Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 41
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 41 HINN 11. des. s.l. samþykkti bæj- arstjórn Snæfellsbæjar samhljóða fyrirliggjandi tillögur undirbúnings- nefndar um sameiningu grunnskól- anna í Snæfellsbæ. Í stuttu máli ganga tillögur þessar út á að Lýsuhólsskóli verði rekinn í óbreyttri mynd a.m.k. næstu þrjú árin. Skólahald á Hellisandi og í Ólafsvík verði aldursskipt, þannig að 1.-4. bekkur verði á Hellissandi og 5.-10. bekkur í Ólafsvík. Einn skólastjóri skal ráðinn til að hafa yfirstjórn en með honum aðstoð- arskólastjóri. Sam- ræma skal kennslufyr- irkomulag. Segja skal upp núverandi skóla- stjórnendum. Gæsla verður í skólabílunum en aldursskiptingin hefur í för með sér talsverðan skóla- akstur. Öll íþrótta- kennsla skal fara fram í Ólafsvík en stundatafla skal þannig samsett að akstur verði í lágmarki. Mötuneyti verða á báðum stöðum. Um ofanritað er einhugur í bæj- arstjórn ásamt því að margir borg- arar þessa samfélags hafa komið að málinu og stutt það heilshugar. En hver er tilgangurinn með sameining- unni? Það segir sig eiginlega sjálft að þrír skólar, sem reknir eru hver í sínu horni og með ólíku fyr- irkomulagi, eru tímaskekkja þegar búið að sameina byggðarlögin í eitt sveitarfélag. Um þetta hljóta flestir að geta verið sammála. Það er hins vegar aldursskiptingin sem er mesti þyrnirinn í augum fólksins því á sömu spýtunni hangir nefnilega stórlega aukinn, og ef að líkum læt- ur, gríðarlega kostnaðarsamur, skólaakstur. M.v. núverandi stöðu mála mun ekki verða hlustað á öflug mótmæli foreldra frá Ólafsvík. Eða eins og segir orðrétt í tillögunum: ,,Í umræðunni hefur nokkur gagn- rýni komið fram á aukinn skóla- akstur sem fylgja mun sameining- unni. Undirbúningsnefnd álítur að skólaaksturinn einn og sér geti ekki staðið í vegi fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til enda ávinningur af sameiningu skólanna ótvíræður að mati nefndarinnar“. Það fer ekki á milli mála að til- gangurinn með því að hrinda sam- einingunni í fram- kvæmd er að bæta skólastarfið. Það er ekki hægt að ætla bæj- arstjórninni og öllu því góða fólki sem að mál- inu hefur komið annað en að það sé gert af góðum hug og á þetta fólk þakkir skilið. Ekki er þó þar með sagt að tillögurnar séu hafnar yfir gagnrýni. Eftirfar- andi er orðrétt úr til- lögu undirbúnings- nefndar: ,,Með ofangreindum tillögum telur undirbúningsnefnd að skóla- hald í bæjarfélaginu muni eflast og vísar þar m.a. í rökstuðning úr skýrslu skólanefndar og upplýsingar frá sveitarfélögum sem búa við sam- bærilegar aðstæður og Snæfells- bær.“ Hérna kreppir skóinn í mál- flutningi undirbúningsnefndarinnar því í skýrslu skólanefndar fer lítið fyrir rökstuðningi, heldur er nið- urlag skýrslunnar samsett af ljóm- andi tillögum sem greinilega hefur verið lögð vinna í að móta. En það er erfitt að vera sammála eftirfarandi fullyrðingu úr tillögum skólanefnd- arinnar: ,,Eðlilegt er að aldursskipt- ing skólanna gangi í gegn með ráðn- ingu nýs skólastjóra…..“ Vegna hvers er það eðlilegt? Vegna hvers er ekki eðlilegra að ný yfirstjórn taki ákvörðun um og skipuleggi aldurs- skiptingu ef slíkt þykir æskilegt? Undirbúningnefndin tekur, að eigin sögn, einnig tillit til upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum. Ef hér er verið að vitna til reynslu grunnskól- anna á Höfn annars vegar og Ár- borgar hins vegar þá er óskiljanlegt hvernig sú reynsla getur hvatt til aldursskiptingar grunnskólans í Snæfellsbæ. Þar er fátt ef nokkuð jákvætt á ferðinni. Tilvitnanir í stöð- una á Höfn eru eftirfarandi: ,,Það er erfiðara að ráða kennara að þessu nýja fyrirkomulagi“ ,,nokkuð hefur borið á óánægju meðal starfandi kennara vegna þess að þeir þurfa að fara á milli skólanna“ ,,ekki er mark- tækur munur á árangri nemenda“ og ,,mikill kostnaður er við skóla- aksturinn“. Nánast eini kosturinn er góð nýting á húsakosti skólanna. Frá Árborg, er svipaða sögu að segja: ,,Hve mikill aksturinn varð kom á óvart“ ,,þessi mikli akstur hef- ur gert skipulag skólastarfsins flóknara“ ,,munur á árangri nem- enda er ekki marktækur en í fyrstu var hann slakari en hefur nú leitað jafnvægis“. Helstu kostir eru sagðir jafnari bekkjardeildir og að nú heyri samkennsla bekkja sögunni til. Þess ber að geta að í Árborg er yfirstjórn- in skipulögð með líkum hætti og til stendur að verði í Snæfellsbæ. Reynsla umræddra sveitarfélaga virkar ekki sérlega hvetjandi á ald- ursskiptingu og reyndar verður að lýsa furðu með að undirbúnings- nefndin skuli túlka þessa reynslu aldursskiptingunni í hag nema nefndin hafi aðgang að öðrum upp- lýsingum en birtast í skýrslu skóla- nefndar. Faglegt starf og skólaakstur Það má leiða líkum að því að skóla- aksturinn kunni að bitna á hinu fag- lega starfi en það er einmitt þetta faglega starf sem er eitt af helstu rökunum fyrir aldursskiptingunni. Þau rök gegn skólaakstri, að um hættulegan veg sé að fara á milli skólanna, eiga fyllilega rétt á sér. Staðreyndin er sú að þegar um skólaakstur er að ræða þá verða ör- yggismörkin lækkuð. Mat á snjó- flóðahættu lægi fyrir við slíkar mögulegar aðstæður en örygg- ismörk gagnvart vindi þurfa að lækka þegar létthlaðnar rútur eru á ferð í alvöru S-áttum. Viðkomandi bílstjórum ætti að vera fyllilega treystandi til slíks mats í samráði við skólayfirvöld. Það er hins vegar spurning hvaða áhrif það hefði á fag- legt starf innan skólans ef það vantaði stóran hluta af nemend- unum. Þetta ástand gæti staðið hluta dags. Þetta félli sjálfsagt illa að faglegri vinnu utan þess að ítrekað mun koma upp sú staða að nemendur verða fastir í skólunum í lok skóladags og þurfa þá tíma- bundna gæslu eða aðstoð björg- unarsveita. Líkt og S-áttin blæs hér öllu á brott eða í skafla eiga bæjaryfirvöld ekki að blása á andstöðu íbúanna við svo stórlega auknum skólaakstri. Alveg á sama hátt mega íbúarnir ekki blása á tilraunir bæjarstjórnar til að gera vel. Hér þarf því að finna nýjar lausnir og ásættanlegri. Bæjarstjórnin hefur verið á réttri leið undanfarin ár og hefur átt þátt í að bæta bæjarbraginn verulega en íbúarnir hafa líka átt sinn þátt í því að nú ríkja hér allt önnur viðhorf. Það er því feilspor af bæjarstjórn- inni að kasta stríðshanska inn í þetta samstarf. Fyrir svo verulega skerð- ingu á þjónustu sem aldursskipt- ingin yrði er alls ekki rétti tíminn. Yfir íbúum Snæfellsbæjar vofa veru- legar tekjuskerðingar og eru þær nú þegar farnar að koma fram. Yfirvof- andi aukin skattheimta bæði á út- gerð og sjómenn mun ekki bæta þá stöðu. Þessi bæjarstjórn hefur til þessa varist með aukinni sókn og ætti að gera svo áfram. Að bakka í vörn er ekki rétta leiðin. Í framhaldi af ofanrituðu er hér með skorað á bæjaryfirvöld að fara sér hægt í umræddum málaflokki. Skilgreina betur vandamálið og sjá hverju sameiningin skilar, án aldurs- skiptingar. Samkennsla væri hugs- anleg á Hellisandi. Þar gæti t.a.m. orðið færra í samkenndum bekkjum heldur en ef börn frá Ólafsvík yrðu flutt úteftir og bekkir sameinaðir þar. Skólamál Snæfellsbæjar Eftir Gísla Gunnar Marteinsson ’Það er því feilspor afbæjarstjórninni að kasta stríðshanska inn í þetta samstarf.‘ Gísli Gunnar Marteinsson Höfundur er sjómaður í Ólafsvík. Smáauglýsingar á mbl.is Nú getur þú bæði pantað smáauglýsingu til birtingar á mbl.is eingöngu og einnig fengið auglýsinguna birta á smáauglýsingasíðum Morgunblaðsins. Smáauglýsingar á mbl.is, vinsælasta vefsvæði landsins, með yfir 150.000 gesti á viku. Frítt til 1. mars. Smáauglýsing sem eingöngu er birt á mbl.is vefnum er ókeypis til 1. mars. Innifalið er 160 stafa auglýsing með mynd og birting í einn dag. N†TT Á NE TINU Forsíða Viðskipti Atvinna Fólkið Smáauglýsingar Laugardagur | 25. janúar | 2004 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M BL 2 31 51 0 1/ 04 HEIMASTJÓRN Í 100 ÁR Sólin gleymdi dagsins há¥atíma. ≠ - Anna K. Arngrímsdóttir - Arnar Jónsson - Baldur Trausti Hreinsson - Björgvin Franz Gíslason - Halldóra Björnsdóttir - Hjalti Rögnvaldsson - Jóhann Sigurðarson - Kristbjörg Kjeld - Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir - Ragnheiður Steindórsdóttir - Sigurður Skúlason - Sólveig Arnarsdóttir - Tinna Gunnlaugsdóttir Líf og list á heimastjórnarárum 1904 - 1918 Dagskrá með ljóðum, brotum úr leikritum og öðrum textum. Frumsýning Föstudaginn 30. janúar á Stóra sviðinu. Umsjón og gerð dagskrár: Þórhallur Sigurðsson Tónlistarstjóri: Jóhann G. Jóhannsson Leikarar: Hverfisgata 19 - Miðasölusími 551 1200 - Skiptiborð 585 1200 Hr in gb ro t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.