Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 17.830kr. á mannVer› frá* Sumarhúsaeigendur á Spáni! Beint leiguflug til Alicante. Ver›- lækkun á sumar og sól Salan er hafin á Netinu á ód‡ru sumarfargjöldunum til Alicante. A›eins 200 sæti í bo›i. Flugdagar eru: 2., 15. og 25. apríl, 19. maí og sí›an alla mi›vikudaga í sumar. Flogi› er í beinu leiguflugi me› Icelandair í morgunflugi. Muni› a› hjá Plúsfer›um er unnt a› grei›a 7.500 kr. me› Atlasávísunum og VR ávísunum a› eigin vild og lækka fer›akostna›inn. www.plusferdir.is N E T 25.330 kr. - 7.500 kr. VR ávísun = 17.830 kr. Gildir í ferðir frá 15. apríl til 15. október. 24.940 kr. á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn ferðist saman. 15.230kr. ámann *Verð miðast við að bókað sé á Netinu, sé bókað með öðrum leiðum bætast við þjónustugjöld á hverja bókun. 22.730 kr. - 7.500 kr. VR ávísun = 15.230 kr. 25. apríl - 50 sæti í boði. NetPlús er eingöngu bókanlegur á Netinu. Al ic an te kannski best á því að þessir togarar voru innan fárra ára komnir til stærri byggðarlaga. Bátaútgerð hentar bet- ur í minni sjávarplássum að mínu mati. Umræðan er að mínu mati í röng- um farvegi. Það er eins og það hafi allt vont gerst eftir árið 1984 og þegar kvóti var færður á milli byggðarlaga. Hefði kvótakerfið verið sett á árið 1970 hefði kvótanum verið úthlutað allt öðruvísi, sennilega hefðu vertíð- arbátarnir á Suðvesturlandi þá fengið mestan kvóta. Hefði kvótinn verið settur á árið 1996 hefðu fjölmörg fyr- irtæki í minni sjávarplássum fyrir löngu verið gjaldþrota og plássin þá sennilega í eyði. Það gerðist í Kan- ada, Færeyjum og Norður-Noregi. Það er ekki hægt að segja að árið 1984 hafi verið rétta útgerðarmynstr- ið á Íslandi. En sem betur fer er kvót- inn framseljanlegur. Annars sætu menn úti um allt land fastir í átthaga- fjötrum og hefðu ekki getað aukið við sig aflaheimildir. Þetta á við okkur á Rifi og fleiri byggðir sem hafa aukið við sig heimildir. Það er þjóðhagsleg nauðsynlegt að hafa kvótann fram- seljanlegan, hann má ekki múra inni á einum ákveðnum stað.“ Mikil nýliðun í sjávarútvegi En margir gagnrýna kvótakerfið fyrir að hamla nýliðun í sjávarútvegi. „Það hefur þvert á móti verið mikil nýliðun í greininni á undanförnum ár- um. Það hefur komið nýtt fólk inn í sjávarútveginn en það er ekki endi- lega allt fólk sem á fyrirtækin. Fram- kvæmdastjóri hjá fyrirtæki, sama í hvaða starfsemi það er, setur ekki það skilyrði að hann þurfi að eiga í fyrirtækinu. Það koma nýir fram- kvæmdastjórar í sjávarútvegsfyrir- tækin og það er nýliðnun að mínu mati. Það koma nýir skipstjórar. Það er líka nýliðun. Einnig spretta stöð- ugt upp ný sölu- og markaðsfyrir- tæki. Það er nýliðun. Svona mætti áfram telja. Núna eru komnir nýir eigendur að einu stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins. Það hlýtur líka að teljast nýliðun.“ En sérðu fyrir þér skipulag sem gæti leyst kvótakerfið af hólmi? „Ég er sannfærður um að við erum að nota besta kerfið. Að mínu mati er betra að einstaklingarnir og fyrir- tækin eigi veiðiréttinn en ríkið. Morg- unblaðið, sem hefur haft mjög sterk- ar skoðanir á stjórn fiskveiða í gegnum tíðina, hefur til að mynda aldrei haldið því fram að ríkið ætti að eiga veiðiréttinn. Það er hins vegar mikill munur á ríkinu og þjóðinni. Þjóðin ráðstafar auðlindinni í gegn- um Alþingi og það tel ég vera sann- gjarnt. Ef hins vegar ríkið ætti að skipta auðlindinni væri úthlutunin í höndum örfárra einstaklinga, jafnvel eins manns, og það kann ekki góðri lukku að stýra. Morgunblaðið hefur hins vegar viljað að greitt verði gjald fyrir afnotin af auðlindinni, vegna þess að skattkerfið réð ekki við skatt- leggja hagnaðinn af greininni og þá skilaði arðurinn sér ekki til þjóðar- innar.“ Ertu þá sáttur við að greiða auð- lindagjald? „Ég er almennt á móti veltuskött- um af þessu tagi, tel þá einfaldlega ekki skynsamlega. Ég verð hins veg- ar að hlíta vilja Alþingis í þessu eins og öðru. Auðlindagjaldið er samt sem áður vandmeðfarið. Ef menn fara of- fari í auðlindagjaldinu verður greinin máttlaus og þjóðin hefur sannarlega engan hag af því.“ Finnst þér auðlindagjaldið hóflegt eins og það er ákveðið nú? „Ég er hræddur um að það sé of hátt. Sjávarútvegurinn er þegar að kosta ýmsar þjónustugreinar og fær engu ráðið um hvað þær stækka hratt. Fiskistofa til að mynda stækk- ar og stækkar og greinin fær sendan reikninginn sjálfkrafa. Ég er sann- færður um að útgerðarmenn, sjó- menn og fiskvinnslan gætu einfaldað eftirlitskerfið í samvinnu við stjórn- kerfið. En eins og staðan er í dag eru þessir aðilar að berjast hver í sínu horni og jafnvel hver á móti öðrum.“ Báðir aðilar skotið sér undan ábyrgð En sérðu fyrir þér betri sátt milli útgerðarmanna og sjómanna á kom- andi misserum? „Mér sýnist vera meiri þíða í sam- skiptum sjómanna og útgerðarmanna en áður. Ég held hins vegar að það sé tímabært að gera kjarasamning sem allir skilja. Ég hef lengi deilt á ákvæði í kjarasamningi sjómanna og útvegs- manna sem kveður á um að útgerð- armaður eigi að selja afla skips síns á hæsta gangverði. Það er hins vegar ekki skilgreint frekar. Er hæsta gangverð hæsta verð á fiskmörkuð- um hvar sem er í heiminum þennan daginn? Þýðir hæsta gangverð kannski lægra fiskverð en stöðug og trygg sala afurðanna til stórmarkaðs- keðju í Evrópu? Vilja sjómenn öryggi í tekjum allt árið eða fá hæsta verðið einn daginn en síðan engar tekjur þann næsta? Sjómenn og útgerðar- menn hafa skotið sér undan þeirri ábyrgð að ræða einmitt þetta atriði á undanförnum árum, heldur ítrekað vísað málum sínum til ríkisstjórnar- innar. Og ábyrgðin liggur hjá báðum aðilum. Ef samtök sjómanna og út- gerðarmanna geta ekki leyst þetta tiltekna atriði sjá umbjóðendur þeirra sér ekki lengur hag í að vera innan þeirra vébanda. Þá munu þessi samtök einfaldlega flosna upp.“ Að undanförnu hafa fleiri og fleiri sjávarútvegsfyrirtæki skráð sig af al- mennum hlutabréfamarkaði. Hvern- ig stendur á því? „Þeir sem reka fyrirtækin í dag vilja sjálfir hafa meiri áhrif á rekst- urinn og rekstrarumhverfið. Eigandi sjávarútvegsfyrirtækis ber nefnilega ábyrgð. Ef hann fær hins vegar eng- an arð á sitt fé vill hann ekki eiga fyr- irtækið. Í dag hefur dregið mjög úr áhuga fjárfesta á sjávarútvegsfyrir- tækjum, því þeir sjá fram á að fjár- festing þeirra mun ekki skila þeim nægilegum arði. Það er slæmt fyrir greinina því ef hagnaðurinn hverfur og arður verður enginn þá er hætt við að greinin lognist út af og fyrir henni fari eins og landbúnaðinum.“ ÚA er fyrirtæki á Íslandi Hvernig sérðu fyrir þér að rekstur ÚA muni þróast, nú þegar fyrirtækið er komið í eigu ykkar feðga? „Auðvitað munum við koma með nýjar áherslur í rekstrinum, líkt og alltaf gerist með nýjum eigendum. Mér sýnist margir kostir í stöðunni. Í fyrsta lagi er ÚA ekki bara með starf- semi á Akureyri. Þar er jú landvinnsl- an og ég sé fyrir mér að meginþungi hennar verði þar áfram, enda er fisk- vinnslan þar mjög öflug eining. Við eigum einnig fiskþurrkunarfyrirtæk- ið Laugafisk á Laugum og erum að byggja upp fiskþurrkun á Akranesi. Við munum halda áfram að efla Laugafisk og teljum að þar séu ótal tækifæri og þá jafnvel víðar á land- inu. Við eigum helming í saltfiskverk- un á Húsavík, sem aftur rekur vinnslu á Raufarhöfn. Auk þess á ÚA einn frystitogara og Tjaldur annan sem líta má á sem sjálfstæðar ein- ingar. Væntanlega má líta á ÚA sem fyrirtæki á Íslandi, með starfsstöðvar víða um land. Nú eru góðar sam- göngur og tækninni fleygir fram. Kannski skiptir í raun engu máli hvar fyrirtækið er staðsett, því fólkið get- ur búið þar sem það vill. Útgerð Tjaldsins SH er til dæmis skráð á Rifi og skipið á þar heimahöfn. Skrifstofa útgerðarinnar er aftur á móti í Reykjavík en skipið landar mestum afla á Eskifirði og á Akureyri. Skip- stjórinn er frá Hveragerði, vélstjór- inn frá Egilsstöðum, stýrimaðurinn úr Hafnarfirði, kokkurinn frá Rifi og hásetarnir frá Bíldudal, Selfossi og Reykjavík. Hvernig geta menn sagt að skipið tilheyri ákveðnu byggðar- lagi eða landshluta? Tjaldurinn er fyrst og fremst íslenskt skip og út- gerðarstaðurinn er landið allt.“ Það er ljóst að þið feðgar hafið fengið umtalsverða fjármuni að láni til að fjármagna kaup ykkar á ÚA. Mun það ekki íþyngja rekstrinum, þannig að skera þurfi niður starfsem- ina? „Eflaust þarf að gera það en ekki í miklum mæli þó. ÚA er mjög fjár- hagslega sterkt félag en auðvitað er- um við að nokkru leyti háðir ytri að- stæðum og því hvernig okkur reiðir af fyrstu árin. Það er hins vegar búið að taka vel til í rekstri ÚA og varla hægt að gera meira í þeim efnum. En það má eflaust samnýta rekstur ÚA og Tjalds ennþá meira og því fylgja án efa einhverjar áherslubreytingar.“ En var ÚA ekki alltof dýrt? „Frá því að ég hóf að vinna í sjávar- útvegi hefur alltaf verið viðkvæðið þegar kvóti, skip eða fyrirtæki ganga kaupum og sölum að verðið sé of hátt. Það kemur alltaf í ljós hver hefur rétt fyrir sér í þeim efnum. Við sjáum mikla framtíð í sjávarútvegi en það hljóta allir að gera sér grein fyrir því að við gerum ekki 15–20% ávöxtunar- kröfu á eigið fé fyrstu árin. Við gerum okkur grein fyrir því að við borgum ekki upp fyrirtækið á nokkrum árum. Það mun taka lengri tíma.“ ÚA hefur tekið þátt í og staðið fyrir hvers konar þróunarstarfi í gegnum tíðina. Munu nýir eigendur halda áfram að leggja rækt við slíkt? „Að mínu mati felst í því gríðarleg- ur styrkur fyrir landvinnslu ÚA á Ak- ureyri að vera með Háskólann á Ak- ureyri í bæjarfélaginu. Það hefur ÚA nýtt sér vel á síðustu árum og byggt upp góða aðstöðu í sínum húsakynn- um fyrir nemendur háskólans til að sinna verkefnum.“ Þið feðgar gerðuð einnig tilboð í Harald Böðvarsson á Akranesi, sam- hliða tilboði ykkar í ÚA. Hvers vegna? Morgunblaðið/Alfons KG-fiskverkun á Rifi gerir út einn línubát og rekur saltfiskverkun. ’ Mestu mistökin í rekstri Básafellsvoru að stjórn félagsins tók ekki á rekstrarvandanum árið 1998. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.