Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 29
ár hefur sú vöktun farið fram úr lofti í samstarfi við Náttúru- fræðistofnun Íslands. Helsta útbreiðslusvæði arnarins, við Breiðafjörð, skarast við helsta æðarræktarsvæði landsins. Þar hafa bændur orðið uppvísir að því að spilla varpi og raska varp- stöðum til að koma í veg fyrir að ernir hreiðruðu um sig á gam- algrónum varpsetrum. Árið 2003 var æðarræktandi sýknaður í Hæstarétti af ákæru um að hafa raskað arnarvarpi. Dómurinn taldi að ákvæði í fuglaverndarlögum væru óskýr hvað varðar skilgreiningu á hreiðri og varpstað. Í kjölfar dómsins ruku nokkrir æðarbændur til og settu upp búnaði á þremur varp- stöðum við Breiðafjörð og komu þannig tímabundið í veg fyrir að ernir hreiðruðu um sig. Vegna þessa dómsmáls hefur umhverf- isráðherra boðað lagabreytingar sem taka af allan efa um hreið- urhelgi arna. Það virðist vera ríkjandi skoðun meðal æðarbænda við norð- anverðan Breiðafjörð að koma skuli í veg fyrir að ernir verpi í nánd við æðarvarp. En þarna kann að gæta nokkurs misskiln- ings á eðli náttúrunnar. Óðalsernir verja sitt óðal og hrekja á brott aðkomufugla, hvort sem það eru aðrir ernir, hrafnar eða mávar. Það er staðreynd að ernir sem eiga óðal í grennd við æð- arhlunnindi taka æðarfugla úr varpinu, en þeir gera líkast til minni skaða en aðkomufuglar. Hrafnar og mávar fara ránshendi á eggjatíma fái þeir að vera óáreittir, og valda þannig miklum usla. Þá eiga flökkuernir það til að setjast að í æðarvarpi svo dögum skiptir, og valda þannig miklu fjaðrafoki. Óðalsernir halda í skefjum aðgangsharðari arðræningjum, þó svo þeir trufli vissulega æðarvarpið. Því má spyrja hvort ekki sé réttlætan- legur fórnarkostnaður að missa stöku fugl í óðalsörn, frekar en að missa allt varpið í kjaft og klær annarra afræningja? En slíkri spurningu getur eflaust enginn svarað nema æðarbóndinn sjálf- ur. Vistfræði arnarins Haförninn er stærsti örn í Evrópu og hefur títt verið nefndur konungur fuglanna. Hann verpir frá SV-Grænlandi, um norð- anverða Evrópu og í Asíu austur að Kyrrahafi. Haförninn er fá- liðaður á Íslandi en heimsstofninn telur yfir 10.000 fugla. Áætlað er að í Evrópu séu um 3.500 pör og að í Sovétríkjunum gömlu verpi yfir 5.000 pör. Þrátt fyrir nokkurn fjölda fugla er út- breiðslusvæðið víðáttumikið og örninn hvergi algengur fugl, enda er hann þurftafrekur og þarf stórt óðal. Hann er flokkaður af Alþjóða fuglaverndarráðinu í flokk sjaldgæfra fugla sem þarfnast sérstakrar verndar þó hann sé ekki talinn í útrýmingar- hættu. Víða í Evrópu var haförnum útrýmt, eins og dæmi eru um frá Bretlandseyjum. Breska fuglaverndarfélagið (RSPB) stóð fyrir endurkomu arnarins þar í landi með því að flytja unga frá Noregi og sleppa þeim í Skotlandi. Þannig tókst með kostn- aðarsömum en áhrifaríkum aðgerðum að koma aftur upp varp- stofni við strendur Skotlands sem í dag telur 26 pör. Haförninn er stór ránfugl með vænghaf yfir 2 metra. Hann vegur 4–6 kíló og kvenfuglinn er nokkuð stærri og þyngri en karlinn. Slíkt er þekkt meðal ránfugla og stærðarmunur kynjanna virðist aukast eftir því sem lífsskilyrði og bráð verða erfiðari. Auk stærðamunar má þekkja kvenfugl frá karlfugli á röddinni sem er hásari og dimmari en rödd karlsins. Fullorðnir ernir eru rjómagulir á kollinum og niður á axlir. Stél þeirra er ljóst en ungfuglar eru dökkir allir á fyrsta ári, og stél þeirra og kollur lýsast með aldrinum. Hafernir verða fullorðnir og þar með kynþroska um 5 ára gamlir og þeir geta náð allt að 20 ára aldri. Íslenski örninn er af ætt fiskiarna og sækir sér einkum æti við sjó og ferskvatn. Kjörlendi hans er við strendur þar sem útfyri er mikið, en einnig við ár og vötn. Aðalfæðan er fiskur og fuglar, og af fuglum hér á landi hremmir hann helst æðarfugl og fýl. Örninn er einnig hrææta og meðan veiðihæfileikar ungra fugla eru óþroskaðir þá er það æti sem þeir finna við strendur og á víðavangi mikilvægur þáttur í afkomu þeirra. Varpið hefst snemma hjá erninum og því geta hret að vori gert það að verkum að varp misferst. Hann er einnig ákaflega við- kvæmur fyrir mannaferðum á varptíma og því miður hafa menn nýtt sér þann veikleika með því að hrekja erni ítrekað frá hreiðri sínu. Varptíminn hefst um miðjan apríl og eggin eru 1–3, þó oft- ast tvö. Yfirleitt komast ungar ekki upp í nema um helmingi hreiðra. Ýmsar ástæður geta legið þar að baki. Truflun við hreið- ur, reynsluleysi ungra varpfugla og erfiðar aðstæður á óðali geta allt verið þættir sem stuðla að lélegri ungauppkomu arnarins. Hugsanlega geta erfðaþættir einnig komið þar að sök. Arnarhjón halda sig á óðali sínu árið um kring sé þar á annað borð lífvænlegt. Ungar sem koma úr eggi snemma sumars verða fleygir í byrjun ágúst, og eru í fyrstu í umsjón foreldra. Að hausti fara þeir á flakk og fyrsta árið í lífi þeirra er afdrifaríkt, því þá eru afföllin mest úr þeirra hópi. Aðalheimkynni arnarins eru á vestanverðu landinu, við Breiðafjörð og Faxaflóa. Ungir fuglar eiga það hinsvegar til að ferðast langt út fyrir heimkynnin og sjást þá víðsvegar um landið, þar sem ernir eru almennt sjald- gæf sjón. Stundum dvelja þeir þá vetrarlangt þar sem björg er að hafa en virðast flestir snúa aftur vestur þegar vora tekur. Flakk ungfugla er forsenda þess að ernir setjist aftur að á göml- um varpsetrum sem nú liggja í eyði. Innan tíðar verðum við von- andi þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá þennan mikla fugl sitja hnar- reistan í varpklettum og hólmum landið um kring. Engum ætti að þykja skömm af nábýli við slíkan höfðingja. Ljósmynd/Daníel Bergmann Höfundur er náttúruljósmyndari. Sökum verndarákvæða er engum manni heimilt að nálgast arnar- hreiður á varptíma. Umhverfisráðuneytið gefur í einstaka tilfellum und- anþágu frá þeirri reglu til ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanna, þyki sýnt fram á að viðkomandi hafi ríka ástæðu fyrir myndatöku og reynslu í að umgangast viðkvæma fugla. Myndirnar sem fylgja þessari grein eru teknar með leyfi umhverfisráðuneytisins, og þakka ég það traust og þann velvilja sem ráðuneytið hefur sýnt starfi mínu. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 29 AF HINUM ýmsu gerðum ljósmyndunar er fugla- ljósmyndum líklega sú mest krefjandi. Að mynda fugla er tímafrekt, krefst mikillar þolinmæði og þekkingar á myndefninu. Fuglar eru í eðli sínu kvikir og erfið viðfangsefni. Lengi vel var sú að- ferð ríkjandi að mynda fugla við hreiður enda var þar hægt að ganga að þeim nokkuð vísum. Þá lá ljósmyndarinn í felum og notaði eitthvað til að hylja sig, svo sem felutjald eða efni frá náttúr- unnar hendi. Þannig náðust einstakar myndir af fuglum sem ómögulegt hefði verið að ná við aðr- ar kringumstæður. Björn Björnsson, frumkvöðull fuglaljósmyndunar á Íslandi, gaf einurð og stað- festu nýja merkingu í samskiptum sínum við erni. Um miðja síðustu öld ferðaðist Björn um landið á sumrin og náði undraverðum árangri í fuglaljósmyndun sé litið til tækjakosts og vist- fræðiþekkingar þess tíma. Hann dvaldi meðal annars sumarlangt við arnarhreiður. Til að kom- ast í myndafæri við fuglana hlóð hann sér felu- skýli úr grjóti skammt frá hreiðrinu. Hann fylgd- ist með ferðum fullorðnu fuglanna úr fjarlægð. Í hvert sinn sem þeir viku frá hreiðurstaðnum og héldu til veiða fór Björn að hreiðrinu og hlóð upp nokkrum steinum. Á endanum hafði hann reist skýli og lagðist að lokum þar inn og fékk óvið- jafnanlega sýn í daglegt líf óðalsarna. Einstæðar myndir hans af fullorðnum erni að mata unga birtust í safnriti Birgis Kjaran, Haförninn, sem kom út árið 1967. Tímarnir eru breyttir og öflugar aðdrátt- arlinsur nútímans gera fuglaljósmyndun auð- veldari en áður, en þó langt í frá auðvelda. Ég hef tekið þá afstöðu að mynda fugla eins lítið við hreiður og mögulegt er. Fuglar eru viðkvæmastir fyrir truflun á varptíma og hreiðurhelgina ætti ekki að rjúfa nema brýn þörf sé fyrir hendi. Hvað erni og aðra ránfugla varðar er hins vegar ákaf- lega krefjandi verkefni að mynda þá utan varp- tíma. Helst er mögulegt að laða þá í myndafæri með fóðurgjöfum. Slíkt var reynt tvo vetur með því að bera út æti fyrir erni. Feluskýli var komið upp í grennd við ætið og farið inn í það að morgni í skjóli myrkurs. Fóðurgjöfin reyndist ágætlega enda var fóðurstaðurinn þar sem þekkt var að ernir dveldust á veturna. Hins veg- ar varð ekki mikið úr myndatökum. Þrátt fyrir varkárni ljósmyndarans voru ernirnir enn varari um sig og komu ekki í ætið meðan setið var í feluskýlinu, nema þegar enn var rökkur og því engin myndabirta. Þrír ernir voru á svæðinu og hrafnager sótti einnig ætið. Það reyndist erfitt að útvega nægjanlegt fóður enda gekk hratt á það sökum hversu mikið af hrafni vandi þangað komur sínar. Þrautseigja ljósmyndarans vék fyrir erfiði verksins og fóðurgjöfin lagðist af. Ég hef enn ekki viljað setja upp felutjald við þau arnarhreiður sem ég hef skoðað að sumri. Aðstæður hafa einfaldlega ekki verið þannig að mér fyndist öryggi fuglanna tryggt á allan hátt. En síðastliðið sumar reyndi ég aðra aðferð. Þó að örninn sé með styggari fuglum sem byggja þetta land þá er hann misstyggur. Í einstaka til- fellum setjast fuglar í námunda við hreiðrið þeg- ar menn ber að. Árlega er farið í arnarhreiður til að merkja unga og í seinni tíð til að draga úr þeim blóð til erfðafræðirannsókna. Þannig hafa menn lært að þekkja hvar fuglar eru spakari en annars staðar. Þegar ég frétti af ungum í hreiðri hjá erni sem er þekktur fyrir óvenjulegt umburð- arlyndi gagnvart tvífætlingum þá fór ég af stað. Eftir að hafa skoðað hreiðrið beið ég eftir að dagur rynni upp þar sem réttar aðstæður voru fyrir hendi. Hreiðrið var í hólma sem gengt var í á fjöru og nokkrir minni hólmar og sker voru þar í kring. Þegar tökudagurinn rann upp arkaði ég af stað klukkan 6 að morgni. Það var sólríkt, logn og fjara, alveg eins og það átti helst að vera. Full- orðnu ernirnir voru báðir heima við og þegar ég átti um 100 metra að hreiðurhólmanum fóru þeir í loftið og byrjuðu að hringsóla yfir mér og gagga, eins og þeim er eðlislægt við slíkar að- stæður. En í stað þess að stefna á hreiðrið sjálft þá fór ég að nærliggjandi hólma og kom mér þar fyrir. Við það róuðust fuglarnir og einn þeirra lenti ekki langt frá á mælikvarða arna, í svona ca 40 metra fjarlægð. Aðdráttur linsunnar sem ég hafði við höndina er rétt yfir 1.100 mm og því var ég í sæmilegu færi við fuglinn og tók nokkrar myndir. Þennan dýrðlega sumarmorgun fékk ég færi á að mynda ernina sitjandi á steinum og á flugi milli skerja. Ég truflaði fuglana í rétt undir 30 mínútur, en slík einstök truflun hefur mun minni áhrif en langtíma seta í felutjaldi. Ég hafði loksins náð frambærilegum myndum af örnum. Það hafði hins vegar tekið mig hundruð klukku- stunda yfir þriggja ára tímabil að læra að þekkja örninn nægilega vel til að geta leyft mér þessa hálftíma heimsókn og verið þess fullviss að hún hefði ekki neikvæð áhrif á fuglana. Það er vand- meðfarið að deila konungsríki. Að ljós- mynda erni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.