Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ VONIR eru bundnar við að ný tækni við greiningu hjartasjúk- dóma með aðstoð tölvusneiðmynda muni auka mjög líkur á að krans- æðasjúkdómar greinist í fólki sem er einkennalaust fyrir en hefur sjúkdóminn á byrjunarstigi. Þessu spáir Björn Flygenring, hjartasér- fræðingur á Minneapolis Heart Institute í Bandaríkjunum, sem kynnti þessa nýju tækni auk notk- unar á segulómun við greiningu hjartasjúkdóma á Læknadögum á Nordica hóteli sem lauk sl. föstu- dag. Þess má geta að Landspítali- háskólasjúkrahús fjárfesti nýlega í myndgreiningartæki sem gagnast mun við greiningu á hjartasjúk- dómum. „Ég held að ein af afleiðingum tölvusneiðmyndatækninnar sé sú að við eigum eftir að greina miklu meira af kransæðasjúkdómum í fólki sem hefur engin einkenni, m.ö.o. við finnum fólk sem er með kransæðasjúkdóma og veit ekki af því.“ Gagnast einkum fólki með ættarsögu hjartasjúkdóma Björn segir að þessi tækni muni einkum gagnast fólki með ættar- sögu um hjartasjúkdóma, sérstak- lega á tiltölulega ungum aldri. Hugsanlegt sé að fólk muni í fram- tíðinni gangast undir slíka grein- ingu til að skera úr um hvort það sé með kransæðasjúkdóm á byrj- unarstigi. Með því móti sé hægt að grípa inn í atburðarásina og mun meiri líkur á að kransæðasjúkdóm- ar verði aldrei vandamál hjá þessu fólki. Fram til þessa hafa kransæða- sjúkdómar verið greindir með hjartaþræðingu. Björn segir að þessi leið sé í raun afskaplega góð til að greina sjúkdóminn en gallinn sé sá að setja þurfi langan legg inn í æð á sjúklingnum, þræða hann al- veg upp að hjartanu og sprauta skuggaefni í æðarnar til að ná myndum. Með tölvusneiðmynd megi skoða hjartað í þrívídd og snúa því frá öllum hliðum auk þess að fylgja eftir einstökum kransæð- um, svo dæmi séu nefnd. Með þver- skurðarmynd af æðunum er hægt að mæla hvers konar efni sé líklegt að sé í hjartaveggnum og þannig komast að því hvort þrenging í kransæð sé stöðug eða hvort hún sé líkleg til að loka æðinni. „Þetta gátum við ekki gert áður,“ segir Björn og spáir því að á næstu tveimur árum muni notkun tölvu- sneiðmynda aukast og í mörgum tilvikum koma í stað hjartaþræð- inga til þess að greina kransæða- sjúkdóma. Eftir sem áður muni hjartaþræðingar gagnast, t.d. við víkkun kransæða með stálhólkum. Á Læknadögum fjallaði Björn einnig um notkun segulómunar við greiningu hjartasjúkdóma. Með segulómun má meðal annars sjá hvernig hjartað hreyfist og dregur sig saman, auk þess sem hægt er að skoða einstaka hluta þess, vöðva, hjartahólf, o.s.frv. „Gallinn við að myndgreina hjarta og fá svona upplýsingar er sá að hjartað er það líffæri sem er alltaf á hreyfingu og það hefur ver- ið erfitt að ná góðum myndum af því þar til nýlega að tæknin er orð- in það góð.“ Segulómun hefur ekki verið notuð klínískt hér á landi fram að þessu en hjá Hjartavernd hefur hún verið notuð í tengslum við tiltekin verkefni. Með segulóm- un er hægt að sjá hvernig hjartað starfar og hvers konar vefir eru í hjartanu. Til að mynda hvort um er að ræða bandvef, bólgu í hjartavef, skort á blóðflæði til ákveðins hluta í hjartavöðvanum, o.s.frv. Ísótóparannsóknir á undanhaldi „Þetta er mjög hjálplegt við greiningu hjartasjúkdóma og oft við að sjá hver árangur hefur orðið af meðferð. Þetta hefur þróast hægt og bítandi sl. tíu ár og nú er svo komið að menn eru farnir að nota þetta sér til gagns í daglegri vinnu á sjúkrahúsum og sumum læknastofum,“ segir Björn. Á það meðal annars við um Minneapolis Heart Institute þar sem Björn starfar en sú stofnun er ein stærsta miðstöð sinnar tegundar í heiminum sem fæst við klíníska notkun segulómunartækni og laus- lega áætlað voru gerðar þar í kringum 1.700 slíkar rannsóknir á sl. tveimur árum. „Við höfum auð- vitað lært mjög mikið hvernig við getum notað þetta og til hvers þetta er gagnlegt.“ Hann bendir á að tiltölulega fáir læknar hafi fengið þjálfun í að til- einka sér þessa nýju tækni og því þurfi að breyta. Björn spáir því að áreynslupróf og svokallaðar ísótóparannsóknir sem skera m.a. úr um hvort nóg blóðflæði sé til hjartans séu sú tækni sem líklegast sé á undan- haldi og að segulómun komi í stað- inn enda sé hún betri aðferð við að segja til um hvort einhver hluti hjartavöðvans fái ekki nóg blóð- flæði. Kransæðasjúkdómar greindir fyrr í fólki Vonir bundnar við greiningu hjartasjúkdóma með aðstoð tölvu- sneiðmynda Morgunblaðið/Ásdís Björn Flygenring hjartasérfræðingur. RANNSÓKNASTÖÐ Hjartaverndar hóf nú í byrjun janúar að rannsaka tíðni þögulla hjartadrepa með aðstoð segulómtækis og bera saman við nið- urstöður hjartalínurits sem tekið er af sömu einstaklingum. Þögul hjarta- þrep eru afleiðing hjartaáfalla sem fólk fær án þess að vita af því og er talið að það eigi við í um þriðjungi til- vika þar sem hjartadrep kemur upp. Segulómun næmari en hjartalínurit Að sögn Vilmundar Guðnasonar, forstöðulæknis Rannsóknastöðvar Hjartaverndar, er notkun seg- ulómtækis við rannsóknir á tíðni hjartadrepa liður í öldrunarrann- sókn sem Hjartavernd stendur að í samvinnu við bandarísku heilbrigð- isstofnunina, NIH. Um er að ræða langstærsta einstaka verkefnið sem Hjartavernd vinnur að um þessar mundir og er ráðgert að 8 þúsund einstaklingar taki þátt í rannsókn- inni á 5 ára tímabili. Um tíu prósent þessa hóps verður kallaður inn handahófskennt í auka- rannsókn þar sem hjartarannsókn með segulómtækinu er beitt. „Það er ýmislegt sem bendir til að seg- ulómun sé mun næmari til að greina hjartadrep en hjartalínurit. Þó svo að segulómun sé orðin 13 ára gömul tækni sem er mjög ung tækni í klín- ískri greiningu, þá eru ekki nema 3–4 ár síðan hægt var að fram- kvæma góðar rannsóknir af hjarta. Þess vegna hefur á mjög stuttum tíma orðið gríðarleg þróun í þessari tækni við að nota segulómun við greiningu á hjartasjúkdómum,“ seg- ir Vilmundur. Rannsóknastöð Hjartaverndar festi kaup á segulómtækinu í mars 2002 og er það sérstaklega hannað til rannsókna á borð við virknirann- sóknir á hjarta og heila. Nýtt segulómtæki á LSH í október Til stendur að kaupa eitt, jafnvel tvö segulómtæki á Landspítala – há- skólasjúkrahús á næstunni. Að sögn Ásbjörns Jónssonar, sviðsstjóra lækninga-myndgreiningarþjónustu á LSH, er gert ráð fyrir að seg- ulómtæki verði komið í Fossvog í október á þessu ári og hugsanlega annað tæki á Hringbraut 2005. Með tækjunum verður m.a. unnt að gera fullkomnar hjartarannsóknir. Rannsóknastöð Hjartaverndar beitir nýrri tækni og notast við segulómtæki Rannsaka þögul hjartadrep Morgunblaðið/Rax Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Rannsóknastöðvar Hjartaverndar, til hægri, og Sigurður Sigurðsson yfirgeislalæknir við segulómtækið. HALLDÓR Runólfsson yfirdýra- læknir hvetur ferðamenn, sem fara til Asíu, til að forðast snertingu við fið- urfénað, en sjúkdómurinn hefur greinst í Víetnam, S-Kóreu, Japan, Taívan og Taílandi. Að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis hafa sjö tilfelli greinst í mönnum, en um er að ræða bráðsmitandi veirusjúkdóm í fiður- fénaði sem mannfólkið getur smitast af við snertingu við fuglana. Fuglaflensan hefur aldrei greinst hér á landi en yfirdýralæknir mælist til að þeir sem hafa komist í snertingu við fiðurfénað í þessum löndum haldi sig fjarri íslenskum fuglum í fimm daga eftir heimkomuna til Íslands. Sjúkdómurinn getur borist í fólk og dregið það til dauða eins og þegar hef- ur komið á daginn í Víetnam og Taí- landi. Enn sem komið er bendir ekk- ert til þess að veikin berist á milli manna eða að veikt fólk geti smitað fugla. Þá hvetur yfirdýralæknir ferða- menn frá þessum löndum til að leita læknis hið fyrsta ef þeir finna til ein- hvers lasleika. Engar afurðir alifugla frá Asíu eru fluttar inn hingað til lands, hvorki hráar né soðnar. Þá hvetur yfirdýra- læknir ferðamenn til að kynna sér reglur um hvað megi taka með sér af afurðum dýra til landsins, en strang- lega er bannað að taka með sér ósoðið kjöt hvaðan sem er úr heiminum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur ekki séð ástæðu til að vara fólk við ferðum til þeirra landa þar sem fuglaflensan hefur greinst en á vef- síðu landlæknis segir að sóttvarna- læknir muni fylgjast náið með fram- vindu mála. Fuglaflensa var fyrst greind fyrir um 100 árum á Ítalíu. Farfuglar, í flestum tilfellum villiendur, eru nátt- úruleg uppspretta fuglaflensuveir- unnar. Veiran berst úr farfuglunum í hænsnfugla (kjúklinga og kalkúna) sem geta veikst illa og dáið. Einnig er smit á mörkuðum í Asíu, þar sem fugl- arnir eru hafðir mjög þétt saman, vel þekkt. Fyrst var vitað um smit með fuglaflensuveiru í mönnum í Hong Kong 1997, en þá veiktust 18 manns og sex þeirra dóu. Samtímis átti sér stað faraldur með sömu undirtegund veirunnar í hænsnfuglum í Hong- kong. Sagan endurtók sig í febrúar 2003, en þá veiktust tveir einstakling- ar í Hong Kong eftir ferðalag til Kína. Ferðamenn hvattir til að snerta ekki fiðurfé í Asíu Sóttvarnalæknir fylgist náið með framvindu fuglaflensunnar Reuters Starfsmaður á hænsnabúi í Bangkok á Taílandi safnar eggjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.