Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 36
TÓNLEIKARNIR sem hér verð-
ur fjallað um, einir á laugardag og
tvennir á þriðjudag, voru hverjir
öðrum ólíkir, og á þeim gat að heyra
bæði ólíka tónlist og upplifa misjafna
frammistöðu tónlistarmanna.
Færeyski drengjakórinn Undir
brúnni er ekki stór, en hefur á að
skipa ágætum röddum. Á tónleikum
kórsins í Langholtskirkju á laugar-
dag léku líka nokkrir ágætir hljóð-
færaleikarar með kórnum, en nafna
þeirra var hvergi getið, – enda efnis-
skráin engin og tónlistin flutt
ókynnt. Stjórnandi kórsins var Eli
Smith, og engin deili var heldur á
honum að hafa, önnur en nafnið. Það
er engan veginn við drengina ungu
að sakast þótt tónleikarnir hafi
reynst afspyrnu slakir. Kórstjórinn
var einfaldlega engan veginn starfi
sínu vaxinn. Vera má að Eli Smith
eigi erindi í tónlist á einhverjum öðr-
um vettvangi, en kórstjóri er hann
enginn. Í fyrsta lagi var taktslag
hans afar ónákvæmt, og oftar en
ekki broti á eftir söngnum; – dreng-
irnir reyndu þó að halda takti.
Stjórnunarhreyfingar hans voru
gjörsamlega lausar við allt það sem
kallað er artikúlasjón, – þ.e. þær
hreyfingar sem eiga að gefa til
kynna dýnamík, styrkleikabreyting-
ar, mismunandi blæbrigði, innkomur
og allt það sem gefur tónlistinni líf og
lit. Kórstjórinn var semsagt einungis
að slá takt, – sem var ekki einu sinni í
takt. Það kom líka í ljós, að þótt
drengirnir í kórnum (auk nokkurra
kvenna sem sungu með) hefðu góðar
og hreinar raddir var söngurinn líf-
laus og ómúsíkalskur. Það að læra
lög er engin músík. Það geta allir
gert. Það er þá sem kemur að lista-
manninum – í þessu tilfelli stjórn-
andanum – sem með músíkinnsæi
sínu á að móta og marka tónlistina,
þannig að hún lifni við og hafi eitt-
hvað að segja fyrir þann sem hlustar.
Ég veit ekki hvort nokkrum er
greiði gerður með því að vera að tí-
unda frammistöðu Gradualekórs
Langholtskirkju sem söng nokkur
lög í tónleikalok, eftir að hafa sungið
tvö lög með Undir brúnni. Þar var
ekki líku saman að jafna, svo falleg-
ur, lifandi og músíkalskur sem söng-
ur þess kórs var.
Söngvarar Íslensku óperunnar
hafa margir hverjir átt því láni að
fagna að hljóta hluta síns músíkupp-
eldis í framúrskarandi barna- og
unglingakórum, og fer þar fremstur í
flokki fyrsti söngvari Óperunnar,
Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón.
Hann var einmitt gestur listræns
stjórnanda Hádegistónleika Óper-
unnar þetta misserið, Huldu Bjarkar
Garðarsdóttur sóprans, á tónleikum
á þriðjudag. Hádegistónleikarnir
virðast vera að slá í gegn, því aðsókn
á þá er með afbrigðum góð. Þema
tónleikanna í þetta sinn var tónlist
bræðranna George og Ira Gershwin,
og meðleikari þeirra Huldu Bjarkar
og Ólafs Kjartans var Kurt Kopecki
tónlistarstjóri.
Þetta voru ákaflega vel heppnaðir
tónleikar. Söngvararnir voru báðir í
sínu besta formi, og þessi tegund
tónlistar á vel við raddir beggja. Eft-
ir dúettinn I’ve got a crush on you
söng Hulda Björk eitt þekktasta lag
bræðranna, The man I love. Það er
ekki auðvelt að gera eitthvað nýtt í
svo margsungnum standarði. En
bara eitt smáatriði – hvernig Hulda
Björk teygði ögn á svolítilli pásu
milli spurninganna í hendingunni
Who would? Would you?; – þeirri
fyrri beinir ljóðmælandinn að sjálf-
um sér, en rankar svo við sér í þönk-
um sínum og beinir hinni að þeim
sem hlusta. Með söngtækni, leik- og
svipbrigðum geta jafnvel svona smá-
atriði gert gæfumuninn um músík-
alskan flutning. Þetta var einstak-
lega fallega gert, – eins og annað það
sem Hulda Björk söng á tónleikun-
um. Saman fóru þau Ólafur Kjartan
á kostum í dúettinum Do, do, do úr
Oh, Kay. Sama var upp á teningnum
hjá Ólafi Kjartani í ástarljóðinu
snjalla, Bla, bla, bla, úr Delicious.
Þar komu til bæði músíkölsk túlkun
og gamansamur leikur. Söngur
Huldu Bjarkar í Someone to watch
over me var líka feiknagóður með vel
úthugsuðum og áhrifamiklum styrk-
leikabreytingum á mikilvægum stöð-
um í textanum. Þrjú lög úr Porgy og
Bess voru stórgóð, ekki síst í It aint
neccessarily so, þar sem Ólafur
Kjartan leyfði sér að skreyta laglín-
una smekklega á vel völdum stöðum
með safaríkum blús-slaufum.
Toppurinn í þessari tónleika-
þrennu var á þriðjudagskvöldið, þeg-
ar þrír ungir hljóðfæraleikarar,
Rúnar Óskarsson, Þórunn Ósk Mar-
inósdóttir og Árni Heimir Ingólfs-
son, léku fjögur verk fyrir þessa sér-
stöku hljóðfærasamsetningu,
klarinettu, víólu og píanó. Hljóm-
blærinn í samleik þessara þriggja
hljóðfæra er dökkur, hlýr og mjúkur,
og býr yfir einhverjum óútskýran-
legum þokka.
Þekktast verkanna á tónleikunum
er án efa Kegelstadt-tríó Mozarts.
Þar var píanóleikur Árna Heimis
sérstaklega heillandi. Hann var spar
á pedalinn og í hröðum tónstigum
rondókaflans var hver einasta nóta
klingjandi tær og skýr. Þetta er erfið
músík fyrir píanóleikara, og oft
heyrir maður þá smella á pedalinn, –
kannski einmitt til að fela feilnóturn-
ar í hröðum tónstigahlaupunum; – en
þá fer allt í graut, og engin leið að
halda tónlistinni jafn tærri og Árni
Heimir gerði þarna. Ekki var minna
álag á píanóleikaranum í fjórum af
átta smáverkum Max Bruchs op. 83.
Hópurinn var sérstaklega samstillt-
ur í þessum rómantíska nótnafansi
og algjörlega samtaka í dýnamískum
áherslum. Sá sem ekki vissi betur
hefði getað haldið að þremenning-
arnir hefðu æft saman árum saman.
Ævintýri Schumanns voru enn
eitt glæsiverkið á tónleikunum, – þar
sem klarinettan og fiðlan fengu góð
tækifæri á móti píanóinu; – sem enn
átti annríkt eins og í fyrri verkunum.
Þriðji þáttur verksins var hrífandi
fagur í túlkun þeirra; þrunginn mús-
íkalskri mýkt, þar sem víólan og
klarinettan tvinnuðust saman í lauf-
léttri fléttu. Lokaþátturinn var líka
sérdeilis glæsilegur, – rytmískur
mars, þar sem enn reyndi á sam-
hæfðan leik, sem fórst þessum frá-
bæru tónlistarmönnum vel úr hendi.
Sumir segja að það sé best að
geyma besta bitann þar til síðast, –
og það gerði þetta ágæta tríó. Þá
léku þau Kleines Konzert eftir Alf-
red Uhl, austurrískt tónskáld sem
lifði lungann úr síðustu öld. Aldrei
hefur gagnrýnandi heyrt þetta áður
og lítið þekkt af verkum Uhls. Því
meiri var ánægjan að kynnast svo
frjórri tónsmíð, sem í kaupbæti var
frábærlega leikin. Þarna tókust á
rytmískt fjör og gáski annars vegar
og drungaleg og mystísk dimma hins
vegar; – klassískar andstæður. Leik-
ur Þórunnar og Rúnars í kadensu
fyrsta þáttarins var áreynslulaus og
þokkafullur, og í myrkum milliþætt-
inum, þar sem hljóðfærin líkt og
hvísla hvort í annars eyra yfir gang-
andi bassa og pedal píanósins,
spunnu þau upp hrollvekjandi
stemmningu. Í lokin brýst verkið úr
viðjum drungans í nánast róman-
tískt uppbrot.
Það er fátt að segja um hljóðfæra-
leik, þegar fátt er til að finna að.
Mikið hefur verið rætt að undan-
förnu um útrás íslenskarar tónlistar,
tónlistarloftbrú, tónlistarsjóð, tón-
listarhús, og allt það sem gera á til að
efla tónlistarlífið í landinu. Hér voru
að verki þrír ungir listamenn, sem
hafa fullt tilkall til þess titils, og
gætu náð mjög langt í listgrein sinni.
Það er kannski undir öðrum en þeim
sjálfum komið að grípa það tækifæri
til góðs fyrir íslenskt tónlistarlíf að
sjá þeim fyrir tækifærunum til að
þau nái sínu besta úr augljósum
hæfileikum sínum.
Tríó sem þarf að fá að dafna
Bergþóra Jónsdóttir
LISTIR
36 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
um he
Nú er tækifærið til að láta sína villtustu bíladrauma rætast Komdu og
reynsluaktu nýjum glæsilegum *Avensis. Veglegir vetrarpakkar að verðmæti
125.000 krónur fylgja fyrstu 8 beinskiptu RAV4 sem seljast. Í markaði
jeppamannsins í Arctic Trucks verður frumsýndur nýr 38 tommu
*LandCruiser með sérstakri túrista breytingu. Skoðaðu *Yamaha
vélsleðana og *Yamaha vélhjólin og líka 38 tommu Hilux bílana
sem eru á tilboðsverði. Lexus *RX300 og Lexus *IS200 verða líka í
öndvegi og hægt verður að eignast þá á sérlega góðum kjörum. Í
Það verður allt opið upp á gátt hjá okkur á Nýbýlaveginum um helgina
*
IS 200
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
23
39
4
0
1/
20
04
*
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
23
39
4
0
1/
20
04
TÓNLIST
Kórtónleikar
LANGHOLTSKIRKJA
Færeyski drengjakórinn Undir brúnni
söng íslensk, færeysk og önnur erlend
lög undir stjórn Eli Smith. Gradualekór
Langholtskirkju var gestur færeysku
drengjanna og söng nokkur lög undir
stjórn Jóns Stefánssonar. Laugardag kl.
17.
Óperutónleikar
ÍSLENSKA ÓPERAN
Hulda Björk Garðarsdóttir og Ólafur
Kjartan Sigurðarson fluttu tónlist eftir
George og Ira Gershwin, Kurt Kopecki
lék með á píanó. Þriðjudag kl. 12.15.
Kammertónleikar
SALURINN
Tríó, skipað Rúnari Óskarssyni klarin-
ettuleikara, Þórunni Ósk Marinósdóttur
víóluleikara og Árna Heimi Ingólfssyni pí-
anóleikara, lék verk eftir Mozart, Bruch,
Schumann og Alfred Uhl. Þriðjudag kl.
20.
Morgunblaðið/Sverrir
Fyrsta flokks tríó klarinettu, píanós og víólu: Rúnar Óskarsson, Árni
Heimir Ingólfsson og Þórunn Ósk Marinósdóttir.