Morgunblaðið - 25.01.2004, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
U
NNIÐ er að því að skipta
Eimskipafélagi Íslands
upp í tvö sjálfstæð félög,
flutningafyrirtækið Eim-
skip og fjárfestingarfélagið
Burðarás og munu núver-
andi hluthafar félagsins
eignast hluti í báðum félög-
unum. Þessi skipting á að liggja fyrir þegar
aðalfundur félagsins verður haldinn 19. mars.
Ekki er nema um mánuður í að ársuppgjör fé-
lagsins verði birt eða 26. febrúar en eins og
fram hefur komið er mikil óvissa um verðmæti
Eimskips ehf. og Burðaráss eftir söluna á nær
öllum eignum Brims, þ.e. á Útgerðarfélagi
Akureyringa, Haraldi Böðvarssyni og Skags-
trendingi. Fyrirsögn í afkomuspá greining-
ardeildar KB banka fyrir Eimskipafélagið
sem birt var í liðinni viku: „Upplýsingar ósk-
ast“ endurspeglar þessa óvissu og reyndar
treysti greiningardeildin sér ekki til þess að
leggja verðmat á félagið.
Þetta hefur þó ekki breytt því að gengi
bréfa félagsins hefur hækkað úr 7,1 í upphafi
árs í 8,9 við lokun markaða á föstudaginn eða
um rúm 25%. Hagnaður af sölu sjávarútvegs-
fyrirtækjanna hefur væntanlega haft þarna
nokkur áhrif og sömuleiðis væntingar um að
ef til vill muni ekki takast síður upp með sölu
á flutningahluta Eimskipafélagsins þegar og
ef af þeirri sölu verður.
Skipting sem skilar sér til hluthafanna
Á 90 ára afmæli Eimskipafélagsins á dög-
unum sagði Magnús Gunnarsson stjórnarfor-
maður í viðtali í Morgunblaðinu að hann væri
sannfærður um að aðskilnaður fjárfestinga-
og flutningahluta Eimskipafélagsins myndi
skila sér í bættum hag hluthafa og breyting-
arnar myndu gera félögin að skýrari fjárfest-
ingarkostum.
Þrátt fyrir að töluverð vinna muni vera eftir
við að aðskilja fyrirtækin tvö hefur verið
greint frá hugsanlegri sölu á flutningsarmi
Eimskipafélagsins (Eimskip ehf.) í fjölmiðlum
og að þar séu fleiri en einn aðili um hituna.
Minna hefur verið rætt um sölu á fjárfesting-
arhlutanum, Burðarási, en sumir hafa gert því
skóna að þegar búið væri að selja flutninga-
starfsemina myndi Burðarás renna inn í
Landsbankann. Allt eru þetta þó getgátur enn
sem komið er.
Engu að síður liggur fyrir að ýmsir aðilar,
bæði innlendir og erlendir, hafa sýnt flutn-
ingsstarfseminni áhuga. Sá áhugi mun þó
fyrst og fremst hafa verið látinn í ljós með
óformlegum hætti og menn að „hnusa af fé-
laginu“ eins og það er orðað.
Formleg ósk um viðræður um kaup
á flutningastarfseminni
Á þessu er þó ein veigamikil undantekning
því samkvæmt öruggum heimildum Morgun-
blaðsins sendi hópur fjárfesta, sem Kristinn
Geirsson, framkvæmdastjóri Skjás eins, leiðir,
formlega inn erindi og óskaði eftir viðræðum
um kaup á Eimskip ehf. í einu lagi. Auk Krist-
ins eru í þessum hóp bræðurnir Sigurður Gísli
og Jón Pálmasynir, Þorsteinn Vilhelmsson,
Margeir Pétursson og félög á þeirra vegum.
Þessi hópur taldi ekki nauðsynlegt að bíða eft-
ir að gengið yrði frá aðskilnaði félaganna
tveggja sem nú mynda Eimskipafélagið eftir
söluna á Brimi. Flutningastarfsemin væri sér-
félag og því væru engar sérstakar tæknilegar
hindranir í veginum að ganga mætti frá slík-
En út á hvað gengu hugmyndir þeirra
Kristins, Pálmasona, Þorsteins og Margeirs?
Eftir því sem næst verður komist mun það
hafa vakað fyrir þeim að kaupa flutninga-
starfsemi Eimskipafélagsins alla með það að
markmiði að hagræða mjög verulega í rekstr-
inum. Óljóst er í þessu sambandi hvort þeir
hafi haft í hyggju að selja einhverja hluta eða
þætti starfseminnar. Hins vegar liggur fyrir
að hugmyndir um ýmsa útrásarmöguleika í
flutningastarfseminni, sem stjórnendur Eim-
skipafélagsins hafa viðrað í fjölmiðlum, voru
þeim alls ekki efst í huga. Ef kaup hópsins
hefðu gengið eftir er öruggt að flutningshluti
Eimskipafélagsins hefði horfið af hlutabréfa-
markaðinum enda miklum mun auðveldara að
vinna að gagngerum endurbótum og hagræð-
ingu í rekstrinum undir þeim merkjum.
Möguleikarnir til frekari vaxtar
liggja erlendis
Stjórnendur Eimskipafélagsins hafa bent á
að töluverð umskipti hafi orðið í rekstri flutn-
ingastarfseminnar á liðnu ári og þau umskipti
samfara vaxandi flutningum til og frá landinu
á tímum stóriðjuframkvæmda hafa vakið
mönnum bjartsýni um aukna arðsemi eftir
mörg mögur misseri og taprekstur. Þeir hafa
þó sagt að tækifæri til vaxtar væru fyrst og
fremst á erlendum mörkuðum.
„Ef ég tek sem dæmi flutningsfyrirtækið
Eimskip, sem er bæði efnalega traust og með
öfluga starfsemi, þá hefur það mjög mikla
möguleika á því að auka umsvif sín. Hins veg-
ar liggja þeir möguleikar ekki hér á landi. Því
verður fyrirtækið í auknum mæli að beina
sjónum að þátttöku í rekstri erlendis. Ég tel
að flutningsfyrirtækið hafi mjög mikla mögu-
leika á þessu sviði,“ sagði Magnús Gunnars-
son í Morgunblaðinu. „Nýleg kaup Eimskips á
meirihluta hlutafjár í norska flutningsfyrir-
tækinu Coldstore & Transport Group (CTG
AS), sem sérhæfir sig í flutningum og
geymslu á frystum og kældum sjávarafurðum,
eru til marks um þetta. Þetta er ákveðið
merki um það hvert fyrirtækið stefnir,“ sagði
stjórnarformaðurinn ennfremur.
Erlendir markaðir ekki í forgrunnni
Kristinn, Sigurður og Jón Pálmasynir, Þor-
steinn og Margeir deila hins vegar ekki þess-
ari framtíðarsýn með stjórnendum Eimskipa-
félagsins, a.m.k. alls ekki í sama mæli.
Útrásarhugmyndir voru eða eru ekki efst á
forgangslista þeirra. Fyrir liggur að þeir eru
þeirrar skoðunar að þrátt fyrir allt tal stjórn-
enda Eimskipafélagsins og raunar greininga-
deilda bankanna einnig, um að rekstur flutn-
ingastarfsemi Eimskipafélagsins hafi batnað
verulega á liðnu ári hafi engin markverð hag-
ræðing enn átt sér stað. Að þeirra mati er því
svigrúmið í þeim efnum enn mikið. Nákvæm-
lega hvernig átti að ná þessari hagræðingu
fram er ekki vitað, þar verða menn einfaldlega
að geta í eyðurnar.
Þrátt fyrir að ósk um viðræður hafi verið
hafnað er ekki er víst að þeir félagar hafi enn
gefið upp alla von um að geta keypt Eimskip
Samkeppni um kaup á flut
Skipta á Eimskipafélag-
inu upp í tvö félög, fjár-
festingafélag og flutn-
ingafélag á aðalfundi í
mars. Arnór Gísli Ólafsson
komst að því að töluverð-
ur áhugi virðist vera fyr-
ir flutningafélaginu en
um leið að áherslur
manna um framtíðarsýn
og rekstur þess geta
verið býsna ólíkar.
um kaupum. Vildu þeir hefja viðræður um
kaup á Eimskip ehf. ásamt dótturfélögum
þess. Þessari ósk hópins um viðræður var hins
vegar hafnað af Eimskipafélaginu á þeim for-
sendum að ekki hefði verið gengið frá skipt-
ingu félagsins. Svo virðist sem ósk þeirra um
viðræður hafi ekki bara verið hafnað tíma-
bundið heldur alfarið.
Stjórnarformaður Eimskipafélagsins hefur
sagt í fjölmiðlum að ekki sé hægt að selja
flutningafélagið formlega nema eftir að skipt-
ing félagsins hefur verið samþykkt á aðal-
fundi. Þau ummæli útiloka þó ekki að hægt sé
að ganga frá slíkri sölu óformlega eða und-
irbúa hana og þær raddir hafa heyrst að
draga muni til tíðinda í þessum efnum nokkru
fyrir aðalfundinn.
Ekki er endilega víst að tæknilegar for-
sendur einar hafi ráðið því að ósk um við-
ræður var hafnað; stjórn Eimskipafélagsins
mun vera nokkuð samstiga í þeirri afstöðu að
félagið verði áfram almenningshlutafélag og
að flutningastarfsemin verði ekki seld einum
aðila hér á landi. Sömuleiðis mun vera ein-
dregin andstaða við það að selja erlendum að-
ila þá starfsemi Eimskipafélagsins sem marg-
ir telja að hafi átt mikinn þátt í að greiða
götuna að sjálfstæði Íslendinga.
STJÓRN Eimskipafélags Íslands virðist vera samstiga í þeirri afstöðu að ekki eigi að selja erlend-
um aðilum flutningastarfsemi Eimskipafélagsins né einum innlendum aðila þegar félaginu verður
skipt í fjárfestinga- og flutningafélag í mars. Þeir sem fara með ráðandi hlut í Landsbankanum og
þar með í Eimskipafélaginu hafa hins vegar lítið sem ekkert tjáð sig um hugsanlega sölu á flutn-
ingastarfsemi Eimskipafélagsins.
Á fundi með nemendum við Háskóla Íslands á fimmtudaginn sagði Björgólfur Guðmundsson,
formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, þó að stefnt væri að því að bæði félögin yrðu áfram
skráð á hlutabréfamarkaði. Menn hefðu trú á því að það væru tækifæri í flutningastarfseminni og
að flutningafélagið mundi geta tekist á við verkefni hvar sem væri og það væri ekki einskorðað
við Atlantshafið. Menn sæju tækifæri í því að reka flutningafélag sem væri skráð í Kauphöll Ís-
lands og sinnti flutningum til og frá Íslandi sem og víðar.
Morgunblaðið/Kristján
Verður áfram á hlutabréfamarkaði