsteinn Erlingsson.) Lífi er lokið. Tengdafaðir minn, Helgi Ellert Loftsson, hefur kvatt þennan heim. Hefur skilað hlutverki sínu hér. Sá sem ég þekkti var ekki lengur sá sem hann hafði verið, en höfuðeinkenni persónuleikans sterk þótt minnið sviki. Yfirvegað fas, hlýtt bros, stutt í kímnina, kurteisi og hóg- værð umfram annað. Allt þetta entist honum til hinsta dags, eiginleikar sem hann gaf börnum sínum og þau bera með sér ríkulega. Myndin sem fjölskyldan gefur er skýr. Helgi var sterkur og hlýr mað- ur, handlaginn svo eftir var tekið. Að- dáun ungu drengjanna í fjölskyld- unni, fyrst sonar, svo barnabarna, var mikil og bílskúrinn þar sem ým- islegt var galdrað fram var sælureit- ur í þeirra augum. Mikill náttúru- unnandi bjó í honum. Hann eignaðist snemma jeppa og þræddi öræfin öll með fjölskyldunni á frumstæðum Land Rover þess tíma og kenndi einkasyninum list stangveiðimanns- ins. Garður hjónanna í Heiðargerð- inu var enn einn vitnisburðurinn um lotningu hans gagnvart gjöfum nátt- úrunnar og var hans oft minnst með söknuði eftir að þaðan var flutt. Hjónin áttu hamingjuríkt líf bæði heima og heiman. Svona voru fullorð- insárin, góð og gjöful. Helgi hafði þó átt erfið æskuár í ástríkum örmum einstæðrar móður. Faðir hans dó er hann var barnung- ur, svo oft voru kjör mæðginanna í Reykjavík þeirrar tíðar kröpp. Áhrif þess mörkuðu allt hans líf og mátti hann ekki til þess vita að nokkur maður byggi við matarskort eða pen- ingaleysi. Þrátt fyrir þessar aðstæð- ur í bernsku barðist hann til mennta með seiglu og útsjónarsemi. Auk járnsmíði lauk hann vélstjóraprófi og starfaði sem slíkur, fyrst á sjó, en lengst af í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi við góðan orðstír. Sól rís, sól sest. Nú hefur sól Helga hnigið til viðar og við kveðjum hann með trega. En hringrás lífsins heldur áfram. Í fjölskyldunni er beðið fæð- ingar nýs lífs með eftirvæntingu, ný dögun er í uppsiglingu. Góður maður er genginn, hann skildi eftir sig undurfagrar minning- ar sem fjölskyldan mun, með þakk- læti í huga, ylja sér við. Enginn ratar ævibraut öllum skuggum fjærri. Sigurinn er að sjá í þraut sólskinsbletti stærri. (Þorsteinn Erlingsson.) Yrsa Björt Löve. Nú, þegar kær vinur okkar hjóna er fallinn frá eftir langvarandi veik- indi ber margs að minnast. Við Helgi hófum járnsmíðanám sinn í hvorri smiðjunni, hann árið 1942 og ég árið 1943. Kunningsskapur okkar hófst þá en við vorum bekkjarbræður í Iðnskólanum í Reykjavík og í fram- haldi af því í Vélskóla Íslands. Hann fór strax á sjóinn þegar hann hóf störf hjá Eimskipafélagi Íslands á árunum 1949 til 1955 er hann kom til okkar í Áburðarverksmiðjuna. Þar starfaði hann sem vaktstjóri og síð- ustu starfsárin sem sekkjunarstjóri eða allt til ársins 1991. Þó að við hinir vaktstjórarnir hefðum byrjað strax við uppsetningu véla og prófun þeirra er Áburðarverksmiðjan tók til starfa, var Helgi mjög fljótur að til- einka sér störfin í hinum ýmsu deild- um verksmiðjunnar og var ákaflega þægilegt að starfa með honum. Hann var ekki sáttur við vaktavinnu og kaus því að komast í dagvinnu, fyrst á vélaverkstæðinu og síðar sem sekkjunarstjóri. Á þessum starfsár- um var oft komið saman ásamt kon- unum okkar bæði á skemmtanir og vegna ferðalaga starfsmannafélags Áburðarverksmiðjunnar. Við Inga minnumst margra góðra og glaðra stunda með þeim hjónum Helga og Margréti. Helgi kvæntist Margréti Sigurðardóttur frá Vestmannaeyjum þann 28. júni árið 1945. Þau voru glæsilegt par sem eftir var tekið. Þau byggðu sér einbýlishús í Heiðargerði 60 og bjuggu þar lengst af. Nú hin síðari ár bjuggu þau í Espigerði 4. Þau hjónin voru mjög samstiga á sinni lífsgöngu og studdi hún vel mann sinn í veikindum hans. Við Inga sendum Margréti og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Jónsson, fv. vélstjóri. HELGI ELLERT LOFTSSON MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstu- degi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Birting afmælis- og minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.