Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 63
Kveðja
Kvæðið hennar Gunnu
Ég man, hvað ég kvaldi hana kisu.
Hún kisa mín var þó svo góð.
Ég stríddi henni, kleip hana og kreisti,
af kvölunum rak hún upp hljóð.
Og þegar hún flýtti sér frá mér
og fór undir borð eða stól,
þá reif ég í rófuna á henni
og reiddist og lét eins og fól.
En hvernig sem kvaldi ég kisu,
þá klóraði hún aldrei né beit.
en stundum var sársauki í svipnum
það sá ég ef á mig hún leit.
Jólin nýliðin en jólaskapið fokið út
í veður og vind. Ríkisstjórnin, södd
og sæl með sitt, klípur, kreistir, rífur
og slítur áratuga samkomulag um
heilbrigðiskerfi, samtryggingu og al-
menna velferð landsmann. Almenn-
ingi líður líkt og kisu í Kvæðinu
hennar Gunnu (Námsbækur fyrir
barnaskóla. Lestrarbók. Nýr flokk-
ur 4. hefti (bls 40). Bjarni Bjarnason,
Jón J. Þorsteinsson og Vilbergur
Júlíusson völdu efni úr safni Stein-
gríms J. Arasonar. Ríkisútgáfa
námsbóka. Reykjavík.) Frjálshyggj-
an, sérhyggjan gengur hér ljósum
logum sem aldrei fyrr. Samábyrgð
og náungakærleika er gefið langt
nef. Leikreglur siðaðra samfélaga
eru beygðar og brotnar og borgarar
barðir í duftið. Mammon gengur á
sama tíma laus sem aldrei fyrr. Allt
fer á sölumarkað, laust og fast –
engu eirt. Skítt með fólk og fénað.
Innherjar eru „inni“ – útherjar úti.
Sjálftaka launa, auðsöfnun fárra,
aukin misskipting og fátækt. Óskrif-
uð lög og viðtekin siðferðisviðmið
eru að engu höfð. Ólöglegt og sið-
laust er látið viðgangast, óréttlæti og
óeining eykst. Ríkisvaldið, sem hlífa
skyldi, hrellir unga sem aldna – alla
sem eiga undir högg að sækja. And-
lega og líkamlega veikum skal fleygt
á út á guð og gaddinn með stórfelld-
um samdrætti í læknisþjónustu. Há-
tekju-læknum er á sama tíma gefið
veiðileyfi á sjúklinga. Þessi maka-
lausa ríksisstjórn tætir í tætlur um-
hyggjunetið sem við höfum verið að
byggja upp, leggst auk heldur á
neyðarúrræði eins og athvörf geð-
sjúkra og bráðamóttöku kvenna sem
hefur verið nauðgað. Og maður spyr:
Hverra er hið rómaða frelsi þessarar
guðsvoluðu ríkisstjórnar? Þegar for-
vígisfólk á Alþingi skammtaði sjálfu
aukabita með lögum um eftirlaun,
skömmu eftir svikin við öryrkja, hélt
ég að það skammaðist til að halda að
sér höndum í bili. Ekki aldeilis. Enn
skal höggvið til þeirra sem síst skyldi
og það úr launsátri. Hvernig sefur
fólk sem svona vinnur? Hvað gera
þau sjálf þegar þau veikjast eða ein-
hver ættingja þeirra þarf á andlegri
eða líkamlegri hjálp að halda? Fá
þau pláss á sjúkrastofnun eða leita
þau annarra leiða í krafti peninga?
Ekki fer þó allt sem ætlað er.
Ljúkum kvæðinu hennar Gunnu:
En svo var það dag einn um sumar
í sólskini – veðrið var heitt –
hjá kisu ég sat úti í sandi
og sofnaði, – ég var svo þreytt.
Mig dreymdi svo skrýtið, svo skrýtið,
og skýrt get ég ei fyrir þér
þá kvöl, – ég var orðin að kisu,
og kisa var orðin að mér.
Nú beitti hún mig öllum þeim brögðum,
sem beitti ég við hana fyrr.
Hún hlæjandi reytti af mér hárið
og henti mér út fyrir dyr.
Og allt, sem ég ætlaði að reyna,
var ónýtt og varnarlaust fálm.
Hún barði mig kleip mig og kreisti,
af kvölunum rak ég upp mjálm,
svo hátt, að ég vaknaði við það,
en var þó í draumlöndum hálf.
Ó, hvað ég var farsæl og fegin
að finna, að ég var þarna sjálf.
Úr safni Steingríms Arasonar
Þeir sem standa að endurtekinni
aðför að velferðarkerfinu, hinu fé-
lagslega öryggisneti almennings
skyldu hugsa sinn gang. Það kemur
að skuldadögum, verið þið viss. Sök
bítur sekan að lokum.
ELÍN G. ÓLAFSDÓTTIR,
Efstasundi 40,
104 Reykjavík.
Sök bítur sekan
Frá Elínu G. Ólafsdóttur fyrrver-
andi borgarfulltrúa Kvennalistans
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Útsala
stærðir 36-46
Árshátíðarkjólar
Fyrirtæki til sölu
Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma
Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því
ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og
kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur.
Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er
hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is .
Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en
við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:
Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í
ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.
Kringlubón. Ein þekktasta og besta bónstöð landsins. Sami eigandi í 16 ár.
Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyr-
ir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.
Gallery bón. Lítil bónstöð í Skeifunni. Gott byrjendafyrirtæki. Auðveld
kaup.
Lítið landflutningafyrirtæki með föst viðskipti um fiskflutninga. Heppileg
viðbót við annað álíka.
Lítil rótgróin prentsmiðja með góð tæki og föst verkefni. Tilvalið til sam-
einingar eða fyrir duglega menn, sem vilja vinna sjálfstætt. Auðveld
kaup.
Hárgreiðslumeistarar/sveinar óskast til samstarfs í nýrri heilsu- og
dekurlind í Faxafeni. Gott tækifæri fyrir hæfileikafólk.
Spennandi tískuverslun í Kringlunni.
Lítil heildverslun með iðnaðarhráefni.
Söluturn í tengslum við bensínstöð í Grafarvogi. Mikil grillsala.
Lítið en mjög efnilegt plastframleiðslufyrirtæki óskar eftir framkvæmda-
stjóra/meðeiganda.
Lítil efnalaug í Keflavík. Gott atvinnutækifæri.
Sérverslun með eigin innflutning. 200 m. kr. ársvelta.
Vinsæll kaffistaður í atvinnuhverfi.
Tískuverslun á Akureyri. Ársvelta 25 m. kr. Eigin innflutningur.
Ein besta lúgusjoppa landsins. Mikil sala í grilli. Góður hagnaður.
Lítil verslun með raftæki o.fl. Tilvalið fyrir rafeindavirkja, sem vill fara í
eigin rekstur.
Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu.
Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.
Lítil heildverslun með vörur fyrir hárgreiðslustofur. Hentar vel fyrir hár-
greiðslufólk sem vill breyta um starfsvettvang.
Kaffi Expresso í Grafarvogi. Nýtt og glæsilegt kaffihús á besta stað í
Spönginni. Rekstrarleiga kemur til greina fyrir góðan aðila.
Veitingahús í miðbænum. 120 sæti. Fullkomið eldhús og góðar innrétt-
ingar.
Gömul og þekkt bátasmiðja með 6 starfsmenn. Mikil verkefni og góður
hagnaður. Gæti hentað til flutnings hvert á land sem er.
Tveir tælenskir skyndibitastaðir ásamt ísbúð. Mikil velta og ört vaxandi.
Foldaskáli, Grafarvogi. Söluturn í sérflokki með videó, grilli og ís. Stöðug
velta og góð afkoma.
Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu
fyrirtækjadeildar: www.husid.is .
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen),
sími 533 4300, GSM 820 8658.
Kór - kór - kvennakór!
Kyrjurnar eru lítill og skemmtilegur kór sem getur bætt sig
nýjum röddum í vetur. Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Hvanndal
Magnúsdóttir og sér hún einnig um raddþjálfun.
Láttu nú loksins drauminn rætast - við tökum vel á móti þér.
Hringdu endilega í okkur!
Sigurbjörg, sími 865 5503,
Besta, sími 867 8074.
FRYSTIGÁMUR
Til sölu 40 feta HIGH-CUBE frystigámur
árgerð’97, í góðu ástandi
Upplýsingar í síma 588 8895 og
895 7409 Guðfinnur