Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 69
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 69 Næsta hraðlestrarnámskeið hefst þriðjudaginn 3.febrúar. Skráning er í síma 565-9500 Hraðlestrarnámskeið Viltu margfalda afköst í námi? Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Skráðu þig strax. HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h . i s Stefnumót á Borginni allar helgar frá og með föstudagskvöldinu 30. janúar Nú verður aftur hægt að upplifa gömlu stemn- inguna og fá sér góðan snúning í sparifötunum við ekta danstónlist. Hljómsveitin Stefnumót ásamt söngvurunum Ruth Reginalds og André Bachmann mun leika danstónlist af bestu gerð frá kl. 22-01 öll föstudags- kvöld og frá 22-02 öll laugardagskvöld í vetur. Frítt inn til kl. 22 Í hjarta borgarinnar Borðapantanir í síma 551 1247 KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Gauta- borg hefst í dag og er mynd Hilmars Oddsonar, Kaldaljós, opnunarmynd. Þetta er í 27. sinn sem keppnin er haldin og keppir Kaldaljós þar við sjö aðrar myndir frá Skandinavíu um aðalverðlaun hátíðarinnar. Alls eru fimm íslenskar myndir á hátíðinni sem lýkur 2. febrúar. Hinar myndirnar eru hluti af dag- skrá sem nefnist Nordic Light. Um er að ræða Salt eftir Bradley Rust Gray, Burst eftir Reyni Lyngdal (við dansa Katrínar Hall), Karamellu- myndin eftir Gunnar B. Guðmunds- son og heimildarmyndin Hestasaga eftir Þorfinn Guðnason en myndin er frumsýnd á hátíðinni. Í tengslum við hátíðina er haldin markaðshátíð sem nefnist Nordic Event sem miðar að því að kynna norrænnar myndir fyrir hugsanleg- um kaupendum sem fjölmenna á há- tíðina. Fulltrúar Íslands í þeirri deildinni eru Kaldaljós, Salt og teiknimyndin Anna og skapsveifl- urnar eftir Gunnar Karlsson sem er í dagskrá er nefnist „Works in Progress“. Dramatísk náttúrulífsmynd Þorfinnur Guðnason frumsýnir heimildarmyndina Hestasaga (Running with the Herd upp á ensku). Síðasta mynd Þorfinns, Lalli Johns, var lofuð í hástert er hún var frumsýnd, fékk góða gagnrýni og mikla aðsókn og hampaði Þorfinnur Edduverðlaununum fyrir vikið. Þorfinnur leikstýrir nýju mynd- inni, tekur hana, sér um klippingar og slíkt en Jón Proppé skrifaði með honum handritið. Tónlistina semur Hilmar Örn Hilmarsson en myndin var tekin í Bláskógabyggð. „Þetta er dramatísk náttúrulífs- mynd í anda Hagamúsarmyndarinn- ar sem ég gerði. Þetta er eiginlega persónusaga þar sem meri, folald og graðhestur koma við sögu. Þetta er svona stelpa hittir strák form á þessu. Sagan gerist á einum árs- hring.“ Þrjú ár og mikil yfirlega Þorfinnur segir að það hafi tekið tæp þrjú ár að vinna myndina og yf- irlega hafi verið mikil. „Skömmu eftir að ég lauk við myndina um Lalla Johns, bað Helgi Sverrisson mig að gera með sér mynd sem byggð er á sömu hug- mynd og myndin um hagamýsnar,“ segir Þorfinnur. „Sjálfur hafði ég alist upp við hestamennsku, m.a. gerst svo fræg- ur að temja hesta norður í Skagafirði í tvö sumur, svo ég þáði því boðið með þökkum.“ Þorfinnur vill ekki tjá sig neitt um næsta verkefni, segir að reynslan hafi sýnt sér að ef hann tjái sig um of um væntanleg verkefni fjúki þau í burtu með norðanáttinni. Kvikmyndahátíðin í Gautaborg sett í dag Sýna fimm íslenskar myndir Morgunblaðið/Jim Smart Þorfinnur Guðnason frumsýnir nýja heimildarmynd úti í Gauta- borg. Hér tekur hann við Eddunni fyrir Lalla Johns haustið 2001. www.filmfestival.org Willard Willard Hrollvekja Bandaríkin 2003. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (100 mín.) Leikstjórn Glen Morgan. Aðalhlutverk Crispin Glover, R. Lee Ermey, Laura Harring. HÉR er á ferð endurgerð á óvænt- um smelli frá 1971, mynd um ungan einmana mann sem vingast við rott- ur, tekst að temja þær og notar þær svo til að ná sér niðri á öllum þeim sem hafa lagt hann í einelti. Hér er sama sagan. Willard er ungur sjúk- lega óöruggur maður sem tekst á engan veg að kom- ast í takt við um- hverfi sitt. Allur hans frítími fer líka í að stjana í kring- um fársjúka móður sína sem er norn líkust (þetta sam- band mæðginanna minnir óneitanlega á Psycho). Allt byrjar á því að Willard finnur hvíta og sæta rottu sem heitir Socratese, en svo verður þetta nýja áhugamál hans öllu sjúklegra þegar hann fer að eyða öllum stundum með heilum rottuher sem er í kjallara foreldra- húsanna. Og þegar hann finnur út að hann getur fengið rotturnar til að gera allt sem hann biður um sigar hann þeim á andstyggilegan yfir- mann í vinnunni og fleiri sem hafa gert honum lífið leitt. En svo fara hlutirnir auðvitað úr böndunum því engin maður veit hvernig rottur hugsa. Það er ekki oft sem þessu er lýst yfir en þetta er endurgerð sem er í alla staði betri en frumgerðin; hún lítur betur út, er útpældari, skrítnari og meira spennandi. Svo smellpassa þeir alveg óþægilega vel í hlutverk sín Glover (Back To The Future 1-3) sem Willard og R. Lee Ermey (Full Metal Jacket) sem yfirmaðurinn.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Afturgengn- ar rottur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.