Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 53 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ✝ Oddur Björns-son var fæddur í Hafnarfirði 9. des- ember 1908. Hann lést á dvalarheim- ilinu Droplaugar- stöðum hinn 14. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Sigurðsson trésmiður og Ingi- björg Oddsdóttir húsmóðir. Systkini Odds eru Sigurður loftskeytamaður, Ágúst verslunar- maður og Ingibjörg. Eftirlifandi eiginkona Odds er Sigríður Oddsdóttir, f. 1915. Börn þeirra eru Grétar, f. 1935, Baldur, f. 1936, og Oddur, f. 1944. Oddur vann fyrst við verslunarstörf en starfaði lengst af sem bifreiðarstjóri, fyrst hjá Bifreiða- stöðinni Steindóri, síðan hjá Áætlunar- bílum Hafnarfjarð- ar og einnig hjá Pósti og síma. Hann varð einn af hlut- höfum í Bæjarleið- um þegar það fyr- irtæki var stofnað og starfaði þar sem afgreiðslumaður í nokkur ár. Oddur starfaði hjá Kassagerð Reykja- víkur í 25 ár og vann þar til 85 ára aldurs. Útför Odds fór fram í kyrrþey að ósk hans sjálfs. Faðir minn Oddur Björnsson var fæddur í Hafnarfirði 9. desember 1908 og var því á 96. aldursári er hann lést. Ég var staddur erlendis þegar mér bárust þær fréttir að pabbi væri látinn. Á augabragði streymdu myndir fram í huga mér og er margs að minnast. Minningarnar byrja lík- lega um átta eða níu ára aldur við leik í snjónum en þá bjuggum við í leiguíbúð á Barónsstíg 49. Pabbi var titlaður bílstjóri og voru auraráð á þessum tímum ekki mikil. Önnur börn í götunni renndu sér á skíðum en ég átti engin slík. Þá var það sem ég minnist fyrst þeirrar góðsemi sem alltaf skein í gegn hjá pabba þegar hann sagði: „Komdu, Baldur minn, við skulum koma og kaupa handa þér skíði.“ Þetta var gert og það án þess að efni leyfðu, allt annað skyldi bíða. Svona var öll hans góð- semi gagnvart mér. Ég var 17 ára og enn ekki kominn með bílpróf þegar pabbi festi kaup á gömlum Morris bíl. Þá var ekkert sjálfsagðara en að lána drengnum bílinn gegn ákveðnum skilyrðum en þau voru að hann skyldi ekki nota áfengi eða tób- ak. Þetta varð til þess að piltur lét allt slíkt ósnert og víst er að þessi eftirlátssemi pabba var þáttur í upp- eldinu. Oddur Björnsson bílstjóri! Jú, hann keyrði fyrir Áætlunarbíla Hafnarfjarðar og ók síðar hjá Pósti og síma, alla tíð án nokkurra áfalla og þótti góður bílstjóri. Hann gerðist síðar hluthafi í Bæjarleiðum þegar það fyrirtæki var stofnað og vann þar lengi við símann sem afgreiðslu- maður. Ekki kom oft fyrir að hann yrði reiður en eitt sinn kallaði Briem nokkur lögfræðingur og fulltrúi sakadómara mig glæpamann og barst það til eyrna pabba, en hann hafði þokkalega heyrn á vinstra eyra í þá daga. Hann skundaði á fund þessa merkismanns og las honum breiðsíðu slíka að lögfræðingurinn sat eftir með hálfopinn munninn og kom ekki upp nokkru hljóði. Ég hafði á þessum tíma fengið þá flugu í höfuðið að fara til Kanada til að læra flug en mig skorti tilfinn- anlega til þess fé. Faðir minn tók sig þá til og fjármagnaði flugnámið með því að lána mér stöðvarleyfi sitt til að gera út bíl sem greiddi fyrir námið að miklu leyti og ekki nóg með það, heldur gerði það að verkum að ég gat fest kaup á bíl sem ég flutti með mér til landsins að námi loknu. Nokkru síðar þegar ég átti kost á vinnu hjá Loftleiðum þá keypti hann af mér bílinn og borgaði út í hönd svo ég gæti að fullu lokið flugnáminu og verið gjaldgengur sem flugmaður. Hann brást mér aldrei þegar á reyndi. Ég minnist þess að hafa tvisvar sinnum verið hirtur af föður mínum en þá hafði mér dottið í hug það snjallræði að vera lasinn og mæta ekki til vinnu þann daginn. „Baldur, sá sem segir sig veikan en er það ekki á ekki skilið að hafa góða heilsu og þú skalt koma þér í vinnuna.“ Hitt skiptið var ámóta og ekki var annað hægt en að taka fullt tillit til þess sem hann sagði þar sem hann mætti sjálfur alltaf til vinnu og að vera veikur var ekki til í hans orðabók. Það eru endalausar minningar sem rifjast upp á þessari stundu. Á síðustu árum þegar pabbi var orðinn lasburða áttum við oft góðan tíma saman. Þá fórum við gjarnan í bíl- túra og þá kom jafnvel fyrir að hann sötraði einn grænan í bílnum hjá mér, Heineken var hans uppáhalds bjór. Hjónaband hans og móður minnar var alla tíð hnökralaust og aldrei var raustin hækkuð. Pabbi minn, ég þakka þér fyrir allt það sem þú hefur kennt mér og gert mér gott. Ég bý að þínum heilræðum alla tíð og ekki getur nokkur maður státað af því að hafa átt betri föður en þú hefur verið mér. Megi Guð vernda þig. Baldur Oddsson. Oddur Hervald Björnsson er nú dáinn eftir langt og gott líf. Minning- arnar hrannast upp þegar ég sest niður til að skrifa nokkrar línur um þennan yndislega afa sem á sér fáa líka. Í upphafi minningarinnar þá bjuggu amma og afi á Holtsgötunni. Afi vann í Kassagerð Reykjavíkur frá því ég man eftir mér og þar vann hann enn löngu eftir að hann komst á starfslokaaldur 67 ára, en hann hafði svo gaman af því að fara í vinnuna og hitta vinnufélagana að honum lá ekki á að hætta. Það var mikið sport að heimsækja afa í vinnuna og það gerði ég oft sem gutti og alltaf voru mót- tökurnar jafn góðar og hlýjar. Það var nefnilega ekki til neitt í þessum heimi sem hann gerði ekki fyrir barnabörnin sín. Afi var kvæntur ömmu Siggu frá því þau voru ung og allt til æviloka. Á þeim 40 árum sem ég man eftir þeim heyrði ég afa aldrei segja niðrandi orð við ömmu, ekki einu sinni hækka róminn við hana. Reyndar minnist ég þess ekki heldur að hann hafi tal- að illa um nokkurn mann. Einhvern tímann þegar mér fannst allt órétt- læti heimsins bitna á mér þá bar ég það upp við afa og hann sagði að við gætum bara gert eitt í því, það væri að muna alltaf eftir því hvað þetta væri ljótt og gera aldrei neinum svona sjálfur. Hann sagði líka að allt það góða sem við gerðum kæmi ein- hvern tímann til okkar aftur, en það slæma kæmi tvöfalt til okkar aftur. Því miður man ég aðeins brot af lífs- spekinni, málsháttunum, vísunum og ráðunum hans, en flest það réttlát- asta og sanngjarnasta sem hefur sí- ast inn hjá mér er frá honum komið. Afi og amma keyptu sér lítið og hlý- legt hús í Miðtúninu fyrir mörgum árum og bjuggu þar saman þar til afi missti heilsuna og varð að komast á hjúkrunarheimili. Amma hefur verið ótrúlega dugleg að heimsækja hann þrátt fyrir nær algert sjónleysi og háan aldur. Afi var svo heimakær að það var áfall að geta ekki verið lengur heima, en hlýja umhverfis og starfsfólks er einstök á Droplaugarstöðum svo lífið varð bærilegt þrátt fyrir allt. Nú kveð ég afa minn í þeirri von að ég geti tekið hann mér til fyrirmynd- ar á allan hátt. Björn Baldursson, Efra-Seli. Elsku afi. Við systkinin erum afar þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við þig svo lengi sem raun varð á. Afi lést 95 ára gamall og fram til síðasta dags var hugur hans heill þótt líkaminn hafi verið orðinn þreyttur. Afi fylgdist einstaklega vel með því sem gerðist í þjóðfélagsum- ræðunni og eins vissi hann ávallt hvað við systkinin vorum að gera í leik og starfi. Í gegnum tíðina höfum við öll flakkað um heiminn til ólíkleg- ustu staða og alltaf vissi hann hvaðan við vorum að koma og hvert för var heitið. Hann vildi ávallt fá að fylgjast með okkur. Afi var einstakur. Óteljandi minningar hrannast upp um yndislegan mann sem var okkur svo mikið og kenndi okkur svo margt. Þær voru ófáar stundirnar sem hann sat yfir okkur og kenndi okkur af mikilli þolimæði að tefla og oftar en ekki fengum við að vinna svo eng- inn yrði nú sár. Ef við köfuðum djúpt í vasa hans þá var öruggt að þar leyndist góðgæti sem gladdi barns- hjartað. Við minnumst allra bíltúr- anna sem við fórum í með honum, þar sem afi fann ætíð upp á ein- hverju skemmtilegu og ævintýra- legu til að fara og óteljandi voru sög- urnar og vísurnar sem hann kunni. Þegar heyrnin var farin að dala, sagði afi já og nei á vitlausum stöð- um og svo brosti hann í kampinn þegar við leiðréttum hann. Afi keyrði fram að níræðu og á seinni árum var það örlítið djarft. Það vildi framhjá honum fara ef einhver flautaði á bíl- stjórann góða en svo skildi hann ekk- ert í dónaskapnum þegar einhver steytti framan í hann hnefa fyrir að hafa svínað á þeim. Mikið gátum við systkinin hlegið dátt að þessu. Í hug- skotum okkar er líka falið sólskins- brosið sem kom á andlit hans, þar sem hann sat í stólnum sínum með öl í hendi, en bjór var það besta sem afi fékk á sínum efri árum. Þetta er nú bara dropi í hafið af þeim fallegu minningum sem við eig- um um afa. Þær munum við geyma og ylja okkur við um ókomna tíð. Hans verður sárt saknað. Við vitum að það verður tekið á móti honum með útbreiddan faðm og hans bíður eitthvert mikilvægt hlutverk á himn- um þar sem mannkostir afa og gæska verða nýtt. Við vonum að þeir bíði með einn ískaldan handa þér við himnanna hlið. Hvíldu í friði. Við elskum þig. Þín barnabörn Berglind og Baldur. ODDUR BJÖRNSSON Þegar afi okkar fæddist árið 1924 var Ísland eitt fátækasta land í heimi. Þegar tími hans kom á nýársdags- morgun er Ísland orðið eitt ríkasta land í heimi. Margar hendur hafa unnið þetta verk, þar á meðal hendurnar hans afa okkar. Hann var alinn upp af einstæðri móður ásamt uppeldis- bróður sínum, Magnúsi, eftir að faðir hans lést í vinnuslysi við gamla ko- lakranann niðri við höfn þegar afi var bara fimm ára. Þau þekktu ekki ríkidæmi og hafa örugglega kynnst harðri lífsbaráttu. Viðhorf hans og lífsskoðun hefur sjálfsagt mótast í æsku eins og gengur og gerist en hann var alltaf mikill hvatamaður þess að fólk lærði eitthvað hagnýtt, „mennt er máttur“ sagði afi. Afi tók alltaf vel á móti okkur þeg- ar við komum til hans og ömmu í Heiðargerði eða Espigerði eftir að þau fluttu. Garðurinn í Heiðargerði var mikið ævintýraland fyrir okkur krakkana, þar smíðaði afi kofa, rólur og alls kyns fínerí, allt handa öllum afabörnunum og stundum fengum við að fara í bílskúrinn að smíða, þá var nú gaman. Afi var vélstjóri og sigldi um heimsins höf þegar hann vann á skipum Eimskipafélagsins og eflaust hefur oft verið kátt í Heið- argerði þegar hann kom með fullt fangið af alls kyns útlendu góðgæti og dóti handa börnunum sínum. Afi var alkominn í land árið 1955 og fór að vinna í Áburðarverksmiðj- unni, vildi vera nálægt ömmu og fjöl- skyldunni sinni. Hann var mjög handlaginn og fannst gaman að smíða. Í nokkur ár smíðaði hann og framleiddi farangursgrindur á bíla, þ.á m. á hina frægu Land Rover jeppa, sem þá voru áberandi um allt land. Afi elskaði að ferðast um landið og til þess smíðaði hann sjálfur tjald- vagn upp úr 1960, örugglega einn þann fyrsta, ef ekki þann fyrsta hér á landi. Hugmyndina að vagninum fékk hann úr villta vestrinu þegar hann sá vagna landnemanna í kú- rekamyndunum, og var vagninn afar traustbyggður og þoldi veður sem önnur tjöld þoldu ekki. Síðustu árin voru afa erfið vegna sjúkdóms sem hann greindist með en ljúfmennsk- unni og kímninni hélt hann framund- ir það síðasta. Við þökkum honum allar ljúfar og góðar stundir sem við áttum með honum, þær gleymast HELGI ELLERT LOFTSSON ✝ Helgi EllertLoftsson fæddist í Reykjavík 9. janúar 1924. Hann lést á Landakotsspítala á nýársdag síðastlið- inn og fór útför hans fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna. aldrei. Guð geymi minningu afa. Sveinbjörn Davíð, Agnes Hrönn, Daði Örn og Hanna Rut. Kær vinur, Helgi Ellert Loftsson, er lát- inn eftir erfið veikindi. Hann og kona hans, Margrét Sigurðardótt- ir, hafa verið góðir vin- ir. Þau byggðu sér hús í Heiðargerði 60 og for- eldrar mínir í Heiðar- gerði 68 og myndaðist mjög góður vinskapur milli þeirra og barnanna. Ég er búinn að þekkja Möggu og Helga síðan ég man fyrst eftir mér og hafa þau alltaf verið mér mjög góð. Man ég eftir Helga þegar ég var lítill, þar sem ég sá hann ann- aðhvort að vinna í garðinum eða að vinna við húsið. Góðar eru minning- arnar, bæði úr Heiðargerðinu og eft- ir að þau fluttu í Espigerði. Helgi reyndist mér mjög vel í andstreymi því sem ég varð fyrir og þau bæði hjónin. Á undanförnum árum hef ég og móðir mín verið mjög náin þeim með gagnkvæmum heimsóknum og í bíltúrum og alltaf jafn gott og gaman að hitta þau. Magga og Helgi voru mjög samrýnd hjón og alltaf mjög gestrisin og góð heim að sækja. Góð vinátta hefur ávallt verið milli fjöl- skyldnanna. Ég og fjölskylda mín vottum Möggu, Björgu, Hróðmari, Sissu og fjölskyldum þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur. Svo kveð ég minn kæra vin, Helga, og veri hann ávallt Guði falinn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Ólafur Þórisson. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.