Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Beini framhald ... © LE LOMBARD © DARGAUD KÖTTURINN ER BYRJAÐUR AÐ YRKJA OG ÉG GET SAGT YKKUR ÞAÐ AÐ ÞAÐ HJLÓMAR JAFN HRÆÐILEGA OG ÞEGAR HANN BYRJAÐI AÐ ÆFA Á FIÐLU NOKKRU SÍÐAR ÞEGAR KVÖLDHÚMIÐ LEGGST YFIR SVEITINA ... HEY, VILLI, ERTU NOKKUÐ AÐ VILLAST HÉRNA? ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA ÞÉR AÐ ÉG SKOÐAÐI LEIÐINA VEL! TAKTU ÞVÍ RÓLEGA. ÞAÐ ER VISSARA AÐ VERA TÍMANLEGA! VIÐSKIPTAVIN- IRNIR SLÁST UM SVONA VÖRU ... ÞEIR BÍÐA EKKI EFTIR OKKUR! SLAPPAÐU AF KÓBRA, VIð HÖF- UM NÓGAN TÍMA ... VIÐ VERÐUM KOMNIR EFTIR TÍU MÍNÚTUR ... ÉG ER FARINN AÐ ÞREYTAST HERRA! OG SVO ER ÉG LÍKA SVANGUR ... ÞVÍ MIÐUR KÚTUR, MATURINN ER EKKI INNIFALINN Í ÞESS- ARI FERÐ! MAÐUR HEFÐI HALDIÐ ÞAÐ! MIÐAÐ VIÐ HVAÐ ER AÐ LEKA NIÐUR Á BUXURNAR Á ÞÉR. ÞETTA LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA PIZZA! ...ENDEMIS! VANDAMÁLIÐ ER AÐ Á HVERJU MORGNI DETTUR HONUM Í HUG AÐ FLYTJA FYRIR MIG NÝJASTA LJÓÐIÐ SITT SEM BETUR FER, TIL AÐ HALDA GEÐHEILSU MINNI, FÉKK ÉG STAÐGENGIL TIL AÐ LEIKA ÁHORFANDA ÚPS! ÉG GLEYMDI EINU… BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í TUGI ára hefur verið framleitt meira af kjöti en landsmenn hafa torgað. Það hefur því orðið að flytja út töluvert magn af dilkakjöti, sem hingað til hefur ekki tekist að fá við- unandi verð fyrir. En hvenær byrj- aði þetta vandamál? Hvar liggja ræt- ur kjötfjallsins svokallaða sem aldrei er hærra en nú? Haustið 1959 kom til valda ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, sem kölluð hefur verið við- reisnarstjórn. Þessi stjórn samdi við bændur um útflutningsbætur á dilkakjöti. Sverrir Gíslason í Hvammi, formaður Stéttarsam- bands bænda, og fleiri forystumenn bænda áttu fljótlega eftir stjórnar- myndun fund með forsætis- og við- skiptaráðherra. Á þessum fundi mun Sverrir hafa kynnt það álit, að ef tryggja ætti nægjanlega búvöru hvernig sem áraði, þyrfti að fram- leiða eitthvað umfram neyslu innan- lands í meðal árferði. Hafa ber í huga að fram að þessum tíma var stundum skortur á búvörum. Bændur fóru fram á að ríkissjóður greiddi útflutn- ingsbætur á framleiðslu umfram þörf innanlands sem næmi einum tí- unda huta af neyslu meðalárs. Við setningu laganna um útflutn- ingsbætur voru gerð örlagarík mis- tök. Í stað þess að miða við neyslu innanlands voru bæturnar bundnar við framleiðsluna. Það er sitthvað neysla og framleiðsla. Lögin um útflutningsbætur fyrir 10% framleiðslunnar tóku gildi 1960. Bændur voru beint og óbeint hvattir til að stækka búin. Framleiðslan tók fljótlega mikinn kipp og jókst miklu hraðar en neyslan. Ef bæturnar hefðu verið bundnar við neyslu inn- anlands, eins og var upphaflega meiningin, þá hefði magnið á dilka- kjötinu náð snemma upp undir þak og bændur farið fyrr að huga að þessari óheillaþróun. Þetta eina orð, framleiðsla, í stað neysla, dró sann- arlega dilk á eftir sér. Þegar litið er til að baka þá finnst manni undarlegt, að það glappaskot sem ég tel að þarna hafi átt sér stað, að ekki skuli snarlega hafa verið reynt að bregðast við þeim skaða er það olli. Það leið alltof langur tími þar til farið var að taka á vandamáli offramleiðslunnar. Þetta dæmi sýnir hvað mikla nákvæmni og vandvirkni þarf við lagasetningu. Ein setning, jafnvel eitt orð, getur skipt sköpum. ÞORSTEINN ÓLAFSSON, fyrrv. kennari, Bugðulæk 12, 105 Reykjavík. Rætur kjötfjallsins Frá Þorsteini Ólafssyni NÚ ER öllum sem vita vilja ljóst að olíufélög landsins eru búin að arð- ræna almenning í áraraðir og það er með ólíkindum að þessum fyr- irtækjum skuli yfirleitt vera boðið að setjast að samningaborði með Samkeppnisstofnun. Mörgum blöskrar það ábyrgðarleysi sem ein- kennir forustumenn íslensku olíufé- laganna og sums staðar hafa for- ustumenn á borð við þá orðið að taka pokann sinn fyrir minna. Ætli yfirvöld væru tilbúin að bjóða al- mennum launamönnum upp á sömu sáttakjör ef þeir brjóta eitthvað af sér? Nú stefnir í að olíunni verði dreift út um land með skipi undir erlendum fána og með erlendri lág- launaáhöfn og íslensku áhöfninni verði vísað í land. Ætli verið sé að hala upp í væntanlegar samráðs- sektir fyrir það svindl sem þessi fyrirtæki virðast vera búin að iðka á íslenskum almenningi undanfarinn árafjölda? Forgangsröðunin í íslensku sam- félagi er að mati margra alveg með ólíkindum. Á sama tíma og menn eru að leggja einu hafrannsókna- skipi, einu varðskipi Landhelgis- gæslunnar og leigja frá sér stóru björgunarþyrluna til Noregs er dómsmálaráðherrann með hug- myndir um að stofna eigin íslenskan her. Eru menn orðnir algerlega veruleikafirrtir. Hvers vegna er Landhelgisgæslunni og Hafrann- sókn haldið í þessu fjársvelti? Menningarhús af margvíslegum toga eru reist úti um land á meðan gömlu góðu félagsheimilin standa tóm. Væntanlegur sendiherra landsins í París áætlar að verja 30 milljónum í íslenskan söng á Signu- bökkum í tengslum við embættis- töku sína næsta haust og einstakir kvikmyndagerðarmenn fá að ráðsk- ast með 60 milljónir í gæluverkefni sín. Sama má segja um gegndar- lausan ferðakostnað ráðamanna út og suður. Það er kominn tími á að for- gangsraða málum upp á nýtt. Fólk er búið að fá upp í háls af þessu framferði. Svo bæta ráðherrar og þingmenn gráu ofan á svart með því að auka á sérréttindi sín. Á sama tíma eru kollegar þeirra í Noregi að færa sín kjör til samræmis við kjör almennings í Noregi. Stjórnvöld verða að hætta að pota niður embættum út um land án tillits til þess hvert gagn er í slíkum ráðstöfunum. Nú er nánast búið að leggja niður Siglingastofnun og mikið af hennar skyldum einkavætt. Eftirlitsmenn eru aðeins á Fá- skrúðsfirði og Íslafirði, en engir þar sem um flestar skipakomur er að ræða. Hér virðast pólitíkusar vera fyrst og fremst að hygla sínum mönnum. Það er kominn tími til fyrir reyk- víska þingmenn að fara að sinna sínu kjördæmi. Hér með auglýsi ég eftir þingmönnum Reykvíkinga, sem vilja fara að vinna fyrir sína umbjóðendur í sama mæli og þeir gera sem eru utan af landsbyggð- inni. BIRGIR HÓLM, stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Olíufélögin og þjóðin Frá Birgi Hólm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.