Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það þarf nú að kippa þessu úr sambandi, þetta er nú ekkert venjulegt bruðl, hr. landlæknir, þrír imbakassar og eitt djúkbox. Ársfundur Viðskipta- og hagfræðideildar HÍ Deildin vill aukið sjálfstæði Viðskipta- og hag-fræðideild Há-skóla Íslands held- ur á næstunni ársfund sinn. Morgunblaðið ræddi við deildarforsetann, Ágúst Einarsson, á dögun- um. – Hvað gerist á þessum fundi? „Þetta er í annað sinn sem við höldum ársfund deildarinnar. Þetta er eins konar aðalfundur þar sem gerð er grein fyrir starf- semi liðins árs. Á fundinum sem verður þriðjudaginn 27. janúar kl. 15:30 í hátíð- arsal Háskóla Íslands mun m.a. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans afhenda verðlaun deildar- innar og Landsbanka Ís- lands fyrir bestu viðskiptahug- myndina. Þarna keppa nemendur í grunn- og framhaldsnámi. Símon Á Gunnarsson, fyrrum formaður Félags löggiltra endurskoðenda, greinir frá nýjum námsstyrkja- sjóði félagsins. Endurskoðendur hafa stofnað 20 milljóna króna sjóð til að styrkja nemendur í fram- haldsnámi í endurskoðun og reikningshaldi. Þetta er mjög gott framtak endurskoðenda og til fyri- myndar. Gunnar Björgvinsson í Liechtenstein hefur einnig lagt okkur verulegt lið. Á fundinum mun einnig prófessor Guðmundur Magnússon afhenda Páli Skúla- syni háskólarektor fyrsta eintakið af nýrri bók, „Hættumörk,“ sem fjallar um óvissufræði. Guðmund- ur er fyrrverandi rektor Háskól- ans og hefur lengstan starfsaldur prófessora í Háskóla Íslands. Hann er búinn að vera hjá okkur í 36 ár og er enn á fullu. Árni Vil- hjálmsson, prófessor emeritus, formaður Hollvinafélags deildar- innar, mun afhenda þeim nem- anda verðlaun sem hefur hæstu einkunn eftir fyrsta árið. Síðan mun Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra flytja hátíðarræðu. Halldór var kennari við deildina fyrir margt löngu. Hann hefði orð- ið góður háskólakennari ef hann hefði ekki farið í pólitíkina. Það er alltaf fréttnæmt þegar Halldór flytur aðalræðuna. Allt verður þetta undir styrkri fundarstjórn Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Símans. Yfirskrift fundarins er Þekking í alþjóðaþágu? Við höfum spurningamerki því við ætlum að svara því hvort og hvernig þekk- ing sé í alþjóðaþágu. Að loknum fundi er móttaka með léttum veit- ingum og allir fundargestir verða leystir út með eintaki af hinu nýja tímariti deildarinnar sem kemur úr prentun þann sama dag. Árs- fundurinn er öllum opinn.“ – Hefur mikið breyst í Við- skipta- og hagfræðideild undan- farin ár? „Já, gífurlega mikið. Í deildinni stunda nú um 1.400 nemendur nám. Fjöldi nemenda í deildinni hefur tvöfaldast síðustu 10 ár. Um 1.150 nemendur eru í grunnnámi hjá okkur og um 200 manns í rannsókna- tengdu framhaldsnámi, þ.e. meistaranámi, auk 50 nemenda í MBA námi. Deildin hefur lagt sérstaka áherslu á útgáfumál og gefur út tímarit og kennslurit. Netið er núna notað í öllum nám- skeiðum. Heimasíða deildarinnar, www.vidskipti.hi.is, er aðalverk- færi nemenda og kennara við deildina. Kennarar okkar eru hvattir til að vera virkir í þjóð- félagsumræðunni og miðla þekk- ingu sinni.“ – Hvað um skólagjaldaumræðu? „Deildin hafði frumkvæði að umræðu um skólagjöld. Við ósk- uðum á síðasta ári eftir því að fá heimild til að leggja á skólagjöld í meistaranámi. Við teljum að skólagjöld í meistaranámi séu réttmæt og góð viðbót við tekjur okkar. Skólagjöld í meistaranámi draga ekki úr jafnrétti til náms. Almannavaldið verður að hugleiða vandlega, hvort það sé hlutverk þess að greiða algerlega fyrir aðra háskólagráðu á sama tíma og fé vantar víða. Á fyrsta skólastiginu, í leikskóla, kostar til dæmis einn mánuður jafn mikið og eitt ár í Há- skóla Íslands.“ – Nú hefur samkeppni aukist milli skóla. Gerir það ykkur erfitt fyrir? „Nei, alls ekki. Við fögnum sér- staklega samkeppni innanlands. Deildin hefur lagað sig að breytt- um aðstæðum og styður eindregið samkeppnisskólana. Við viljum að- eins að samkeppnin sé á jafnrétt- isgrunni. Sjálfseignarstofnanir á háskólastigi, eins og Bifröst og Háskólinn í Reykjavík, fá sama fé á fjárlögum til kennslu og við, en hafa auk þess rétt til að taka skóla- gjöld. Þetta er ekki jafnræði.“ – Þarf breytt lög um HÍ? „Já. Viðskipta- og hagfræði- deild vill meira sjálfstæði í sínum málum. Sú hugmynd, sem ég styð, er að löggjafinn veiti Háskóla Ís- lands heimild til að deildir geti, ein eða fleiri saman, skipulagt sig sem sjálfseignarstofnun undir regnhlíf Há- skóla Íslands. Okkar deild er orðin það stór, að hana er vel hægt að reka alger- lega sjálfstætt á hagkvæman hátt. Háskóli Íslands getur meira að segja verið regnhlíf fyrir alla há- skóla hérlendis, þar sem sumir keppa innbyrðis, en aðrir stilla saman strengi, m.a. í rannsóknum. Slíkt fyrirkomulag er algengt er- lendis. Við þurfum að fá lagaheim- ild til að hafa fjölbreytt rekstrar- form í Háskóla Íslands.“ Ágúst Einarsson.  Ágúst Einarsson deildarstjóri Viðskipta- og hagfræðideildar HÍ er fæddur 1952. Stúdent utan skóla frá MR 1970. Rekstr- arhagfræðipróf frá Háskólanum í Hamborg 1975. Framhaldsnám í Kiel og Hamborg og dokt- orsgráða í Hamborg 1978. Lengi frkvstj. við útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík og sat í stjórnum fjöl- margra fyrirtækja og samtaka. Prófessor í Viðskipta- og hag- fræðideild frá 1990, var formað- ur bankaráðs Seðlabankans og alþingismaður 1995–1999. Einn- ig á þingi 1978–1979. Maki er Kolbrún S. Ingólfsdóttir, meina- tæknir og sagnfræðingur, og eiga þau þrjá syni. skipulagt sig sem sjálfs- eignarstofnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.