Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.01.2004, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2004 27 Aðalfyrirlesari og gestur ráðstefnunnar er Georg Træland, sérfræðingur frá Arendal í Noregi og ræðir hann meðferðarúrræði við eyrnasuði sem reynt hefur verið þar. Aðrir fyrirlestrar eru: Eyrnasuð: Hannes Petersen, læknir. Tengd vandamál. Haukur Hjaltason, læknir. Niðurstöður starfshóps um eyrnasuð: Jörundur Kristinsson, læknir. Þrír þolendur segja frá lífi með eyrnasuði. Ávörp verða flutt og nýr vefur Heyrnarhjálpar verður opnaður. Ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum. Ráðstefnan er öllum opin sem áhuga hafa á málefninu og aðgangur er ókeypis. Aðgengi fyrir alla! Tónmöskvi, rittúlkun, táknmálstúlkun og erlendur fyrirlesari verður túlkaður yfir á íslensku. Félagið Heyrnarhjálp og Landlæknisembættið gangast fyrir ráðstefnunni. Grand Hótel Reykjavík við Sigtún föstudaginn 30. janúar 2004 kl. 13.00 til 17.00 Ráðstefna um eyrnasuð Heyrnar- og talmeinastöð Íslands styrkir ráðstefnuna FERÐAMÁLARÁÐ Íslands hefur opnað skrifstofu í Kaupmanna- höfn, og er skrifstofan þriðja markaðsskrifstofa Ferðamálaráðs utan Íslands. Henni er ætlað að þjóna Norðurlandamarkaði, þ.e. Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Skrifstofan er til húsa í Norður- bryggju, sameiginlegu menningar- setri Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Ferðamálaráð Færeyja og Grænlands eru einnig með skrifstofur í húsinu. Löndin þrjú hafa stofnað sameiginlegt fyr- irtæki til að sinna upplýsingagjöf, dreifingu á bæklingum og fleiru sem hagkvæmt er talið. Ársæll Harðarson, forstöðumað- ur markaðssviðs Ferðamálaráðs, segir opnun markaðsskrifstofu fyr- ir Norðurlöndin vera tímabært skef. „Norðurlöndin eru eitt stærsta og mikilvægasta markaðs- svæði íslenskrar ferðaþjónustu og þaðan komu yfir 80.000 gestir á síðasta ári. Þá eykur það á mik- ilvægi þessa markaðar hversu stór hluti gesta þaðan kemur utan há- annatíma, auk þess sem talsverður hluti kemur í viðskiptaerindum,“ segir Ársæll. Mikið af gestum var viðstatt opnunina, m.a. samgönguráðherra og fulltrúar í Ferðamálaráði Ís- lands. Fulltrúar ferðaskrifstofa og flugfélaga á Norðurlandamarkaði fjölmenntu í opnunina, þeirra á meðal Icelandair og Iceland Ex- press. Tekið við milljón gestum Magnús Oddsson ferðamála- stjóri bauð gesti velkomna og lýsti mikilvægi hinnar nýju skrifstofu og markaðsstarfinu á Norðurlönd- um. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra afhenti nýjum forstöðu- manni skrifstofunnar; Lisbeth Jensen, lyklana að skrifstofunni og sagði m.a. að mikilvægt væri að halda áfram öflugu markaðsstarfi á erlendum mörkuðum á vegum Ferðamálaráðs. Með opnun skrif- stofunnar í Kaupmannahöfn eru markaðsskrifstofur Ferðamálaráðs Íslands á erlendri grundu orðnar þrjár. Fyrir voru skrifstofur í Frankfurt í Þýskalandi, sem sinnir Mið-Evrópu, og í New York, sem sinnir Norður-Ameríkumarkaði. Auk þeirra er fjórða markaðs- svæðinu, Bretlandi, sinnt frá Ís- landi. Ferðamálaráð opnar skrifstofu í Kaupmannahöfn Sturla Böðvarsson samgönguráðherra á tali við Morten Meldgaard, framkvæmdastjóra Norðurbryggju (t.v.) og Kaj Elkrog. Helgi Seljan bæjarfulltrúi Röng mynd birtist í blaðinu í gær með aðsendri grein eftir Helga Seljan, bæjarfull- trúa í Fjarða- byggð. Beðist er velvirðingar á mistökunum um leið og birt er mynd af Helga Seljan yngri. LEIÐRÉTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.