Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 45 UM ÞESSAR mundir ræða menn mikið um svokallaða hringamyndun og hvernig best sé að koma í veg fyr- ir hana. Talað er um að skerpa á samkeppnislögunum svokölluðu, herða reglur og auka afskipti hins opinbera af einkareknum fyr- irtækjum. Allt yrði gert með hags- muni neytenda og almennings í huga og til höfuðs fyr- irtækjum sem sýnilega gengur vel á íslenskum markaði, þótt það skil- yrði sé ekki algilt. Reglur skapa vanda Vandamálin við ríkisaf- skipti eru mörg og þau hafa oft alvarlegar af- leiðingar. Til að bæta hag almennings þarf að leyfa markaðnum að vinna við sem allra mest frjálsræði. Þetta hefur saga mannsins kennt okkur. Beint samhengi er milli þess hve frjálst atvinnulífið er og hve vel því tekst að skapa störf, hækka tekjur, auka úrval, lækka verð og auka gæði. Ekki dugir að benda á að lög um hringamyndun og önnur ríkisafskipti af því tagi séu til staðar í löndum eins og Bandaríkj- unum. Þar valda þau alveg sama skaða og annars staðar. Ekki dugir að benda á fjölda fyrirtækja á til- teknum sviðum því sá mælikvarði er einskis nýtur í öllu tali um sam- keppni og einokun. Jafnvel eitt fyr- irtæki á markaði gæti talist full- nægjandi fjöldi ef aðgengi nýrra aðila er gott, eins og raunin er yf- irleitt á Íslandi. Ef markaði er raun- verulegur vandi á höndum er hann til kominn vegna ríkisafskipta. Ríkið viðheldur einokun með vondu laga- umhverfi. Aðilar á markaði hafa ekki önnur úrræði til að viðhalda mark- aðsstöðu sinni en að gera sem allra best við viðskiptavini sína. Frelsi bætir hag okkar Öll umræða um hringamyndun og hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda er af hinu góða. Þess ber samt að gæta að öll sjónarmið séu tekin til greina. Stjórn- lyndi og afskiptasemi yfirvalda af mark- aðnum rýra hag neyt- enda og kjör almenn- ings. Því til stuðnings er hægt að taka mý- mörg dæmi frá síðustu áratugum frá mörgum löndum í öllum heims- álfum. Gögnin og stað- reyndirnar tala máli frelsis. Þeir sem boða hertar reglur og aukin ríkisumsvif tala máli ófrelsis og þar með versnandi hags almennings, þótt hugsunin sé að sjálfsögðu á aðra leið. Nú gæti ein- hverjum dottið í hug að hér komi ekkert fram nema frasar og klisjur en í raun er verið að hamra á sann- leik og staðreyndum. Frelsi bætir hag okkar og lífskjör. Aukið reglu- verk og aukin ríkisafskipti hafa öfug áhrif. Veljum frelsi Í umræðunni sem nú á sér stað um hringamyndun er mikilvægt að menn hafi þessi sjónarmið í huga þegar ákvarðanir eru teknar um stjórnvaldsaðgerðir. Þótt freistandi geti verið að vilja ýta ákveðnum að- ilum af markaði og neyða aðra til að draga saman seglin, er alveg dag- ljóst að verið er að taka valdið úr höndum neytenda og almennings og setja í hendur útvaldra einstaklinga í stjórnsýslunni. Við megum ekki láta það viðgangast og eigum hik- laust að ganga út frá því að við séum og eigum að vera frjáls frá duttl- ungum stjórnmálamanna. Þess vegna veljum við frelsi. Okkar vegna. Stjórnlyndi skaðar alla Geir Ágústsson fjallar um stjórnlyndi og skaðsemi þess ’Stjórnlyndi og af-skiptasemi yfirvalda af markaðnum rýra hag neytenda og kjör al- mennings. ‘ Höfundur er verkfræðinemi. Geir Ágústsson www.valholl.is - opið mán.- fimmtud. 9-17.30, föstud. frá kl. 9-17. Lokað um helgar. Sólvallagata 80-84 sölusýning í dag frá kl 13-16 Traustur byggingaraðili Gissur og Pálmi Sölumenn Valhallar verða á staðnum í dag sunnudag og taka á móti áhugasömum kaupendum frá kl. 13-16 Allir velkomnir. SÖLUAÐIL I Erum að hefja sölu á lokahluta þessa glæsilega lyftuhúss. Um er að ræða 4ra herb. íbúðir frá 108 - 132 fm og öllum íbúðum fylgir stæði í bílskýli og sérgeymsla í kjallara. Glæsilegt útsýni úr hluta íbúðanna á Faxaflóa Snæfellsnes, Esju og fl. Íbúðirnar eru til afhendingar á næstu mánuðum fullb án gólfefna og án flísalagnar á baðherbergi. Gott verð á nýjum íbúðum á grónum stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Greiðsludæmi: Verð 18,5 m. v.samn. 1.500 m Húsbr. 9.700 m Lán til 40 ára 5.800 m Við afh. 1.000 m 6-8 mán. Síðar 500 þ. Greiðslub. Ca 90 þ. pr mán. RAÐHÚS, PARHÚS EÐA EINBÝLISHÚS Í VESTURBORGINNI ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir eign eins og lýst er í fyrirsögn. Æskileg stærð 250-350 fm. Eignin má kosta á bilinu 25-40 millj. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI ÓSKAST Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250-350 fm einbýlishús á Seltjarn- arnesi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl. Sverrir Kristinsson. 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ ÓSKAST Í KÓPAVOGI Traustur kaupandi óskar eftir 4ra-5 herbergja íbúð í smárahverfi eða lindum í Kópa- vogi. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson fasteignasali. SÍÐUMÚLI - STÓRGLÆSILEG SKRIFSTOFUHÆÐ Vorum að fá til leigu stórglæsilega 180 fm skrifstofuhæð sem hefur öll verið ný- standsett í hæsta gæðaflokki. Eignin skiptist m.a. í móttöku, fimm skrifstofur, fund- arsal, snyrtingar o.fl. Húsið er klætt að utan. Nánari uppl. veita Sverrir og Óskar. Til leigu. 3842 EINBÝLI - HÆÐ OG RIS EÐA HÆÐ OG KJ. Í VESTURBORGINNI Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 150-250 fm eign skv. ofanskráðri lýsingu. Sjávarútsýni æskilegt. Staðgreiða í boði. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. SKRIFSTOFU- OG ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI TIL LEIGU SÍÐUMÚLI Vandað atvinnuhúsnæði á götuhæð við Síðumúla í Reykjavík. Eignin skiptist í opið rými, snyrtingar, kaffistofu, geymslu og tvö skrifstofuherbergi. Linoleumdúkur á gólfum. Kerfisloft með innfelldri lýsingu í loftum. Eignin er öll nýstandsett að innan og getur hentað ýmist undir verslun, þjónustu eða skrifstofur. Nánari uppl. veita Sverrir og Óskar. 3844 Ást og umhyggja Barnavörur www.chicco.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.