Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 56

Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 56
MINNINGAR 56 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fátækleg orð til minningar um aldna konu sem gaf mér og okkur sem þekktum hana svo margt og við eigum svo margt að þakka. Fréttin af andláti hennar var erfið þrátt fyrir að vita mátti hvert stefndi. Guðrún Soffía Gísladóttir lést þann 26. des s.l. á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Hún var stjúpamma mín en ég kallaði hana þó alltaf Soffíu. Enn í GUÐRÚN SOFFÍA GÍSLADÓTTIR ✝ Guðrún SoffíaGísladóttir fædd- ist á Efra-Apavatni í Laugardal 18. desem- ber 1912. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði föstudaginn 26. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Laugarnes- kirkju 6. janúar. dag hef ég ekki minnstu hugmynd um hvers vegna. Ekki svo að skilja að það hafi nokkurn tíma truflað samskipti okkar og raunar voru þau Soffía og afi mér alla tíð mjög náin. Ég átti því láni að fagna, þegar foreldrar mínir fluttu utan til náms, veturinn 1966– 67, að búa á heimili afa og Soffíu á Sundlauga- vegi 24. Það var góður tími og lærdómsríkur. Þar var ég tekinn sem einn heim- ilsmanna og deildi hversdagslífinu, gleði og raunum. Enn í dag bý ég að því veganesti sem þau gáfu mér 12 ára stráknum, kærleika og visku og alltaf voru þau tilbúin til að mæta þörfum mínum og væntingum. Soffía sýndi svo ótal sinnum að hún vildi gefa af sér og þráði það eitt að allir gætu lifað lífinu eins og best væri kosið hverju sinni. Mér er minnisstætt frá þeim tíma er ég bjó hjá þeim er við bekkjarfélagarnir í Breiðagerðisskóla stofnuðum með okkur skákklúbb sem hittist á laug- ardagseftirmiðdögum á heimilum okkar til skiptist. Það var auðvitað ekki hrein tilviljun að skákina iðk- uðum við strákarnir af miklum krafti á sama tíma og fjölbragðaglíma var sýnd í Kanasjónvarpinu. Soffía tók beiðni minni vel um að við drengirnir fengjum að iðka íþróttina á heimili hennar og þó hraustlega hefði verið tekist á með iðkunina, á efri hæð hússins, ljósakrónur stofunnar á neðri hæð hefðu hrist og það byldi í húsinu, þá heyrði ég aldrei eitt styggðaryrði frá Soffíu. Félagar mínir voru á hinn bóginn alltaf au- fúsugestir á heimilinu. Minningarnar hrannast upp frá liðnum tíma. Soffía tók vel ósk minni, þá lítils drengs, að kaupa fyrir mig miða á tónleikaröð Sinfóníuhljóm- sveitarinnar þrátt fyrir að tónlistar- kunnátta mín væri í algjöru lágmarki og einnig sýndi hún mikla yfirvegun þegar við Grímur frændi tókum að iðka knattspyrnu á efri hæðinni og notuðum sjónvarpið sem mark, sem auðvitað endaði með rúðubroti í skápi. Öllu var tekið með yfirvegun og skynsemi. Alltaf var stutt í brosið sem svo gjarnan lék um varir Soffíu. Þá eru hér ótaldir fjölmargir greiðar og umhyggja fyrir mér og börnum mínum þau ár sem ég, ungur maður, baslaði sem einstætt foreldri með tvær dætur mínar. Lífshlaup Soffíu, stórbrotið en þó kærleiksfullt, hefur án nokkurs vafa markað hana sem persónu. Myndað heildstæða, sterka persónumynd, þó svo hlýja og brosmilda, svo hjálpfúsa og umhyggjusama fyrir náunganum. Þetta er sú mynd sem ég held að flestir tengi við hana. Við sem höfum notið samvista við Guðrúnu Soffíu Gísladóttur erum þakklát fyrir þær kærkomnu stundir sem við höfum átt, góð ráð hennar og athafnir til orðs og æðis. Við biðjum þess að eftirlifandi eig- inmaður hennar og afi minn fái styrk guðs á þessari stundu og geti notið góðra minninga um hana. Blessuð sé minning Guðrúnar Soffíu Gísladóttur. Friðgeir Magni Baldursson. Elsku amma, núna ertu farin frá okkur. Við systkinin höfum alltaf fengið að njóta þín og afa mikið og þá sérstaklega þegar við vorum lítil. Fyrir það erum við mjög þakklát. Við bjuggum stutt frá ykkur. Það var gott að koma eftir skóla þegar pabbi og mamma voru að vinna og vita að alltaf var eitthvað gott á boðstólnum. Áhugamál okkar eru íþróttir og allt- af varstu jafn spennt yfir því hvernig okkur gengi. Það eina sem olli vand- ræðum var að þú varst Framari en annað okkar er harður Þróttari. Það eru ekki allir sem eiga ömmu á tí- ræðisaldri sem hafði svo mikinn áhuga á íþróttum að þegar landsleik- ir voru í sjónvarpinu, þorðirðu nán- ast ekki að horfa, spenningurinn var svo mikill. Þér fannst alltaf þitt lið tapa ef þú horfðir á leikinn. Formúla 1 var líka í miklu uppáhaldi hjá þér. Þar áttum við áttum sameiginlegan uppáhalds ökuþór. Okkur þótti þetta allt mjög skemmtilegt. Við nutum líka oft góðs af því að þér þótti pitsur góðar og oftar en ekki fékkstu mömmu til að panta svo þú og afi gætuð borðað með okkur. Húmorinn var aldrei langt undan. Nú síðast þegar þið voruð heima hjá okkur að ganga frá gömlum bókum, rákumst við á gamla útgáfu af Passíusálmun- um. Við það upphófst góðlátlegt grín milli ykkar afa um það hvort ykkar ætti að hafa bókina með sér í kistuna. Það var augljóst að ekki var mikill kvíði fyrir því að deyja. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt það sem þú gafst okkur og gerðir fyrir okkur. Steinunn og Eymundur Sveinn. Í bernskuminningum okkar systk- inanna frá Holti í Hafnarfirði er Guðrún Soffía Gísladóttir ein af stoð- um stórfjölskyldunnar. Þessi hlýja, glaðværa, lítilláta en um leið höfð- inglega kona var með fjölskyldunni á mörgum gleði- og sorgarstundum í sextíu ár. Nú á kveðjustund höfum við velt því fyrir okkur hvernig það hefur verið fyrir Guðrúnu Soffíu (sem í Holti var alltaf kölluð Soffía) að koma inn í glaðværa og háværa tengdafjölskyldu mannsins síns, Friðgeirs Grímssonar. Þótt þessar línur eigi að vera fáar er rétt að byrja á byrjuninni. Þótt ófriður logaði um alla Evrópu og N-Atlantshafið væri krökkt af herskipum og kafbátum var ferðin með Esjunni í október 1940 frá Pet- samó í Finnlandi til Reykjavíkur þeim Guðrúnu Soffíu Gísladóttur og Friðgeiri Grímssyni hamingjuferð, því þar hittu þau hvort annað. Hún kom úr framhaldsnámi í hjúkrun á Fjóni þar sem hún hafði raunar smit- ast af berklum. Hann kom frá fram- haldsnámi í vélfræði í Þýskalandi, en þangað fór hann fyrir hvatningu fyrri konu sinnar, Eyrúnar, sem hann missti úr berklum frá sjö ára dóttur þeirra Bergþóru (Lillý) árið 1936. Lillý bjó hjá föðurömmu sinni í Reykjavík meðan Friðgeir var í Þýskalandi, en hafði alltaf mikið samband við Guðmund móðurafa sinn og fjölskyldu hans í Holti í Hafnarfirði. Þau Friðgeir og Soffía giftu sig sama dag og Lillý fermdist vorið 1943 og Soffía gekk henni í móðurstað. Friðgeir Grímsson kom inn í fjöl- skylduna í Holti tæplega tvítugur og bast tengdaföður sínum, mágkonum og mági ákaflega nánum vináttu- böndum. Friðgeir kynnti Soffíu fyrir tengdafólkinu í Holti og hún varð fljótt eins og ein af fjölskyldunni. Það var skipst á heimsóknum og af- mælisveislurnar hjá börnum Soffíu og Friðgeirs í Reykjavík voru heil- miklir viðburðir fyrir Hafnarfjarðar- krakkana. Það þarf einstaklega vel gerða manneskju til að ganga inn í tengda- fjölskyldu maka síns á þann hátt sem Soffía gerði. Hún var ævinlega glað- leg og jákvæð, þótt galsi, söngur og hljóðfærasláttur hafi stundum nálg- ast mörk þess sem þröng húsakynni í Holti leyfðu. Soffía var sérlega prúð í fram- komu og kurteis og það stafaði frá henni kærleika. Hún hafði afar þægi- lega nærveru og um varir hennar lék oftar en ekki milt bros. Henni lá fremur lágt rómur en hún var einkar viðræðugóð og átti auðvelt með að tala við unga sem aldna. Nú þegar Soffía hefur kvatt þenn- an heim minnumst við hennar með þakklæti fyrir þann hlýhug og rækt- arsemi sem hún ávallt sýndi Holts- fjölskyldunni. Friðgeiri, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og öðrum ættingj- um sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Soffíu Gísladóttur. Egill Rúnar og Ingvar Birgir Friðleifssynir. Guðbjörg Valdimars- dóttir eða Dúdda eins og við kölluðum hana ávallt er nú látin, fyrir aldur fram, eftir harða baráttu við illvígt krabbamein. Fyrstu minningar okk- ar um Dúddu og Munda mann henn- GUÐBJÖRG VALDIMARSDÓTTIR ✝ Guðbjörg Valdi-marsdóttir fædd- ist á Guðnabakka í Stafholtstungum í Borgarfirði 19. nóv- ember 1934. Hún and- aðist á Landspítalan- um við Hringbraut 1. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 9. janúar. ar, bróður mömmu heitinnar, eru frá þeim tíma er þau bjuggu á þeim sögu- fræga stað, Ólafsdal í Dölum. Þar var gam- an að koma sem krakki og á margan hátt ævintýralegt. Þau hjón byggðu sér síðan hús að Jaðri í Saurbæ, skammt frá kaupfélaginu á Skriðulandi þar sem Mundi vann ásamt föður okkar sem var kaupfélagsstjóri. Var ávallt mikill samgangur á milli fjöl- skyldna okkar á þeim árum því skammt var að Ásum við Salthólma- vík þar sem við bjuggum. M.a. voru móðir okkar og Dúdda saman í saumaklúbb ásamt fleiri hannyrða- konum í sveitinni enda báðar flinkar í höndunum. Það var því ekki rétt sem Ingi kvað og tileinkaði sauma- klúbbnum: Kunnur ykkar klúbburinn, kát og fjörug öndin. En sumir mæla að munnurinn þar meira starfi en höndin. Báðar tóku mamma og Dúdda bíl- próf fremur seint. Óku þær eitt sinn um sveit þvera til að skila vinkonum heim eftir saumaklúbb en komu loks að Jaðri, vöktu Munda og báru sig illa. Sögðu bílinn svo þungan í stýri að engin hemja væri. Kváðust hafa beitt kröftum til að sveigja hann að vilja sínum í beygjum og jafnvel einnig á beinu köflunum. „Er ekki bara sprungið á bílnum?“ – mælti þá Mundi frændi í svefnrofunum. Reyndist svo vera og var dekkið ónýtt með öllu. Frá um 1970 bjuggu Dúdda og Mundi síðan í Kópavogi og undu hag sínum vel, en við fluttum í bæinn við lát föður okkar árið 1973. Dúdda vann lengstum í mötuneyti Álversins í Straumsvík. Þar eins og í öðru gekk hún vasklega fram enda dugnaðar- forkur hinn mesti. Dúdda var einnig barnakerling og nutu börn okkar systkina þess að heimsækja þau hjón enda ávallt komið fram við þau sem jafningja. Ekki brást að dregnar voru fram veitingar að smekk yngstu kynslóðarinnar, barnaefnið tiltækt í myndbandið og svo framvegis. Dúdda var snaggaraleg og hress í lund. Hún var lítið gefin fyrir að kvarta, eins og best sást í lokabar- áttu hennar hérna megin tjaldsins. Þegar móðir okkar dó úr sama sjúk- dómi fyrir þremur árum voru þau hjón ávallt til taks og sýndu henni mikinn stuðning og umhyggju. Nú söknum við enn vinar í stað en sökn- uðurinn er þó mestur fyrir Munda frænda, börnin en ekki síst barna- börnin. Skarð Dúddu verður ekki fyllt en ljúfar minningar um kraft- mikla og hláturmilda konu lifa um ókomna tíð. Elsku Mundi, Röggi, Helga, Addi, Binni og fjölskyldur. Við vottum ykkur innilega samúð á þessum erf- iðu tímum og minnumst Dúddu með virðingu og þökk. Við erum þess full- viss að hennar bíður verðugt hlut- verk á æðri stöðum. Þar mun hún brátt taka gleði sína á ný með stuðn- ingi móður okkar og annarra ástvina. Sigurður Sveinsson, Rögnvaldur, Áslaug, Sigríður og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vinar- hug, samúð og hlýju vegna andláts og útfarar, ÞORVALDAR KOLBEINS ÁRNASONAR, Skólabraut 2, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans við Hringbraut og starfsfólks Ístaks. Guðfinna Emma Sveinsdóttir, Ágúst og Emil Þorvaldssynir, Árni Þór Jónsson, Þóra Kristjánsdóttir, Sveinn Sveinsson, Þóra Björnsdóttir, systkini og fjölskyldur. Útför elskulegrar móður okkar, INGIBJARGAR KRISTJÖNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Tjarnarbraut 5, Hafnarfirði, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjuda- ginn 13. janúar kl. 13.30. Högni Sigurðsson, Hermann Sigurðsson. Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, SVEINN BJÖRNSSON rafvélavirki, Teigaseli 1, Reykjavík, lést fimmtudaginn 8. janúar. Valgerður Pálsdóttir, Páll Björnsson, Guðrún Albertsdóttir, Stefán Björnsson, Guðný Björnsdóttir, Sveinn Garðarsson, Guðjón Björnsson, Valdís Kristinsdóttir, Snorri Björnsson, Ragnheiður Runólfsdóttir, Málfríður Björnsdóttir, Sigurður Óskarsson, og systkinabörn. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu ÞORBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi föstudaginn 2. janúar, verður gerð frá Kópavogskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Félag aðstandenda alzheimerssjúkra eða hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Stefán Ásgrímsson, Sif Knudsen, Konráð Ásgrímsson, Elín Siggeirsdóttir og barnabörn. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.