Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGFLOKKURINN Saga Sing- ers með söngleik sinn um Gunnar á Hlíðarenda hefur gert víðreist á und- anförnum misserum, þrívegis farið til Vesturheims, eina ferð til Kanada og tvívegis til Bandaríkjanna og einnig til Írlands og Þýskalands þar sem áhugi Þjóðverja á sagnaarfinum íslenska er sannarlega rannsóknar- fyrirbæri útaf fyrir sig. Arthúr Björgvin hyggst einmitt rannsaka þennan áhuga Þjóðverja nánar en hann er fluttur til Þýska- lands til að vinna að rannsóknar- verkefni um viðtökusögu Njálu í Þýskalandi þar sem hann nýtur handleiðslu tveggja kunnra fræði- manna á þessu sviði, prófessoranna Juliu Ernack og Klaus von See. Sá síðarnefndi hefur um langt árabil verið einn atkvæðamesti norrænu- fræðingur Þjóðverja. hann hefur sent frá sér fjölda bóka og stýrir nú hópi fræðimanna sem vinnur að því að setja saman viðamikil skýringar- rit um eddukvæðin. Íslendingasögurnar teknar í sátt „Þetta er mjög skemmtilegt og spennandi verkefni, enda skipar Njála sérstakan sess í hugum Þjóð- verja. Hún kom fyrst út í þýskri þýð- ingu þess merka manns Andreas Heuslers árið 1914 og var notuð mikið í alls kyns samhengi. Upp úr henni voru soðnar barnabækur og leikrit en eftir seinna stríðið var við- horf Þjóðverja gagnvart Íslendinga- sögunum lengi hálfvandræðalegt. Á dögum þriðja ríkisins voru Íslend- ingasögurnar í miklum metum og mikið lesnar og sjálfur skrifaði ég á sínum tíma bók um það efni, Ljós- hærða villidýrið. Eftir stríðið tekur það nokkurn tíma fyrir almenning að vingast við Íslendingasögurnar aftur. Þær voru ekki einar um að vera litnar hornauga, heldur voru þær bókmenntir sem nazistar héldu á lofti almennt sniðgengnar eftir stríðið. Nægir að nefna rit heim- spekingsins Friedrichs Nietzche í því samhengi. Skáldið Hölderlin var einnig í þeim hópi. Þetta hefur breyst mjög á seinni árum og nú hafa Íslendingasögurnar verið tekn- ar í sátt og eru orðnar aftur boðlegar bókmenntir. Áhuginn fyrir þeim hefur aukist mikið síðustu ár og þess vegna hafa menn verið að velta því fyrir sér að nú þurfi að gefa þær út aftur í nýjum þýðingum og aðgengi- legum fyrir almenning. Þetta hefur svolítið verið reynt og má nefna út- gáfur prófessors Kurts Scheer sem eru þó heldur fræðilegar fyrir al- menna lesendur. Jóhann Sigurðsson sem stýrir bókaútgáfunni Leifur Ei- ríksson hefur haft forgöngu um að kanna skipulega möguleika á því að fá þýskt forlag til samstarfs um heildarútgáfu á Íslendingasögunum í Þýskalandi sem yrði sambærileg ensku útgáfunni sem kom út fyrir fá- einum árum. Enska heildarútgáfan varð að veruleika með rausnarlegum styrk íslenskra stjórnvalda og fyr- irtækja og hefur laðað þúsundir nýrra lesenda að þessum einstæða bókmenntaarfi okkar Íslendinga. Draumurinn er að sambærileg þýsk útgáfa geti orðið að veruleika á næstu árum.“ Norræn bylgja í Þýskalandi Arthúr segir allir séu sammála um að nú ríki eins konar „norræn bylgja“ í Þýskalandi. „Það er alveg ljóst að útgáfa Íslendingasagnanna yrði gríðarleg lyftistöng fyrir ímynd Íslands og menningu í hinum þýsku- mælandi hluta Evrópu, því ef ein- hvers staðar er áhugi fyrir íslenskri miðaldamenningu þá er það á þessu svæði. Þýskir ferðamenn á Íslandi skera sig t.d. mjög úr hvað þetta varðar og ég tala þar af 25 ára reynslu sem fararstjóri útlendra ferðamanna um söguslóðir á Ís- landi.“ Áhugi Arthúrs Björgvins sjálfs á Íslendingasögunum nær aftur á unglingsár en hann kveðst þó ekki hafa sest niður við markvissan lest- ur þeirra fyrr en hann hóf undirbún- ing að doktorsverkefni sínu árið 1980 sem fjallaði um viðtökur Ís- lendingasagnanna Í þriðja ríki Hit- lers. „Ég var á kafi í þessu verkefni í tvö ár en síðan lá þetta niðri þar til um miðjan næsta áratug.“ Hann rifj- ar upp að fyrir 9 árum tók hann aft- ur upp þráðinn sem Magnús Magn- ússon sjónvarpsmaður og Vigdís Finnbogadóttir höfðu fitjað upp á einum 20 árum fyrr. „í samstarfi við ferðaskrifstofu í Hamborg byrjaði ég með hálfsmánaðar ferðir með þýska ferðamenn um Íslendinga- sagnaslóðir sem urðu mjög vinsæl- ar. Þetta voru svipaðar ferðir og Vigdís og Magnús fóru með breska ferðamenn á sínum tíma. Í kjölfar þessa fór ég svo að vinna með Birni G. Björnssyni hönnuði að hugmynd sem þá var uppi um Sögusafn í Reykjavík, sem ekki varð þó að veruleika þá, og jafnhliða því gerði ég 16 þætti um Slóðir Íslendinga- sagna fyrir Ríkisútvarpið. Síðan gerðist það að 19. júní 1997 opnaði Vigdís Finnbogadóttir Njálusýn- ingu sem Björn setti upp á Hvols- velli og haustið 1998 var sýningin flutt í nýtt og stærra húsnæði á staðnum sem fékk nafnið Sögusetur. Haustið eftir réðst ég svo þangað austur sem forstöðumaður Söguset- ursins. Aðkoma mín að þessu verk- efni átti sér nokkurn aðdraganda, óbeinan þó frekar en beinan, því ég hafði frá upphafi fylgst grannt með því sem Björn var að gera þarna fyr- ir austan, enda má segja að það hafi verið nokkurs konar framhald af því sem vid höfðum verið að pæla sam- an. Ég hugði því gott til glóðarinnar þegar ég var beðinn að koma þarna til starfa.“ Aðsókn Íslendinga margfaldaðist Arthúr segir að í upphafi hafi hann gert ráð fyrir að starfið yrði einkum fólgið í því að laða að sem flesta erlenda ferðamenn. „Reynsla mín af leiðsögn ferða- manna var fyrst og fremst á þeim vettvangi. Þetta snerist hins vegar allt í höndunum á mér, en þó til góðs! Auðvitað komu erlendir ferðamenn og samstarf mitt við ferðaskrifstofur í Reykjavík var allar götur mjög gott. Það var hins vegar „íslenska deildin“ sem kom algjörlega á óvart. Það er dálítið gaman núna að lesa viðskiptaáætlun sem endurskoðend- ur í Reykjavík settu saman árið 1999. Þeirra útreikningar stóðust engan veginn enda óraði held ég engan fyrir því sem gerðist. Árið 2000 tífaldaðist gestafjöldinn frá árinu áður og það voru nær allt Ís- lendingar sem komu til okkar í stórum hópum. Það sem laðaði Ís- lendingana að voru fyrst og fremst söguveislurnar sem voru pakki sem við útbjuggum og fólst í Mat, Munúð og Menningu, Emmin þrjú eins og við kölluðum það. Þessi pakki gekk mjög vel, hópar hvaðanæva að sótt- ust eftir því að eyða degi með okkur, hefja veisluna með ferð um sögu- slóðir Njálu og enda svo í Njálu- veislu í Sögusetrinu um kvöldið. Allt snerist um Njálu og byggðist á henni. Eftir á að hyggja tel ég að einmitt þessi skýra áhersla á Njálu sem hryggjarlið allrar starfseminn- ar hafi haft mesta aðdráttaraflið. Það sem vakti mesta gleði mína og um leið athygli var hversu fjöl- breyttur hópur þetta var sem kom Njála er skemmti- legust bóka Arthúr Björgvin Bollason er horfinn af vett- vangi Sögusetursins á Hvolsvelli þar sem hann hefur gert Sögusetrið að einum vin- sælasta viðkomustað ferðamanna á Suður- landi, með Söguveislum og sviðsettum söngflutningi heimamanna. Arthúr er nú fluttur til Þýskalands þar sem rannsóknir á viðtökum Íslend- ingasagna eiga hug hans allan. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Jón Smári Lárusson sem syngur hlutverk Gunnars á Hlíðarenda ásamt öðrum íslenskum víkingum. * ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S TO Y 23 39 4 01 /2 00 4 r upp Nú er tækifærið til að láta sína villtustu bíladrauma rætast. Komdu og reynsluaktu nýjum glæsilegum *Avensis. Veglegir vetrarpakkar að verðmæti 125.000 krónur fylgja fyrstu 8 beinskiptu RAV4 sem seljast. Í markaði jeppamannsins í Arctic Trucks verður frumsýndur nýr 38 tommu *LandCruiser með sérstakri túrista breytingu. Skoðaðu *Yamaha vélsleðana og *Yamaha vélhjólin og líka 38 tommu *Hilux bílana sem eru á tilboðsverði. Lexus *RX300 og Það verður allt opið upp á gátt hjá okkur á Nýbýlaveginum um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.