Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 19
Markmiðið með þessu námskeiði er að
gera nemendur færa í að vinna í
Windows umhverfinu og geta notað
Word ritvinnsluna. Þá er farið í helstu
möguleika sem Internetið býður upp
á og kennt á tölvupóstinn.
Lengd: 45 stundir Stgr. verð: 30.400
Tími: Næsta námskeið hefst 10. febrúar.
Kennt er þri. og fim. frá 13-16
Windows stýrikerfið - 6 stundir.
Notkun Internetsins - 9 stundir.
Word ritvinnsla - 18 stundir.
Tölvupóstur - 9 stundir.
Upprifjun - 3 stundir.
Námsgreinar
Helmingi færri punktar!
Hafið samband við söluskrifstofur eða fjarsöludeild
Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.-föstud.
kl. 8-20, laugard. kl. 9-17 og sunnud. kl. 10-16).
www.icelandair.is/vildarklubbur
Ferðatímabil: 1. febrúar - 31. mars (síðasti heimkomud.).
Sölutímabil: 25. janúar - 1. febrúar
Barnaafsláttur samkvæmt reglum Vildarklúbbsins.
Öflugasta tryggðarkort á Íslandi
Handhafar Vildarkorts VISA og Icelandair eru félagar í
Vildarklúbbi Icelandair og fá m.a. ferðapunkta í hvert
sinn sem þeir fljúga með Icelandair. Að auki fást punktar
þegar greitt er með kortinu í viðskiptum við fjölmörg
innlend samstarfsfyrirtæki í verslun og þjónustu.
Við bjóðum handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair 50% afslátt af
ferðapunktum til þriggja vinsælustu heimsborga Evrópu.
Kaupmannahöfn - aðeins 19.000 ferðapunktar
Flugvallarskattar 4780 kr. og þjónustugjald 1800 kr. ekki innfalið
Amsterdam - aðeins 19.000 ferðapunktar
Flugvallarskattar 4740 kr. og þjónustugjald 1800 kr. ekki innfalið
Glasgow - aðeins 19.000 ferðapunktar
Flugvallarskattar 4420 kr. og þjónustugjald 1800 kr. ekki innfalið
Ferðatímabil: Febrúar og mars
Gríptu strax tækifærið!
Þetta einstæða tilboð stendur aðeins í eina viku.
Síðasti söludagur sunnudagurinn 1. febrúar.
Lágmarksdvöl er aðfararnótt sunnudags.
súpertilboð
til handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair
Þrefalt
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
23
44
3
0
1/
20
04
veiðiheimildum að ráða, á bát og fisk-
vinnslu. Það er einn kaupandi á Spáni
sem kaupir allan saltfiskinn sem fyr-
irtækið framleiðir. Vegna þess að það
er hægt að stjórna veiðunum, ásamt
góðu starfsfólki til sjós og lands, er
hægt að tryggja kaupandanum
ákveðið magn af fiski á ári. Verðmæt-
in liggja í þessum stöðugleika að
mínu mati. Þessa festu væri ekki
hægt að tryggja með sóknarmarks-
kerfi eða með því að setja allan fisk á
markað, því þá væri ekki hægt að
gefa kaupandanum þetta loforð.
Þetta loforð er gríðarlega verðmætt.“
En í lögum um stjórn fiskveiða er
kveðið á um að auðlindin sé sameign
þjóðarinnar. Hvers vegna fá þá sumir
að nýta hana en aðrir ekki?
„Þetta orðalag, „sameign þjóðar-
innar“ hefur verið misskilið um ára-
bil. Minn skilningur á þessu orðalagi
er sá að þjóðin á þessa auðlind. Það er
hins vegar Alþingi Íslendinga sem
ákveður hvernig hún skuli nýtt. Al-
þingi setti lög árið 1984 sem kváðu á
um hverjir ættu veiðiréttinn. Síðan
þá hefur veiðirétturinn gengið kaup-
um og sölum. Orðalagið „sameign
þjóðarinnar“ þýðir hins vegar ekki að
hver sem er geti farið til sjós og hafið
veiðar og það er ekki rétt að halda
þeim skilningi að fólki. Það er Alþing-
is að ákveða hvort þessum lögum og
reglum verður breytt, ef Alþingi telur
það vera skynsamlegt eða önnur
stjórnunaraðferð sé betri.“
En skapar slíkt ekki óvissu innan
greinarinnar?
„Auðvitað, ekki síst úti á landi því
þar eru flest sjávarútvegsfyrirtækin.
Ég á því bágt með að skilja þegar
landsbyggðarþingmenn vilja gjör-
breyta öllu. Það væri einfaldlega ekki
skynsamlegt. Ég er hins vegar alls
ekki að segja að við séum komnir á
einhvern endapunkt í stjórn fisk-
veiða. Næsta skref hlýtur að vera að
skoða hvernig við nýtum lífríkið bet-
ur; erum við að nota botntroll of mik-
ið á grunnslóð, að veiða of mikið af
hrygningarfiski eða eigum við að
veiða meira á línu? Þetta á greinin að
ákveða sjálf en ekki misvitrir stjórn-
málamenn.“
Greinin á sjálf sök á óánægju
Kvótakerfið hefur legið undir
gagnrýni og það er kraumandi
óánægja meðal þjóðarinnar með
kerfið. Hvernig stendur á því?
„Ég tel að greinin sjálf eigi tals-
verða sök á því hvernig á hana er litið
meðal almennings. Sökin liggur ekki
hvað síst hjá okkur útgerðarmönnum
sem hafa aldrei getað náð sátt við sitt
starfsfólk, það er að segja sjómenn.
Útgerðarmenn og sjómenn verða að
ná sátt og þessir aðilar verða sjálfir
að taka á þessum málum. Það þýðir
ekki að kenna stjórnmálamönnunum
um þetta ástand, þó að manni virðist
á stundum að sumir þeirra ali á þessu
ósætti. Tökum brottkastumræðuna
sem dæmi. Auðvitað hefur verið
stundað brottkast á Íslandsmiðum og
það vita allir sem eru í sjávarútvegi.
Það gengur ekki að skipstjórinn haldi
einu fram en útgerðarmaðurinn öðru.
En það er ekki þar með sagt að það sé
ekki hægt að laga þessi mál. Greinin
verður hins vegar að gera það sjálf og
það mun hún gera. Sjávarútvegur
Evrópusambandsins er í rúst því að
þeir sem starfa innan hans eru á móti
kerfinu eða skipulaginu. Greinin
hrynur innan frá ef bæði sjómenn-
irnir og útgerðarmennirnir eru á
móti skipulaginu. Það hefur líka
óæskileg áhrif á ímynd greinarinnar
og reyndar tel ég að innbyrðis deilur
hafi skaðað greinina mikið. Það sést
kannski best á aðsókn í sjávarútveg-
stengt nám og að við þurfum að flytja
inn vinnuafl í fiskvinnslu á meðan
fjöldi fólks gengur um án atvinnu.“
Andstæðingar kvótakerfisins segja
það leggja heilu byggðarlögin í eyði.
Er það eðlileg þróun?
„Tökum Vestfirði sem dæmi, því
þar eru gagnrýnisraddirnar hávær-
astar. Ég held að menn hafi beygt út
af brautinni strax árið 1970, þegar
skuttogaravæðingin hófst. Þá var
keyptur nýr togari í nánast öll byggð-
arlög. Litlu sjávarplássin réðu hins
vegar ekki við svo öflug skip. Framan
af varð víða mikill uppgangur og á
viðmiðunarárunum svokölluðu, frá
1981 til 1983, mokuðu togararnir upp
smáfiski. Engu að síður var bullandi
tap í greininni. Þessi ár gáfu því ekki
endilega rétta mynd af sjávarútveg-
inum. Sennilega var aldrei grundvöll-
ur fyrir jafnmikilli þorskveiði og þá
var og litlu sjávarplássin því byggð
upp á röngum forsendum. Það sést