Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 56
MINNINGAR
56 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ég tel það hafi verið
forréttindi að hafa
þekkt Eystein Sigurðs-
son bónda á Arnar-
vatni. Hann var gædd-
ur miklum mannkostum og átti ég
margar ánægjulegar stundir með
honum. Hann var gáfaður og vel að
sér um flesta hluti. Hann var ein af
hetjum íslenskrar náttúruverndar.
Hann var ásamt nokkrum bænda-
höfðingjum í forsvari Mývetninga og
bænda við Laxá sem börðust gegn
áformum um stórfelld náttúruspjöll
á Mývatni og Laxá. Nú eru flestir
þessir höfðingjar fallnir frá.
EYSTEINN
SIGURÐSSON
✝ Eysteinn ArnarSigurðsson fædd-
ist á Arnarvatni í Mý-
vatnssveit 6. október
1931. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 16.
janúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Skútustaða-
kirkju 24. janúar.
Eysteinn unni ís-
lenskri náttúru, eins og
góðir bændur gera.
Hann fylgdist vel með
rannsóknum á Mývatni
og Laxá og lagði margt
til sem bætti rannsókn-
ir og var einnig beinn
þátttakandi í silungs-
rannsóknum Háskóla
Íslands og Rannsókna-
stöðvarinnar við Mý-
vatn í Laxá. Hnignandi
silungsveiði í Mývatni,
sem kom í ljós í kjölfar
iðnvæðingar, var Ey-
steini alla tíð mikið
áhyggjuefni.
Eysteins verður sárt saknað. Með
honum er genginn góður drengur og
ötull baráttumaður fyrir náttúru-
vernd í Mývatnssveit.
Um leið og ég kveð þennan vin
minn vil ég færa fjölskyldu hans
samúðarkveðjur mínar og stjórnar-
manna í Náttúrurannsóknastöðinni
við Mývatn.
Gísli Már Gíslason.
Á vordögum 1965
vandi unglingahópur
komur sínar í félags-
heimili vestur í bæ. Eitt
kvöldið hafði verið skipulagt að stelp-
urnar kæmu með kökur og strák-
arnir með gos. Er á hólminn var kom-
ið og allt að verða uppdekkað, fínt og
klárt kom í ljós að engin voru áhöldin
til þess að borða kræsingarnar með.
Vandræði. Þá segir Stebbi Páls: „Við
náum bara í gaffla í Steinnesið – er
ekki einhver á bíl?“ Ég var á fjöl-
skyldubílnum og ekið var í Skerja-
fjörðinn. Þar var dúndrandi ung-
lingapartí hjá einhverjum af hinum
systkinunum – þau voru samtals átta
– sem þar bjuggu. Sem ég stóð og
horfði á Stefán hirða áhöldin úr stóra
skápnum í borðstofunni eins og ekk-
ert væri sjálfsagðara og án þess að
biðja leyfis kemur kona í sægrænum
sloppi gangandi upp stigann frá neðri
hæðinni. Ég bjóst við að henni væri
nóg boðið, engin svefnró og verið að
ræna fjölskyldusilfrinu. „Þetta er
mamma,“ segir Stebbi. Hún heilsaði
róleg og vinaleg, fannst greinilega
ekkert óvenjulegt við ástandið. Þetta
voru mín fyrstu kynni af Guðrúnu
Stephensen, sem síðar átti eftir að
verða tengdamóðir mín. Og ég átti
eftir að komast að því að partí í Stein-
nesi voru vikulegt ef ekki daglegt
brauð og þar var ekki verið að fjarg-
viðrast út af smámunum.
GUÐRÚN G.
STEPHENSEN
✝ Guðrún Guð-björg Stephen-
sen fæddist í Selkirk
í Manitoba í Kanada
11. maí 1919. Hún
varð bráðkvödd á
hjúkrunarheimilinu
Eir 17. desember síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Dómkirkjunni 6. jan-
úar.
Guðrún og Páll S.,
tengdapabbi, voru um
margt ólík hjón. Þau
voru fædd hvort í sínum
menningarheiminum.
Hún var kanadískur
Vestur-Íslendingur,
sem fluttist til Íslands
15 ára gömul til að að-
lagast kreppuþjóðfélagi
millistríðsáranna. Hún
lærði til kennara, tók
stúdentspróf og fór í
framhaldsnám í for-
skólakennslu í Banda-
ríkjunum. Ung starfaði
hún aðallega á leikskól-
um og sem kennari síðar þegar henn-
ar stóri hópur var kominn af höndum.
Barnabagan og leikurinn, sem ég og
mín kynslóð lærðum sem smákrakk-
ar og leikskólabörn læra enn þann
dag í dag er hennar innflutningur og
lausleg þýðing úr Vesturheimi:
Ein sit ég og sauma.
inní í litlu húsi.
Enginn kemur að sjá mig
nema litla músin.
Hoppaðu upp
og lokaðu augunum.
Bentu í austur,
bentu í vestur
bentu á þann, sem að þér þykir bestur!
Páll S. var hins vegar sveitadreng-
ur norðan úr Húnavatnssýslu, næst-
elstur 12 systkina, sem barnung
misstu föður sinn, og braust á atork-
unni til mennta. Hann var ræðinn at-
hafna- og gleðimaður, sem sópaði að.
Guðrún talaði hægt, svo hægt, að það
tók tíma að átta sig því að hana hafði
alls ekki rekið í vörðurnar, þetta var
bara hennar talsmáti. Þess utan lá
henni mjög lágt rómur. Eftir á að
hyggja grunar mann að þetta hafi
verið hennar aðferð til þess að ná
hlustun. Vonlaust var að yfirgnæfa
átta börn og málglaðan bónda. Þau
urðu bara að þagna til þess að heyra
það sem hún hafði að segja. Raunar
gerði hún jafnan það sem hún ætlaði
sér, allt svo lítið bar á og með sömu
hægðinni. „Gerirðu þér ekki grein
fyrir því, að hún Guðrún ræður öllu,
sem hún vill ráða?“ spurði Óli, bróðir
Páls S., hann einhvern tíma. Mér
skilst að tengdapabbi, húsbóndinn á
sínum bæ, hafi sjaldan orðið jafn
hissa en jafnframt gert sér grein fyr-
ir sannleikskorninu í orðum bróður-
ins.
Guðrún og Páll S. áttu það sameig-
inlegt að vera listfeng þótt aðstæður
byðu lítt upp á að þeir hæfileikar
fengju að njóta sín. Bæði voru hag-
mælt og áttu létt með að slá saman
stöku og botna vísur. Guðrún var
drátthög og hafði skýra og fallega
vesturheimska rithönd. Páll S. var á
leikræna sviðinu, hafði gaman af að
troða upp og hefði eflaust orðið leik-
ari við aðrar aðstæður og á öðrum
tímum. Sem málaflutningsmanni
þótti honum miður að á Íslandi væri
ekki kviðdómur til þess að flytja mál
sín fyrir! Listrænir eiginleikar þeirra
hafa erfst til barna og barnabarna en
í þeim hópi er fjöldi hæfileikafólks í
leik- , mynd- og sönglist.
„Þú verður alltaf stelpan mín!“
sagði Guðrún við mig nokkru eftir að
leiðir okkar Stefáns skildu eftir langt
hjónaband. Það gekk eftir. Þótt sam-
skiptin yrðu strjálli bar aldrei skugga
á. Síðast tæpum þremur vikum áður
en hún lést kom hún á heimili mitt til
þess að vera viðstödd skírn yngsta
barnabarns míns og langömmubarns
síns. Líkaminn var þá orðinn hrum-
ur, Parkinson-sjúkdómurinn búinn
að taka háan toll og sjónin nær farin.
En heyrnin var í lagi, hugsunin skýr
og voru margir sem áttu við hana
notalegt spjall.
Ég þakka kærri tengdamömmu
samfylgdina um nær fjögurra ára-
tuga skeið.
Hólmfríður Árnadóttir.
Á áttunda ári flutti ég í Skerja-
fjörðinn, sem þá var lítið meira en of-
vaxið sveitaþorp í jaðri Reykjavíkur.
Fljótlega kynntist ég fjölskyldunni í
Steinnesi, næsta húsi, og varla var
liðinn mánuður áður en við systkinin
vorum komin þar inn á gafl, ef svo má
segja. Guðrún bjó í Steinnesi með
manni sínum Páli S. Pálssyni og fjöl-
skyldan var stór – átta börn á öllum
aldri. Var þar stofnað til vináttusam-
bands, sem síðan hefur staðið, og þótt
við hittumst ekki nándar nærri nógu
oft nú á dögum liggja gagnvegir
ávallt til Steinness, sem enn er í eigu
fjölskyldunnar.
Það var alltaf ánægjulegt að heim-
sækja Steinnes. Stórt heimili býður
upp á mikla fjölbreytni og ef ein vin-
konan var ekki heima, þá var einhver
systir hennar örugglega viðlátin.
Þannig urðum við allar vinkonur,
Þórunn, Sigþrúður, Anna Heiða og
stundum Signý, sem þó var aðeins
eldri en við smástelpurnar. Seinna
meir urðu þeir óaðskiljanlegir Ívar
og bróðir minn. Heimilisbragurinn
var afar frjálslyndur og víðsýnn.
Menn fengu oft að hafa sína henti-
semi með hlutina – fólki var treyst,
og ekki var allt niðurnjörvað í
reglum, þótt stundum kæmi það fyrir
að heimilisföðurnum ofbyði anarkíið.
Á þessum árum voru það hins veg-
ar mæðurnar, sem sköpuðu þann
bakgrunn, sem börnum þeirra var
veittur. Og Guðrún var félagi okkar
og barna sinna. Hún gerði ýmislegt
sem var óvenjulegt á þessum árum.
Hún kenndi ensku í kvöldskóla og
stundum tók hún okkur með niður í
Lindarbæ. Á meðan hún kenndi
enskuna vorum við í rannsóknarleið-
öngrum um portin í Lindargötu. Við
skruppum líka í Þjóðminjasafnið
stundum, enda varð hún seinna
gæslukona þar. Guðrún átti margar
vinkonur af ýmsu tagi og var í Kven-
réttindafélaginu. Það var ótrúlega
skemmtilegt og fræðandi að ræða við
Guðrúnu, hún var mjög vel lesin kona
og á eldri árum var hún að grúska í
ýmsum menningarmálum. Sú list-
ræna æð, sem finna má í allri fjöl-
skyldunni frá Steinnesi, átti þar sinn
uppruna, næringu og útrás.
Horfi ég til baka koma í hugann
ýmiss konar uppátæki hópsins. Þau
hljóta að hafa reynt verulega á þol-
inmæðina. En þolinmæði Guðrúnar
virtust lítil takmörk sett. Þegar syn-
irnir vildu breyta bílskúrnum í bíó-
hús, smíðuðu áhorfendabekki og
seldu aðgang að 8 mm kvikmynda-
sýningum poppaði hún poppkorn,
sem síðan var selt í „kvikmyndasaln-
um“. Bílskúrnum var síðan breytt í
hesthús og á tímabili voru folöld
geymd í garðinum. Túristar fengu að
tjalda niðri á túni og Guðrún kom
með garðslönguna, svo ekki vantaði
þá vatn. Þegar Anna Heiða, dóttir
hennar, keypti síðan hina landsfrægu
Simmasjoppu lét Guðrún sig ekki
muna um að standa þar og selja
Skerfirðingum og öðrum Vesturbæ-
ingum súkkulaði og brjóstsykur.
Þannig varð Guðrún þátttakandi í öll-
um ævintýrum barna sinna, svo mik-
ill að dæturnar sögðu oft að gamni
sínu að mamma þeirra hefði verið
fyrsti hippinn á Íslandi.
Eftir að Páll, eiginmaður Guðrún-
ar, lést seldi hún Steinnes og flutti í
minna húsnæði. Eftir sat söknuður
og eftirsjá, og í hugann komu ótal
myndir frá þeim dögum þegar eitt-
hvert systkinanna var með partí – og
hálf Reykjavík mætti. Ekkert varir
hins vegar að eilífu og útlegðin frá
Steinnesi ekki heldur, því einhverj-
um árum síðar keypti Ívar, yngsti
sonur Guðrúnar, húsið aftur og
Steinneslífið gekk í endurnýjun líf-
daga.
En því verður mér svo tíðrætt um
Steinnes í minningargrein um Guð-
rúnu? Það er einfaldlega vegna þess
að í huganum eru þessar tvær stærð-
ir tengdar í eitt. Og afrek hversdags-
lífsins er ekki síst fólgið í því að koma
átta börnum til manns, og þegar ég
segi til manns, þá á ég við það, að
blása þeim í brjóst víðsýni, umburð-
arlyndi og þolinmæði, ásamt góðum
skammti af menningu – það er það,
sem gerir okkur að mönnum – kemur
okkur til manns. Mig langar að lok-
um að þakka fyrir meira en fjörutíu
ára örvandi og skemmtileg kynni.
Guð blessi minningu Guðrúnar
Stephensen.
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir.
SIG-
ÞRÚÐUR
SIGRÚN
EYJÓLFS-
DÓTTIR
✝ Sigþrúður Sigrún AðalheiðurEyjólfsdóttir fæddist á Sauð-
árkróki 25. október 1905. Hún lést
á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 5. janúar síðastliðinn
og var útför hennar gerð frá Foss-
vogskapellu 14. janúar.
Elsku Rúna frænka.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Aðstandendum sendum við
samúðarkveðjur.
Sigurður Harðarson
og fjölskylda.
HINSTA KVEÐJA
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið
er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins,
Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs-
stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað.
Birting afmælis- og
minningargreina
Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og
langamma,
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR,
Nesvegi 115,
er látin.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Kristinn Ó. Guðmundsson,
Sigurður Ásgeir Kristinsson
og fjölskylda.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNHEIÐUR ERLA
SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
Ofanleiti 29,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 23. janúar.
Jakob Þ. Pétursson, Edda Björnsdóttir,
Viðar Pétursson, Lovísa Árnadóttir,
Lilja Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Áskær móðir okkar,tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍSABET KRISTJÁNSDÓTTIR,
Eyjahrauni 3,
Vestmannaeyjum
lést að heimili sínu að morgni föstudagsins
23. janúar.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar St. Jónsson,
Hermann Kr. Jónsson,
Ágústína Jónsdóttir.