Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ú tgerðarmaðurinn Kristján Guð- mundsson frá Rifi og synir hans Guð- mundur og Hjálmar keyptu fyrr í þess- um mánuði Útgerð- arfélag Akureyringa af Eimskipa- félagi Íslands. Kaupverðið var um 9 milljarðar króna. Útgerðarsögu feðganna má rekja aftur til ársins 1955 þegar Kristján Guðmundsson lét smíða fyrir sig nýtt skip í Danmörku sem fékk nafnið Tjaldur. Hann hefur um árabil rekið fiskverkun á Rifi og þeir feðgar eiga nú sjávarútvegsfyrirtækin KG-Fisk- verkun á Rifi, sem gerir út eitt línu- skip og rekur saltfiskverkun og Út- gerðarfyrirtækið Tjald í Reykjavík sem er eitt kvótahæsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins, fékk úthlutað í upphafi fiskveiðiársins um 8.020 þorskígildistonna kvóta, þar af um 3 þúsund tonna þorskkvóta. Útgerðar- félagið Tjaldur gerir út samnefnt línu- og netaskip en hefur auk þess fest kaup á frystiskipinu Hvilvtenni frá Færeyjum, sem verður eitt stærsta skip flotans, og mun það koma til landsins síðar í þessum mán- uði. Skipið kemur í stað Eldborgar RE sem Tjaldur seldi í lok síðasta árs. Þeir feðgar hafa eftir kaupin á ÚA yfir að ráða ríflega 29 þúsund þorsk- ígildistonna kvóta eða 7,73% heildar- kvótans og eru þannig orðnir einir umsvifamestu útgerðarmenn lands- ins. Guðmundur Kristjánsson hefur verið í forsvari fyrir þá feðga. Hann er fæddur árið 1960 og uppalinn á Rifi. Hann segist hafa hafið snemma afskipti sín af sjávarútvegi. „Ég vann mikið með skólanum. Faðir minn átti fiskvinnslu á Rifi og það má segja að maður sé alinn upp í saltfiskinum. Á þessu tímabili var fjölskyldan ekki í útgerð. Við seldum bátinn norður í land en kaupendurnir lögðu í stað þess upp hjá okkur aflann á vetrar- vertíðunum í Breiðafirði. Að loknu skyldunámi fór ég í framhaldsnám á milli þess sem ég fór á sjó eða að beita í landi. Að lokum endaði ég í Tækni- skóla Íslands og lauk þaðan námi í út- gerðartækni árið 1983. Þá lá leiðin beint til Bandaríkjanna, þar sem ég var í þrjú ár og nam viðskipta- og markaðsfræði.“ Var á móti kvótakerfinu En hvenær hófust afskipti þín af útgerð? „Ég kom frá Bandaríkjunum haustið 1986 og fór beint heim á Rif. Þá var allt í einu komið á nýtt um- hverfi í greininni, þetta svokallaða kvótakerfi sem sett var á 1984. Ég var fyrst í stað mjög andsnúinn þessu kerfi, enda ungur og róttækur maður. Mér fannst ósanngjarnt að kvótanum skyldi úthlutað á skip en ekki fisk- vinnslustöðvar. Við höfðum um árabil keypt fisk af norðlenskum vertíðar- bátum, fisk sem var veiddur og unn- inn í Breiðafirði, en kvótanum var hins vegar úthlutað á skipin. Á ár- unum í kringum 1987 til 1988 var búið að skera kvótann það mikið niður að Norðlendingarnir voru hættir að koma á vertíð í Breiðafirði. Þá sátum við uppi með tóm hús en engin skip. Þegar ég fór síðan að skoða gögnin á þessum tíma kom í ljós að kvótanum var úthlutað eftir veiðireynslu áranna 1981 til 1983. Það þýddi að togararnir sem höfðu þá mokað upp smáfiski á miðunum út af Vestfjörðum og Norð- urlandi fengu langmesta þorskkvót- ann. Þessar útgerðir höfðu samt ver- ið reknar með bullandi tapi. Við Snæfellingarnir fórum á þess- um tíma ótal ferðir til Reykjavíkur, hittum meðal annars Kristján Ragn- arsson, formann LÍÚ, og Halldór Ás- grímsson, þáverandi sjávarútvegs- ráðherra. Skilaboð þeirra voru hins vegar mjög skýr; ef við ætluðum okk- ur að vera í og starfa við sjávarútveg yrðum við að kaupa okkur kvóta. Ég las lögin um stjórn fiskveiða spjald- anna á milli á þessum árum og í þeim var mjög skýrt kveðið á um að kvót- inn skyldi vistaður á skipum. Það hafði Alþingi ákveðið og þannig skyldi það vera. Það tók mig hins veg- ar nokkur ár að kyngja þessari stað- reynd. En árið 1989 var sýnt að svona yrði þetta áfram og þá hófum við að kaupa til okkar kvóta, því við ætluð- um okkur að starfa áfram í þessari grein.“ En finnst þér enn í dag að úthluta ætti kvóta til fiskvinnslustöðvar eða jafnvel byggðarlaga? „Þegar kvótakerfi er sett á er erf- iðast að ákveða hver á að fá nýting- arréttinn. Þegar ég horfi á þessi mál í fjarlægð í dag, held ég að það hafi tekist tiltölulega vel að skipta veið- réttinum, þó að eflaust hefði mátt út- hluta kvóta á fiskvinnslustöðvarnar því þá lágu fyrir gögn um hvað þær höfðu unnið mikinn fisk. En þetta var ákvörðun Alþingis. En Íslendingar voru ekki að hefja útgerð árið 1984. Þeir sem fengu veiðiréttinn höfðu þá verið í útgerð árum og áratugum saman og nýtt þessa auðlind. Þess vegna var ekki um að ræða gjafa- kvóta sem margir vilja kalla svo. Hefði Alþingi ákveðið að úthluta kvóta á eitt skip en ekki annað, hefði það kippt grundvellinum undan ótal útgerðum sem þá hefðu staðið eftir með skipin og skuldirnar en engar veiðiheimildir.“ Verðmætin í stöðugleikanum Hvernig finnst þér þá kerfið hafa þróast og í hverju liggja verðmæti þess? „Verðmætin liggja að mínu mati í heildinni. Það er lítið gagn í því að hafa yfir að ráða veiðiheimildum ef ekki er einnig fyrir hendi þekking, fjármagn og markaður. Það felast heldur engin verðmæti í því að hafa fjölda fiskvinnsluhúsa og báta sem allir keppa hver við annan. Þá er eng- inn arður af greininni. Þannig var ástandið á árunum 1981 til 1983. Þá voru veidd um 400 þúsund tonn af þorski hér við land en sjávarútvegur- inn engu að síður rekinn með bullandi tapi, því offjárfestingin var svo mikil. Verðmætin liggja því í samspili veiða, vinnslu og markaðar. Fyrirtækið sem bróðir minn rekur á Rifi hefur yfir Útgerðarstaðurinn er landið allt Það hváðu margir þegar spurðist út á dögunum að feðgar frá Rifi hefðu keypt allt hlutafé Eimskipafélags- ins í Útgerðarfélagi Ak- ureyringa. Þeir feðgar eru þó síður en svo nýgræðingar í sjávarútvegi. Helgi Mar Árnason hitti einn þeirra feðga, Guðmund Krist- jánsson, og ræddi m.a. við hann um viðhorf hans til sjávarútvegsins, kaupin á ÚA og aðkomu hans að Básafelli á Ísafirði. Morgunblaðið/Ásdís Guðmundur Kristjánsson: „Markmiðið er fyrst og fremst að reka heilbrigt og gott fyrirtæki, með góðu fólki og skemmtilegum starfsanda.“ Ljósmynd/Snorri Snorrason Glaðbeittir feðgar um borð í Tjaldi SH þegar skipið kom nýsmíðað til Rifs í fyrsta sinn. F.v. Guðmundur Kristjánsson, Kristján Guðmundsson, Hjálmar Kristjánsson og Jóhann Rúnar Kristinsson, þáverandi skipstjóri á Tjaldi. ’ Það er þjóðhags-lega nauðsynlegt að hafa kvótann fram- seljanlegan, hann má ekki múra inni á einum ákveðnum stað. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.