Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 39
að svo hafi verið og sjálfur fullyrðir Spasskí að
hann hafi lagt hart að sér við undirbúninginn.
Hann gat hins vegar ekki búið sig undir það, sem
átti eftir að gerast utan skákborðsins.
Fischer stillti
einvígishöld-
urum upp við
vegg
Fischer var aldrei sér-
staklega hrifinn af því
að einvígið færi fram í
Reykjavík, en ljóst var
að það yrði hvorki teflt
í Bandaríkjunum né
Sovétríkjunum. Fisc-
her setti hvert skilyrðið á fætur öðru og íslensk
yfirvöld með Guðmund G. Þórarinsson í broddi
fylkingar reyndu allt hvað þau gátu að koma til
móts við bandaríska snillinginn af ótta við að
hann myndi einfaldlega hætta við. Edmonds
kvaðst þegar bréfritari ræddi við hann vera
þeirrar hyggju að Fischer hefði ekki komist upp
með slíka hegðun í stærri borg en Reykjavík. Í
stórborg á borð við New York væri til dæmis svo
margt annað á seyði að heimurinn færist ekki
þótt einu skákeinvígi yrði aflýst. Með því að taka
að sér að halda einvígið hefðu Íslendingar hins
vegar lagt mikið undir og það væri alvarlegt mál
ef það færi ekki fram. Íslensk yfirvöld hefðu því
ekki verið í góðri aðstöðu til að bjóða Fischer
birginn í þeirri von að honum væri ekki full al-
vara, heldur væri hann einfaldlega að athuga
hvað hann gæti gengið langt. Þó var það ekki fyrr
en breskur auðkýfingur ákvað að skerast í leikinn
að loks var aflað nægilegs fjár til þess að Fischer
kæmi til Íslands, en þá átti einvígið að vera hafið
og heimsbyggðin hafði beðið þess með eftirvænt-
ingu að fregna hvort hann kæmi.
Heimsbyggðin
fylgist með
Það er reyndar ótrú-
legt að lesa frásögn
Edmonds og Eid-
inows af því hversu
mikla athygli einvígið vakti. Fjölmiðlar um allan
heim greindu frá gangi mála. Í Bandaríkjunum
var fjallað um skákina á forsíðum dagblaða. Fisc-
her og Spasskí voru á forsíðu New York Times
dag eftir dag. Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar
sendu tökulið og fréttamenn til Íslands. Skák-
skýringarþættir voru sýndir í bandarísku sjón-
varpi og slegin voru áhorfendamet. Ein sjón-
varpsstöð hóf að sýna dagskrá frá flokksþingi
demókrata sem voru að velja forsetaframbjóð-
anda, en hætti við þegar hundruð manna hringdu
til að kvarta. Fólk safnaðist saman í félagsheimil-
um og á öldurhúsum. Þjóðaríþróttin hafnabolti
varð að víkja fyrir skákinni. Í Sovétríkjunum var
áhuginn ekki minni og frásagnir af skákinni voru
með öðrum hætti en annar fréttaflutningur þar í
landi. Í skákskýringum dugði ekki að segja frá
hlutunum eins og yfirvöld vildu að þeir væru,
heldur hvað væri að gerast í raun. Þegar Spasskí
lék af sér var einfaldlega talað um hræðilegan af-
leik. Þegar halla tók undan fæti hjá sovéska
heimsmeistaranum hætti umfjöllunin hins vegar
að vera jafn áberandi.
Einvígið vakti ekki aðeins athygli í heimalönd-
um keppendanna og á Íslandi. Fylgst var með
skák frá Belgrað til Bangladesh.
Sköðuðu uppá-
tæki Fischers
Spasskí?
Í bókinni eru miklar
vangaveltur um það
hvort það hafi skaðað
Spasskí að stjórnend-
ur mótsins skyldu
leyfa Fischer að kom-
ast upp með hluti, sem klárlega hefði verið hægt
að refsa honum fyrir. Ógerningur er að fullyrða
að Fischer hafi viljandi beitt Spasskí sálfræði-
hernaði, en útkoman hefur án efa verið sú að
grafa undan sjálfstrausti heimsmeistarans. Fisc-
her mætti of seint til leiks og var fyrirgefið það.
Spasskí féllst á kröfu, sem kom fram á síðustu
stundu, um að tefla ekki í sal Laugardalshall-
arinnar, heldur hliðarherbergi vegna þess að
Fischer kvaðst hafa orðið fyrir truflun. „Spasskí
var séntilmaður,“ sagði Viktor Kortsnoj. „Sént-
ilmenn heilla ef til vill konur, en séntilmenn tapa í
skák.“
Sovétmenn voru sannfærðir um að verið væri
að grafa undan sínum manni og óttuðust meðal
annars að átt hefði verið við mat Spasskís. Sýn-
ishorn af ávaxtasafa var meira að segja sent til
Moskvu til greiningar, en reyndist ekki innihalda
nein skaðleg efni.
Það er athyglisvert að bera saman þann öfluga
bakhjarl, sem Spasskí hafði, og það hversu hóp-
urinn í kringum Fischer var í raun lítill í sniðum.
Höfundar bókarinnar fóru í ýmis skjalasöfn. Þeir
fengu ekki aðgang að skjölum um Fischer, en
fengu skjöl bandarísku alríkislögreglunnar um
móður hans, Regínu, sem lá undir grun um að
hafa verið sovéskur njósnari. Edmunds sagði að
bandarísk yfirvöld hefðu safnað saman stórum
bunka skjala um móður Fischers, þar sem farið
hefði verið ofan í smáatriði í lífi hennar. Þar kæmi
einnig fram að ýmsum hefði þótt Fischer til vand-
ræða. Bandaríska embættismannakerfinu var í
það minnsta lítið um það gefið hvað Fischer var
óútreiknanlegur. Henry Kissinger, sem á þessum
tíma var utanríkisráðherra, hringdi í Fischer
meðan hans var beðið á Íslandi, og skoraði á hann
að drífa sig af stað, en það gerði hann ekki í krafti
embættis síns, heldur skákáhuga. Í bandaríska
sendiráðinu í Reykjavík var dagskipunin að
blanda sér ekki í málið. Þegar Fischer fór fram á
greiða í sendiráðinu var svarið nei.
Hvort er betra,
eftir tafl eða
fyrir?
Þótt Spasskí berðist
hetjulega í síðustu
skákum einvígisins
tókst honum ekki að
snúa taflinu við. Hver
skák krafðist gríðar-
lega orku. „Ég veit ekki hvort er verra, fyrir tafl
eða eftir tafl,“ sagði hann. „Í löngu tafli fer skák-
maðurinn djúpt inn í sjálfan sig eins og kafari.
Síðan þarf hann að koma hratt upp á yfirborðið. Í
hvert skipti, hvort sem ég vinn eða tapa, verð ég
svo þunglyndur að ég vil deyja. Ég get ekki náð
sambandi við annað fólk. Ég vil hinn skákmann-
inn. Ég sakna hans. Sársaukinn hverfur ekki fyrr
en eftir ár.“
Eftir að Fischer hafði sigrað með 12,5 vinn-
ingum gegn 8,5 ræddi Spasskí um hinn nýja
heimsmeistara í viðtali, sem vitnað er til í bók-
inni: „Hann á erfiða tíma fyrir höndum. Nú líður
honum eins og guði. Hann heldur að öll sín vanda-
mál séu úr sögunni – hann mun eiga marga vini,
fólk mun elska hann, sagan mun láta að duttl-
ungum hans. En það er ekki raunin. Þegar komið
er svo hátt upp getur verið mjög kalt, mjög ein-
manalegt. Brátt tekur þunglyndið við. Ég kann
vel við hann og ég óttast það sem hann á í vænd-
um.“
Fischer var hins vegar í essinu sínu eftir ein-
vígið og lýsti yfir því að afl frelsisins hefði haft
betur í viðureign vesturs og austurs í Reykjavík.
Hann átti hins vegar ekki eftir að verja titilinn,
sem hann náði af Spasskí. Edmunds telur að
Fischer hafi verið einmana, eins og Spasskí sagði
í viðtalinu: „Það að vera heimsmeistari var svo
stór hluti af sálarlífi hans að hann gat ekki einu
sinni gert sér í hugarlund þá tilhugsun að tapa.
Og í huga sér getur hann enn haldið því fram að
hann sé heimsmeistari.“
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
„Nú líður honum
eins og guði. Hann
heldur að öll sín
vandamál séu úr
sögunni – hann mun
eiga marga vini,
fólk mun elska
hann, sagan mun
láta að duttlungum
hans. En það er ekki
raunin. Þegar kom-
ið er svo hátt upp
getur verið mjög
kalt, mjög einmana-
legt. Brátt tekur
þunglyndið við. Ég
kann vel við hann og
ég óttast það sem
hann á í vændum.“
Laugardagur 24. janúar