Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN
44 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAG hvern virðist dynja á okkur
flóð frétta um sviptingar í íslensku
viðskiptalífi, þar sem keppikeflið er
aukin völd og meiri peningar.
Mammon stjórnar öllu og græðgi
virðist vera kjörorð dagsins.
Stuttu fyrir áramót
bárust fréttir af lokun
sláturhúss SS á
Kirkjubæjarklaustri. Í
Skaftárhreppi er sauð-
fjárrækt ein af und-
irstöðum byggðar og
starfsemi sláturhúss-
ins einn helsti mögu-
leiki sauðfjárbænda til
að afla sér aukatekna
meðfram bústörfum.
Starfsemi sláturhúss-
ins hefur verið vel
samkeppnisfær með
tilliti til fram-
leiðslukostnaðar og skýrt hafði
komið fram hjá stjórnendum SS að
ekki var ætlunin að hætta starfsemi
fyrr en 2007 er nýjar reglugerðir á
vegum ESB tækju gildi. Jafnvel
hafði verið rætt um að reyna að
óska eftir undanþágu frá þessum
reglum eftir 2007.
Á vefsíðu SS kemur fram að fjár-
hagsstaða félagsins er góð. Eig-
infjárstaða SS er upp á rúman millj-
arð eða 46% eiginfjárhlutfall sem fá
fyrirtæki á Íslandi geta státað af
þannig að ekki er verið að loka
vegna fjárhagslegra erfiðleika hjá
félaginu. En hvað með rekstr-
arlegan grundvöll? Hvergi hafði
komið fram hjá SS að ætlunin væri
að loka sláturhúsinu né að leggja í
mikinn kostnað vegna endurbóta
fyrr en reglur um úreldingarstyrki
voru samþykktar. Af hverju er SS
þá að loka sláturhúsinu á Kirkju-
bæjarklaustri?
Ríkisstyrkur upp á
25–30 milljónir
Í apríl 2003 skilaði
nefnd á vegum land-
búnaðarráðuneytisins
af sér tillögum um að-
gerðir í sauð-
fjárslátrun. Lagt var
til að ríkið myndi
greiða úrelding-
arframlag til slát-
urleyfishafa vegna
fjárhagslegra erf-
iðleika afurðastöðva í
ýmsum landshlutum og takmarkaðs
rekstrargrundvallar annarra. Gjald-
þrot Goða hafði farið illa með marga
bændur og ýmsar afurðastöðvar átt
í erfiðleikum með að fá afurðalán. Í
september á síðasta ári var und-
irrituð reglugerð þar sem slát-
urleyfishöfum var gefið færi á að
óska eftir úreldingarframlagi til
landbúnaðarráðuneytisins til að
auðvelda lokun þessara stöðva.
Í samþykktum sveitarstjórnar
Skaftárhrepps vegna málefna Slát-
urfélagsins kemur fram að: „Félagið
stendur vel fjárhagslega og ein-
göngu eru tvö sláturhús á starfs-
svæði félagsins sem nær yfir mjög
stórt svæði. Hvati félagsins til lok-
unar hússins virðist því fyrst og
fremst vera fjárframlag ríkisins,
sem byggir á forsendum, sem eiga
sér ekki stoð í tilviki Kirkjubæj-
arklausturs.“ Með öðrum orðum,
stjórn SS sá tækifæri til að fá rík-
isstyrk upp á 25–30 milljónir og
virtist þá skipta litlu máli hvaða
áhrif ákvörðunin hefði á atvinnulíf
og búsetu þessa byggðarlags.
Áhrifin gífurleg
Þetta er sérstaklega athyglisvert í
ljósi þess að SS er samvinnufélag í
eigu almennra hluthafa og bænda á
félagssvæði þess sem nær frá Dala-
sýslu í vestri, austur að Jökulsá á
Breiðamerkursandi í Austur-
Skaftafellssýslu. Ákvörðun stjórnar
Sláturfélagsins kemur því beint nið-
ur á þeirra eigin félagsmönnum.
Áhrifin verða gífurleg fyrir þetta
litla samfélag. Bein áhrif verða
fækkun starfa sem samsvarar t.d.
að 70 störf færu úr sveitarfélaginu
Árborg og útsvarstekjur sveitarfé-
lagsins munu lækka um um 2–2,5%.
Erfiðara er að meta óbein áhrif þar
sem aukatekjur sauðfjárbænda
vegna sláturtíðar á haustin hafa
gert gæfumuninn í rekstri sumra
búa.
Hvað með samfélagslega
ábyrgð?
SS hefur talið sig vera leiðandi fyr-
irtæki á Suðurlandi og máttarstólpa
atvinnulífs þeirra staða sem það er
með starfsemi á. Því er ótrúlegt að
fyrirtækið hafi getað tekið þessa
ákvörðun án nokkurs tillits til áhrif-
anna sem hún mun hafa á Skaft-
árhrepp.
Eina skýringin hlýtur að vera að
menn hafi misst sjónar á atriðum
sem eiga einnig að skipta máli í
rekstri fyrirtækja, s.s. samfélagsleg
ábyrgð og tillitssemi við náungann
og græðgin hefur enn á ný fengið að
leika lausum hala í íslensku sam-
félagi.
Þegar græðgin
leikur lausum hala…
Eygló Harðardóttir skrifar
um íslenskt viðskiptalíf ’Ákvörðun stjórnarSláturfélagsins kemur
því beint niður á þeirra
eigin félagsmönnum. ‘
Eygló Harðardóttir
Höfundur er varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
ÍSLAND er eina landið á vest-
urhveli jarðar sem framleiðir lítið
sem ekkert leikið sjónvarpsefni um
sögu sína eða samtíma. Hér vex úr
grasi kynslóð eftir kynslóð án þess að
sjá nokkru sinni sam-
félag sitt og menningu
speglast í þessum öfl-
ugasta fjölmiðli sem til
hefur verið. Kynslóðir
sem aldrei eignast sögu-
hetjur eða fyrirmyndir í
sjónvarpi sem tala ís-
lensku.
Þetta menningar-
ástand er okkur ekki
samboðið.
En hvers vegna fram-
leiðum við ein þjóða ekk-
ert leikið sjónvarpsefni?
Höfum við engar sögur
að segja? Kunnum við
ekki til verka?
Ekki skortir okkur
sögur. Við eigum djúpan
bókmenntabrunn að sækja í. Allar Ís-
lendingasögurnar bíða þess að klæð-
ast búningi kvikmyndarinnar og
verða boðið inn á heimili fólks um all-
an heim. Margar af sögum Gunnars
Gunnarssonar, Halldórs Laxness eða
Guðrúnar frá Lundi gætu orðið af-
burða sjónvarpsefni svo einhverjir
séu nefndir. Í dag eigum við mikið af
góðum rithöfundum sem færu létt
með að skrifa fyrir sjónvarp um sam-
tíma okkar eða sögu, til dæmis Einar
Kárason, Einar Má, Vigdísi Gríms-
dóttir, Ólaf Gunnarsson eða Arnald
Indriðason.
Við kunnum vel til verka á öllum
sviðum kvikmyndagerðar. Við eigum
mikið af vel menntuðu og hæfi-
leikaríku fagfólki á öllum stigum
kvikmyndaframleiðslu. Hvort sem
það eru framleiðendur, leikstjórar,
tökumenn, hönnuðir, hljóðmenn,
ljósamenn, klipparar, leikarar, tón-
skáld eða hljóðfæraleikarar svo fá-
einir séu nefndir af þeim sem þarf til
að búa til kvikmyndaefni. Þetta fólk
framleiðir í dag bíómyndir, heimild-
armyndir, auglýsingar og sjónvarps-
efni sem stendur fyllilega jafnfætis
því sem best er gert í heiminum.
Við getum því vel búið til leikið ís-
lenskt sjónvarpsefni og samkvæmt
áhorfskönnunum er fátt sem þjóðin
vill frekar horfa á en einmitt slíkt
efni.
En forystumenn þjóðarinnar hafa
fram til þessa ekki verið tilbúnir að
leggja fé úr sameiginlegum sjóðum
okkar til að koma þessari framleiðslu
af stað. Ef ekki koma til opinber
framlög verður ekki um framleiðslu
leikins íslensks sjónvarpsefnis að
ræða.
Sjóður um leikið sjónvarpsefni var
stofnaður um áramótin 2003 en til
hans voru aðeins ætlaðar 15 milljónir
það ár. Það sama var uppi á ten-
ingnum í ár. Fyrir svo lítið fé verður
ekkert sjónvarpsefni
framleitt.
Bandalag íslenskra
listamanna hefur um
nokkurra ára skeið barist
fyrir fjármagni til þess-
arar framleiðslu og birti
meðal annars blaða-
auglýsingu með áskorun
til allra stjórnmálaflokka
fyrir síðustu alþing-
iskosningar um að taka
þetta mál upp. Þar segir
meðal annars: „Þótt fram-
leiðsla leikins sjónvarps-
efnis kosti peninga er það
skoðun okkar að þjóðin
hafi ekki efni á þeirri
menningarlegu fátækt
sem ríkir á þessu sviði.“
En hvað kostar þessi „menning-
arlega fátækt“ í krónum talið?
Sumarið 2002 kom út skýrsla á
vegum Aflvaka sem bar heitið: Leikið
íslenskt sjónvarpsefni – staða horfur
og möguleikar. Þar kemur fram að ef
ríkið legði 300 milljónir á ári í sjóð um
leikið sjónvarpsefni fengi það 150
milljónir beint til baka í sköttum.
Þessar 300 milljónir yrðu til þess
að hér væri framleitt efni fyrir rúmar
500 milljónir á ári vegna þess fjár
sem sjónvarpsstöðvarnar sjálfar
legðu til og þess sem framleiðendur
geta aflað erlendis.
Erlendir sjónvarpssjóðir eru Ís-
lendingum lokaðir í dag vegna þess
að þeir hafa ekkert fé að heiman.
En þær 150 milljónir sem rík-
issjóður léti í raun af hendi eru síður
en svo tapað fé.
Í fyrsta lagi myndu skapast 120 ný
störf með tilheyrandi efnahags-
áhrifum. Þessi störf verða á sviði lista
og tækni sem eiga mikla vaxt-
armöguleika í framtíðinni og mik-
ilvægt er að við höfum þekkingu á.
Með þeim kvikmynda- og sjónvarps-
iðnaði sem fyrir er og nýsköpun eins
og Latabæ værum við að styrkja
okkur verulega á þessu sviði.
Í öðru lagi hafa kannanir ferða-
málayfirvalda sýnt beint samband
milli efnis frá Íslandi í sjónvarpi er-
lendis og ferðamannastraums til Ís-
lands. Þannig segjast 10–15% ferða-
manna koma hingað vegna þess að
þeir hafi séð efni frá Íslandi í sjón-
varpi. Þegar þættirnir um Nonna og
Manna voru sýndir í sjónvarpi í
Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Ítal-
íu árið 1988 gætti þess í fjölda ferða-
manna frá þessum löndum næstu ár
á eftir. Beinar tekjur ríkisins af
hverjum ferðamanni eru töluverðar.
Í þriðja lagi getur orðið um veru-
legar útflutningstekjur að ræða ef
okkur tekst að standa myndarlega að
framleiðslu leikins efnis. Sjónvarps-
stöðvar heimsins eru óseðjandi hít
sem þarf á gríðarlegu efni að halda á
hverri stund hvers dags. Danir eru til
að mynda orðnir stórútflytjendur
leikins sjónvarpsefnis eftir að hafa
gert átak á því sviði. Árangur ís-
lenskra kvikmynda erlendis sýnir
okkur að það er ekkert því til fyr-
irstöðu að við náum árangri á al-
þjóðamarkaði með íslenskt sjón-
varpsefni.
Niðurstaðan er sú að það fé sem
sett er til þessa kemur aftur í hús.
Sennilega feitara og pattaralegra en
þegar það fór.
En spurningin um leikið íslenskt
efni í sjónvarpi er ekki fyrst og
fremst spurning um peninga. Heldur
spurningin um hvernig þjóð við vilj-
um vera, spurning um íslenska
menningu og aðgengi okkar að
menningu. Leikið sjónvarpsefni er
þjóðarleikhús sem allir Íslendingar
fá notið hvar sem þeir kjósa að búa á
landinu.
Menningarleg
fátækt
Björn Br. Björnsson skrifar
um leiknar kvikmyndir
Björn Br. Björnsson
’Þetta menn-ingarástand
er okkur ekki
samboðið. ‘
Höfundur er formaður
Félags kvikmyndagerðarmanna.
Skólavörðust íg 13
S ími 510 3800
Fax 510 3801
husav ik@husav ik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Opið hús í dag frá kl. 14 -16
www.husavik.net
Aðeins eitt hús eftir. Gullfallegt 192 fm raðhús á tveimur hæðum
með innbyggðum bílskúr. Húsið er bjart og óvenju vel skipulagt.
Rúmgóður bílskúr. Komið er inn á efri hæð sem skiptist í forstofu,
gestasnyrtingu, eldhús, borðstofu og stofu. Frá stofu er gegnt út á
suðursvalir. Bjart stigahol. Neðri hæð skiptist í þrjú svefnherbergi,
þvottahús, baðherbergi, geymslu og rúmgott sjónvarpshol. Frá
hjónaherbergi er gegnt út í suðurgarð. Húsið er klætt að hluta með
fallegum flísum og skilast fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga að
innan, búið er að setja upp milliveggi sem eru tilbúnir til málunar.
Verð 20,4 millj. (313)
Reynir sölumaður býður gesti velkomna frá kl. 14 til 16.
Teikningar á staðnum.
Kirkjustétt 20 - Raðhús
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala
Hvassaleiti - Rvík - eldri borgarar
Vorum að fá í einkasölu á þessum frábæra stað vel skipurlagða 108 fermetra íbúð á fimmtu hæð í
góðu lyftuhúsi. Eignin skiptist í forstofu, hol, bókaherbergi, hjónaherbergi, flísalagt baðherbergi,
eldhús með búri inn af, borðstofu, stofu og geymslu í kjallara. Snyrtilegar innréttingar og gólfefni.
Suðvestur-svalir, útsýni. Glæsileg sameign, þar sem er matsalur, hárgreiðslu- og snyrtistofa,
félagsaðstaða og boðið upp á aðra þjónustu. Húsvörður. Eignin er laus strax.
Verð 18,5 millj.
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Einbýli
Seltjarnarnes
Allar nánari upplýsingar veittar á skrif-
stofu eða hjá Bárði Tryggvasyni
í síma 896 5221.
Óskum eftir góðu einbýlishúsi, 250-350 fm,
á Seltjarnarnesi fyrir fjársterkan kaupanda.
Skipti koma til greina á stórglæsilegu 200 fm
raðhúsi á Seltjarnarnesi.