Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 40
SKOÐUN
40 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í ALLMÖRG ár hefur staðið fyr-
ir dyrum að stækka kennslu-
húsnæði Menntaskólans á Egils-
stöðum. Í skólanum
eru nú um 300 nem-
endur í dagskóla og
um 70 manns stunda
nám í öldungadeild,
fullorðinsfræðslu auk
fjarkennslu af ýmsu
tagi. Fjölgun hefur
verið stöðug um langt
árabil og þrátt fyrir
nýtt kennsluhúsnæði,
sem tekið var í notkun
fyrir 11 árum, eru
mikil þrengsli í skól-
anum og raunar kennt
við sömu erfiðu að-
stæður og ávallt hafa fylgt þessari
ungu menntastofnun. Þannig eru
áfram nýttar bráðabirgða-
kennslustofur allar götur frá upp-
hafi skólans árið 1979 í heimavist-
arhúsi hans, þar sem átti að verða
félagsaðstaða nemenda, geymslur
o.fl. Bókasafn skólans og skrifstofur
eru enn í fyrirhuguðu félagsrými
nemenda. Starfsaðstaða kennara
skólans er í einni kennslustofu þar
sem 2,7 fermetrar eru á kennara.
Til samanburðar er rétt að geta
þess, að slíkt pláss stenzt ekki
reglugerð um búfjárhald.
Með nýbyggingunni verður að-
eins leystur brýnasti vandi kennsl-
unnar miðað við núverandi nem-
endafjölda og umsvif. Bókasafn, eða
það sem á þessari öld heitir upplýs-
ingakjarni skerðir áfram félagsrými
nemenda, en verður ekki miðstöð í
kennslurýminu eins og upphaflega
var fyrirhugað. Er það mikill skaði.
Fólksfjölgun á sóknarsvæði skól-
ans var á síðasta ári á milli 3 og 4%
og mun nemendafjölgun með sama
áframhaldi því strax leiða til sömu
þrengslanna og verið hafa síðustu
25 ár.
Alþingi hefur veitt á fjárlögum
síðustu 3 ár upphæðir til að hefja
smíðina og er því skýr sá vilji lög-
gjafans að hér verði bætt úr. Bygg-
ingarnefnd (áður viðræðunefnd) hóf
undirbúning verksins ásamt hönn-
uðum á síðasta vori og var verkið
boðið út í október síðastliðnum.
Fimm tilboð bárust en öll yfir
kostnaðaráætlun, hið lægsta 8,6%
yfir áætlun. Kom það reyndar ekki
á óvart, ef horft er til þenslu vegna
stórframkvæmda hér á svæðinu.
Fór svo, að bygginganefnd ákvað að
hafna öllum tilboðum í verkið að svo
komnu máli.
Skal nú gerð grein fyrir þessari
stöðu málsins.
Samningur ríkis og
heimamanna um verkið
Samkvæmt 37 gr. framhalds-
skólalaganna nr. 80 frá 1996, skal
stofnkostnaður framhaldsskóla
skiptast þannig, að ríkissjóður
greiðir 60% áætlaðs kostnaðar sam-
kvæmt viðmiðunarreglum (norm-
kostnaður) þegar sveitarfélög ann-
ast undirbúning og
verkframkvæmd. Hlutur sveitarfé-
lags eða sveitarfélaga er þá sá hluti
kostnaðar sem ríkissjóður greiðir
ekki. Nú er sá háttur á
hafður, að heimasveit-
arfélögin sem eru
Austur-Hérað og
Fellahreppur annast
framkvæmdina samkv.
ofansögðu og bera þau
ásamt öðrum sveit-
arfélögum á sóknar-
svæði skólans því allan
kostnað umfram þessi
60%. Er þó ekki öll
sagan sögð. Vegna
ákvæðisins um norm-
kostnað á fermetra
byggðs skólahúsnæðis
greiðir ríkið fasta upphæð á fer-
metra, svokallaða normtölu án tillits
til þess, hver verður endanlegur
byggingakostnaður skóla. Þannig
getur ríkið sjálft ákveðið að greiða
fasta heildarfjárhæð í skólabygg-
ingu án tillits til þess hvort hluti
þess muni nema 60% af end-
anlegum kostnaði. Geta því hlut-
föllin á milli ríkis og sveitarfélag-
anna orðið önnur, allt eftir því
hvernig framboð og eftirspurn er á
verktakamarkaði.
Í þessum samningi um nýbygg-
ingu menntaskólans segir í 4. grein:
„Eignarhlutföll í byggingunni
verða:
Ríkissjóður 60%
Sveitarfélögin 40%“
Hér fer ekkert á milli mála að
hugsunin er sú, að ríkið eigi sextíu
hundraðshluta byggingarinnar en
sveitarfélögin fjörutíu.
Staða málsins nú
Þegar reiknaður hafði verið út
kostnaður á fermetra miðað við
lægsta tilboð að viðbættum hönn-
unar- og eftirlitskostnaði auk bún-
aðar, kemur í ljós, að miðað við
normtölu ríkissjóðs fyrir skólabygg-
ingar sem inniber þessa liði, að
kostnaðarþátttaka þess verður að-
eins um 40% og þarafleiðandi
kostnaður sveitarfélaganna nálægt
60%. Dæmið um kostnaðarskipt-
ingu hefur semsagt algjörlega snú-
izt við.
Vert er að skoða nánar þennan
viðsnúning. Reyndar verður bygg-
ingin örlitlu stærri en samið var um
eða 1096 ferm. í stað 1067 fermetra,
en þessi 29 fermetra stækkun hefur
lítil áhrif eða 2,7%. Aðalmálið er
hins vegar það, að normtala
menntamálaráðuneytis virðist ekki
endurspegla byggingarkostnaðinn
eins og hann er nú. Erfitt reynist að
fá upplýsingar um hvernig þessi
normtala er reiknuð út. Hún virðist
vera frá árinu 1975 og verður eftir
því 29 ára á þessu ári. Síðan hafa
verið gerðar á henni leiðréttingar,
en ekki er alveg ljóst, á hvern hátt
þær eru reiknaðar. Ekki hefur held-
ur sézt, hvernig þessi normtala,
sem nú er um 120.000 til 130.000 kr.
á ferm. skólahúsnæðis, er samsett
af einstökum verkhlutum eins og
tíðkast með vísitölu bygging-
arkostnaðar (sem er hin opinbera
viðmiðunartala) og almenn regla er
um gerð kostnaðaráætlana fyrir ný-
byggingar. Viðræður fulltrúa sveit-
arfélaganna við ríkisvaldið um
kostnaðarskiptingu eða lagfæringar
á henni hafa engu skilað sem breyt-
ir stöðunni, enda ekki hægurinn
hjá, ef ekki liggja fyrir rökin fyrir
normtölunni.
Ef ríkið telur, að eðlilegur bygg-
ingarkostnaður sé svona miklu
lægri en framkomin kostnaðar-
áætlun fyrir einfalt kennsluhús,
sem er um 175.500 kr. á ferm. með
hönnunar- eftirlitskostnaði og bún-
aði, liggur ríkið þá ekki á ein-
hverjum hagkvæmum bygg-
ingalausnum sem hönnuðum og
verktökum hafa ekki opinberazt? Sé
svo, þá er að því mikill þjóðhags-
legur skaði. Önnur skýring gæti
verið sú, að normtalan sé hreinlega
úrelt. Við lifum á upplýsingaöld og
situr sízt á ráðuneyti menntamála
að hafa ekki viðmiðunartölur, sem
endurspegla byggingarkostnað eins
og hann er nú.
Aðstaða sveitarstjórnarmanna
Í ljósi þessarar stöðu standa heima-
menn nú í þeim sporum að hafa
samning um byggingu skóla þar
sem þeir eiga að borga um 60% en
eignast aðeins 40%. Enginn sveit-
arstjórnarmaður getur fyrir hönd
umbjóðenda sinna gengið að slíkum
kosti, og greitt umfram fjárheim-
ildir í samningi, enda gæti þess
háttar gjörningur flokkast undir
lagabrot. Það er mín persónulega
skoðun að þessum samningi beri því
að segja upp.
Með því að ákvarða einhliða
normtölu byggingarkostnaðar
skólahúsnæðis, getur ríkisvaldið í
raun og veru haft í hendi sér, hvort
eðlilegri stækkunarþörf húsnæðis
framhaldsskóla er mætt eða ekki.
Sveitarfélögunum sem mótaðilum í
kostnaðarþátttökunni er stillt upp
við vegg hvað þetta varðar og verða
að taka á sig allan umframkostnað
eftir því hvernig kaupin gerast á
eyrinni . Það er ærin ástæða til
þess að Samband sveitarfélaga taki
þessa samskiptahætti við ríkisvaldið
til bæna í einu lagi fyrir hönd sveit-
arfélaganna. Sveitarstjórnarmenn
eru margir hverjir ólaunaðir þjónar
síns samfélags og ekki á þegn-
skyldur þeirra bætandi að þeir,
hver í sínu horni víðs vegar um
landið, þurfi þar að auki að standa í
stappi við ríkisvaldið um framgang
slíkra nauðsynjamála sem yfirvöld
menntamála ættu með réttu að hafa
forgöngu um. Nógar eru fyrir
skyldur sveitarfélaganna vegna
grunnskólans. Normtala verður að
endurspegla raunverulegan bygg-
ingarkostnað skólahúsnæðis og vera
samsett á gegnsæjan hátt eins og
t.a.m. vísitala byggingarkostnaðar.
Skynsamlegast væri að sjálf-
sögðu, að ríkisvaldið sæi alfarið um
fjárfestingar á framhaldsskólastig-
inu eins og það sér nú um rekstur
þess skólastigs, en ekki sé verið að
seilast í aðþrengda sjóði sveitarfé-
laganna á þennan hátt.
Olnbogabörn á Austurlandi:
Er fjárfesting í aðstöðu til
menntunar hornreka?
Eftir Þorstein Gústafsson ’Með nýbyggingunniverður aðeins leystur
brýnasti vandi
kennslunnar miðað við
núverandi nemenda-
fjölda og umsvif.‘
Þorsteinn Gústafsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fulltrúi Fellahrepps í byggingarnefnd
Menntaskólans á Egilsstöðum.
Náttúrulækningafélag Íslands
efnir til málþings í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum
þriðjudaginn 27. janúar kl. 20:00
Hvað er erfðabreytt afurð?
Hvers virði eru erfðabreytingar?
Geta erfðabreyttar afurðir hjálpað hungruðum?
Stafar heilsunni ógn af erfðabreyttum plöntum?
Er gróðavon of stór þáttur í erfðatækni?
Hvernig er eftirliti háttað á Íslandi?
BERUM ÁBYRGÐ Á EIGIN HEILSU!
Fundarstjóri:
Anna Elísabet Ólafsdóttir,
forstjóri Lýðheilsustöðvar.
Frummælendur:
1. Jónína Þ. Stefánsdóttir,
matvælafræðingur.
2. Þórður G. Halldórsson,
garðyrkjubóndi.
3. Dr. Einar Mäntylä,
plöntuerfðafræðingur.
4. Dr. Gunnar Á. Gunnarsson,
framkvæmdastjóri.
Umræður og fyrirspurnir:
Auk frummælenda taka þátt í
umræðunum: Dr. Bjarni E. Guðleifsson,
plöntulífeðlisfræðingur.
Dr. Björn Sigurbjörnsson,
erfðafræðingur.
Aðgangseyrir 700 kr.
FRÍTT FYRIR FÉLAGSMENN
Nemendaþjónustan sf. Álfabakka 12, Mjódd
Stærðfræði - íslenska - danska - enska - náttúrufræði
- íslenskar rannsóknir sýna að nemendur sem eru fyrir neðan 6 á
samræmdu prófunum eiga í erfiðleikum með framhaldsnámið.
- það er ennþá tækifæri til að styrkja stöðu sína fyrir vorið.
- hjá okkur starfa kennarar sem náð hafa mjög góðum árangri með
nemendur á samræmdum prófum.
Einnig námsaðstoð við nemendur framhalds- og háskóla
Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 virka daga
og á vef okkar www.namsadstod.is
NÁMSAÐSTOÐ
fyrir samræmdu prófin í 10. bekk
Handklæ›aofnar
í úrvali
Fossháls 1 Sími: 525 0800
www.badheimar.is
Lífrænt ræktaðar vörur
Kárastíg 1, 101 Reykjavík, sími 562 4082.
DILBERT mbl.is