Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 69 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert vel gefin/n, áreið- anleg/ur og viljasterk/ur og nýtur yfirleitt virðingar annarra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að koma skipulagi á heimilið. Það er kominn tími til að ráðast í verkefni sem þú hefur lengi ýtt á undan þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að ræða alvarlega við börn þín eða systkini um framtíðaráform ykkar. Þú kannt ekki að meta óvæntar uppákomur og vilt því vita hvert þið stefnið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það sem þú kaupir til heimilis- ins eða handa einhverjum í fjölskyldunni í dag mun duga vel og lengi. Þú ert hagsýn/n í hugsun þessa dagana. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þig langar mest til að vera ein/n með hugsunum þínum í dag. Ef þú talar við aðra verða þær samræður á alvarlegum nótum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur um margt að hugsa og vilt því helst vera út af fyrir þig í dag. Þú þarft á einveru að halda til að geta tekið ákvörðun í mikilvægu máli. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nýttu þér upplýsingar sem þú færð í samræðum við einhvern þér eldri og reyndari í dag. Það er um að gera að þiggja góð ráð og nýta sér þekkingu þeirra sem hafa farið sömu leið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt sennilega eiga alvar- legar samræður við foreldri þitt, yfirmann eða annan yf- irboðara í dag. Þú gætir líka þurft að taka ábyrgð á ein- hverjum og sýna skyldurækni. Þér finnst þú skuldbundinn öðrum í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög eða skólamál í dag. Hlustaðu vandlega á það sem hann/hún hefur að segja áður en þú ger- ir upp hug þinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gætir fengið mikilvægar fréttir frá vinkonu, sem hugs- anlega býr í öðru landi, í dag. Þetta þurfa þó alls ekki að vera slæmar fréttir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ræddu ferðaáætlanir þínar og áætlanir sem tengjast fram- haldsmenntun, útgáfumálum og lögfræði við maka þinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert frumleg/ur í hugsun og gætir því fundið leið til að gera eitthvað á nýjan og hag- stæðari hátt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð tækifæri til að veita einhverjum þér yngri góð ráð í dag. Bentu viðkomandi á að gerðir hans/hennar geti haft afleiðingar í framtíðinni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VERNDI ÞIG ENGLAR Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA TROMPÍFERÐIN er aðal- málið í fjórum spöðum suð- urs. Við skulum lifa okkur inn í hugarheim sagnhafa: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ÁG1097 ♥G65 ♦D105 ♣102 Suður ♠8654 ♥ÁD3 ♦ÁG ♣ÁG63 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 2 hjörtu * Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 4 spaðar Pass Pass Pass * Yfirfærsla. Vestur kemur út með hjartaáttu og þú færð fyrsta slaginn á drottninguna. Og spilar tígulás og gosa til að byggja upp niðurkast fyrir þriðja hjartað. Vestur reyn- ist eiga kónginn og hann ákveður að spila nú laufi – lítið, drottning og ás. Þetta er ágæt þróun og nú er tímabært að fara í trompið. Þú spilar spaða að blindum og vestur lætur þristinn. Ætlarðu að svína gosann eða fara upp með ás- inn? Spilið kom upp í annarri umferð Reykjavíkurmótsins á miðvikudaginn og leit þannig út í fullri stærð: Norður ♠ÁG1097 ♥G65 ♦D105 ♣102 Vestur Austur ♠KD3 ♠2 ♥84 ♥K10972 ♦K7643 ♦982 ♣984 ♣KD75 Suður ♠8654 ♥ÁD3 ♦ÁG ♣ÁG63 Samkvæmt líkindafræð- inni er betra að tvísvína en taka á ásinn. En munurinn er ekki mikill og margir kusu að hreinsa stöðuna með því að stinga upp ás. Og fóru einn niður. Í þeim hópi var gam- alreyndur spilari. Hann var sáróánægður með frammi- stöðu sína, en ástæðan var ekki tryggð við líkindafræð- ina, heldur frekar þekking á mannlegu eðli: „Ég átti að svína. Vestur lét þristinn og menn láta alltaf lægsta spil- ið sitt. Ég mátti því vita að tvisturinn væri í austur og þá hlaut að vera rétt að tví- svína.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. e3 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3 e6 5. Rf3 a6 6. Bd3 Rbd7 7. b3 Bd6 8. c5 Bc7 9. O-O e5 10. dxe5 Rxe5 11. Rxe5 Bxe5 12. Bb2 O-O 13. b4 h6 14. f4 Bc7 15. e4 dxe4 16. Rxe4 Rxe4 17. Bxe4 Dxd1 18. Haxd1 Be6 19. a3 Had8 20. g3 f5 21. Bg2 Bb3 22. Hd4 Hxd4 23. Bxd4 Hd8 24. Be5 Hd7 25. Hf3 Bc4 26. Hc3 Be6 27. He3 Kf7 28. Bxc7 Hxc7 29. Hd3 Hd7 30. Hxd7+ Bxd7 31. Kf2 g5 32. Ke3 Ke7 33. Kd4 Ke6 34. a4 Be8 35. b5 a5 36. Kc4 Kf6 37. Kd4 Bd7 38. b6 Be6 Staðan kom upp á alþjóðlegu unglinga- móti sem Taflfélagið Hellir hélt fyrir skömmu. Ólafur Evert hafði hvítt gegn Margréti Jónu Gests- dóttur. 39. Bxc6! Bc8 ekki gekk upp að taka biskupinn þar sem eftir 39... bxc6 40. b7 rennur frípeð hvíts upp í borð. Í framhaldinu tapar svartur manni bótalaust. 40. Bg2 Ke6 41. c6 bxc6 42. Bxc6 Kd6 43. b7 Bxb7 44. Bxb7 Kc7 45. fxg5 hxg5 46. Bf3 Kd6 47. h4 g4 48. Bxg4 fxg4 49. Ke4 Ke6 50. Kf4 Kf6 51. Kxg4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Námskeið á vorönn hefjast 26. og 28. janúar BRIDSSKÓLINN                         Framhaldsnámskeið: Hefst 26. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20—23 Framhaldsnámskeið: Standard-sagnakerfið verður skoðað í smáatriðum, en auk þess verður mikil áhersla lögð á varnarsamstarfið og spilamennsku sagnhafa. Bókin Nútíma brids eftir Guðmund Pál Arnarson verður lögð til grundvallar. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum. Ekki er nauðsynlegt að koma með makker. Byrjendanámskeið: Hefst 28. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20—23 Byrjendanámskeið: Allir geta lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að komast af stað. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Kennslubók fylgir námskeiðinu og öll önnur námsgögn. Brids er skemmtilegur leikur sem er leikur að læra. Láttu slag standa. Kennari á báðum námskeiðum er Guðmundur Páll Arnarson. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. Auðbrekka 2 • 200 Kópavogi • Sími 517 5556 Netfang: syngjum@syngjumsaman.is Veffang: syngjumsaman.is Söngnámskeið fyrir unga og aldna, laglausa sem lagvísa! 4 vikna hópnámskeið fyrir byrjendur. Kennsla hefst 20. janúar. Regnbogakórinn/framhald Kórnámskeið fyrir þá sem langar að læra meira. Innritun og kynning 14. janúar kl. 19.00. Dægurkórinn/Lengra komnir Inntökupróf eru í þennan hóp. Innritun og kynning 14. janúar kl. 19.00. Söngdagskrá hópanna samanstendur m.a. af þjóðlegum sönglögum frá ýmsum heimshornum og léttum gospelsöngvum. Farið verður í tónleikaferðalag til Íslendingabyggða í Kanada í vor. Söngstjóri: Esther Helga Guðmundsdóttir. Meðleikari: Katalin Lörinz. Innritun í síma 517 5556 á skrifstofutíma Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. mars 2003 í Hafn- arfjarðarkirkju af sr. Braga J. Ingibergssyni þau Arn- fríður Arnardóttir og Jó- hann Óskar Borgþórsson. Heimili þeirra er í Hafn- arfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Kópavogskirkju 12. júlí 2003 þau Lilja Sólveig Óskarsdóttir og Sveinbjörn Sigurðsson. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. apríl 2003 í Garðakirkju af sr. Sigrúnu Óskarsdóttur þau Hrund Hólm og Gísli Sverrir Hall- dórsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. maí 2003 í Selja- kirkju af sr. Bolla Bollasyni þau Ragnheiður Ingibjörg Þórólfsdóttir og Samúel Guðmundur Sigurjónsson. Heimili þeirra er í Stífluseli 5, Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.