Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Snorri Snorrason flugstjóri,sem hefur átt heiðurinn aðþessum flugsöguminjumfékk brezkan listamann aðnafni Wilfred Hardy til þess að teikna þessar tvær flugvélar í íslenzku umhverfi. Myndin er af vélunum yfir Öskjuvatni með Herðubreið í baksýn. Síðan tók Haukur Snorrason, ljósmyndari, sonur Snorra mynd af þeim fjórum mönnum, sem flugu vélunum. Þeir eru frá vinstri Smári Karlsson flug- stjóri, Karl Eiríksson, forstjóri, sem lengi var formaður Flugslysanefnd- ar, Jóhannes Snorrason, flugstjóri og Magnús Guðmundsson, flug- stjóri. Allir þessir menn flugu vél- unum fyrstu árin og Karl frá 1948, en hann flaug annarri þeirra síðustu ferðina haustið 1949. Snorri Snorrason segir um mál- verkið, sem Wilfred Hardy málaði, að það sé svo vel gert, að þeir, sem hafi skoðað það séu dolfallnir yfir nákvæmni og fínum pensildráttum listamannsins, sem fer aldrei auð- veldustu leiðina, heldur málar báðar vélarnar í sitthvorum prófílnum. Hardy er að mála fyrir Snorra fleiri gamlar flugvélamyndir, sem eru horfnar sjónum manna. Jóhannes Snorrason, flugstjóri, sem best þekkti Rapid De Havill- and-vélarnar skrifaði ágrip af sögu þeirra, sem hér fer á eftir: „Vorið 1944 virtust úrslit styrj- aldarinnar ekki langt undan og sig- ur Bandamanna í augsýn. Bjartsýni og áhugi Íslendinga á ferðalögum hafði aukist til muna, en önnur af tveim farþegaflugvélum Flugfélags Íslands, fjögurra sæta bátaflugvél af Waco-gerð, hafði laskast veru- lega í flugtaki á Hornafirði 1943. Eina farþegaflugvél landsmanna var því flugvél af gerðinni Beechc- raft 18D, sem Flugfélagið hafði keypt frá Bandaríkjunum 1942 og hafði sæti fyrir 8 farþega. Þessi eina flugvél annaði ekki þörfinni nema að hluta, en eftirspurn eftir ferðalögum um landið óx hröðum skrefum, eftir því sem nær dró lok- um ófriðarins. Stjórn Flugfélagsins hafði auga- stað á tveggja hreyfla, átta sæta farþegaflugvélum, sem framleiddar voru í De Havilland-flugvélaverk- smiðjunum í Bretlandi, en útflutn- ingur farþegaflugvéla þaðan hafði, af eðlilegum ástæðum, verið stöðv- aður þegar ófriðurinn hófst 1939. Það þótti því tíðindum sæta þegar útflutningsleyfi var veitt fyrir tvær nýjar flugvélar, De Havilland Drag- on Rapide 89A, til Íslands vorið 1944. Tvennt kom til. Bresk hern- aðaryfirvöld hér á Íslandi voru mál- inu meðmælt, en þar við bættist sérstök velvild eins af frægustu orr- ustuflugmönnum Breta, sem barðist í fyrri heimsstyrjöld. Hann beitti áhrifum sínum í þessu máli, og mun það hafa ráðið úrslitum. Þessi maður var Lord Harold Balfour of Inchrye, sem var flug- málaráðherra Breta á tímum orr- ustunnar um Bretland og mikill áhrifamaður í flugmálum bæði fyrr og síðar. Flugvélarnar tvær voru fluttar í kössum sjóleiðina til Íslands. Þær voru settar saman í flugskýli Flug- félagsins við Skerjafjörð af flug- virkjum félagsins. Fyrri flugvélinni, sem hafði ein- kennisstafina TF-ISM, var reynslu- flogið 1. maí og þeirri síðari, sem hafði einkennisstafina TF-ISO, hinn 17. ágúst. Jóhannes R. Snorrason reynsluflaug báðum og flaug síðan fyrsta farþegaflugið til Melgerðis- mela 2. maí, daginn eftir reynslu- flugið á TF-ISM. De Havilland-flugvélarnar reynd- ust mjög vel og voru báðar notaðar bæði í reglubundnu farþegaflugi og við síldarleit fyrir Norðurlandi um langt árabil. TF-ISO nauðlenti á hafinu norð- austur af Langanesi og hafði þá lent í þoku og slæmu skyggni með tak- markaðan forða eldsneytis. Þriggja manna áhöfn var bjargað í sænskt síldveiðiskip, sem var á heimleið, og sakaði engan. Þetta var í ágústmán- uði árið 1945 í síldarleitarflugi. Flugvélinni TF-ISM var eytt þegar kom fram á sjötta áratuginn og hennar var ekki lengur þörf hjá félaginu. De Havilland-flugvélarnar höfðu aðeins sæti fyrir einn flugmann. Þær voru búnar tveim 200 hestafla raðhreyflum af Gypsy-Queen-gerð, sem voru hljóðlátir og gangvissir. Flugvélarnar voru hæggengar og liprar í meðförum.“ Ljósmynd: Haukur Snorrason De Havilland-flugvélarnar reyndust mjög vel og voru báðar notaðar bæði í reglubundnu farþegaflugi og við síldarleit fyrir Norðurlandi um langt árabil. Hér eru kapp- arnir fjórir, sem flugu vélunum á sínum tíma, frá vinstri: Smári Karlsson, Karl Eiríksson, Jóhannes Snorrason og Magnús Guðmundsson. Frægar flugvélar úr Íslandssögunni Rapid De Havilland- flugvélarnar á mynd breska listamannsins Wilfred Hardy af tveimur flugvélum yfir Öskjuvatni eru hluti ís- lenskrar flugsögu. Hér er rifjuð upp saga vélanna. ÚTSALAN ER Í VEIÐIHORNINU RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM ALLT Í SKOTVEIÐINA Byssur á mikið lækkuðu verði (í Síðumúla) Vandaðir amerískir felugallar 30% afsláttur Byssutöskur, pokar og felunet 30% afsláttur Gervigæsir, 12 í kassa, kr. 6.999 (örfá karton eftir) ALLT Í STANGAVEIÐINA Kaststangir á mikið lækkuðu verði Flugustangir og hjól á mikið lækkuðu verði Vöðlur, jakkar, vesti, línur og fleira 10 spúnar að eigin vali kr. 1.750 20 laxaflugur í boxi kr. 3.900 OPIÐ Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-17 Landsins mesta úrval af hnýtingaefni og verkfærum 15% afsláttur meðan á útsölu stendur Veiðihornið Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 Veiðihornið Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sjá upplýsingar á www.veidihornid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.