Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 27
Aðalfyrirlesari og gestur ráðstefnunnar er Georg Træland, sérfræðingur frá Arendal í
Noregi og ræðir hann meðferðarúrræði við eyrnasuði sem reynt hefur verið þar.
Aðrir fyrirlestrar eru: Eyrnasuð: Hannes Petersen, læknir.
Tengd vandamál. Haukur Hjaltason, læknir.
Niðurstöður starfshóps um eyrnasuð: Jörundur Kristinsson, læknir.
Þrír þolendur segja frá lífi með eyrnasuði.
Ávörp verða flutt og nýr vefur Heyrnarhjálpar verður opnaður.
Ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum.
Ráðstefnan er öllum opin sem áhuga hafa á málefninu og aðgangur er ókeypis.
Aðgengi fyrir alla! Tónmöskvi, rittúlkun, táknmálstúlkun og erlendur fyrirlesari verður
túlkaður yfir á íslensku.
Félagið Heyrnarhjálp og Landlæknisembættið gangast fyrir ráðstefnunni.
Grand Hótel Reykjavík
við Sigtún
föstudaginn 30. janúar 2004
kl. 13.00 til 17.00
Ráðstefna um
eyrnasuð
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands styrkir ráðstefnuna
FERÐAMÁLARÁÐ Íslands hefur
opnað skrifstofu í Kaupmanna-
höfn, og er skrifstofan þriðja
markaðsskrifstofa Ferðamálaráðs
utan Íslands. Henni er ætlað að
þjóna Norðurlandamarkaði, þ.e.
Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og
Danmörku.
Skrifstofan er til húsa í Norður-
bryggju, sameiginlegu menningar-
setri Íslendinga, Færeyinga og
Grænlendinga. Ferðamálaráð
Færeyja og Grænlands eru einnig
með skrifstofur í húsinu. Löndin
þrjú hafa stofnað sameiginlegt fyr-
irtæki til að sinna upplýsingagjöf,
dreifingu á bæklingum og fleiru
sem hagkvæmt er talið.
Ársæll Harðarson, forstöðumað-
ur markaðssviðs Ferðamálaráðs,
segir opnun markaðsskrifstofu fyr-
ir Norðurlöndin vera tímabært
skef. „Norðurlöndin eru eitt
stærsta og mikilvægasta markaðs-
svæði íslenskrar ferðaþjónustu og
þaðan komu yfir 80.000 gestir á
síðasta ári. Þá eykur það á mik-
ilvægi þessa markaðar hversu stór
hluti gesta þaðan kemur utan há-
annatíma, auk þess sem talsverður
hluti kemur í viðskiptaerindum,“
segir Ársæll.
Mikið af gestum var viðstatt
opnunina, m.a. samgönguráðherra
og fulltrúar í Ferðamálaráði Ís-
lands. Fulltrúar ferðaskrifstofa og
flugfélaga á Norðurlandamarkaði
fjölmenntu í opnunina, þeirra á
meðal Icelandair og Iceland Ex-
press.
Tekið við milljón gestum
Magnús Oddsson ferðamála-
stjóri bauð gesti velkomna og lýsti
mikilvægi hinnar nýju skrifstofu
og markaðsstarfinu á Norðurlönd-
um.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra afhenti nýjum forstöðu-
manni skrifstofunnar; Lisbeth
Jensen, lyklana að skrifstofunni og
sagði m.a. að mikilvægt væri að
halda áfram öflugu markaðsstarfi
á erlendum mörkuðum á vegum
Ferðamálaráðs. Með opnun skrif-
stofunnar í Kaupmannahöfn eru
markaðsskrifstofur Ferðamálaráðs
Íslands á erlendri grundu orðnar
þrjár. Fyrir voru skrifstofur í
Frankfurt í Þýskalandi, sem sinnir
Mið-Evrópu, og í New York, sem
sinnir Norður-Ameríkumarkaði.
Auk þeirra er fjórða markaðs-
svæðinu, Bretlandi, sinnt frá Ís-
landi.
Ferðamálaráð
opnar skrifstofu í
Kaupmannahöfn
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra á tali við Morten Meldgaard,
framkvæmdastjóra Norðurbryggju (t.v.) og Kaj Elkrog.
Helgi Seljan
bæjarfulltrúi
Röng mynd
birtist í blaðinu í
gær með aðsendri
grein eftir Helga
Seljan, bæjarfull-
trúa í Fjarða-
byggð. Beðist er
velvirðingar á
mistökunum um leið og birt er mynd
af Helga Seljan yngri.
LEIÐRÉTT