Morgunblaðið - 11.01.2004, Síða 67

Morgunblaðið - 11.01.2004, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 67 LÚÐVÍK Gizurarson skrifar í Mbl. um víkingasetur í Eimskipafélags- húsinu í miðbæ Reykjavíkur. Mér þykir Lúðvík ekki hafa fylgst nógu vel með sýningum og ferðaþjónustu í borginni, því að í Perlunni er slík fyr- irtaksgóð víkinga- og sögusýning, að enginn Íslendingur eða útlendir gest- ir okkar ættu að láta hana vera. Þetta er svo góð sýning, að hún tekur fram flestum okkar bestu sögusöfnum. Að- gangseyrir er ekki hærri en í bíó eða litlu hærri en að góðu sögusafni. Gest- ir fá hljóðdisk, sem segir vel frá sög- unni og þeim persónum, sem til sýnis eru, og geta stjórnað frásögninni að vild. Maður fer eins hratt eða hægt um safnið og maður kýs sjálfur, getur endurtekið ítarlega leiðsögnina eins oft og maður óskar. Þarna ferðast hver á því tungumáli, sem hann velur. Börn mín tvö, sem eru 12 og 15 ára, kusu þýska leiðsögn og voru ekki síð- ur en ég heilluð af sýningunni. Þetta skrif er ekki auglýsing fyrir víkingasetrið í Perlunni. Heldur vil ég benda Lúðvíki og öðrum ferðamála- frömuðum á, að við eigum fínt vík- ingasögusafn og þurfum ekki að ves- enast með gamla kumbalda til að koma slíku fyrirtæki á fót. Ef Mbl. leyfir vil ég hvetja mína ágætu atvinnurekendur til þess að hafa þessa athyglisverðu sýningu á dagskrá sinni næstu sumur ef það væri mögulegt. GUNNLAUGUR EIÐSSON, leiðsögumaður. Víkinga- setrið Frá Gunnlaugi Eiðssyni Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Stór heildverslun með tæki fyrir byggingariðnaðinn.  Lítil efnalaug í Keflavík. Gott atvinnutækifæri.  Sérverslun með eigin innflutning. 200 m. kr. ársvelta.  Vinsæll kaffistaður í atvinnuhverfi.  Tískuverslun á Akureyri. Ársvelta 25 m. kr. Eigin innflutningur.  Ein besta lúgusjoppa landsins. Mikil sala í grilli. Góður hagnaður.  Lítil verslun með raftæki o.fl. Tilvalið fyrir rafeindavirkja sem vill fara í eigin rekstur.  Hálendismiðstöðin Hrauneyjum er fáanleg til rekstrarleigu með kaup- rétti. Gisti- og veitingastaður með mikla sérstöðu og góðan rekstur. Mjög gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu sem hefur gaman af há- lendinu og langar að eignast eigið fyrirtæki.  Lítil en þekkt heildverslun með trésmíðavélar o.fl. Góð umboð. Tilvalið fyrir trésmið sem vill breyta um starf.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Lítil heildverslun með vörur fyrir hárgreiðslustofur. Hentar vel fyrir hár- greiðslufólk sem vill breyta um starfsvettvang.  Kaffi Expresso í Grafarvogi. Nýtt og glæsilegt kaffihús á besta stað í Spönginni. Rekstrarleiga kemur til greina fyrir góðan aðila.  Veitingahús í miðbænum. 120 sæti. Fullkomið eldhús og góðar innrétt- ingar.  Gömul og þekkt bátasmiðja með 6 starfsmenn. Mikil verkefni og góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings hvert á land sem er.  Tveir tælenskir skyndibitastaðir ásamt ísbúð. Mikil velta og ört vaxandi.  Foldaskáli, Grafarvogi. Söluturn í sérflokki með videó, grill og ís. Stöðug velta og góð afkoma.  Raftækjaverslunin Suðurveri auk heildverslunar. Rótgróið fyrirtæki með ágæt umboð. Miklir framtíðarmöguleikar.  Lítil sérverslun með fatnað í mjög góðu húsnæði við Laugaveg. Þekkt umboð.  Tveir pizza „take-out“-staðir úr stórri keðju. Vel staðsettir með öllum búnaði.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  L.A Café Laugavegi. Góður matsölu- og skemmtistaður með 100 sæt- um. Löng og góð rekstrarsaga.  Bílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4—5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Mikið úrval 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Í dag, sunnudag 11. janúar, frá kl. 13-19 Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgr. Pakistönsk 60x90 cm 9.800 6.400 Pakistönsk „borðstofustærð“ 295x221 cm 116.300 82.800 Rauður Afghan 100x180 cm 29.300 21.900 og margar fleiri gerðir og stærðir RAÐGREIÐSLUR Sími 861 4883 Töfrateppið Síðasti dagur áramótaútsölunnar HUGRÆKTARNÁMSKEIÐ GUÐSPEKIFÉLAGSINS hefst fimmtudaginn 15. janúar nk. kl. 20.30 í húsa- kynnum félagsins í Ingólfsstræti 22. Námskeiðið verður vikulega á sama tíma í tólf skipti frá janúar til apríl 2004 og er í umsjá Jóns L. Arnalds (2), Önnu S. Bjarnadóttur (2), Sigurðar Boga Stefánssonar (2), Birgis Bjarnasonar (2), Jóns Ellerts Benediktssonar (2) og Bjarna Björgvinssonar (2). Fjallað verður um mikilvæga þætti hugræktar, hugleiðing- ar og jóga. Námskeiðið er öllum opið og fer skráning fram við upphaf þess. Námskeiðið er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar í heild kr. 3.000 fyrir utanfélagsmenn. Upplýsingar í síma 694 2532. www.gudspekifelagid.is Útsalan hefst á þriðjudaginn Laugavegi 68 • Sími 551 7015

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.