Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 33
Í GÆRKVÖLD þreytti Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór- söngvari frumraun sína í óper- unni í Wiesbaden í Þýskalandi, en þar er hann í hlutverki Pink- ertons í óperu Puccinis Madama Butterfly. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Jóhann Frið- geir í gær var hann afslappaður og rólegur og sagði undirbúning- inn hafa gengið mjög vel, en æf- ingar á óperunni hófust í desem- ber. „Það gekk eiginlega einum of vel á generalprufunni. Það var ekkert sem kom upp á, – og göm- ul þjóðsaga segir að þegar það gerist gangi frumsýningin ekki eins vel. En ég hef engar áhyggj- ur af því.“ Jóhann Friðgeir segir þetta nokkuð hefðbundna upp- færslu sem hafi þó nokkrar skír- skotanir til nútímans. Hann segir andann í óperuhúsinu léttan, samsöngvarana góða og leik- stjórann alveg frábæran. „Hann heitir Jakob Peters-Messer og er mjög þægilegur. Hann hugsar um músíkina númer eitt, tvö og þrjú – að hún komist rétt til áheyrenda, en svo hugsar hann um leikinn. Hann er fyrsti óp- eruleikstjórinn sem ég kynnist – hef nú kannski ekki enn kynnst mjög mörgum – sem spilar reip- rennandi á píanó.“ Jóhann Friðgeir segir að Wiesbadenóperan sé þegar búin að biðja hann að syngja í Mac- beth, La Boheme og La Traviata. „Ég neitaði því, en ég mun þó lík- lega taka að mér Macbeth og La traviata með vorinu ef semst um greiðslur.“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Pinkertons Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari. Frumraun í Wiesbaden LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 33 síður leynist alltaf eitthvert sann- leikskorn í því sem hann segir. Við sem áhorfendur heillumst einmitt af þessu sannleikskorni frásagn- arinnar og gleðjumst yfir því að einhver annar hafi lent í jafn fá- ránlegum aðstæðum og við eða gert sig að jafn miklu fífli og mað- ur sjálfur getur verið,“ segir Ágústa og leggur áherslu á að þetta eigi býsna vel við 5stelp- ur.com þar sem flestir áhorfendur ættu að kannast við mjög margt af því sem sagt er á sviðinu. Spurðar nánar um efni verksins segja leikkonurnar það að miklum hluta snúast um reynsluheim kvenna, samskipti þeirra við menn sína og börn, en einnig hver við aðra. „Við höfum raunar oft verið spurðar að því hvort nokkuð nýtt megi finna í þessu verki, hvort ekki sé búið að fjalla um þetta efni áður, þ.e. samskipti og sam- skiptaleysi kynjanna. Og við svör- um því hiklaust játandi, vegna þess að þetta er auðvitað viðfangsefni sem mannskepnan hefur verið að glíma við frá örófi alda. Við erum hins vegar að bera efnið á borð á mjög nýstárlegan og ekki síst afar fyndinn hátt,“ segir Edda. „Þetta eru fyrst og fremst sögur af kon- um, en alls ekki einhverjar við- teknar klisjur um kynin,“ bætir Björk við. „Mér finnst að við eig- um ekkert að vera hræddar við að tala um klisjur. Ef maður skoðar merkingu orðsins þá er ljóst að klisja felur í sér eitthvað sem er sí- endurtekið, en hafa ber í huga að hlutir verða aldrei endurteknir á nákvæmlega sama hátt. Efni 5stelpna.com er sígilt og þess vegna er gaman að koma að þessu verki og átta sig á því að það er hægt að nálgast það á enn einn veginn,“ segir Edda að lokum. silja@mbl.is Fiskveisla fiskihatarans, matreiðslubók eftir dr. Gunn- ar Helga Kristinsson. „Höfundur bókarinnar, dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, er yfirlýstur fiski- hatari en fellst þó á nauðsyn þess að snæða fisk reglulega. Í því skyni að finna uppskriftir að góðum mál- tíðum – eða að minnsta kosti at- hyglisverðum – leitar hann víða fanga, frá miðöldum til okkar daga, frá Asíu til Íslands, frá ýsu til krókódíls (sem honum tekst að skilgreina sem fisk eftir nokkrum krókaleiðum), auk þess sem hann birtir sínar eigin uppskriftir. Útkom- an er allt í senn: stórfróðleg mat- arsagnfræði, kostulegar frásagnir, kaldhæðnar athugasemdir um mat og fjölmargar girnilegar – og stund- um jafnvel skemmtilegar – upp- skriftir,“ segir í fréttatilkynningu frá útgefanda. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 156 síður, prentuð í Odda. Ljósmyndir í bókinni eru eftir Arnald Halldórsson en kápu og útlit hann- aði Margrét E. Laxness. Verð: 3.990 kr. Fiskur JÓNAS Ingimundarson píanóleik- ari heldur kynningarnámskeiðið Hvar ertu tónlist? í Salnum, Tón- listarhúsi Kópavogs, næstkomandi mánudagskvöld kl. 20 og er og allir velkomnir. Námskeiðið hefst síðan formlega tveim vikum síðar, mánu- dagskvöldið 9. febrúar kl. 20. Fyr- irhuguð eru fjögur kvöld, annan hvern mánudag í febrúar og mars. Jónas leiðir áheyrendur inn í undraheim tónlist- arinnar með lif- andi tóndæmum úr ýmsum meist- araverkum tónlist- arsögunnar, inn- lendum sem erlendum. Nám- skeiðið er í senn byrjun og framhald. Aðgangur ókeypis. Jónas Ingimundarson Hvar ertu tónlist? Háskólaútgáfan hefur gefið út ljóðabókina Þögnina eftir ljóð- skáldið Carles Duarte i Montserr- at frá Barcelona. Íslenska þýðingu gerði Guðrún Tulinius. Spænska þýðingu gerði Ángeles Cardona, en franska þýðingu gerðu Hélène Dor- ian og François-Michel Durazzo. Í fréttatilkynningu segir að þetta muni vera í fyrsta sinn á Íslandi sem ljóð eru þýdd og gefin út á fjórum tungumálum, eða katal- ónsku, spænsku, frönsku og ís- lensku. Í ljóðunum skoðar höfundurinn hvernig við mannfólkið tengjumst tilfinningaböndum, eldumst, verð- um bæði ást og hatri að bráð, deyjum þegar kraftar okkar þverra og veltir fyrir sér hvert förinni sé heitið þaðan. Í upphafi hvers ljóðs er tilvitnun í Níundir eftir heim- spekinginn Plótínos, en hans kenn- ingar eru grundvöllur í heim- spekikenningum kristinnar trúar. Bókin er 79 bls. í kiljubroti. Útgefandi og dreifing: Háskóla- útgáfan.Verð: 2.900 kr. Ljóð a opna hægt verður að eignast þá á sérlega góðum kjörum. Í Toyota Betri notuðum bílum verða 80 bílar á sérstöku tilboðsverði. Einnig mikið úrval af notuðum vélsleðum. Sölumenn okkar eru í hátíðarskapi, nýttu þér það. Komdu í fjörið, njóttu gæðanna og skoðaðu nýjungarnar. Komdu á Nýbýlaveginn um helgina, - það verður bara skemmtilegt. Boðið er upp á glæsilegar veitingar alla helgina. Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16. www.toyota.is * RX 300 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.