Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Snorri Snorrason flugstjóri,sem hefur átt heiðurinn aðþessum flugsöguminjumfékk brezkan listamann aðnafni Wilfred Hardy til
þess að teikna þessar tvær flugvélar
í íslenzku umhverfi. Myndin er af
vélunum yfir Öskjuvatni með
Herðubreið í baksýn. Síðan tók
Haukur Snorrason, ljósmyndari,
sonur Snorra mynd af þeim fjórum
mönnum, sem flugu vélunum. Þeir
eru frá vinstri Smári Karlsson flug-
stjóri, Karl Eiríksson, forstjóri, sem
lengi var formaður Flugslysanefnd-
ar, Jóhannes Snorrason, flugstjóri
og Magnús Guðmundsson, flug-
stjóri. Allir þessir menn flugu vél-
unum fyrstu árin og Karl frá 1948,
en hann flaug annarri þeirra síðustu
ferðina haustið 1949.
Snorri Snorrason segir um mál-
verkið, sem Wilfred Hardy málaði,
að það sé svo vel gert, að þeir, sem
hafi skoðað það séu dolfallnir yfir
nákvæmni og fínum pensildráttum
listamannsins, sem fer aldrei auð-
veldustu leiðina, heldur málar báðar
vélarnar í sitthvorum prófílnum.
Hardy er að mála fyrir Snorra fleiri
gamlar flugvélamyndir, sem eru
horfnar sjónum manna.
Jóhannes Snorrason, flugstjóri,
sem best þekkti Rapid De Havill-
and-vélarnar skrifaði ágrip af sögu
þeirra, sem hér fer á eftir:
„Vorið 1944 virtust úrslit styrj-
aldarinnar ekki langt undan og sig-
ur Bandamanna í augsýn. Bjartsýni
og áhugi Íslendinga á ferðalögum
hafði aukist til muna, en önnur af
tveim farþegaflugvélum Flugfélags
Íslands, fjögurra sæta bátaflugvél
af Waco-gerð, hafði laskast veru-
lega í flugtaki á Hornafirði 1943.
Eina farþegaflugvél landsmanna
var því flugvél af gerðinni Beechc-
raft 18D, sem Flugfélagið hafði
keypt frá Bandaríkjunum 1942 og
hafði sæti fyrir 8 farþega. Þessi
eina flugvél annaði ekki þörfinni
nema að hluta, en eftirspurn eftir
ferðalögum um landið óx hröðum
skrefum, eftir því sem nær dró lok-
um ófriðarins.
Stjórn Flugfélagsins hafði auga-
stað á tveggja hreyfla, átta sæta
farþegaflugvélum, sem framleiddar
voru í De Havilland-flugvélaverk-
smiðjunum í Bretlandi, en útflutn-
ingur farþegaflugvéla þaðan hafði,
af eðlilegum ástæðum, verið stöðv-
aður þegar ófriðurinn hófst 1939.
Það þótti því tíðindum sæta þegar
útflutningsleyfi var veitt fyrir tvær
nýjar flugvélar, De Havilland Drag-
on Rapide 89A, til Íslands vorið
1944. Tvennt kom til. Bresk hern-
aðaryfirvöld hér á Íslandi voru mál-
inu meðmælt, en þar við bættist
sérstök velvild eins af frægustu orr-
ustuflugmönnum Breta, sem barðist
í fyrri heimsstyrjöld. Hann beitti
áhrifum sínum í þessu máli, og mun
það hafa ráðið úrslitum.
Þessi maður var Lord Harold
Balfour of Inchrye, sem var flug-
málaráðherra Breta á tímum orr-
ustunnar um Bretland og mikill
áhrifamaður í flugmálum bæði fyrr
og síðar.
Flugvélarnar tvær voru fluttar í
kössum sjóleiðina til Íslands. Þær
voru settar saman í flugskýli Flug-
félagsins við Skerjafjörð af flug-
virkjum félagsins.
Fyrri flugvélinni, sem hafði ein-
kennisstafina TF-ISM, var reynslu-
flogið 1. maí og þeirri síðari, sem
hafði einkennisstafina TF-ISO, hinn
17. ágúst. Jóhannes R. Snorrason
reynsluflaug báðum og flaug síðan
fyrsta farþegaflugið til Melgerðis-
mela 2. maí, daginn eftir reynslu-
flugið á TF-ISM.
De Havilland-flugvélarnar reynd-
ust mjög vel og voru báðar notaðar
bæði í reglubundnu farþegaflugi og
við síldarleit fyrir Norðurlandi um
langt árabil.
TF-ISO nauðlenti á hafinu norð-
austur af Langanesi og hafði þá lent
í þoku og slæmu skyggni með tak-
markaðan forða eldsneytis. Þriggja
manna áhöfn var bjargað í sænskt
síldveiðiskip, sem var á heimleið, og
sakaði engan. Þetta var í ágústmán-
uði árið 1945 í síldarleitarflugi.
Flugvélinni TF-ISM var eytt
þegar kom fram á sjötta áratuginn
og hennar var ekki lengur þörf hjá
félaginu.
De Havilland-flugvélarnar höfðu
aðeins sæti fyrir einn flugmann.
Þær voru búnar tveim 200 hestafla
raðhreyflum af Gypsy-Queen-gerð,
sem voru hljóðlátir og gangvissir.
Flugvélarnar voru hæggengar og
liprar í meðförum.“
Ljósmynd: Haukur Snorrason
De Havilland-flugvélarnar reyndust mjög vel og voru báðar notaðar bæði í reglubundnu farþegaflugi og við síldarleit fyrir Norðurlandi um langt árabil. Hér eru kapp-
arnir fjórir, sem flugu vélunum á sínum tíma, frá vinstri: Smári Karlsson, Karl Eiríksson, Jóhannes Snorrason og Magnús Guðmundsson.
Frægar flugvélar úr Íslandssögunni
Rapid De Havilland-
flugvélarnar á mynd breska
listamannsins Wilfred
Hardy af tveimur flugvélum
yfir Öskjuvatni eru hluti ís-
lenskrar flugsögu. Hér er
rifjuð upp saga vélanna.
ÚTSALAN ER Í
VEIÐIHORNINU
RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM
ALLT Í SKOTVEIÐINA
Byssur á mikið lækkuðu verði (í Síðumúla)
Vandaðir amerískir felugallar 30% afsláttur
Byssutöskur, pokar og felunet 30% afsláttur
Gervigæsir, 12 í kassa, kr. 6.999 (örfá karton eftir)
ALLT Í STANGAVEIÐINA
Kaststangir á mikið lækkuðu verði
Flugustangir og hjól á mikið lækkuðu verði
Vöðlur, jakkar, vesti, línur og fleira
10 spúnar að eigin vali kr. 1.750
20 laxaflugur í boxi kr. 3.900
OPIÐ Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-17
Landsins mesta úrval af hnýtingaefni og verkfærum
15% afsláttur meðan á útsölu stendur
Veiðihornið Hafnarstræti 5 - sími 551 6760
Veiðihornið Síðumúla 8 - sími 568 8410
Sjá upplýsingar á www.veidihornid.is