Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 55 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Kristinn var svo samgróinn hinu breið- firska umhverfi sem frekast má verða. Hann átti í veru- legum mæli ættir að rekja til Vest- ureyjanna svokölluðu og þekkti þar vel til, en átti þó sína bernsku í eyjum sem liggja meira miðsvæðis í firðin- um – Rauðseyjum, þar sem hann var fæddur, síðan í Akureyjum og Fag- urey, en þegar hann var á sautjánda ári fluttist fjölskyldan í Ólafsey, eina af Suðureyjum Breiðafjarðar, og bjó þar þangað til heimilisfaðirinn féll frá 1939. Skammt er milli Ólafseyjar og æskustöðva minna, Gvendareyja, og var samgangur mikill og samhjálp. Þarna man ég fyrst eftir Kristni sem ungum og gjörvilegum manni. Litlu yngri var Bergsveinn bróðir hans, en atvikin höguðu því svo, að þeir bræð- ur urðu síðar báðir mágar mínir. Bergsveinn lést fyrir um hálfu öðru ári. Kristinn dvaldist aldrei langdvöl- um fjarri hinum breiðfirsku byggð- um, festi ekki yndi annars staðar. Hann stundaði ekki heldur ferðalög að marki utan sinnar heimabyggðar, og tíðar utanlandsferðir samferða- mannanna nú í seinni tíð létu hann með öllu ósnortinn. Dragi einhver af þessu þá ályktun að Kristinn hafi verið sérlundaður einfari fer sá villur vegar. Þvert á móti var hann ákaf- lega félagslyndur og alla tíð mjög áhugasamur um málefni samfélags- ins, gegndi m.a. um skeið oddvita- störfum í Stykkishólmi, þar sem þau Sólveig systir mín bjuggu alla tíð, og sinnti þar einnig verkalýðsmálum. Kristni var létt um mál á mannfund- um og kom vel fyrir sig orði bæði í lausu máli og bundnu. Dálítið af efni birtist einnig eftir hann á prenti, einkum í tímaritinu Breiðfirðingi. Kristinn var lengi bifreiðarstjóri í Stykkishólmi, en sinnti þar einnig ýmsum öðrum störfum, jafnframt því sem hann stundaði áratugum saman sauðfjárbúskap að Skildi í Helga- fellssveit. En saman við þetta allt fóru einnig ýmiss konar eyjanytjar, auk sjóróðra í seinni tíð, og síðasta róðurinn fór hann ásamt félaga sín- um í haust sem leið. Sjúkdómslega Kristins stóð einungis fáeinar vikur. Hann hafði verið hraustur alla tíð ef frá er talið að hann þurfti að fara í mjaðmaaðgerðir, og á síðustu árum sótti á hann sjóndepra sem gerði hann ófæran um lestur og skriftir. En sjóndepran varnaði honum ekki þess að rata um Breiðafjörð. Þar KRISTINN BREIÐ- FJÖRÐ GÍSLASON ✝ Kristinn Breið-fjörð Gíslason fæddist í Rauðseyj- um á Breiðafirði 9. október 1919. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 10. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stykkis- hólmskirkju 24. jan- úar. þekkti hann hverja eyju, hólma og sker, sem og strauma, sund og blinda boða. Þær eru ótaldar ferðirnar sem ég hef farið með honum inn um eyjar Breiða- fjarðar með fjölskyldu eða vinum. Síðasta og ein hin eftirminnileg- asta slíkra ferða var farin fyrir um hálfu öðru ári, þegar Sigur- björn Einarsson biskup og nokkrir niðja hans, alls um 15 manns, leigðu sér bát í Stykk- ishólmi og buðu mér að fljóta með, en Kristinn tók að sér að leiða skip- stjórnarmanninn um hin vandrötuðu sund þegar heimsóttar voru fjórar af þeim fimm eyjum sem í byggð voru í mynni Hvammsfjarðar fram um miðja síðustu öld. Hittum við á þess- um vordegi fólk fyrir í þeim öllum, en sr. Sigurbjörn hafði byrjað prestskap sinn á Breiðabólstað á Skógarströnd og þá m.a. sinnt farkennslu í eyjun- um. Ég var um fermingaraldur þegar foreldrar mínir brugðu búi í eyjunum og fluttust suður. Sú ráðabreytni var mér unglingnum ekki beint að skapi, en það dró úr eftirsjánni að ég fékk að dveljast hjá þeim Sólveigu systur minni og Kristni í Stykkishómi sum- arið eftir og var þá með honum í margvíslegu eyjastússi. Þetta var ungum dreng lærdómsríkur tími svo fumlaust sem Kristinn gekk til verka, skipti aldrei skapi, hélt ró sinni á hverju sem gekk, og þannig var það ætíð. Svo undarlega sem það lætur í eyr- um nútímafólks þá tíðkaðist það ekki meðal eyjamanna að hafa neins kon- ar björgunartæki um borð í bátum sínum, sem voru þó þeirra helstu at- vinnu- og samgöngutæki, og furðu- sjaldan var það að mönnum hlekktist á. Ég spurði Kristin nýlega hvort hann hefði aldrei komist í hann krappan í eyjagöslinu. Jú, einu tilviki mundi hann eftir – þegar hann fór við annan mann með háfermi af heyi gegnum Kolkistung, og lentu þeir í hringiðu á hörðu falli svo að báturinn lagðist nálega á hliðina. En aftur- kastið svokallað varð þeim til bjargar þegar þeir komu út úr straumnum og rétti bátinn við. Þetta er sá straumur þar sem Þorsteinn surtur braut skip sitt forðum eins og frá segir í Lax- dælu og heitir þar Kolkistustraumur. Fórust allir nema einn maður er Guðmundur hét, „hann rak á land með viðum“ þar sem síðan heita Guð- mundareyjar (Gvendareyjar). Eftir á að hyggja grunar mig raunar að það hafi verið þekking Kristins á því hvernig með bát skuli fara í hörðum straumi sem mestu réð um farsælar lyktir heyflutningsins. Svo stríðir sem straumar geta ver- ið þegar þeir eru í ham, fylgir því viss unaður þegar þeir kyrrast á liggjand- anum. Um það kemst Kristinn svo að orði í kvæði sínu um Brattastraum, sem talinn er einna harðastur strauma í Breiðafirði: Þú átt til líka annað viðmót – unaðsþýðan lækjarnið. Er flóðbylgjan við landið lækkar, lygnir um þitt hildarsvið. Þeim fækkar nú óðum sem áttu sín manndómsár á síðustu áratugum byggðar í eyjunum í mynni Hvamms- fjarðar. Einn sannasti fulltrúi þess mannlífs hefur nú kvatt á jafnhljóð- látan hátt sem straumur á liggjanda eða fuglar sem hljóðna um lágnætti við Breiðafjörð. Hans er nú sárt saknað af þeim sem áttu með honum langa samleið í leik og starfi. Einar Sigurðsson. Kristinn Breiðfjörð Gíslason, eða Ninni eins og hann var oft nefndur, föðurbróðir minn er látinn eftir stutta en harða sjúkdómslegu. Ninni var alinn upp í Rauðseyjum, Akureyjum, Fagurey og Ólafsey á Breiðafirði við öll almenn eyjastörf og var mikill Breiðfirðingur og eyja- maður alla tíð. Það var eftirvænting í huga mínum þegar ég snáði á 10. ári fór í fyrsta sinn árið 1959 til sumardvalar vestur í Stykkishólm hjá Kristni föðurbróð- ur mínum og Sólveigu (Sillu) konu hans, sem er móðursystir mín. Rútu- ferðin tók þá lungann úr deginum og gott að koma á heimili þessa frænd- fólks míns sem átti eftir að reynast mér svo vel þessi þrjú sumur sem ég dvaldi hjá þeim og ævinlega síðar. Ninni og Silla bjuggu þá ásamt dætrum sínum þremur í Hjaltalíns- húsi sem stóð á horni Skólastígs og Hafnargötu. Hjaltalínshús varð síðar eldi að bráð og var mikill sjónarsvipt- ir að. Á legunni við hafskipabryggjuna framan við Hjaltalínshús lá Sigur- fari, stór og öflugur sexæringur, sem Ólafur í Hvallátrum, föðurbróðir Ninna, hafði smíðað fyrir Gísla afa árið 1901 og hafði verið í eigu Ninna frá láti afa 1939. Ninni hafði mörg járn í eldinum, stundaði búskap á Skildi og Ytri- Drápuhlíð í Helgafellssveit, var vöru- bílstjóri og rak sína eigin vörubifreið, stundaði sjóinn og nytjaði ýmis eyja- hlunnindi. Hann starfaði mikið að fé- lagsmálum og gegndi margvíslegum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum fyrir samfélag sitt, var formaður Verka- lýðsfélags Stykkishólms og sat fjöldamörg ASÍ-þing, hann var og formaður stjórnar Kaupfélags Stykkishólms. Hann tók virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins og var hreppsnefndarmaður og oddviti sveitar sinnar og fréttaritari, ljós- myndari og umboðsmaður Tímans. Sláturhússtjóri var hann einnig í mörg ár. Þó held ég að Ninni hafi fyrst og fremst verið fjárbóndi. Það kom blik í augun á honum þegar hann sagði mér að hann hefði allt frá fæðingu átt fé, myndi ekki eftir sér öðruvísi en að fást við fé. Ninni annaðist mjólkurflutninga í Helgafellssveit. Fyrirkomulagið var þannig að íbúar Stykkishólms gerðu samning, hver við sinn bónda. Mjólk- urbrúsarnir voru 1–5 lítra, hver bær var með sinn lit og hver fjölskylda síðan með sitt númer. Skilaði fólk þeim að kvöldi í lítinn skúr er stóð niðri á plani aftan við Apótekið. Dag- urinn hjá okkur frændum byrjaði þannig að eldsnemma fórum við og röðuðum öllum brúsunum á pallinn á Chevrolet 1947-vörubíl Ninna, brús- arnir voru svo margir að þeir fylltu pallinn. Síðan var ekið af stað og fyrsti áfangastaður var ávallt á Kljá þar sem bjó Magnús uppeldisbróðir og frændi Ninna ásamt konu sinni Halldóru. Þar beið okkar vel útilát- inn morgunverður. Áfram var haldið að Bjarnarhöfn. Þar var tekinn fyrsti skammturinn af brúsum og tómum brúsum skilað í staðinn, síðan var ek- ið af stað til baka og komið við á hverjum bæ þar sem kúabúskapur var og komið til Stykkishólms upp úr kl. 9. Eins og að líkum lætur mátti ekki aka hratt því þá var hætta á að brúsar hoppuðu af pallinum, sem var opinn. Einnig var slæmt ef mikið ryk var og þurfti oft að gæta varúðar þess vegna. Dagurinn leið síðan við öll almenn sveitastörf og heyskap á Skildi og í Drápuhlíð. Ninni átti ný- lega Hanomag-dráttarvél með ámoksturstækjum sem bæjarstrák- urinn fékk að vinna á, bæði slá, raka, moka, draga o.fl. Var það að sjálf- sögðu mikið ævintýri. Stundum fékk ég líka að prófa „Sérvann“ og var þar lagður grunnur að mikilli bíladellu sem enn varir. Síðdegis og á kvöldin tók Ninni síðan að sér margs konar flutning, minnist ég nokkurra ferða með kol o.fl. inn á Skógarströnd. Voru það stundum ævintýraferðir, vegir lélegir og mikið lagt á burð- arlítinn bílinn. Þegar ekki var unnið við störf í landi var farið á sjóinn og inn í eyjar til eggjatöku, farið í kof- nafar, á fugla- og fiskveiðar, fé og annar búfénaður fluttur og margt fleira. Sigurfari var vel búinn seglum og gaman þótti Ninna að sigla ef byr gaf. Man ég vel er við sigldum eitt sinn í góðum austanbyr út Breiða- sund, þá brosti frændi. Á þessum ár- um var víða enn búið í eyjunum og oft fórum við í heimsóknir sem lifa í minningunni. Nú eru allar þessar eyjar komnar í eyði og sama gildir um flesta bæi á Skógarströnd. Sigurfara notaði Ninni allt fram á níunda áratug síðustu aldar er hann lagði honum og keypti sér nýrri bát, hann átti alltaf bát. Ninni rak fjárbú- skap á Skildi og reri til fiskjar á trillu sinni Teistu fram á síðasta ár, þá kominn á níræðisaldur. Ninni var meðalmaður á hæð, dökkur yfirlitum og samanrekinn. Verkmaður góður og fjölhæfur. Hann var glaðsinna og hafði góða nærveru, hláturmildur, vinmargur og félagslyndur. Hann var ljóðelskur og átti auðvelt með að yrkja. Hann hafði yndi af því að dansa og setti sig ekki úr færi að fá sér snúning ef hann gat. Hann var fróður og tók þátt í þjóðfélagsumræðunni og skrifaði greinar í blöð auk greina í tímaritið Breiðfirðing. Hann var rökfastur og fylginn sér, sumir sögðu hann þrjóskan, það held ég að geti vel ver- ið satt. Hann var umtalsgóður og átti sér held ég engan óvildarmann þótt auðvitað hafi stundum gustað um hann, sem eðlilegt er, mann sem tók virkan þátt í pólitík og gegndi svo margvíslegum félagsstörfum. Það var mannbætandi að fá að kynnast Ninna og eiga hann að vini. Blessuð sé minning hans. Sigurður Bergsveinsson. Það þóttu svipminni stjórnmála- fundir í Stykkishólmi ef Kristinn B. Gíslason var ekki mættur. Hann var mikill áhugamaður um þjóðmál og notaði hvert tækifæri til þess að ræða atvinnumál, stjórnmálaviðhorfið og ekki síður bæjarmálin. Og hann tók til máls á öllum slíkum fundum þar sem færi gafst til rökræðna og spurði áleitinna spurninga, jafnt samherja í stjórnmálunum sem aðra er hann átti ekki samleið með á þeim vettvangi. Undirritaður var meðal þeirra sem hann átti ekki samleið með í flokka- kerfi stjórnmálanna. Það breytti því ekki að kynni mín af Kristni B. voru einkar ánægjuleg enda fór þar mæt- ur maður. Áhugasamur um sveitarfé- lagið og fús til þess að leggja sitt af mörkum í þágu samfélagsins. Leiðir okkar Kristins lágu fyrst saman er hann var skoðunarmaður reikninga Stykkishólmsbæjar. Það verk vann hann af mikilli kostgæfni og ábyrgðartilfinningu og naut þar reynslu sinnar sem fyrrverandi hreppsnefndarmaður. Við þau tæki- færi gáfust jafnframt skemmtilegar stundir til að rýna jafnt í heimsmálin sem og að rifja upp sögur og sagnir úr Breiðafjarðareyjum þar sem hann þekkti allt mannlíf mjög vel. Kristinn B. Gíslason var mikill Breiðfirðingur og hélt til haga reynslu sinni og þekk- ingu á lífsbaráttu þeirra sem eyjabú- skap stunduðu á síðustu öld. Um það má lesa í mörgum ágætum greinum eftir Kristin B. í ritinu Breiðfirðingi. Stjórnmálamenn verða þess jafn- an varir hvar drengskap er að finna þegar háar öldur rísa kringum þá. Slíka eiginleika fann ég í fari Kristins B. Gíslasonar. Með þessum fáu línum vil ég minnast mæts samferðar- manns og sendi eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Sturla Böðvarsson. Sárt er nú að sjá á bak sóma og manndómsvini. Lífið hefur linað tak á sönnum Íslands syni. Siglir nú til ljóssins landa kominn loka stund englar þér til beggja handa leiði þig á herrans fund. Enn fækkar hetjum Breiðarfjarð- ar við andlát Kristins vinar míns. Það kom enginn að tómum kofan- um að ræða við Kidda um báta og sjó- sókn enda var sjórinn hans líf og yndi, við höfum á undanförnum árum átt margar góðar samverustundir enda áhugamálin þau sömu. Kristinn var fróður um staðsetn- ingu gamalla fiskimiða og siglinga- leiða á Breiðarfirði. Við gátum oft gleymt okkur þegar við vorum að finna út hvaða siglingaleið væri best að fara á þennan staðinn og hinn. Það var ekki aðalatriðið að koma með mikinn afla að landi heldur það að komast á sjóinn og finna öldurnar hjala við bátinn, þá var vinur minn sæll. Leiðir okkar Kristins lágu fyrst saman þegar við vorum unglingar, eftir það skildu leiðir en fyrir nokkr- um árum flutti ég í Hólminn og þá tókst með okkur vinátta á ný. Þó ára- tugir hefðu bæst á okkur þá vorum við enn með ævintýramennsku stráklinganna ósnortna, því varð það úr að við rérum saman á Teistunni, bát Kristins. Kiddi var á því að við yrðum góðir saman þótt gamlir værum, honum var farið að daprast mikið sjón og sagði: þú stýrir, ég segi þér til… þú þekkir fjöllin sem ég nefni því ég sé þau ekki. Kristinn kom oft við hjá okkur hjónunum á Austurgötunni á ferð sinni niður að höfn til að gá að Teist- unni sinni, þá var spjallað um heima og geima og ljóst að þar fór fróður maður. Ég mun sakna vinar því Kristinn var ljúfmenni sem reyndist mér vel, hvort sem rétta þurfti hjálparhönd eða treysta vináttuna. Við Sigrún kveðjum kæran vin og sendum dýpstu samúðarkveðjur til eiginkonu Kristins og annarra ætt- ingja. Gunnlaugur Valdimarsson. AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.