Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á fyrri hluta síðustu ald- ar kom William Heine- sen, og raunar fleiri færeyskir rithöfundar landinu á blað í bók- menntum heimsins. Á svipaðan hátt og Halldór Laxness, Gunnar Gunn- arsson og Kristmann Guðmundsson gerðu á Íslandi, allt ólíkir rithöf- undar en lesnir víða um lönd. Frá að herma að um miðbik ald- arinnar voru Færeyingar naumast mikið fleiri en þrjátíu þúsund og um síðustu aldamót náðu þeir fyrst að skríða yfir fimmta tuginn. Íslend- ingar hins vegar rúmlega tvö hundruð þúsund og áttu eitthvað um tvo tugi eftir í þrjú hundruð þúsund um stóraldamótin. Í fyrra tilvikinu samsvarar talan naumast litlu úthverfi stærri borga heimsins, en seinna tilvikinu meðalútborg. Þessar tölur væntanlega órækur vitnisburður þess að ris og gæði lista markast ekki af stærð, ríki- dæmi né hernaðarmætti þjóða, stórum frekar andlegum grómögn- um og arfleifð fortíðar. Og þótt eng- ar fornbókmenntir og kon- ungasögur munu til í Færeyjum var Heinesen vel heima um hinn nor- ræna arf, án efa lesinn á nýjar sem eldri íslenzkar bókmenntir. Myndir á veggjum vinnustofu hans af ís- lenzkum samtíðarrithöfundum klipptum úr dagblöðum og tímarit- um, eru til vitnis að hann hefur ver- ið með á nótunum og þótt vænt um þessa starfsbræður sína. Færeyskir og íslenzkir rithöf- undar gátu að vísu gengið að því að landar þeirra læsu bækur, en fá- mennið síður traustur og gildur grunnur lífsviðurværis metnaðar og framtíðarsýnar. Til að geta lifað og list þeirra þróast og dafnað töldu þeir sig verða að stækka sjónhring- inn og hér var Kaupmannahöfn á þeim tíma helstur stökkpallur út í hinn stóra heim. Einangrun á af- skekktum eylöndum hefur þann ókost að yfirsýn er minni en skyldi, en hitt að hafa alla virktina í næsta nágrenni er þó ekki lausnin ef áhugi forvitni og athyglisgáfa eru ekki með í leiknum. Mestu skiptir samt að vera sér vitandi að því lengra sem menn leita út frá eigin sjálfi þeim meiri innsýn veitist þeim á það. Margur víðförull mun kannast við þá tilfinningu að allt er sem nýtt og ferskt þegar heim kemur frá út- landinu, þeim uppljúkast ný sjón- arhorn og fersk sýn á hluti er hann áður tók minna eftir, voru sumir sem lokuð bók. Hið sama á við jarðveg and-legra athafna og sjálfagróðurmoldina, hvoru- tveggja þarfnast næringar og end- urnýjunar, hér gilda náskyld lögmál um döngun. Í hrjóstrugum óbyggð- um eru hvorki tún né önnur ræktuð gróðurvirkt, en hins vegar staka eyrarrós, og í hraunsprungum dagnast margs konar gróður, á stundum svo fagur og fjölskrúðugur að menn undrast og hnykkir við líkt og í í Búðarhrauni á Snæfellsnesi. Líkast til raunhæfasta samlíkingin varðandi þróunarferli lista í ein- angruðum eylöndum úthafsins, listamenn lengstum stöð fyrirbæri í auðninni, með kalt bergið, óend- anlegar vegalengdir og úthafið allt um kring. Mestu máli skiptir ef menn vilja þroskast og víkka sjónhringinn að rjúfa einangrunina, leggja safa og vaxtarmögn að frjómátti. Mögulegt að gera það á margan veg, með upplýsingastreymi og þekking- aröflun, en er dæmt til að koðna niður ef staðbundin viðbrögð lyfta ekki undir metnað og fram- kvæmdavilja. Allir nefndir rithöfundar gerðu í upphafi garðinn frægan með því að skrifa að hluta eða alveg á erlenda tungu og allir nema Kristmann á dönsku, hann ílentist hins vegar í Noregi og skrifaði á ríkisnorsku. Vettvangur allra voru þó heima- löndin og þangað snéru þeir allir áður en yfir lauk, Laxness að vísu alla tíð með annan fótinn í útlönd- um, heimsborgari en heimilisfastur á Íslandi, og skrifaði bækur sínar á íslenzku. Heinesen ekki eins hreyf- anlegur og þannig séð rótbundnari ættlandinu hvar hann bjó alla tíð, þó í nánu sambandi við Kaup- mannahöfn. Bæði Gunnar Gunn- arsson og Heinesen kusu að skrifa bækur sínar á danska tungu svo til allan sinn feril, Gunnar þó einnig ís- lenzku eftir að hann flutti heim, ein- neigin Kristmann. Tel vaxandi þörf að minna á þetta á tímum heimsvæðingar, með vísun til þess að allir mestu andar Norð- urlanda hafa byggt list sína á lif- unum frá heimalandinu, hvort held- ur um sagnahefð eða sjónlistir. Minni einnegin einu sinni á Ibsen og Strindberg, og að Edvard Munch einn helsti brautryðjandi út- hverfs innsæis í myndlist, express- jónisma, sótti sjónrænar lifanir sín- ar mestmegin til heimalandsins. Gerði litla þorpið Ágarðsströnd, þar sem hann átti sér lítið hamingjuhús með stórum afhallandi garði, að stórveldi í heimi alþjóðlegrar mynd- listar. Og ef þetta getur sagt okkur eitthvað, þá er það að norrænir listamenn eiga síður að snúa baki við uppruna sínum, vegna þess að þeir hafi meiru að miðla af því sem þeir hafa handa á milli en heim- urinn er fær um að gefa þeim. Borðleggjandi að Norðurlönd eru sér á parti, hliðstæða þeirra hvergi til á jarðarkringlunni, menningar- arfleifðin einstök og föngin komin víða að. Einneigin má minna á, að forfeð- urnir, þetta harðgerða og gáfaða fólk, sótti að miklum hluta matföng sín til forðabúrs hafsins, sem er ein- hver hollasta næring og eldsneyti sem heilasellurnar geta fengið, og þannig að hluta kím andagift- arinnar. Fjallalambið sá þeim svo fyrir vítamínum úr fjölþættum grassverðinum og jurtum villigróð- ursins. Minni á þetta í framhjá- hlaupi, því segir ekki máltækið, þú ert það sem þú étur. Slíkar hugrenningar sóttu fastá mig í fallegu rauðbrúnuhúsi með hágrænu þaki og gluggakömrum, hvar William Heinesen bjó lengstum, er á horni Dalagötu ofar Varðagötu. Nólsey blasir við í vestri og í norðri sér til hins víðáttumikla úthafs sem um- lykur Færeyjar, sem skáldið var svo hugfanginn af og sótti inn- blástur til, eins og fram kemur jafnt í bundnu máli sem óbundnu. Glugg- inn á ritskjólinu á hæðarhryggnum ofar húsinu snýr einnig í átt til hafs, en þessi helgidómur þar sem sumar af nafnkenndustu bókum hans urðu til er einungis fjórir fermetrar, svo ei heldur er það undir stórleika rýmisins komið að mikil list verður til. Allar listir höfðuðu til rithöfund- arins, í stofunni er píanó og í inn- byggðum skáp er mikið safn hljóm- platna klassísku meistaranna, á öllum veggjum samsafn listaverka og ljósmynda frá rjáfri til gólfs að segja má, og þótt kalla megi það kraðaðk er öllu vel og haganlega fyrir komið. Má nefna þetta sam- hangandi hryn sem breiðir úr sér frá einu rými til annars og inniber langa og mikla sögu húsráðenda sem andar og talar til gestsins. Í einu og öllu menningarheimili út í fingurgóma. William Heinesen var heims- maður, lífskúnstner og húmoristi sem skilaði æðaslætti þjóðar sinnar á síður bóka sinna og út til heims- ins, sannur Færeyingur sem kunni að gera sér glaðan dag og um leið vinnuþjarkur, höfundur margra bóka og myndverka. Upp í huga minn komu einhvern veginn vísu- korn sem danska skáldið Jens Aug- ust Schade orti á upphafsferli sín- um: Kender de den unge digter Schade, / ham som sidder på toppen af jordens kule/ kysser på sin blyant/ ud af blyanten flyver solens fugle. Listin er löng en lífið stutt, gild list alltaf ung. Leiðrétt Varðandi síðasta Sjónspegil, Amákur/Menningarhús, duttu út tvo orð í lokin sem valda miskiln- ingi. Rétt er setningin svona: Bjarg- föst trúa mín, að slík tilhögun hefði vekið stórum meiri atgygli en þessi slitna framkvæmd Kolonialen, og hin (hér átt við sýninguna Veiði- menn í norðri), sem býr við of lítið rými. Þá misritaðist fornafn Rannvá Pálsdóttur Kunoy í fyrri grein minni frá Færeyjum og varð Ranni. Hús skáldsins SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Í dagstofu skáldsins; píanó, bækur og myndir.Málarinn Zakarías Heinesen við ritskjól föður síns, gólfflöturinn fjórir fm. Frá ritskjólinu á hæðarhryggnum sést í hágrænt þakið á húsi Heinesens. Ullarsokkur sem prjónaður var utan um brjóstbirtu skáldsins. William Heinesen var vel drátt- hagur ef sá gállinn var á honum. William Heinesen á gamals aldri. Um hva› snúast stjórnmál? Kynntu flér máli› í Stjórnmálaskóla Sjálfstæ›isflokksins í Valhöll mánudags-, flri›judags- og fimmtudagskvöld frá 9. til 25. febrúar. Valhöll Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is Dagskráin ver›ur kynnt á heimasí›u Sjálfstæ›isflokksins, www.xd.is. Skráning og nánari uppl‡singar í síma 515 1700/515 1777 og á netfangi disa@xd.is - borgarmálin - listina a› hafa áhrif - flokksstarfi› - menntun og menningarmál - heilbrig›isfljónustu - umhverfismál - listina a› vera lei›togi - efnahagsmál - utanríkismál - sjávarútvegsmál Fyrirlestrar og umræ›ur, m.a. um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.