Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
1 2 3 4 5 6 7
8
9 10
11
12
13 14
15 16
17
18
19 20 21
22
23 24
25 26
27
28
Lárétt
1. Úr húsi og til Reykjavíkur? (2+2+5)
4. Snærið sem ég hreyfi ætíð úr stað? (10)
9. Dofi beitunnar stafar af undrun. (7)
10. Að rýna í skáldverk? Nei ekki hluti af aðferðafræði bók-
menntafræðinnar heldur annarrar fræðigreinar. (10)
11. Erlend bygging sem er jafn stór og augu hunds. (6+7)
12. Rökstuddir að naut finnst hjá þér. (5)
13. Skúm lætur hjaðna á meðan hann er skrítinn til munns-
ins. (11)
15. Maður eða ílát úr tré. (5)
17. Levis 501 & skó tek ég með mér á ball. (8)
19. Flugeldadýr. (8)
22. Blóm nefnt eftir væntanlegri tengdadóttur Mundilfara?
(10)
23. Drengur með tvö nöfn hefur yfirbragð heilagleika. (9)
25. Ertu ljós matjurtaplanta? (8)
27. Hvíld lamdi inn í dýrið. (10)
28. Fá sinni heimtingu framgengt á litlum stað. (7)
Lóðrétt
1. Það að kjósa á milli Rolex, Swatch, eða Cartier? (5)
2. Það sem er notað til að girða frosna jörð? (8)
3. Þjófnaður á bókum er akademískur glæpur. (10)
4. Fangar drasl. (6)
5. Um tófu syng á heldur einfaldan hátt og um straff. (7)
6. Er satt að einn djöflaðist. (7)
7. Prómill 500 – alkóhólmagn fer minnkandi. (8)
8. Stakt tré. (5)
11. Það er spurning hvort þetta sé bolli sem tilheyrir ensku
fótboltafélagi? (8)
13. Fjáröflunarsöngur fótboltaliðs? (7)
14. Samhengislaus og er sallaróleg yfir því. (9)
16. Fór langafi ferð sem endaði illa. (11)
18. Hann átti dýrstu fingur á landinu. (7)
20. Harmandi á kjökri. (7)
21. Vilja skák en enda í tilgangslausri stöðu. (8)
24. Hvort list styrkist? (6)
26. Ja, uns tvíhöfða guð þessa mánaðar birtist. (5)
1. Afhverju er mögulegt að sjón-
varpsþátturinn Vinir verði ekki
sýndur í Kína?
2. Hvað heitir nýjasta plata Kelis?
3. Á hvaða hljóðfæri leikur
Guðmundur Jónsson í Sálinni
hans Jóns míns?
4. Hvað var rapparinn Mystikal
dæmdur í langt fangelsi á
dögunum?
5. Hvert var eitt sinn viðurnefni
breska tónlistarmannsins
John Lydon?
6. Eru Nicole Kidman og Lenny
Kravitz sundur – eða saman?
7. Hver leikur aðalhlutverkið í kvik-
myndinni Síðasti samúræjinn?
8. Hver leikstýrir Hringadróttins-
þríleiknum?
9. Hver var kosin Poppstjarna ársins
á Íslandi á mbl.is, í tengslum við
Íslensku tónlistarverðlaunin?
10. Hvað heitir Norðmaðurinn sem
sigraði í Heimsstjörnuleitinni?
11. Hver var fyrsta mynd Þráins Bert-
elssonar?
12. Hver leikstýrir söngleiknum
Chicago sem nú er á fjölunum í
Borgarleikhúsinu?
13. Hvaða leikarar fara með aðal-
hlutverkið í sjónvarpsþáttunum/
myndinni Allir litir hafsins eru
kaldir sem nú er í framleiðslu?
14. Hvað er HBO?
15. Hvað heitir þessi kona og
hvað gerir hún?
1. Það er talað of mikið um kynlíf í honum. 2. Tasty. 3. Gítar. 4. Sex ára langt fangelsi fyrir nauðg-
un. 5. Johnny Rotten. 6. Þau eru ekki saman lengur. Að minnsta kosti ekki þegar blaðið fór í
prentun! 7. Tom Cruise. 8. Peter Jackson.9. Birgitta Haukdal. 10. Kurt Nilsen. 11. Jón Oddur og
Jón Bjarni. 12. Þórhildur Þorleifsdóttir. 13. Hilmir Snær Guðnason og Þórunn Lárusdóttir. 14. Stór
kapalsjónvarpsstöð (í Bandaríkjunum). 15. Þetta er Sunna Gunnlaugs, djasspíanisti og tónskáld.
Spurt er Spurningakeppni um efni sem finna má ásíðum Fólks í fréttum í Morgunblaðinu.
LÁRÉTT: 1. Berserkur, 4. Blóðsökk, 7. Trompast,
9. Apaspil, 11. Eyjan+græna, 13. Batík, 14.
Kleppsvinna, 15. Terpentína, 17. Fagurgali, 19.
Bogadregnar, 21. Mælisvið, 22. Glinggló, 24.
Aronsstafur, 26. Rabelais, 27. Ballaða, 28.
Brellinn.
LÓÐRÉTT: 1. Betrumbót, 2. Semtex, 3. Kossa-
geit, 5. Óspar, 6. Systralag, 8. Varðstaða, 10.
Manngarmur, 12. Lítilsigldur, 14. Kveldlag, 16.
Raggeitur, 18. Reifastrangi, 19. Böggull, 20.
Eðalmálmur, 23. Samsull, 25. Nóatún.
Vinningshafi krossgátu
Guðrún Ormsdóttir, Öldugerði 5, 860
Hvolsvelli. Hún hlýtur í verðlaun bókina
Öxin og Jörðin eftir Ólaf Gunnarsson frá
JPV útgáfu.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
1 2 3 4 5 6
7 8 9
10
11 12
13
14
15 16 17 18
19 20 21
22 23
24 25
26 27
28
Verðlaun eru veitt fyrir
rétta lausn krossgát-
unnar. Senda skal þátt-
tökuseðilinn með nafni
og heimilisfangi ásamt
úrlausninni í umslagi
merktu Krossgáta
Sunnudagsblaðsins,
Morgunblaðið, Kringlan
1, 103 Reykjavík. Skila-
frestur á úrlausn kross-
gátunnar rennur
út fimmtudaginn 29.
janúar
Heppinn þátttakandi
hlýtur bók af bóksölu-
lista, sem birtur er í
Morgunblaðinu.
VINNINGUR ER GEFINN AF FÉLAGI ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFANDA.
K r o s s g á t u v e r ð l a u n
HEIMILSFANG
PÓSTFANG
NAFN
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl. is. Slóðin er: http://www.mbl. is/mm/folk/krossgata/index.html
Fyrirlestur á vegum Mannrétt-
indaskrifstofu Íslands verður
haldinn í Norræna húsinu fimmtu-
daginn 29. janúar kl. 12.15. Fyrirles-
ari er Hanna Sigríður Gunnsteins-
dóttir, lögfræðingur og með B.A.
próf í sálarfræði frá Háskóla Ís-
lands. Hanna Sigríður starfar sem
lögfræðingur í félagsmálaráðu-
neytinu. Titill erindis hennar er:
Kynning á störfum kvennanefndar
Sameinuðu Þjóðanna og nefndar
sem starfar á grundvelli samnings
Sameinuðu þjóðanna um afnám alls
misréttis gegn konum. Mun hún í er-
indi sínu m.a. gera grein fyrir að-
draganda að stofnun og störfum
nefndanna og þátttöku Íslands á
þessum vettvangi.
Efnahagsmál verða til umræðu á
fundi Verslunarráðs Íslands
þriðjudaginn 27. janúar kl. 12 á
Grand hóteli. Staða krónunnar
gagnvart öðrum gjaldmiðlum verður
rædd og þeirri spurningu velt upp
hvort aðrir gjaldmiðlar séu að ryðja
sér til rúms á Íslandi. Framsögu-
menn verða Vilhjálmur Egilsson
ráðuneytisstjóri en hann er nýkom-
inn til landsins eftir árs störf hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum í Washing-
ton, og Tryggvi Þór Herbertsson,
forstöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands.
Kynning á starfi ITC Hörpu.
Þriðjudaginn 27. janúar kl. 20 heldur
ITC deildinni Harpa í Reykjavík
kynningarfund í sal Flugvirkja-
félags Íslands í Borgartúni 22. ITC
miðar að því að efla sjálfstraust fé-
laga sinna og gera þeim kleift að tjá
sig af öryggi og æfa sig í skipulögð-
um vinnubrögðum í félagsstarfi, seg-
ir í fréttatilkynningu. ITC (Inter-
national Training on Communica-
tion) eru alþjóðleg þjálfunarsamtök
sem starfa í fjórum heimsálfum.
Tölvupóstfang ITC Hörpu er itc-
harpa@hotmail.com, heimasíða
http://www.life.is/itcharpa.
Á NÆSTUNNI
SUMARFERÐIR 2004 á vegum
Félags eldri borgara í Reykjavík
verða sem hér segir:
15.–16. júní: Snæfellsnes og
Flatey á Breiðafirði. Ekið í kring-
um Snæfellsjökul og markverðir
staðir skoðaðir. Siglt frá Stykkis-
hólmi til Flateyjar og eyjan skoðuð
meðan skipið fer til Brjánslækjar.
Leiðsögumaður: Tómas Einarsson.
18.–23. júní: Vestfirðir. Farið
verður á Rauðasand, Látrabjarg,
Bolafjall, Jökulfirði og Kaldalón.
Siglt til Hesteyrar og Vigur og að
Bæjum á Snæfjallaströnd. Leið-
sögumaður: Marías Þ. Guðmunds-
son.
29. júní–3. júlí: Norðurland. Ek-
ið um sveitir Norðurlands. Akur-
eyri, Grímsey, Vesturfarasafnið á
Hofsósi, Hólar í Hjaltadal, Þverár-
fjall, Skagaströnd. Blönduvirkjun,
heimleiðis um Kjöl. Leiðsögumað-
ur: Valgarð Runólfsson.
4.–10. júlí: Austurland. Ekið um
Suðurland til Hornafjarðar, um
Suðurfirðina til Reyðarfjarðar og
Neskaupstaðar, skroppið til Mjóa-
fjarðar, Kárahnjúkasvæðið skoðað.
Dettifoss, Mývatn. Heimleiðis um
Sprengisand. Leiðsögumaður: Val-
garð Runólfsson.
21.–25. júlí: Laugafell, Flateyj-
ardalur, Askja. Ekið um Sprengi-
sand að Fjórðungsvatni, þaðan til
Laugafells og um Eyjafjarðardali
til Akureyrar. Grenivík, ekið um
Dalsmynni og Flateyjardal út að
Brettingsstöðum við Skjálfanda.
Mývatn, Herðubreiðarlindir,
Drekagil, Víti og Askja. Leiðsögu-
maður: Borgþór Kjærnested.
22.–26. ágúst: Eldgjá, Lakagíg-
ar, Ingólfshöfði, Jökulsárlón. Ekið
um Þjórsárdal og Landmannalaug-
ar til Eldgjár og um Skaftártungu
til Kirkjubæjarklausturs. Lakagíg-
ar skoðaðir og gengið á Laka.
Fjaðrárgljúfur. Ekið austur að
Skaftafelli og Jökulsárlóni og í
bakaleið skroppið út í Ingólfshöfða.
Reynisfjörur, Dyrhólaey, Skógar.
Leiðsögumaður: Þórunn Þórðar-
dóttir.
Einnig verða dagsferðir sem
auglýstar verða síðar. Skáning er á
skrifstofu félagsins.
Sumarferðir á vegum Félags
eldri borgara í Reykjavík