Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
H
aförninn er einn glæsilegasti ránfugl í Evr-
ópu og er það ógleymanleg upplifun að sjá
þennan risa á meðal fugla svífa um á þönd-
um vængjum. Aðalvígi arnarins hér á landi
hefur alla tíð verið við Breiðafjörð og þar
tórði hann þrátt fyrir linnulausar ofsóknir
frá lokum 18. aldar og fram á byrjun þeirr-
ar 20. Með framsýni stjórnvalda og linnu-
lausri baráttu fuglaverndarmanna tókst að koma í veg fyrir að
erninum yrði útrýmt úr íslenskri náttúru. Nú í janúar eru liðin
90 ár frá því að lög tóku gildi um alfriðun arnarins og vert er að
heiðra konung fuglanna á þeim merku tímamótum.
Baráttan fyrir tilvist arnarins
Á öldum áður var haförn nokkuð algengur og útbreiddur á Ís-
landi og talið að varpstofninn hafi verið um 150 pör. Aukinni æð-
arrækt á 19. öld fylgdi vaxandi óvild í garð arnarins og stofnuð
voru félög honum til höfuðs, með það markmið að fækka eða út-
rýma konungi fuglanna, og öðrum keppinautum mannsins í
dýraríkinu.
Umfangsmesta útrýmingarherferðin var fyrir tilstilli æðar-
ræktarfélags sem starfaði við Breiðafjörð og Húnaflóa í kringum
1890. Það gekk í daglegu tali undir nafninu Vargafélagið og
hvatti til arnardráps með háum verðlaunum fyrir hvern veginn
örn. Heimildir liggja fyrir um að 95 ernir hafi verið drepnir að
frumkvæði þessa félags á nokkrum árum. Þeim var nánast út-
rýmt við Húnaflóa og fækkaði verulega við Breiðafjörð.
Rétt eftir aldamótin 1900 vöknuðu menn upp við þann veru-
leika að arnarstofninn stóð á barmi útrýmingar. Danski fugla-
fræðingurinn Richard Hørring sá aðeins nokkra erni þegar hann
ferðaðist um landið árin 1905–1908. Hann vakti máls á bágri
stöðu arnarins við Bjarna Sæmundsson, dýrafræðing og Peter
Nielsen, faktor á Eyrabakka. Næstu árin beittu þeir Bjarni og
Peter sér fyrir friðun arnarins og fyrir þeirra tilstilli samþykkti
Alþingi fimm ára alfriðun arna í nóvember 1913. Lögin gengu í
gildi 1. janúar 1914 og höfðu Íslendingar þá fyrstir þjóða friðað
haförninn. Í framhaldi var örninn friðaður til tíu ára í senn, allt
fram til 1954, en þá gekk í gildi ótímabundin alfriðun.
Við friðun árið 1914 var talið að innan við 40 varppör væru eft-
ir í landinu. Erninum hélt áfram að fækka og fór niður í 20 pör
þegar minnst var. Er ástæðan fyrir þeirri fækkun, þrátt fyrir
friðun, rakin til aukningar í útburði á eitruðu agni, til að fækka
tófum. Örninn fúlsar ekki við hræjum og ungum fuglum eru þau
mikilvæg fyrstu árin, því stráféllu ernir við eitruð hræ.
Árið 1963 var Fuglaverndarfélag Íslands stofnað og var helsta
markmið þess frá upphafi að beita sér fyrir verndun arnarins.
Með sleitulausri baráttu tókst að sannfæra alþingismenn um að
samþykkja eitrunarbann, sem gekk í gildi 1964. Þar með hætti
útburður á eitruðu agni og hefur sá háttur haldist. Forkólfar
Fuglaverndarfélagsins héldu áfram að berjast fyrir verndun
arnarins og lögðu með því grunninn að enduruppbyggingu
stofnsins. Frá upphafi lagði Björn Guðbrandsson áherslu á að
góð samskipti við bændur á arnarslóðum væru lykilforsenda fyr-
ir farsælu verndarstarfi. Björn var einn af stofnendum félagsins
og driffjöður þess um árabil. Hann og félagar hans í Fuglavernd-
arfélaginu fóru um áratugaskeið í heimsókn til bænda sem höfðu
arnaróðul á sínu landi. Þau persónulegu tengsl við hina svoköll-
uðu „arnarbændur“ skiluðu töluverðum árangri í verndun arn-
arins.
Nú er svo komið að arnarstofninn telur 57 pör. Vöxtur hans
hefur verið hægur og hvergi má slaka á í friðunaraðgerðum til að
tryggja áframhaldandi vöxt. Fuglaverndarfélagið hefur frá upp-
hafi staðið vörð um örninn og vaktað varpstaði hans. Síðastliðin
Konungur fuglanna
Örninn er gjarnan kallaður konungur
fuglanna og þykir haförninn einn glæsi-
legasti ránfugl Evrópu. Haförnum hefur
fjölgað nokkuð á Íslandi undanfarna ára-
tugi eftir að hafa næstum verið útrýmt í
upphafi tuttugustu aldarinnar. Daníel
Bergmann hefur kynnt sér atferli og venj-
ur arnarins.