Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 24. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Konungur
fuglanna
Daníel Bergmann segir frá atferli og
venjum þessarar fuglategundar | 28
Tímaritið og Atvinna
Tímaritið | Með farsíma á ferð og flugi Tónlist sem verður
landslag Kjarnakonur Fimmfalt húrra fyrir Holti
Atvinna | Nokkur góð ráð um undirbúning fyrir atvinnuviðtal
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300
SKIPVERJAR á Jóni Vídalín náðu þrekuðum
fugli sem lenti um borð hjá þeim í síðustu
viku. Vissu þeir ekki hvaða tegund um var að
ræða og komu fuglinum til Kristjáns Egils-
sonar, safnvarðar á Náttúrugripasafninu í
Vestmannaeyjum. Kristján gat ekki getið sér
til um tegundina og voru sendar myndir til
hinna ýmsu fuglafræðinga og eftir talsverða
yfirlegu komust þeir að þeirri niðurstöðu að
þarna væri sílaþerna á ferð. Er þetta aðeins í
þriðja skiptið sem slíkur fugl sést við Ísland
og í fyrsta skipti yfir vetrartímann. Er um að
ræða varpfugl í Evrópu sem fer alveg niður
til Afríku á veturna og því ljóst að þessi hefur
villst verulega af leið. Fuglinn er nú í góðu
yfirlæti hjá Kristjáni sem er að reyna að fæða
hann til að gera hann kláran á nýjan leik í sitt
langa ferðalag.
Sílaþerna finnst í
fyrsta skipti yfir
vetrartímann
ÆTTLEIÐINGUM fjölgar ár frá ári og frá
árinu 1970 hafa meira en 450 börn, sem fædd
eru í öðru landi, verið ættleidd til íslenskra for-
eldra. Börnin eru frá 25 löndum, aðeins eitt eða
tvö frá sumum, en flest frá Indlandi, Sri Lanka,
Indónesíu og Kína.
Á síðasta ári voru 30 börn ættleidd hingað,
þar af 22 frá Kína. Samtals hafa 32 börn þaðan
fengið íslenska foreldra frá árinu 2002.
Hagur barnsins í fyrirrúmi
Ófrjósemi er algengasta orsök þess að Ís-
lendingar ættleiða börn en að sögn Lísu Yoder
og Guðrúnar Ó. Sveinsdóttur hjá Íslenskri ætt-
barnið til landsins. Því næst tekur við ferli, sem
er mismunandi eftir fæðingarlandi barnsins.
Beið hátt á þriðja ár eftir dóttur sinni
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona, sem
er einhleyp, beið hátt á þriðja ár eftir dóttur
sinni, Hrafnhildi Ming, frá Kína og komu þær
mæðgur til Íslands í nóvember sl. Hún ákvað
að ættleiða frá Kína af því að þar er ein-
hleypum heimilt að ættleiða tólfta hvert barn,
sem ekki hefur tekist að útvega heimili fyrir í
landinu.
leiðingu færist í vöxt erlendis að fólk ættleiði
börn af mannúðarástæðum, þ.e. til að forða
þeim frá að líða skort.
Þær segja að hagur barnsins sé ætíð hafður í
fyrirrúmi þegar kemur að ættleiðingu og því
þurfi væntanlegir foreldrar að uppfylla margs-
konar skilyrði. Aðstæður þeirra og fjölskyldu-
hagir eru kannaðir, búseta, heimili og tekjur og
einnig hvort umsækjendur eru á sakaskrá.
Dæmi eru um að foreldrar hafi ekki fengið for-
samþykki í fyrstu atrennu, vegna þess að þeir
teljast hafa skertar lífslíkur vegna ofþyngdar.
Oftast tekur 4 til 6 mánuði að fá forsamþykki
íslenskra yfirvalda og leyfi til að koma með
Alls 30 börn ættleidd hingað til lands á síðasta ári og fjölgar ár frá ári
Flest börnin koma frá Kína
Tímarit Morgunblaðsins
DAVID Kay, yfirmaður vopnaleit-
ar Bandaríkjastjórnar í Írak, hef-
ur sagt af sér. Kay kveðst ekki
hafa séð nein merki þess að stór-
felld framleiðsla gereyðingar-
vopna hafi farið fram í Írak frá því
Persaflóastríðinu lauk árið 1991.
Ákvörðunin kom ekki á óvart
því orðrómur hefur verið á kreiki
á undanförnum vikum um að hann
hygðist hætta. Kay gerði ekki
grein fyrir ástæðum uppsagnar-
innar en fréttastofa breska ríkis-
útvarpsins, BBC, hefur eftir heim-
að gagnrýna Bandaríkjaforseta en
hvorki Bush né undirsátar hans
höfðu í gær brugðist við afsögn
Kays. Charles Duelfer hefur verið
skipaður yfirmaður vopnaleitar-
innar í Írak en hann hefur starfað
að vopnaleit á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Nýverið var haft eftir
Duelfer að hann teldi „nánast eng-
ar líkur á“ að gereyðingarvopn
myndu finnast í Írak. Duelfer seg-
ir nú að hann hafi ekki haft aðgang
að fyrirliggjandi upplýsingum er
hann lét þessi ummæli falla.
ekki stundað stórfellda fram-
leiðslu á gereyðingarvopnum frá
árinu 1991. „Ég tel að þau hafi
ekki verið til staðar,“ sagði hann.
„Ég tel að við höfum að öllum lík-
indum fundið um 85% þess sem
við eigum eftir að finna.“ Í frétt
BBC segir að ummælin séu at-
hyglisverð þar sem hann hafi áður
talið að gereyðingarvopnaeign
Íraka væri alvarleg ógn við öryggi
heimsbyggðarinnar.
Andstæðingar George W. Bush
hafa þegar nýtt sér afsögnina til
ildarmönnum í
Washington að
þær hafi verið
persónulegar
auk þess sem
Kay hafi orðið
fyrir vonbrigð-
um með fram-
gang vopnaleit-
arinnar.
Þegar
ákvörðun Kays lá fyrir sagði hann
í samtali við Reuters-fréttastof-
una að hann teldi að Írakar hefðu
Yfirmaður vopnaleitar Bandaríkjamanna í Írak segir af sér
Segist ekki hafa séð nein
merki um gereyðingarvopn
David Kay
KRAKKARNIR í Laugarnesskóla gengu saman í blysför um skólalóð-
ina í tilefni þess að skólinn er orðinn „skógarskóli“. Tilgangurinn með
verkefninu er að safna reynslu og þekkingu um skóga, vistfræði
þeirra og skógarnytjar, og þar með efla útinám nemendanna.
Morgunblaðið/Þorkell
Blysför skólabarna í skammdeginu
VERA kann að Saparmurat Niyazov, forseti
Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, verði lýstur
„spámaður þjóðarinnar“. Sá er alltjent vilji
stærstu ungmennasamtaka þjóðarinnar að því
er ríkisfjölmiðlar greindu frá í gær.
Niyazov, sem jafnan er nefndur „Túrkmen-
bashi“ eða „faðir allra Túrkmena“, hefur komið
á þvílíkri persónudýrkun í ríki sínu að leitun
þykir að viðlíka á síðari tímum.
Nú hefur stjórn stærstu ungmennasamtaka
landsins ákveðið að leggja til að Niyazov verði
lýstur „spámaður þjóðarinnar“. Þetta beri að
gera sökum þeirra „óeigingjörnu starfa“ sem
„Túrkmenbashi“ hafi lagt á sig fyrir æsku
landsins. „Framsýn stefna hans“ og „ómet-
anlegt hlutverk við uppfræðslu æskunnar“ kalli
á að hann verði lýstur spámaður allra Túrk-
mena. Stjórn samtakanna, sem mynduð voru á
grundvelli hinnar gömlu ungliðahreyfingar sov-
éska kommúnistaflokksins, hyggst bera tillögu
sína undir atkvæði hinn 19. febrúar.
„Túrkmenbashi“
spámaður?
NÍUTÍU og tveggja ára gamall Bandaríkja-
maður hefur verið dæmdur til tólf og hálfs
árs vistar innan fangelsismúra eftir að hafa
játað á sig bankarán.
J.L. Hunter „Red“ Rountree rændi banka í
Ailene í Texas í október í fyrra. Maðurinn af-
henti gjaldkeranum umslag þar sem á hafði
verið skrifað „bankarán“. Hann rétti síðan
starfsmanninum annað umslag og fyrirskip-
aði honum að setja peningana í það. Hann
komst undan með 1.999 Bandaríkjadali, um
140.000 íslenskar krónur.
Rountree var handtekinn hálftíma síðar.
Glæpaferill Rountrees hófst árið 1986 en
þá var hann 76 ára. Hann hafði þá kvænst 31
árs gamalli konu og varið um 35 milljónum
króna til að kosta fíkniefnameðferð hennar.
Þau skildu og ákvað Rountree þá að leggja út
á glæpabrautina. Stuttu síðar framdi hann
fyrsta bankaránið.
Rountree sagði í viðtali árið 2001 að hann
hefði andstyggð á bönkum.
92 ára bankaræningi