Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það þarf nú að kippa þessu úr sambandi, þetta er nú ekkert venjulegt bruðl, hr. landlæknir,
þrír imbakassar og eitt djúkbox.
Ársfundur Viðskipta- og hagfræðideildar HÍ
Deildin vill
aukið sjálfstæði
Viðskipta- og hag-fræðideild Há-skóla Íslands held-
ur á næstunni ársfund
sinn. Morgunblaðið ræddi
við deildarforsetann,
Ágúst Einarsson, á dögun-
um.
– Hvað gerist á þessum
fundi?
„Þetta er í annað sinn
sem við höldum ársfund
deildarinnar. Þetta er eins
konar aðalfundur þar sem
gerð er grein fyrir starf-
semi liðins árs. Á fundinum
sem verður þriðjudaginn
27. janúar kl. 15:30 í hátíð-
arsal Háskóla Íslands mun
m.a. Sigurjón Þ. Árnason
bankastjóri Landsbankans
afhenda verðlaun deildar-
innar og Landsbanka Ís-
lands fyrir bestu viðskiptahug-
myndina. Þarna keppa nemendur í
grunn- og framhaldsnámi. Símon
Á Gunnarsson, fyrrum formaður
Félags löggiltra endurskoðenda,
greinir frá nýjum námsstyrkja-
sjóði félagsins. Endurskoðendur
hafa stofnað 20 milljóna króna sjóð
til að styrkja nemendur í fram-
haldsnámi í endurskoðun og
reikningshaldi. Þetta er mjög gott
framtak endurskoðenda og til fyri-
myndar. Gunnar Björgvinsson í
Liechtenstein hefur einnig lagt
okkur verulegt lið. Á fundinum
mun einnig prófessor Guðmundur
Magnússon afhenda Páli Skúla-
syni háskólarektor fyrsta eintakið
af nýrri bók, „Hættumörk,“ sem
fjallar um óvissufræði. Guðmund-
ur er fyrrverandi rektor Háskól-
ans og hefur lengstan starfsaldur
prófessora í Háskóla Íslands.
Hann er búinn að vera hjá okkur í
36 ár og er enn á fullu. Árni Vil-
hjálmsson, prófessor emeritus,
formaður Hollvinafélags deildar-
innar, mun afhenda þeim nem-
anda verðlaun sem hefur hæstu
einkunn eftir fyrsta árið. Síðan
mun Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra flytja hátíðarræðu.
Halldór var kennari við deildina
fyrir margt löngu. Hann hefði orð-
ið góður háskólakennari ef hann
hefði ekki farið í pólitíkina. Það er
alltaf fréttnæmt þegar Halldór
flytur aðalræðuna. Allt verður
þetta undir styrkri fundarstjórn
Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra
Símans. Yfirskrift fundarins er
Þekking í alþjóðaþágu? Við höfum
spurningamerki því við ætlum að
svara því hvort og hvernig þekk-
ing sé í alþjóðaþágu. Að loknum
fundi er móttaka með léttum veit-
ingum og allir fundargestir verða
leystir út með eintaki af hinu nýja
tímariti deildarinnar sem kemur
úr prentun þann sama dag. Árs-
fundurinn er öllum opinn.“
– Hefur mikið breyst í Við-
skipta- og hagfræðideild undan-
farin ár?
„Já, gífurlega mikið. Í deildinni
stunda nú um 1.400 nemendur
nám. Fjöldi nemenda í deildinni
hefur tvöfaldast síðustu 10 ár. Um
1.150 nemendur eru í grunnnámi
hjá okkur og um 200
manns í rannsókna-
tengdu framhaldsnámi,
þ.e. meistaranámi, auk
50 nemenda í MBA
námi. Deildin hefur
lagt sérstaka áherslu á útgáfumál
og gefur út tímarit og kennslurit.
Netið er núna notað í öllum nám-
skeiðum. Heimasíða deildarinnar,
www.vidskipti.hi.is, er aðalverk-
færi nemenda og kennara við
deildina. Kennarar okkar eru
hvattir til að vera virkir í þjóð-
félagsumræðunni og miðla þekk-
ingu sinni.“
– Hvað um skólagjaldaumræðu?
„Deildin hafði frumkvæði að
umræðu um skólagjöld. Við ósk-
uðum á síðasta ári eftir því að fá
heimild til að leggja á skólagjöld í
meistaranámi. Við teljum að
skólagjöld í meistaranámi séu
réttmæt og góð viðbót við tekjur
okkar. Skólagjöld í meistaranámi
draga ekki úr jafnrétti til náms.
Almannavaldið verður að hugleiða
vandlega, hvort það sé hlutverk
þess að greiða algerlega fyrir aðra
háskólagráðu á sama tíma og fé
vantar víða. Á fyrsta skólastiginu,
í leikskóla, kostar til dæmis einn
mánuður jafn mikið og eitt ár í Há-
skóla Íslands.“
– Nú hefur samkeppni aukist
milli skóla. Gerir það ykkur erfitt
fyrir?
„Nei, alls ekki. Við fögnum sér-
staklega samkeppni innanlands.
Deildin hefur lagað sig að breytt-
um aðstæðum og styður eindregið
samkeppnisskólana. Við viljum að-
eins að samkeppnin sé á jafnrétt-
isgrunni. Sjálfseignarstofnanir á
háskólastigi, eins og Bifröst og
Háskólinn í Reykjavík, fá sama fé
á fjárlögum til kennslu og við, en
hafa auk þess rétt til að taka skóla-
gjöld. Þetta er ekki jafnræði.“
– Þarf breytt lög um HÍ?
„Já. Viðskipta- og hagfræði-
deild vill meira sjálfstæði í sínum
málum. Sú hugmynd, sem ég styð,
er að löggjafinn veiti Háskóla Ís-
lands heimild til að deildir geti, ein
eða fleiri saman,
skipulagt sig sem
sjálfseignarstofnun
undir regnhlíf Há-
skóla Íslands. Okkar
deild er orðin það stór,
að hana er vel hægt að reka alger-
lega sjálfstætt á hagkvæman hátt.
Háskóli Íslands getur meira að
segja verið regnhlíf fyrir alla há-
skóla hérlendis, þar sem sumir
keppa innbyrðis, en aðrir stilla
saman strengi, m.a. í rannsóknum.
Slíkt fyrirkomulag er algengt er-
lendis. Við þurfum að fá lagaheim-
ild til að hafa fjölbreytt rekstrar-
form í Háskóla Íslands.“
Ágúst Einarsson.
Ágúst Einarsson deildarstjóri
Viðskipta- og hagfræðideildar
HÍ er fæddur 1952. Stúdent utan
skóla frá MR 1970. Rekstr-
arhagfræðipróf frá Háskólanum
í Hamborg 1975. Framhaldsnám
í Kiel og Hamborg og dokt-
orsgráða í Hamborg 1978. Lengi
frkvstj. við útgerð og fiskvinnslu
í Reykjavík og sat í stjórnum fjöl-
margra fyrirtækja og samtaka.
Prófessor í Viðskipta- og hag-
fræðideild frá 1990, var formað-
ur bankaráðs Seðlabankans og
alþingismaður 1995–1999. Einn-
ig á þingi 1978–1979. Maki er
Kolbrún S. Ingólfsdóttir, meina-
tæknir og sagnfræðingur, og
eiga þau þrjá syni.
skipulagt sig
sem sjálfs-
eignarstofnun