Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ 25. janúar 1994: „Föðurland vort hálft er hafið. Þessi orð eru oft viðhöfð á hátíð- arstundum. Þau voru upp- hafsorð viðtals við Hafstein Hafsteinsson forstjóra Land- helgisgæzlunnar hér í blaðinu síðastliðinn sunnudag. Tilvitn- unin er við hæfi. Íslenzk lög- saga óx mjög þegar land- helgin var færð út í 200 sjómílur árið 1975. Auðlindir sjávar vega og þyngra í efna- hagslegu fullveldi og lífs- kjörum þjóðarinnar en nokk- uð annað. Landhelgisgæzlan hefur með höndum veigamikil verk- efni í þágu þjóðarinnar. Í fyrsta lagi annast hún lög- gæzlu í fiskveiðilögsögunni. Það verkefni er bæði mik- ilvægt og vandasamt, eins og bezt kom fram í þorskastríð- unum. Í annan stað sinnir hún björgunarstarfi og örygg- isþjónustu. Í því sambandi þarf að hafa í huga erfið starfsskilyrði þúsunda sjó- manna á hafi úti, sem sækja björg í sameiginlegt bú, oft við erfið veðurskilyrði. Til að sinna þessum hlutverkum sem vert er þarf gæzlan góðan skipa-, flugvéla- og þyrlukost, auk annars tæknibúnaðar. Á það skortir töluvert, að því er fram kemur í viðtali Morg- unblaðsins við forstjóra gæzl- unnar.“ . . . . . . . . . . 25. janúar 1984: „Arne Tre- holt, útsendari KGB í norska stjórnkerfinu, hafði í senn að- gang að mikilvægum upplýs- ingum og var í einstakri að- stöðu til að hafa áhrif á þróun mála og töku ákvarðana. Hann var í hópi róttækra há- skólastúdenta þegar talið er að hann hafi gerst sovéskur njósnari. Hvort heldur það óheillaspor má rekja til sendi- ráðsveislna, fégræðgi, spila- fíknar, kvennafars eða hug- sjónaelds er niðurstaðan sú, að Arne Treholt hefur að lík- indum stundað landráð í meira en áratug. Treholt var ekki óbreyttur skriffinnur í norska stjórnkerfinu, hann var stjórnmálamaður og stjórnarerindreki sem hefði hæglega getað orðið ráðherra í næstu ríkisstjórn norska Verkamannaflokksins.“ . . . . . . . . . . 25. janúar 1974: „Undir- skriftasöfnunin gegn varn- arleysi Íslands hefur vakið mikla athygli. Og þá ekki síð- ur sú staðreynd, að Jónatan Þórmundsson prófessor, sem fyrir nokkrum misserum var einn af forystumönnum vinstri arms Framsóknarflokksins, en sagði sig úr flokknum, er einn af aðstandendum hennar. Í ræðu, sem hann flutti á veg- um samtakanna s.l. mánudag og birt var í Mbl. í gær, segir Jónatan Þórmundsson: „Hlut- laust eða varnarlaust land er því miður ekki tímabært keppikefli Íslendingum. Landið yrði sökum smæðar sinnar og legu auðveldur leik- soppur í hinu miskunnarlausa þrátefli stórveldanna um áhrifasvæði. Við vitum nokk- urn veginn hvað við búum við, en vitum alls ekki, hvað við tekur, ef enginn aðili ber beina ábyrgð á vörnum lands- ins. Það er að vísu rétt, að erf- itt er að segja með vissu, hvers eðlis sú hætta er, sem að okkur getur steðjað. Kannski mundi það allt slampast með öryggi landsins, en þessa áhættu viljum við ekki taka enn sem komið er, a.m.k. ekki í andstöðu við bandalagsþjóðir okkar, er telja slíka aðgerð af okkar hálfu ótímabæra.““ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KALDA STRÍÐIÐ OG HRYÐJUVERKASTRÍÐIÐ Þegar kalda stríðið geisaði vékallt annað til hliðar. Kaldastríðið hafði ekki aðeins gífur- leg áhrif á samskipti þjóða í milli heldur einnig innan einstakra ríkja. Kalda stríðið mótaði t.d. öll stjórn- málaátök og samskipti á milli manna hér á Íslandi í fjóra áratugi og gerir enn að hluta til. Þegar kalda stríðinu lauk var það von margra, að þjóðir heims gætu nú einbeitt sér að lausn annarra vandamála, svo sem fátækt- ar og sjúkdóma. Það er nokkuð til í þeim áhyggjum, sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í ræðu á ráðstefnu í Davos í Sviss í gær. Hann varaði við því, að áherzla Bandaríkja- manna á stríðið gegn hryðjuverka- mönnum gæti aukið á spennu og ógn- að mannréttindum. Jafnframt því að draga athygli um of frá fátækt, hungri og sjúkdómum. Kalda stríðið hafði m.a. þessi hlið- aráhrif: hugur fólks var heltekinn af átökum kalda stríðsins og athyglin beindist öll að þeim átökum. Stríðið við hryðjuverkamenn er raunverulegt. Þeir eru raunveruleg ógn eins og dæmin sanna. Banda- ríkjamönnum hefur tekizt að stöðva þá af. Þeir hafa ekki lengur sama svigrúm og áður. Bandaríkjamenn og Bretar hafa líka náð meiri árangri með innrásinni í Írak en handsama Saddam Hussein. Stefnubreyting Líbýumanna sýnir, að með innrásinni hafa þeir haft grundvallaráhrif á við- horf einstakra ríkja til umhverfis síns. En þótt stríðið gegn hryðjuverka- mönnum sé mikilvægt er það rétt hjá Kofi Annan, að það má ekki hafa þau áhrif, að viðleitni til þess að leysa önnur stóralvarleg vandamál hverfi í skuggann. Fátæktin í heiminum er hræðileg. Hungursneyð er auðugri hluta mannkynsins til skammar og það er sameiginlegt vandamál þjóða um allan heim að ná tökum á sjúk- dómum. Baráttan gegn hryðjuverkamönn- um má heldur ekki verða til þess að vikið sé frá grundvallarþáttum í mannréttindum, eins og margir hafa nú áhyggjur af varðandi Bandaríkin. Hið sama gerðist raunar á fyrstu ár- um kalda stríðsins, þegar bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn McCarthy hélt bandarísku þjóðinni um skeið hugarfarslega í greipum sér með ásökunum í allar áttir um að menn væru handbendi kommúnista. En McCarthyisminn í Bandaríkjun- um lét undan síga og ganga verður út frá því sem vísu, að þau öfl í Banda- ríkjunum, sem vilja notfæra sér stríð- ið gegn hryðjuverkamönnum til ann- arra verka, muni einnig verða stöðvuð af. Ræða Kofi Annans eru orð í tíma töluð. Með því er ekki sagt, að Banda- ríkjamenn hafi gengið of langt í bar- áttu sinni gegn hryðjuverkamönnum. Þjóðir heims standa í þakkarskuld við þá fyrir að hafa tekið þessa bar- áttu upp af þeirri einbeitni, sem raun ber vitni um. En þessi barátta má ekki hafa sömu áhrif og kalda stríðið hafði, að öllu öðru verði vikið til hlið- ar. Þess vegna eigum við að hlusta á Kofi Annan, þegar hann segir: „SÞ ber einnig að vernda milljónir meðbræðra okkar fyrir öllu gamal- kunnari ógnun, fátækt, hungri og banvænum sjúkdómum.“ B obby Fischer lifir lífi útlaga. Hann hefst sennilega við í Tókýó, en það er erfitt að hafa uppi á honum. Dag- blaðið Sydney Morning Herald reyndi í nóvember og hafði ekki erindi sem erf- iði, en komst þó að því að japanska skáksambandið tæki á móti bréfum, sem stíluð væru á Fischer. Hann hefur ekki getað farið til Bandaríkjanna frá því að hann tefldi við Borís Spasskí, sinn gamla andstæðing úr einvígi aldarinnar, í Júgóslavíu árið 1992 í trássi við við- skiptabann Bandaríkjanna. Síðan hefur hann flakkað á milli staða, búið í Ungverjalandi, Hong Kong, Filippseyjum og nú í Japan. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi fyrir að virða ekki bannið. Fischer er nú kominn á sjötugsaldur og hvert skipti sem hann kemur fram opinberlega lætur hann vaða á súðum. En þótt Fischer sé óspar á skoðanir sínar fækkar viðtölunum jafnt og þétt. Nú er svo komið að hann kemst nánast hvergi að, einna helst að hann láti á sér kræla á Netinu. Málflutningur Fischers er uppfullur af hatri og andúð á gyðingum eins og kom fram í viðtali, sem Egill Helgason átti við hann á Skjá einum fyrir nokkru. Hann heldur því fram að gyðingar stjórni Bandaríkjunum og þeir ofsæki sig. Þegar hryðjuverkin voru framin í Bandaríkj- unum 11. september 2001 lýsti Fischer því yfir að þetta væru dásamlegar fréttir: „Ég fagna þess- um verknaði. Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa slátrað Palestínumönnum í áratugi. Öllum var sama. Nú fá Bandaríkjamenn að kenna á því. Fjandinn hirði Bandaríkin. Ég vil að Bandaríkin verði þurrkuð út.“ Eftir þessi ummæli var honum vikið úr bandaríska skáksambandinu. Á taflborði kalda stríðsins Það er erfitt að tengja Bobby Fischer nú- tímans skáksnillingn- um, sem fyrir þrjátíu árum rúmum lagði heiminn að fótum sér. Vissu- lega var Fischer kenjóttur og stöðugar kröfu- gerðir hans og athugasemdir virtust engan enda ætla að taka, en þó var hann laus við þá beiskju og hatur, sem nú virðast hafa heltekið hann. Skömmu fyrir jól kom út bók eftir tvo breska höfunda, David Edmonds og John Eidinow, um einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík árið 1972. Bobby Fischer Goes to War heitir bókin eða Bobby Fischer fer í stríð og ber undirtitilinn Sanna sagan af því hvernig Sovétmenn töpuðu mikilvægasta skákeinvígi allra tíma. Bókin var reyndar fyrst sett í dreifingu í íslenskum bóka- búðum, en er einnig komin í verslanir beggja vegna Atlantshafsins núna og hafa dómar um hana birst víða. Þar er að finna sannfærandi lýs- ingu á andrúmsloftinu á Íslandi í kringum einvíg- ið. Leitað hefur verið fanga víða og reynt að end- urspegla sjónarmið sem flestra. Margir koma við sögu og öllu er til skila haldið, hvort sem það er Henry Kissingar eða Sæmundur Pálsson, Sæmi rokk, sem ekki var aðeins fylgdarmaður Fischers á Íslandi, heldur gerði allt til að verða við óskum hans og gekk jafnvel lengra en til var ætlast, til dæmis með því að flýta klukkum til að tryggja að skákmaðurinn væri á réttum tíma. Í bók þessari er því lýst hvernig einvígið varð að tákni fyrir átök austurs og vesturs og skákmennirnir peð á taflborði kalda stríðsins. En þó voru hvorki heimsmeistarinn né áskorandinn dæmigerðir fulltrúar austurs og vesturs. Áður hefur verið skrifað um einvígið í Reykja- vík og ber þar helst að nefna eftirminnilega bók Freysteins Jóhannssonar, blaðamanns á Morg- unblaðinu, Fischer gegn Spassky, sem kom út ár- ið 1973, árið eftir einvígið. Styrkur bókar Frey- steins er nálægðin við einvígið. Edmond og Eidinow eru að púsla saman atburðarásinni löngu síðar, en þeir höfðu aðgang að ýmsum heimildum, sem ekki voru aðgengilegar þá, og fyrir vikið verður frásögn þeirra af öðrum toga. Kveikti skák- áhuga heillar kynslóðar Einvígi Fischers og Spasskís fór fram sumarið 1972 og setti allt landið á annan endann. Spennan laut ekki aðeins að skák- inni. Hún snerist um það hvort Fischer myndi yf- ir höfuð mæta til leiks og upp á hverju hann myndi taka eftir að hingað kom. Menn fylgdu ým- ist Fischer eða Spasskí að málum og oft réð hug- myndafræðin för frekar en skákin, en durgsleg framkoma Fischers og drengilegt viðmót Spass- kís gat einnig skipt máli. Á endanum gátu hins vegar fáir komið í veg fyrir að hrífast af skáksnilli Fischers. Áhrif einvígisins á Íslandi voru gagn- ger. Það kveikti skákáhuga heillar kynslóð og öfl- ug sveit stórmeistara varð til í kjöfar þess. Edmonds og Eidinow setja einvígið í alþjóðlegt samhengi. Edmonds sagði í samtali við bréfritara að margt í sambandi við einvígið hefði höfðað til þeirra. Þeir hafa skrifað aðra bók í sameiningu, Skörung Wittgensteins, sem fjallar um deilu Ludvigs Wittgensteins við Karl Popper þar sem sá fyrrnefndi hóf á loft skörung og hugðist láta hann dynja á þeim síðarnefnda. Að vissu leyti fannst þeim einvígi Fischers og Spasskís gefa svipað tækifæri til að fanga ákveðið augnablik í sögunni. „Á sínum tíma voru nokkrar bækur skrifaðar, en ekki hafði verið fjallað um einvígið í þrjá áratugi,“ sagði hann. „Flestar voru bækurn- ar skrifaðar út frá bandarískum sjónarhóli. Upp- lýsingarnar voru allar úr herbúðum Fischers, en hlið Spasskís virt að vettugi. Markmið okkar var að hluta til að skrifa fyllri lýsingu og að mörgu leyti er Spasskí jafn athyglisverður og Fischer.“ Í hinni hatrömmu baráttu milli austurs og vest- urs var Sovétmönnum mjög í mun að sýna yf- irburði hins sovéska kerfis. Risaveldin áttu í vopnakapphlaupi og þau voru í kapphlaupi um að komast út í geim. Fyrir einhverra hluta sakir var ákveðið að taka skákina og setja hana á stall. Ákveðið var að Sovétmenn skyldu ná algerum yf- irburðum í skák. Það tók nokkurn tíma, en frá 1923 fram á miðjan sjöunda áratuginn fjölgaði fé- lögum í sovéska skáksambandinu úr þúsund manns í þrjár milljónir manna. Árið 1948 varð Botvinnik fyrsti sovéski heimsmeistarinn í skák og eftir það skiptust sovéskir skákmenn á að hampa titlinum. Skylda Spasskís að tefla í þágu hins sovéska kerfis Borís Spasskí varð heimsmeistari árið 1969. Hann hafði verið fljótur til í skákinni. Árið 1956 var hann orðinn einn af fimm bestu skákmönnum heims, þá aðeins 19 ára. Skákin veitti Spasskí og fjölskyldu hans ýmis forréttindi, en þeim fylgdu kröfur. Litið var svo á að skylda Spasskís væri að tefla í þágu hins sovéska kerfis og hann ætti að halda merki þess á lofti. „Áttar Spasskí sig á því að hann ber móralska ábyrgð á því gagnvart allri sovésku þjóðinni hvernig einvígið fer?“ spurði Alexander Jakov- lev, sem þá var yfirmaður áróðursmála, en síðar einn af nánustu samstarfsmönnum Míkhaíls Gor- batsjovs. Í bókinni líta Edmonds og Eidinow svo á að Spasskí hafi ekki gert sér grein fyrir því, enda hafi sovéskir ráðamenn haft ýmsar efa- semdir. Spasskí var þjóðernissinni, en ekki gagn- vart Sovétmönnum. Hann átti til að segja hluti, sem stönguðust á við línuna frá Moskvu, til dæm- is að segja að kommúnistar hefðu eyðilagt náttúr- una eða að eistneski skákmaðurinn Keres kæmi frá hersetnu landi. Eins og höfundar bókarinnar benda á hefðu slík ummæli getað haft veruleg áhrif á framtíð manna í Sovétríkjunum og jafnvel varðað fangelsi, en vegna hæfileika sinna komst Spasskí upp með hluti, sem öðrum voru ekki veittir. Þeir segja að hins vegar væri of langt gengið að halda því fram að Spasskí hefði verið andófsmaður og vitna í Viktor Kortsnoj: „Þegar ég flúði leit ég á sjálfan mig sem andófsmann á tveimur fótum, en Spasskí var einfættur andófs- maður.“ Haft er eftir vinum Spasskís að hann hafi látið sem hann væri einfeldningur þegar á þyrfti að halda vegna þess að þeim væri frekar fyrirgefið að fara yfir strikið. Undrabarnið Fischer Hafi Spasskí verið bráðger var Fischer hreinræktað undra- barn. Hann valtaði yf- ir andstæðinga sína eins og jarðýta og ruddi sér ótrúlega léttilega braut að réttinum til að skora á Spasskí. Fyrsta fórnarlamb hans í áskorendaein- vígjunum var Mark Taimanov. Fischer sigraði hann með sex vinningum gegn engum. Í raun átti það ekki að geta gerst að stórmeistari tapaði öll- um skákum sínum í einvígi af þessum toga. Úr- slitin höfðu afgerandi áhrif á líf Taimanovs. Hann hafði brugðist kerfinu og var tekinn rækilega í gegn strax á flugvellinum þegar hann sneri aftur til Sovétríkjanna, missti síðan forréttindi sín og varð fyrir margs konar óþægindum. Það er vitaskuld eftirsóknarvert að verða heimsmeistari í skák, en veran á tindinum er erf- ið. Heimsmeistarinn er búinn að vinna allt, sem hægt er, og þarf nú að bíða þess að einhver komi og ryðji sér af tindinum. Menn hafa velt því fyrir sér hvort Spasskí hafi skort sigurvilja í Reykja- vík, hvort hann hafi í raun viljað tapa. Sovésk stjórnvöld höfðu á sínum tíma áhyggjur af því að undirbúningi Spasskís væri ábótavant og töldu að heimsmeistarinn hefði vísvitandi reynt að stjórna honum sjálfur og útiloka aðstoð. Ivo Nei, sem var aðstoðarmaður Spasskís í Reykjavík, neitar því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.