Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Á
rið 1989 voru tímamót fram-
undan hjá Nýlistasafninu við
Vatnsstíg. Alþýðubankinn
sem átti húsnæði safnsins í
portinu við Vatnsstíg 3B hafði
fundið önnur not fyrir hús-
næðið, og því sagt upp leigu-
samningi við Nýlistasafnið. Fyrirséð var að
starfsemin þyrfti að finna sér nýjan samastað
sem enginn vissi þó hver yrði. Óvissa ríkti um
framtíðina. Í blaðagreinum var talað með trega
og menn töldu niður í brotthvarf safnsins af
Vatnsstígnum. Haldin var lokasýning. Menn
pökkuðu niður föggum sínum og voru þess
albúnir að flytja þegar þær fregnir bárust
óvænt að Alþýðubankinn hefði horfið af sjón-
arsviðinu og breyst í Íslandsbanka. Nýi bank-
inn reyndist þegar til
kom ekki hafa sömu
þörf fyrir húsnæði
Nýlistasafnsins og Al-
þýðubankinn hafði, og
því var hætt við að
rifta leigusamningi
við Nýlistasafnið. Safnið sat sem fastast á þeim
stað þar sem ræturnar voru – á staðnum þar
sem gallerí SÚM hafði verið til húsa sem var
eins konar forveri Nýlistasafnsins. Í framhald-
inu veitti íslenska ríkið og Reykjavíkurborg
Nýlistasafninu fjárstyrk sem gerði því kleift að
kaupa húsnæðið að Vatnsstíg 3B, og þar með
var safninu tryggður samastaður um ókomin
ár.
Leið nú og beið og safnið sinnti sinnistarfsemi áfram með sýningum fé-lagsmanna, sýningum á alþjóðlegrimyndlist, fyrirlestrum og öðru al-
mennu félagsstarfi. Árið 2001 dregur aftur til
tíðinda í húsnæðismálum safnsins. Af og til á
þessu tímabili frá 1989 hafði safnið horft
dreymnum augum út um gluggann, yfir portið,
á húsnæðið á Vatnsstíg 3 þar sem menn ímynd-
uðu sér að Nýlistasafnið gæti víkkað út starf-
semi sína, eða flutt sig þangað alfarið. Um
haustið 2001 barst stjórn Nýlistasafnsins sú
fregn að fyrirtækið sem var með starfsemi á
þriðju og fjórðu hæðinni á Vatnsstíg 3 væri á
förum og fasteignin væri komin á sölu. Rokið
var upp til handa og fóta til að athuga hvort
mögulegt væri að láta gamlan draum rætast, að
færa sig úr húsinu í portinu, sem verður að við-
urkennast að gerði sitt í að viðhalda grasrótar/
neðanjarðarímynd safnsins, og fara með safnið
nær almenningi, út að götu, þar sem gestir og
gangandi myndu hugsanlega frekar heimsækja
safnið. Hugmyndir voru sem sagt uppi um það
hvort Nýlistasafnið gæti tekið eitt stórt skref í
nýja átt – orðið einhvers konar samtímalista-
stofnun – eins og í útlöndum. Menn sáu fyrir
sér að ímynd safnsins gæti breyst, starfsemin
myndi vaxa upp úr grasrótinni og tilheyrandi
frjálslegu félagsheimilisandrúmslofti og verða
meira í meginstraumnum (mainstream). Þetta
ásamt öðrum ástæðum sem ekki verða raktar
hér réð úrslitum um það að farið var á fullt í að
reyna að tryggja sér húsnæðið. Það tókst á
endanum og starfsemin var flutt yfir í Vatns-
stíg 3 og hitt húsið selt.
Það ferli og sá tími sem liðinn er síðan safnið
flutti, hefur ekki verið sársaukalaus fyrir safnið
og aðstandendur þess því ekki fór allt eins og
vonir stóðu til að það gerði. Tvær ef ekki fleiri
grímur fóru að renna á menn eftir flutninginn –
kannski hafði safnið færst of mikið í fang.
Síðan í haust hefur farið fram nokkur nefnd-
arvinna innan Nýlistasafnsins þar sem menn
hafa skoðað stöðu safnsins í nútíð og framtíð.
Meðal þess sem menn komust að þar var að
Nýlistasafnið hefur engin efni á að reka núver-
andi húsnæði og þaðan af síður að koma húsinu
í sómasamlegt ástand til framtíðar.
Því fór svo að húsið var auglýst til sölu og
nokkrir áhugasamir kaupendur gáfu sig fram.
Viðunandi tilboð barst og um það bil 30 félagar
Nýlistasafnsins, 15% félagsmanna, sem mættir
voru á félagsfund sl. miðvikudag, ákváðu í sam-
einingu og samhljóða að selja húsnæðið. Og nú
þarf að hafa hraðar hendur við að pakka niður í
kassa því að starfsemin þarf að vera á bak og
burt fyrir 15. febrúar nk. Nú verður ekki aftur
snúið eins og fyrir 15 árum. Nýlistasafnið er á
götunni og Vatnsstígs 3 og Vatnstígs 3B bíða
ný hlutverk.
Eitt helsta djásn, en þó á sama tíma einnhelsti „baggi“ á Nýlistasafninu, er hinsvokallaða safneign þess. Þetta erumyndlistarverk sem félagsmenn hafa
gefið safninu í þeim tilgangi að búa með tíð og
tíma til safn nútímalistar á Íslandi, en við stofn-
un Nýlistasafnsins þótti stofnfélögum þess
Listasafn Íslands ekki standa sig sem skyldi í
þeim efnum. Safneignin hefur búið við þröngan
kost og eftir því sem árin líða hefur fjölgað
hægar í safninu ár frá ári, enda ekki við því að
búast að félagar gefi verk sín til safnsins ef
pottur er brotinn í varðveislu verkanna. Menn
hafa talað fjálglega í ýmsum viðtölum og grein-
um af og til í gegnum árin um þessi menning-
arverðmæti sem þarna liggja fáum til gagns.
Rétt er þó að benda á, eins og einn félags-
manna í Nýlistasafninu benti á á félagsfund-
inum á miðvikudaginn, að menn passi sig á að
sjá ekki ofsjónum yfir safneigninni. Þar sé ekki
um eintóma gimsteina að ræða. Ég fullyrði þó
hér að íslensk menningar- og myndlistarsaga
væri miklum mun fátækari ef þetta safn væri
ekki til og er nóg að vísa til þeirrar athygli sem
verk úr safneigninni fengu þegar þau voru lán-
uð á sýninguna Raunsæi og veruleiki í íslenskri
myndlist sem haldin var á dögunum í Listasafni
Ísland.
Það er deginum ljósara að það kostar tals-
verða peninga að halda úti starfsemi eins og
þeirri sem Nýlistasafnið er að reyna að gera, og
þegar varðveisla, skráning og viðhald á um-
fangsmikilli safneign og helst rannsóknarvinna
henni tengd, bætist við rekstur húsnæðis, upp-
setningu sýninga, launagreiðslur, útgáfu-
starfsemi og fleira og fleira, er ljóst að eitthvað
þarf að láta undan, ég tala nú ekki um þegar
húsakynni þarfnast talsverðra endurbóta.
Í ljósi þessa, væri þá ekki einfaldast fyrir
safnið að losa sig við safneignina? Einhverjir
gætu tekið undir þá lausn og séð þá í hendi sér
að Nýlistasafnið gæti sinnt því sem það gerir
best í framhaldinu, að halda uppi kröftugu sýn-
ingarhaldi á framsækinni myndlist, íslenskri og
erlendri, ásamt því að sinna hagsmunum fé-
lagsmanna sinna eins og kostur er.
Ef sú leið yrði farin, að „losa sig við“ safn-
eignina, er ekki þar með sagt að safnið ætti að
gefa frá sér eignarréttinn, enda er safninu það
óheimilt, að því ég best veit. Komið hafa upp
hugmyndir eins og að fela Listasafni Reykja-
víkur að varðveita eignina, þó að eignarhaldið
yrði áfram Nýlistasafnsins. Þá hafa komið upp
hugmyndir, eins og á fundinum á fimmtudag-
inn, um stofnun einhvers konar sjálfseign-
arstofnunar um safneignina sem gæti þá sótt
sér fé óháð Nýlistasafninu.
Miðað við hina dræmu mætingu á fé-lagsfundinn afdrifaríka á miðviku-daginn má spyrja sig hvort sá eld-móður sem oft hefur einkennt
starfsemi Nýlistasafnins sé horfinn, og ef svo
er, hvort að einhver tilgangur sé þá í því að
halda áfram starfseminni.
Fundarmenn á miðvikudaginn sýndu reynd-
ar að það er líf ennþá í glæðunum – þeir voru
ekki á því að gefast upp, þrátt fyrir að safnið
eigi nú ekki lengur neitt hús. Kannski eru þeir
sömu skoðunar og ég að félag er ekki hús – það
er eitthvað allt annað.
Nú þarf Nýlistasafnið að takast á við fram-
tíðina af endurnýjuðum þrótti. Til þess að það
geti gerst (ef maður gefur sér það að fé-
lagsmenn vakni til lífsins og taki þátt) verður
safnið að móta sér stefnu og fylgja henni stað-
fastlega eftir, stefnu sem myndi byggjast á
þeim verðmætum sem fyrir eru í safninu, en
þau eru þónokkur, eins og oft hefur komið fram
í fjölmiðlum. Verðmætin eru þessi meðal ann-
ars: safneignin, félagsmenn, sagan og frægð
safnsins í útlöndum, en því verður ekki á móti
mælt að safnið er ein þekktasta menning-
arstofnun Íslands á erlendri grundu.
Verðmætin liggja sem sagt ekki í bein-um efnislegum gæðum, þau liggjaekki í húsum – allavega ekki lengur. Ýmsar hugmyndir hafa nú þegar
verið uppi á borðinu varðandi það hvar safnið
verður staðsett í framtíðinni. Sumir hafa sagt
að í rauninni þurfi safnið ekki fastan sýning-
arstað, aðeins litla skrifstofu einhvers staðar
sem skipuleggur listsýningar og viðburði um
allar jarðir, verða þannig hreyfanlegt fyrirbæri
og „dýnamískt“. Aðrir hafa stungið upp á kaup-
um á húsnæði sem sendir umsvifalaust kaldan
hroll niður bakið á félagsmönnum sem staðið
hafa í eldlínu fasteignaumsýslu síðustu ára.
Aðrir telja að safnið eigi að gera eins og það
sem telst nútímalegast í dag, að úthýsa hús-
næðisrekstrinum, þ.e. leigja húsnæði til lengri
tíma, og einbeita sér að þeirri starfsemi sem
safnið kann best, þ.e. að sinna listrænu starfi.
Þá vakna spurningar um staðsetningu, mið-
borg, eða úthverfi, hafnarsvæði eða iðnaðar-
svæði, og svo framvegis. Á kannski að fara í
annað sveitarfélag, eða flytja til útlanda?
Í þeirri nefndarvinnu sem minnst var á hér á
undan og fram hefur farið síðan í haust hefur
verið rætt talsvert um framtíðina, bæði hina
listrænu sem og hina praktísku þætti. Lagðar
hafa verið fram hugmyndir um það hvernig
best er að sinna vinnu innan safnsins sem
myndi miða að því að safnið hefði skýra list-
ræna stefnu, það yrði rödd í samfélaginu, það
hefði ábyrgð og yrði heimavöllur metn-
aðarfullra hugmynda sem og gluggi út til út-
landa.
Hvaða kostur sem verður valinn varðandi
næstu skref er eitt ljóst að ákvörðunin verður
að vera tekin á grundvelli fyrrnefndrar fram-
tíðarstefnumótunar þar sem ekki aðeins er
skilgreint hvað safnið vill verða, heldur hvaða
hlutverki það ætlar að þjóna í samfélaginu í
framtíðinni, hvernig það ætlar að standa undir
þeirri ábyrgð sem það hefur, og hvaða stöðu
það ætlar að hafa meðal menningarstofnana á
Íslandi og jafnvel á alþjóðavettvangi í framtíð-
inni.
Það er mín tillaga að Nýlistasafnið fari í slíka
vinnu eins fljótt og auðið er, og láti það hafa
forgang, þó að skiljanlega verði safnið að
standa undir þeim skuldbindingum sem það
hefur gert inn í framtíðina, t.d. hvað varðar
sýningarhald.
Það er einnig mín tillaga að safnið íhugi
vandlega einhvers konar aðskilnað við safn-
eignina þannig að hvort tveggja fái notið sín –
kröftugt sýningarstarf og safneignin sjálf.
Nýlistasafnið er þekkt undir nafninu The
Living Art Museum – og undir því nafni þarf
safnið að standa í framtíðinni, að vera lifandi.
Ennþá lifandi
AF LISTUM
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Ef ferðamaður sem þekktiekkert til Kaup-mannahafnar fyrirframkæmi hingað síðla kvöldsog flýtti sér í háttinn á
hótelinu er ekki ólíklegt að hann
héldi morguninn eftir að þetta væri
höfuðborg í kristnu klerkaveldi.
Þannig er þetta
altént hér inn-
arlega á Nørrebro,
rétt handan við
Vötnin. Á hverjum
morgni má heita
að maður vakni við
beljandi hama-
gang í kirkjuklukkum frá hinum
fjölmörgu kirkjum í grenndinni.
Þær eru reyndar sjö í innan við
fimm hundruð metra fjarlægð.
Klukknahringingarnar halda síð-
an áfram allan daginn með hléum
og um sexleytið rennur loks algert
æði á hringjarana svo maður gæti
ímyndað sér að nú væru himinn og
jörð að farast, eða æðsti klerkurinn
alvarlega veikur og þarfnaðist fyr-
irbæna.
En er hinn fáfróði ferðalangur
kemur út á götu þennan morgun
og býst við að sjá mergð hinna
trúuðu streyma hjá og inn um
kirkjudyrnar bregður honum í
brún. Það er vissulega fólk á ferli,
en enginn sést fara inn í kirkj-
urnar.
Og það sem er jafnvel enn ein-
kennilegra: Þegar hann gengur út
eftir Nørrebrogade, með þann
fornfræga Hjástoðarkirkjugarð á
vinstri hönd, verður honum ljóst að
hann er kominn til Austurlanda.
Til hægri tekur hver steikarang-
andi Shawarma-staðurinn við af
öðrum milli stöku slátrara með
blessun íslams á skiltinu. Svart-
hærðir menn með yfirskegg ræða
saman á framandi tungum framan
við litskrúðugar búðirnar sem
bjóða upp á matvörur, farsíma og
hagstæðar ferðir til borga sem
ferðalangurinn hefur aldrei heyrt
um nema í veðurfréttum á CNN-
sjónvarpsstöðinni. Steinsnar í
burtu er svo gamall grafreitur gyð-
inga. Þar er allt kyrrt og þögult
innan þykkra múranna og aðgang-
ur torveldur.
Það lykja engir múrar um
Nørrebro. Nørrebro er horfin sem
veröld út af fyrir sig. Pedersen
kaupmaður er löngu fluttur í út-
hverfin, Smurbrauðsstofa
Margrethe Jensen hefur verið lok-
uð í hálft ár. Jørgensen lásasmiður
er þó enn á Nørrebro. Hann er
kominn á elliheimilið, De gamles
by, og vonar að hann nái að sjá háu
birkitrén laufgast einu sinni enn
áður en hann flytur lengra burt.
Beljandi kirkjuklukkurnar eru
eitt af því fáa sem minnir á gamla,
horfna tíma. Þá tíma þegar lög-
regluþjónninn sem stjórnaði um-
ferðinni þar sem nú er Skt. Hans-
torg varð þjóðþekktur vegna þess
að þjóðin átti einfaldlega öll leið
framhjá honum fyrr eða síðar. Þá
tíma þegar Danir voru heima hjá
sér og hlustuðu á útvarpið og fóru
jafnvel í kirkju þótt ekkert hefði
komið fyrir,
eða stæði til. Þá tíma þegar út-
lendingar voru líka fyrir sitt leyti
heima hjá sér og létu sér nægja að
nálgast Danmörku með því að
borða danskt kjöt ef þeir áttu fyrir
því.
En rétt eins og þá gengur fólk
um stéttarnar og hjólar eftir stræt-
unum á Nørrebro með hugann full-
an af væntingum, vonum og
áhyggjum. Það gerir það bara ekki
endilega á dönsku. Og enginn
amast við málmkenndum söngnum
í kirkjuklukkunum. Hann rennur
saman við umferðarnið lífsins, dyn-
inn í bílunum, hrynþunga tónlistina
í búðunum, glaðlega skrækina á
leikvöllunum.
Nørrebro er horfin sem veröld
út af fyrir sig og endurfædd sem
alþjóðlegur kaupstaður. Heims-
væddur Eyrarbakki.
Þegar ferðamaðurinn gengur til
baka inn Nørrebrogade um kvöld-
ið, áleiðis að hótelinu, heldur hann
á finnskum bréfpoka með vatns-
flösku frá Tyrklandi, banönum frá
Afríku og ferskri samloku frá Elm
Street-grillinu á Elmegade.
Klukkurnar glymja.
Tíminn stekkur og Snorrabúð stendur í stað
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir
Sveinbjörn I.
Baldvinsson