Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Alltaf ód‡rast á netinu
Breytanlegur farseðill!
Verð á mann frá 19.500 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
22
35
0
10
/2
00
3
HÆTTIR VOPNALEIT
Yfirmaður vopnaleitar Banda-
ríkjastjórnar í Írak, David Kay, hef-
ur sagt af sér. Segist hann ekki hafa
fundið nein merki um að stórfelld
gereyðingarvopnaframleiðsla hafi
farið þar fram á tíunda áratugnum.
Hann gaf ekki upp ástæður fyrir
uppsögninni en nýr yfirmaður hefur
þegar verið skipaður.
Áhugi á Eimskip
Unnið er að því að skipta Eim-
skipafélagi Íslands í tvö aðskilin fé-
lög, flutninga- og fjárfestingafélög,
eftir söluna á Brimi. Hafa bæði inn-
lendir og erlendir aðilar sýnt áhuga
á því að kaupa flutningastarfsemi
Eimskips.
Faðirinn verði spámaður
Forseti Túrkmenistans, Sapar-
murat Niyazov, verður ef til vill lýst-
ur „spámaður þjóðarinnar“ að því er
ríkisfjölmiðlar greindu frá í gær.
Niyazov er jafnan nefndur „faðir
allra Túrkmena“ í landi sínu.
Greining fyrr
Vonir eru bundnar við að ný tækni
við greiningu kransæðasjúkdóma,
með aðstoð tölvusneiðmynda, auki
mjög líkur á að kransæðasjúkdómar
greinist í fólki sem hefur verið ein-
kennalaust en er með sjúkdóminn á
byrjunarstigi. Kemur þetta fram í
viðtali við Björn Flygenring hjarta-
sérfræðing sem starfar í Bandaríkj-
unum.
Flest börn frá Kína
Ættleiðingum hefur fjölgað ár frá
ári og á síðasta ári komu flest börnin
frá Kína, eða 22 af 30 sem fengu ís-
lenska foreldra. Frá árinu 1970 hafa
450 börn frá 25 löndum verið ætt-
leidd til íslenskra foreldra.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Hugvekja 50
Hugsað upphátt 30 Myndasögur 62
Listir 3037 Bréf 62/63
Af listum 30 Dagbók 64/65
Birna Anna 28 Krossgáta 66
Forystugrein 38 Leikhús 68
Reykjavíkurbréf 38 Fólk 68/73
Skoðun 40/44 Bíó 70/73
Minningar 52/59 Sjónvarp 74/75
Þjónusta 51 Veður 75
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m-
bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is
Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is
Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HLUTFALL íslenskra starfsmanna
við virkjunarframkvæmdirnar á
Kárahnjúkasvæðinu hefur aukist að
undanförnu og eru Íslendingar nú
um 40% vinnuafls á svæðinu en þeir
voru um 20% í haust. Þetta kemur
fram á vefsíðu Rafiðnaðarsambands-
ins og er byggt á upplýsingum að-
altrúnaðarmanns.
Skv. upplýsingum sem fengust hjá
Vinnumiðlun Austurlands í gær hef-
ur þess orðið greinilega vart að und-
anförnu að fleiri Íslendingar hafa
ráðið sig til starfa við virkjunarfram-
kvæmdirnar og tengd störf.
Samvinna hefur verið frá í nóvem-
ber á milli Vinnumiðlunar Austur-
lands og ítalska verktakafyrirtæk-
isins Impregilo þar sem vinnu-
miðlunin annast milligöngu um
atvinnuumsóknir milli umsækjenda
og verktakans. Hefur talsverður
fjöldi umsókna um störf farið fram í
gegnum vinnumiðlunina að undan-
förnu.
Á vefsíðu RSÍ kemur fram að í
dag starfi 928 manns á Kárahnjúka-
svæðinu. Á vegum Impregilo starfi
748 manns og þar af eru Íslendingar
223. Hjá Arnarfelli eru 80 manns,
allt saman Íslendingar, og hjá Foss-
kraft 100 manns, þar af 70 Íslend-
ingar. Alls starfa því 373 Íslendingar
við framkvæmdirnar eða um 40% af
vinnuaflinu. Sé eftirlitsaðilum bætt
við verður hlutfall Íslendinga um
43%.
Hlutfall Íslendinga
var lengi í um 20%
„Þetta þýðir að veruleg aukning
hefur orðið hjá Íslendingum en þeir
voru löngum í haust um 20%.
Verkalýðshreyfingin hefur mót-
mælt því kröftuglega að stjórnvöld
hafi látið það afskiptalaust að verk-
takinn hafi flutt inn mikinn fjölda
starfsmanna og ekki sinnt tilkynn-
ingar- og skráningarskyldu, auk
þess að greiða þeim mun lægri laun,
og búið þeim mun lakari aðbúnað en
lög gera ráð fyrir. Þetta hafi stjórn-
völd látið afskiptalaust á meðan at-
vinnuleysi hafi verið vaxandi hér á
landi. Stéttarfélögin hafi orðið að
standa í verulegri baráttu til þess að
leiðrétta þetta og hafa þau ásamt
opinberum eftirlitsaðilum þurft að
sitja undir alls konar ámæli af hálfu
ráðherra. Í áætlunum sem stjórn-
völd lögðu fyrir stéttarfélögin var
ætíð gert ráð fyrir að erlendir
starfsmenn yrðu um 20% og inn-
lendir starfsmenn um 80%,“ segir í
frétt á vefsíðu RSÍ.
Bent er á að inn í þessa upptaln-
ingu vanti einnig nokkurn hóp ís-
lenskra rafiðnaðarmanna sem hafi
verið að störfum á svæðinu.
Íslendingar eru 223 af 928 starfsmönnum hjá Impregilo
Íslenskum starfsmönnum
fjölgar við Kárahnjúka
FORMLEGAR viðræður um kjara-
samning grunnskólans hefjast 2.
febrúar nk. samkvæmt viðræðuáætl-
un sem Kennarasamband Íslands og
Launanefnd sveitarfélaga hafa komið
sér saman um. Í samkomulaginu er
tekið fram að fundir samningsaðila
fari fram í húsakynnum ríkissátta-
semjara nema annað verði ákveðið og
verði undir hans stjórn.
Finnbogi Sigurðsson, formaður
Félags grunnskólakennara (FG),
segir að kröfugerð verði lögð fram á
fyrsta samningafundinum og mun
Launanefnd sveitarfélaga þá einnig
leggja fram kröfur sínar.
Megináherslur kennara byggjast á
þeirri kjarastefnu sem samþykkt var
á aðalfundi FG vorið 2002. FG vill
m.a. að samningar kennara og skóla-
stjórnenda verði aðskildir. Meðal
þess sem lögð er áhersla á er hækkun
grunnlauna, breyting verði gerð á
grunnröðun í launaflokka, settir verði
upp launaflokkar vegna kennslu-
reynslu og auknir verði möguleikar á
launahækkunum vegna viðbótar- eða
framhaldsmenntunar. Einnig er lögð
áhersla á að kennsluskylda lækki og
verði sveigjanlegri, vinnutími verði
endurskoðaður þar sem gefinn verði
meiri tími til undirbúnings kennslu
og kennurum verði gert auðveldara
að sækja nám samhliða starfi.
Skv. viðræðuáætluninni er gert ráð
fyrir að viðræðum og gerð kjara-
samnings verði lokið 31. mars 2004 en
þá renna gildandi kjarasamningar
grunnskólakennara og skólastjórn-
enda út.
Viðræður um kjara-
samning grunnskólans
hefjast 2. febrúar
NEYÐARLÍNU var tilkynnt að bílar
væru fastir á Holtavörðuheiði rétt eft-
ir miðnætti aðfaranótt laugardags, og
voru björgunarsveitir frá Varma-
landi, Borgarnesi, Hvammstanga og
Laugabakkakallaðar út, að sögn
Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitirnar sendu fimm
öfluga jeppa á vettvang og náðu þeir
að losa bílana þannig að þeir gátu
haldið ferð sinni áfram. Björgunar-
sveitarmenn voru allir komnir í bæki-
stöðvar sínar um kl. 6 um morguninn,
samkvæmt upplýsingum frá Slysa-
varnafélaginu Landsbjörg.
Talsverð snjókoma var á Holta-
vörðuheiði í nótt og seint í gærkvöldi,
sem spillti færð á skömmum tíma. Á
tímabili var flutningabíll með tengi-
vagn fastur þversum á veginum
vegna þess að bremsur bílsins frusu
fastar, og þurfti að hita þær með kós-
angasi. Flutningabíllinn náðist niður
um miðjan morgun og var hægt að
ryðja heiðina og hleypa umferð í
gegn, þó enn væri lélegt skyggni.
Bílum hjálp-
að á Holta-
vörðuheiði
Ástin mín er yndisleg,
ungar, rjóðar kinnar.
Á hraða ljóssins hendist ég
heim til konu minnar.
Eitthvað á þessa leið gæti öku-
maðurinn hafa hugsað er hann
þeyttist áfram í umferðinni síðdegis
á bóndadag, vonandi ánægður með
dagsverkið og spenntur yfir því
hvað biði hans áfangastað. Útsýnið
virðist einnig vera gott þar sem
jeppabifreið hans gnæfir yfir aðra
vegfarendur. Ökumenn skulu þó
muna eftir hámarkshraðanum.
Morgunblaðið/RAX
Á hraða ljóssins hendist ég...
HAFNAÐ hefur verið beiðni Æðar-
ræktarfélags Vesturlands hjá sjáv-
arútvegsráðuneytinu um að seinka
grásleppuveiðum við Faxaflóa um
mánuð þannig að þær hefjist 1. maí í
ár frekar en 1. apríl. Ákvörðun ráðu-
neytisins er tekin að fenginni um-
sögn smábátaeigenda.
Svanur Steinarsson, formaður fé-
lagsins, er ósáttur við að ráðuneytið
skuli ekki hafa kynnt sér hvaða
hagsmunir væru í húfi fyrir æðar-
bændur á svæðinu, heldur aðeins
tekið tillit til hagsmuna grásleppu-
karla. Hann bendir á að það hafi ver-
ið í fyrsta skiptið í fyrra sem veið-
unum var flýtt til 1. apríl. Fram að
því hafi grásleppuveiðar hafist í
kringum 20. apríl.
Svanur segir að hin síðari ár hafi
æðarfugl komið seint í varplöndin.
Fyrstu daga aprílmánaðar sé fuglinn
úti á sjó að afla sér fæðu fyrir varp-
tímann en þá sé mikil hætta á að
hann flækist í grásleppunetunum.
Um 50 æðarbændur eru í félaginu,
frá botni Hvalfjarðar og vestur í
Staðarsveit. Svanur á von á að æð-
arbændur fundi fljótlega um málið.
Ljóst sé að þeir þurfi að auka eftirlit
með æðarvarpinu og netalögnum
grásleppukarla.
Beiðni
æðarbænda
hafnað
Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs-
ingablaðið „Costa del Sol“ frá
Heimsferðum.